Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Blaðsíða 5
5
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990.
dv Viðtalið
Fréttir
Skelveiðar hefjast á Húnaflóa
- enn lítið vitað um ástand skelfiskstofnsins
Slappaaf
íeldhúsinu
^
Nafn: Gísli Jónsson
Aldur: 45 ára
Starf: Umdæmisstjóri Flug-
leíða og forstjóri Ferða-
skrifstofu Akureyrar
Gísli Jónsson, forstjóri Feröa-
skrifstofu Akureyrar, hefur
tekið viö starfi utndæmisstjóra
Flugleiða á Noröiirlandi og
mun sinna báðum störfunum.
Gísii er 45 ára Akureyringur
og segir aö hann hafi starfað aö
ferðamálum „nánast frá því ég
fæddist“, eins og hann orðaði
það.
„Ég tók þó smáhliðarspor og
vann um tíma í banka en sl. 15
ár hef ég starfað hjá Ferðaskrif-
stofu Akureyrar.“ En hvað seg-
ir hann um sitt nýja starf sem
umdæmisstjóri Flugleiða?
„Það leggst vel í mig. Þetta á
að ganga upp þvi bæöi á ferða-
skrifstoi'unni og hjá Flugleiðum
er mjög hæft starfsfólk. Starfið
hjá Flugleiðum er umfangsmik-
ið en yfirmenn á Akureyrar-
flugvelli fá nú aukin völd og
ábyrgð. Mitt starf verður að
halda utan um þetta og vinna
að ýmsum öðrum verkefnum
en þeim sem snerta beint dag-
legan rekstur. Það er ýmislegt
á döfinni hjá Flugleiöum sem
gamán verður að fást viö en
allt miðar þaö að þvi að auka
og bæta þjónustuna við farþega
okkar og ég hlakka til að takast
á við þau verkefni.
Áhugamálin
mörg
Áhugamál mín eru margvís-
leg. Á sumrin spila ég golf með
góðum félögum. Þetta er geysi-
lega skemmtileg íþrótt og mér
hefur farið fram aö undantornu
og er nú kominn með 14 í for-
gjöf. Það er einna verst við golf-
ið hvað það er tímafrekt.
Á veturna spila ég skallabolta
sem er, að ég held, akureyrsk
íþrótt. Þar hittast gamlar knatt-
spyrnuhetjur og aðrir sem aldr-
ei komust í lið og það er oft
mikið hlegið. Ætli það megi
ekki segja að ég sé hðtækur á
þessum vettvangi. Það
skemmtilegasta við íþróttimar
er samt félagsskapurinn sem ég
vildi ekki vera án.
Gaman að elda
Ég fer til rjúpna á haustin og
svo verð ég vist að minnast á
áhuga minn á eldamennsku og
því að borða góöan mat. Það er
gaman að elda mat og ég stappa
mjög vel af i eldhúsinu og þríf
meira að segja eftir mig. Þessari
eldamennsku fylgir svo ánægj-
an að borða góðan mat sem er
að vissu leyti áhugamái."
Gísli er giftur Þórunni Kol-
beinsdóttur röngtenhjúkrunar-
fræðingi og eiga þau þrjú börn,
tvo syni og eina dóttur. -gk
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Þessa dagana eru skelveiðar á Húna-
flóa að hefjast. Auk báta frá Hólma-
vík munu tveir bátar frá Hvamms-
tanga stunda veiðarnar. Líklega fer
Blönduósbáturinn Ingimundur
gamh á skehna en hann er nú í slipp
á Skagaströnd.
Að sögn Halldórs Jónssonar, ný-
ráðins framkvæmdastjóra Meleyrar
á Hvammstanga, var reiknað með að
Bjarminn færi af stað með plóginn
einhvern næstu daga. Á næstunni
byrjar svo Siggi Sveins á skelinni.
Halldór sagði að lítið væri vitað um
ástand skelfiskstofnsins í Flóanum
og enn lægi afurðaverð ekki fyrir.
Óljóst er hversu mikla vinnu veið-
arnar skapa.
Ef viðunandi verð fæst má reikna
með 10-20 manns við vinnu í skelinni
í haust en vinnan verður mismikil
eftir því hvort fiskurinn selst ferskur
eða fer í frystingu.
FAXAFENI 14, NÚTÍÐ, 108 REYKJAVÍK. SÍMAR 687480, 687580 OG 37878.
Innrítun daglega frá kl. 10-20
Það sem víð kennum í vetur:
JAZZLEIKSKOLINN
Jazzleikskólinn er
sérgrein okkar. Þar
fær einstaklingur-
inn, 3-6 ára börn,
að njóta sín óþving-
aður á dansgólfinu.
Síðan við byrjuðum
á Jazzleikskólanum
fyrir 6 árum hefur
það sýnt sig og
sannaðað börnin'fá
góða undirstöðu í
tónlist og fyrir
allan dans til áframhaldandi náms. Spennandi
leikdansar sem börnin sýna I vor. Jazzleikskólinn
er sérgrein okkar. Varist eftirlíkingar.
EPP
Stepp fyrir alla, sfráka og stelpur,
unga og gamla. Madonna verður
með í lagavalinu. Nýir dansar. Mik-
ið fjör.
BARNADANSAR,
gamlir og nýir, er undirstaða fyrir allan
samkvæmíisdans. Söngdansar pg leikir
og splunkunýr barnadans, verðlaunadans
frá Danmörku í sumar, barna-lambada,
sem Henný hefur aðlagað íslenskum
börnum.
Gömlu dansarnir
verða í vetur á föstudagskvöldum og
fyrir utan gömlu, góðu dansana, eins
og vínarkrus, polka, skottís, masúrka,
ræl og m.fl., dönsum við þar „partí-
dansa" og gamla enska og danska
dansa sem við ein kennum.
Suður-
amerískir
dansar og mambo,
boogie, salsa eru
uppáhaldsdansar
margra og enn fáum
við í vetur nýjan dans,
soca, upprunninn frá
eyjunum í Karíbahaf-
inu, arftaka lambada.
Sértímar fyrir 10-12
ára og 13-16 ára.
Jazzdans-
Discojazz-
Freestyle
fyrir alla sem vilja
hreyfa sig eftir nýjustu
lögunum „Vogue“ og
„hip-hop“ og læra
nýja dansa.
Samkvæmisdansar
þar sem grunnurinn
er 10 dansarnir í
heimskerfinu, fyrir
börn, unglinga og
fullorðna. Þarna geta
pörin, hjónin og vin-
irnir komið saman og
átt skemmtilega
kvöldstund í góðra
vina hópi því mikið
er lagt upp úr félags-
lega þættinum um
leið og við öðlumst
öryggi á dansgólfinu og í umgengni við annað fólk.
Skemmtilegir tímar. Allt það nýjasta fyrir keppnis-
dansara. Frábærir gestakennarar væntanlegir í vetur.
Eldri borgarar
Rock’n’roII
„Kaffikvörnin", þar sem kaffið er
á könnunni og dansað á milli sop-
anna og spjallsins, verður á föstu-
dögum í vetur kl. 16. Dönsum
létta og skemmtilega dansa og
hittum góða félaga.
er alltaf einn af tískudönsunum. Allir muna eftir lagi
eins og Rock around the Clock. Viö erum með fjöldann
allan af nýjum sporum og samsetningum, m.a. eftir
gestakennara okkar, Per Henckell og konu hans, Kitty,
í Danmörku en þar kynntum viö okkur allt það nýjasta
í rokkdansinum. Yngsta rokkpar landsins kemur nýjum
nemendum á sporið á kynningardeginum ( Faxafeni 14
kl. 16 á sunnudag.
Faglærðir
danskennarar
Félagasamtök og starfsmannahópar verða að hafa samband við okkur sem fyrst.
Einkatímar eftir samkomulagi.
FORELDRAR: Gefið barninu ykkar bestu fáanlegu undirstöðu undir áframhaidandi nám í öllum
dansi og fyrir tónlistarnám.
í dansinum er lifsgieði og þar er holl og góð hreyfing. í danstímunum ert þú í góðum félagsskap.
Hagkvæmt greiðslufyrirkomulag. Raðgreiðslur og annað.
FAXAFENI 14, HÚSIÐ NÚTÍÐ
Nýtt húsnæði sem liggur vel við ibúðarhverfúm borgarinnar. Tveir kennslusalir. Næg bilastæði. Grensásstöð SVR er stutt frá.
DHR