Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1990, Page 24
32 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990. Afmæli Sigfús Halldórsson Sigfús Halldórsson, tónskáld og listmálari, Víðihvammi 16, Kópa- vogi, er sjötugur í dag. Sigfús er fæddur í Reykjavík og var í námi í Málaskóla Björns Björnssonar og Marteins Guð- mundssonar. Hann var í námi í leik- tjaldahönnun og málaralist og tók próf 1945 (í. verðlaun) frá Slade Fine Art School, Lundúnaháskóla. Sigfús var í námi og störfum í Stokkhólm- sóperunni 1947-1948 og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði. Hann var í námi í Myndlista-og handíða- skóla íslands 1968 og einnig í Tón- hstarskóla Reykjavíkur. Sigfús vann í Útvegsbanka íslands 1933-1944 og málarasal Þjóðleik- hússins 1950-1952. Hann vann hjá J. Þorláksson og Norðmann 1954- 1955 og í bókasafni Bandaríkjahers 1955-1956 og Skattstofu Reykjavíkur 1957-1968. Sigfús var teiknikennari í Langholtsskólanum í Rvík 1968- 1981 og ferðaðist með leikflokkum um landið 1939-1954 og 1955. Hann var í fulltrúaráði Vals og í stjórn Lionsklúbbsins Ægis. Sigfús hefur haldið margar mál- verkasýningar einn og með öðrum hér á landi og erlendis, m.a. fyrstu leiktjaldasýningu hér á landi í Rvík 1947, einkasýningar á Kjarvalsstöð- um 1980 og 1985 og sýningu á 200 ára afmæh Reykjavíkur 1986. Hann fór í söngferðalag með Guðmundi Guðjónssyni um byggðir íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada á veg- um Þjóðræknisfélagsins og ríkis- stjómaríslands 1980. Sigfús hefur sungið og spilað inn á margar plötur og hefur margoft komið fram í útvarpi og sjónvarpi hér á landi en einnig sungið og spil- að í útvarpi í London (BBC) og Hels- inki í Finnlandi. Sigfús hefur samið fjölda sönglaga og tónverka í hand- riti og á prenti, m.a. Stjána bláa, kórverk (við ljóð Sigurðar Einars- sonar) og Þakkargjörð, hljómlistar- verk, öll lögin tileinkuð íslenskum sjómönnum; sönglög 1973; Við Aust- urstræti (ljóð Tómasar Guðmunds- sonar), frumflutt við opnun sýning- arinnar Reykjavík ’86 á 200 ára af- mæli Rvíkur. Sigfús var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins úr gulli, Knatt- spyrnuélagsins Vals og FH. Hann varð heiðursfélagi The Icelandic Canadian Club of British Columbia 1980 og var heiðurslistamaður Kópavogs 1988. Sigfús kvæntist 17. janúar 1953 Steinunni Jónsdóttur, f. 27. desemb- er 1923. Foreldrar Steinunnar voru Jón Arinbjörnsson, endurskoðandi í Rvík, og kona hans, Hrefna Sigur- geirsdóttir. Börn Sigfúsar og Stein- unnar eru Gunnlaugur Yngvi, f. 12. mars 1955, leiðbeinandi við Grunn- skólans á Tálknaflrði, kvæntur Jó- hönnu Grétu Möller, synir þeirra eru Sigfús, f. 8. júní 1976, og Yngvi Páll, f. 21. apríl 1978, og Hrefna, f. 7. apríl 1957, gift Ágústi Elíasi Ágústssyni, kennara í Rvík, dóttir þeirra er Helga, f. 12. júU 1978. Systk- ini Sigfúsar eru Ingileif, f. 4. febrúar 1905, d. 28. ágúst 1987, gift Einari O. Malmberg, kaupmanni í Rvík; Guðlaug Margrét, f. 27. maí 1906, d. 11. desember 1939, gift Viggó Þor- steinssyni, kaupmanni í Rvík; Björn Magnús, f. 8. desember 1907, d. 24. ágúst 1971, leturgrafari í Rvík, kvæntur Guðflnnu Guðmundsdótt- ur; Sigurður, f. 5. desmber 1909, d. 23. september 1965, skrifstofumaður í Rvík, kvæntur Sigurrósu Jóns- dóttur; Guðný, f. 6. mars 1912, d. 6. maí 1913; Guðjón, f. 5. júní 1915, bankafulltrúi í Rvík, kvæntur Hall- björgu Elímundardóttur, og Nanna, f. 22. júlí 1918, gift Runólfi Sæ- mundssyni, verslunarmanni í Rvík. Foreldrar Sigfúsar voru Halldór Sigurðsson, f. 18. febrúar 1877, d. 5. júlí 1966, úrsmiður í Rvík-, og kona hans, Guðrún Eymundsdóttir, f. 20. júní 1878, d. 13. júní 1938. Halldór var sonur Sigurðar, b. og hrepp- stjóra í SkarðshUð undir Eyjaíjöll- um, bróður Ingunnar, langömmu Jóns Thors, skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytinu, og Þorsteins Thorarensens rithöfundar. Sigurð- ur var sonur HaUdórs, b. í Álfhólum í Landeyjum, Þorvaldssonar, bróð- ur Björns, fóður Þorvaldar ríka á Þorvaldseyri. Guðrún var dóttir Eymundar, b. á Skjaldþingsstöðum, bróður Sigfúsar bóksalaogSigríðar.langömmu ■ Gríms Helgasonar, forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafns, fóður Vigdísar rithöfundar. Ey- mundur var sonur Eymundar, b. á Borgum í Vopnafirði, Jónssonar, b. á Refstað, Péturssonar. Móðir Ey- mundar Jónssonar var Guðrún Ey- mundsdóttir, systir Arngríms á Hauksstöðum, fóður Arnbjargar, móður Guðmundar, föður Björgvins tónskálds. Móðir Eymundar á Skjaldþingsstöðum var Þórey Sig- fúsdóttir, b. í Sunnudal í Vopna- firði, Jónssonar, og konu hans, Sig- ríðar Jónsdóttur, b. á Þverá í Öxar- firði, Þorvaldssonar, b. á Vestur- húsum, Einarssonar „galdrameist- ara“, prests á Skinnastöðum, Niku- Sigfús Halldórsson. lássonar. Móðir Sigríðar var Sigríð- ur Amgrímsdóttir, b. á Hrafna- björgum, Runólfssonar, b. á Hrafna- björgum, Einarssonar, bróður Þor- valdar. Móðir Arngríms var Björg Arngrímsdóttir, sýslumanns á Laugum, Hrólfssonar, og konu hans, Hólmfríðar Björnsdóttur, sýslumanns á Espihóli, Pálssonar, sýslumanns á Þingeyri, Guðbrands- sonar, biskups á Hólum, Þorláks- sonar. Móðir Guðrúnar Eymunds- dóttur var Guðný Pálsdóttir, b. á Hólsseli á Hólsíjöllum, Pálssonar, b. á Hólsseli, Einarssonar. Móðir Guðnýjar var Arndís Hildibrands- dóttir, b. á Hofi í Fellum, Einarsson- ar, og konu hans, Guðrúnar Einars- dóttur, b. á Setbergi í Fellum, Krist- jánssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Pétursdóttir, b. í Bót, Pét- urssonar, b. á Skjöldólfsstöðum, Jónssonar, stúdents ogættfræðings á Skjöldólfsstöðum, Gunnlaugsson- ar, ættföður Skjöldólfsstaðaættar- innar. Benedikt Jónsson Benedikt Jónsson, fyrrv. verk- stjóri og verktaki, Auðbrekku 23, Kópavogi, er áttræður í dag. Benedikt fæddist að Ásgautsstöð- um við Stokkseyri en flutti til Reykjavíkur árið 1918 þar sem hann lauk barnaskólanámi. Benedikt varð verkstjóri ungur að árum. Hann var verkstjóri við aðal- leiöslu hitaveitunnar frá Reykjum að Öskjuhlíð, við allar virkjanir í Soginu, við Búrfellsvirkjun og viö vatnsmiðlunina við Þórisós, auk þess sem hann vann við hafnar- framkvæmdir í Þorlákshöfn og Keflavík. Benedikt var síðan í flögur til fimm ár hjá Vita- og hafnamála- stofnun við hafnarframkvæmdir á Húsavík, Siglufirði, Bakkafirði og víðar. Er Benedikt vildi minnka við sig vinnuálagið stofnaði hann ásamt Eggert Sigurðssyni Waage fyrirtæk- ið Almennir verktakar. Vinnuálagið minnkaði hins vegar ekki hjá hon- um við það enda sá fyrirtækið um ýmsar stórframkvæmdir hjá Reykjavíkurborg og víðar. Hann tók því fegins hendi starfi sem honum bauðst hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins að Keldnaholti en þar starfaði hann árum saman við inni-ogútistörf. Eftir að Benedikt hóf þar störf vaknaði áhugi hans á trjárækt og hefur hann komið upp myndarleg- um trjágarði í landi Keldnaholts sem hann annast á hverju vori enn í dag. Kona Benedikts var Elín Þor- steinsdóttir húsmóðir, f. 19.2.1912,- d. 22.5.1984, en hún var dóttir Þor- steins Ásbjörnssonar trésmíða- meistara og Jónasínu Guðlaugs- dótturhúsmóður. Börn Benedikts: Björg, f. 10.7.1931, sjúkraliði, gift Haraldi Skjóldal, starfsmanni hjá KEA, og eiga þau fimm börn; Jón, f. 7.4.1937, frétta- maður hjá ríkissjónvarpinu, kvænt- ur Jónínu Jónsdóttur og eiga þau fimm börn; Áslaug, f. 16.10.1943, starfsleiðbeinandi, gift Sæmundi Bjarnasyni, starfsmanni hjá Stöð 2; Þór, f. 2.1.1945, starfsmaður hjá FÞF, kvæntur Sólrúnu Guðjóns- dóttur og eiga þau tvö börn; Kristj- ana, f. 9.2.1946, starfsmaður hjá ÍTR, gift Garðari Ingólfssyni, starfs- manni hjá SVR, og eiga þau þrjú böm; Hafdís, f. 12.6.1949, húsmóðir og nemi, gift Guðmundi Grettissyni vélstjóra og eiga þau flögur börn, og Ehn, f. 3.7.1951, húsmóöir, gift Sævari Einarssyni vélstjóra og eiga þautvö börn. Systkini Benedikts: Anna, f. 22.4. 1906, d. 24.7.1977, og var fyrri maður hennar Bergsteinn Kristjónsson, kennari á Laugarvatni, en seinni maður Bjarni Bjamason, d. 1970, alþingismaður og skólastjóri á Laugarvatni; Bjami, f. 30.11.1907, d. 1942, bryti á.varðskipum ríkisins, var kvæntur Margréti Þorleifsdótt- ur, d. 1979; Sólveig, f. 4.2.1909, gift Indriða Indriðasyni rithöfundi; Borghildur, f. 3.4.1912, var gift Þóri Baldvinssyni, húsameistara í Reykjavík, sem lést 1986; Kristján Ragnar, f. 4.4.1915, d. 15.5.1988, af- greiðslumaður hjá Eimskip; Hulda, f. 22.6.1917, var gift Birgi Einars- syni, skrifstofumanni í Reykjavík, sem lést 1971, og Sverrir, f. 17.1.1920, d. 17.9.1965, prentari í Reykjavík, var kvæntur Önnu Pálsdóttur. Foreldrar Benedikts voru Jón Jónatansson, alþingismaðúFDg bú- fræðiráöunautur á Ásgautsstöðum í Flóa, og kona hans, Kristjana Benediktsdóttir rjómabússtýra. Föðurbróðir Benedikts var Bjarni, afi Einars Njálssonar, bankastjóra Samvinnubankans á Húsavík. Jón var sonur Jónatans, b. í Landakoti í Staðarsveit, bróður Narfa, langafa Ólafs, föður Gunnars Ragnars, for- stjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Jónatan var sonur Þorleifs, b. í Dal, Jónssonar. Móðir Jóns alþingismanns var Anna, systir Bjarna, föður Þorgeirs á Hæringsstöðum, afa Magnúsar Kristjánssonar, lektors í sálfræði. Anna var dóttir Jóns, smiðs á Búð- um, Þorgeirssonar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Guðmundar, langafa Önnu, móður Sigfúsar Daðasonar skálds. Guðrún var dóttir Vigfúsar, b. á Bíldhóli, Einarssonar, b. á Vörðufelli, Sæmundssonar, b. á Kjarlaksstöðum, Þórðarsonar, pró- fasts á Staðastað, Jónssonar, bisk- ups á Hólum, Vigfússonar, langafa Önnu, langömmu Jónasar Hall- grímssonar. Anna var einnig lang- amma Einars, afa Einars Benedikts- Benedikt Jónsson. sonar skálds. Jón biskup var einnig langafi Sigríðar, ömmu Bjarna Thorarensens skálds. Móðir Vigfús- ar var Anna Pétursdóttir, b. í Ólafs- vík, Jónssonar, bróður Ólafs, lang- afa Eiríks, langafa Þorsteins frá Hamri. Ólafur var einnig langafi Steinunnar, ömmu Ólafs Thors og lángömmu Thors Vilhjálmssonar. Kristjana var dóttir Benedikts, b. á Vöglum í Fnjóskadal, Bjarnason- ar, b. á Vöglum, Jónssonar, prests í Reykjahlíö, Þorsteinssonar, ætt- föður Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Bjarna var Kristín Kristjáns- dóttir, umboðsmanns á Illugastöð- um, Jónssonar. Móðir Kristjönu var Borghildur, systir Kristjönu, móður Benedikts Sveinssonar þingforseta, föður Bjarna forsætisráðherra. Borghild- ur var dóttir Sigurðar, b. á Hálsi í Kinn, Kristjánssonar, bróður Krist- ínar á Illugastöðum. 90 ára Rannveig Vilhjálmsdóttir, Stekkjargötu 31, ísafirði. Guðmundur R. Magnússon, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. 80 ára Vigdís Pálsdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Hulda Helgadóttir, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Guðrún Finnbogadóttir, Urðarvegi 31, ísafirði Georg Helgason, Kirkjuvegi 11, Keflavík. 70 ára Guðrún Pétursdóttir, Suðurgötu82, Akranesi. Hún verður að heiman á af- mælisdaginn. 60 ára Steinar Þórólfsson, Hríseyjargötu 11, Akureyri. 50ára Hörður B. Hlöðvarsson, Framnesvegi 13, Reykjavík. Jón M. Egilsson, Hólastíg 6, Bolungarvik. Guðrún Jónsdóttir, Drafnargötu 9, Flateyri. 40 ára Rannveig Traustadóttir, Selvogsgötu 9, Hafnarfirði. Snæbjörn Tryggvi Össurarson, Kjarrmóum 50, Garðabæ. Aðalheiður Sigurðardóttir, Vogi, Grímsey. Agnar Már Sigurðsson, Laufbrekku 12, Kópavogi. Vilhjálmur Björnsson, Strandgötu 1B, Eskifirði, Svanlaug Eiríksdóttir, Kirkjuvegi27, Selfossi. Ingólfur Grétarsson, Höfðavegi 43, Vestmannaeyjum. Jósef Jóhann Rafnsson, Svarfhóli, Stafholtstungnahreppi. Jens P. Högnason, Grundargötu 45, Grundarfirði. ER SMAAUGLYSINGA BLAÐID SÍMINN ER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.