Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Vegið að öldruðum
Vegið verður að hinum öldruðu, verði frumvarp, sem
er í smíðum á vegum heilbrigðisráðherra um breytingar
á almannatryggingum að lögum. Þar er stefnt að mik-
illi lækkun greiðslna til ellilífeyrisþega. Ætlunin er að
tengja upphæð lífeyris við tekjur fólks, svo að greiðslur
falla jafnvel alveg niður, fari tekjurnar fram yfir ákveð-
in mörk. Þarna er fyrst og fremst um að ræða órétt-
læti, sem hinum öldruðu verður sýnt. Þetta fólk hefur
reiknað með sínum elhlífeyri. Það hefur sumpart greitt
beint til hans á árum áður, upphæðir sem fólkið hugði,
að mundu veita því lífeyri. Ennfremur hafa menn reikn-
að með því, að þeir væru að skapa sér lífeyri með því
að greiða skatta sína til hins opinbera. Frumvarpið verð-
ur lagt fram á næstunni. Það felur ennfremur í sér
hækkun greiðslna til örorkulífeyrisþega, ásamt margs
konar fleiri breytingum á kerfinu.
Nefnd á vegum heilbrigðisráðherra samdi þau frum-
varpsdrög, sem fyrir liggja. Klofningur varð í nefnd-
inni, en meirihlutinn stendur að drögunum. Meðal
þeirra nefndarmanna, sem settu sig á móti drögunum,
voru fulltrúar Alþýðusambandsins og Vinnuveitenda-
sambandsins.
Fulltrúar þessara samtaka vinnumarkaðarins segjast
með engu móti geta fallizt á tillögur meirihluta nefndar-
innar um tekjutengingu ellilífeyris. Grunnlífeyrir al-
mannatrygginga eigi þvert á móti að vera óháður tekjum
að mati samtakanna. Um sé að ræða rétt, sem allir þjóð-
félagsþegnar hafa getað treyst, að væri fyrir hendi, og
þannig hafa þjóðfélagsþegnarnir gert ráð fyrir þeim
rétti í sambandi við lífeyrissparnað sinn. Rétturinn er
einnig áunninn að því leyti, að flestir þeir, sem nú eru
að komast á ellilífeyri, greiddu fram til ársins 1971 sér-
stakt tryggingaiðgjald og töldu sig mega treysta, að þeir
væru að tryggja sér grunnlífeyri, þegar ákveðnum aldri
væri náð. Afstaðan var hin sama, eftir að iðgjaldið var
lagt af, þar sem fólk stóð áfram í þeirri trú, að með
skattagreiðslum sínum væri það meðal annars að
tryggja sér elhlífeyri án tillits til tekna og heilsufars.
Verði lífeyrir almannatrygginga tengdur við tekjur
fólks, eins og stefnt er að, gerbreytast allar forsendur
fyrir starfsemi hfeyrissjóða. Slíkt minnkar enn frekar
áhuga fólks á að taka þátt í skipulögðum lífeyrissparn-
aði. Þvert á móti er rík ástæða til að efla sparnaðinn.
Hér hafa verið raktar ýmsar ávirðingar þess frum-
varps, sem ætlunin mun vera að keyra gegnum þingið
á næstunni. Samkvæmt frumvarpsdrögunum munu
greiðslur til öryrkja aukast í heild sinni um að líkindum
180 milljónnir króna en heildargreiðslur til ellilífeyris-
þega munu lækka um 240 milljónir, ef að líkum lætur.
Sá svokahaði sparnaður, sem næst með þessu, skal
meðal annars notaður til að hækka vasapeninga til
þeirra, sem dveljast í sjúkrahúsum..Þá skal veita svo-
nefndan uppihaldsstyrk til sjúkhngs eða fylgdarmanns
vegna dvala sakir læknismeðferðar utan heimabyggðar,
og margt fleira á að breytast.
Samkvæmt frumvarpsdrögunum fær einstaklingur,
sem hefur umfram 62.500 krónur á mánuði í tekjur aðr-
ar en lífeyri almannatrygginga, skertan ellilífeyri, og
nemur skerðingin 30 prósentum þeirra tekna, sem úm-
fram eru. EUUífeyririnn feUur svo alveg niður, ef ein-
stakhngur hefur 99.770 króna tekjur. Hugmyndir um
þessar skerðingar eru rangar og óréttlátar af framan-
greindum ástæðum. Frumvarpið verður að stöðva.
Haukur Helgason
FIMMTUDAGUR.18,.OKTÓBE:R.1990, r
Ótti Jóns
Baldvins
Flokksþing Alþýðuflokksins um
síðustu helgi hlýtur að verða eftir-
minnilegt öllum þeim sem fylgdust
með hinum sérstæðu uppákomum
þar í útvarpi og sjónvarpi. Ég hef
þá að sjálfsögðu einkum í huga
framkomu og umrnæh formanns
og varaformanns flokksins, Jóns
Baldvins Hannibalssonar og Jó-
hönnu Sigurðardóttur.
Ég hef áreiðanlega ekki verið
einn um þaö að hrista höfuðið í
hneykslan og forundran þegar al-
þýðuflokksmenn klöppuðu blóts-
yrðum og svívirðingum forystu-
manna sinna lof í lófa. Ég held að
landsfundur íslensks stjómmála-
flokks hafi ekki komist á lægra
plan í annan tíma.
Og forviða sé ég haft eftir einuríí
af mætustu mönnum Alþýðu-
flokksins í DV á mánudaginn: „Ég
hef fylgst með flokksþingum í 25
ár og þetta er glæsilegasta þing sem
ég man eftir.“ Og hann bætir við:
„Flokkurinn kemur mjög sterkur
út úr þessu þingi.“
Hvernig í ósköpunum geta menn
verið svona dómgreindarlausir?
Tæpast getur hitt verið rétt að al-
menningur í landinu telji að stjórn-
mál eigi heima í svaðinu og hvergi
annars staöar?
Kim II Sung Hannibalsson
Fyrir flokksþingið birti Alþýðu-
blaðið, málgagn Alþýðuflokksins, 8
síðna þéttskrifað viðtal við Jón
Baldvin flokksformann. Þar er að
finna næsta ótrúlegt sjálfshól og
raup og hvergi örlar á minnstu efa-
semdum um árangur og vinnu-
brögð alþýðuflokksmanna í núver-
andi ríkisstjórn.
Mér kemur ekki á óvart ef sú
saga er rétt að formaðurinn hafi
sjálfur lesið viðtahð, þar á meðal
spumingar „blaðamannsins", inn
á segulband og sent Alþýðublaðinu
til birtingar. Gárungarnir eru enda
famir að kallá hann Kim II Sung
Hannibalsson.
Það er aðeins á einum stað í við-
talinu sem bregður fyrir ugg eða
kvíða. Það er þegar formaðurinn
minnist á komandi prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. Hann
kveðst hafa af því áhyggjur að nú
séu að kveðja sér hljöðs í flokknum
menn sem hann kallar „frjáls-
hyggjupostula" og sakar um „ein-
sýni“ og „ofstæki."
Ótti á rökum reistur
Jón Baldvin þarf hvorki að hafa
áhyggjur af einsýni né ofstæki í
röðum sjálfstæðismanna, enda er
víðsýni og hófsemi aðalsmerki
Sjálfstæðisflokksins. En hann þarf
hins vegar að hafa áhyggjur af því
að þeir menn sem nú em að bjóða
fram krafta sína í þágu sjálfstæðis-
stefnunnar muni ekki sýna póh-
tískum andstæðingum sínum
neina linkinnd. Sá ótti hans er á
rökum reistur!
Þeir munu vinna af ákveðni og
eindrægni og leggja sérstaka
áherslu á að afhjúpa þá blekkingar-
iðju alþýðuflokksmanna að kratar
séu sérstakir stuðningsmenn
frjálsra viðskipta eða heilbrigðra
atvinnuhátta.
Jón Baldvin hefur setið á ráð-
herrastól á íjórða ár. Hefur eitt-
hvað breyst í landbúnaðarkerfinu?
Era ekki enn greiddir ölmusu-
styrkir til vonlausra atvinnugreina
og fyrirtækja? Hefur ríkisbáknið
minnkað? Hefur dregið úr óhófs-
eyðslu ríkisins? Hafa skattar á ein-
stakhnga og fyrirtæki lækkað? Hef-
ur atkvæðisréttur veriö jafnaður?
Svörin em öll á eina lund. Ekkert
af þessu hefur verið gert. Alþýðu-
flokkurinn hefur svikið kosninga-
loforð sín. Staðhæfingar um hiö
Hnignun Alþýðuflokksins
Atburðirnir á flokksþingi Al-
þýðuflokksins eru kannaski öðru
fremur til marks um mikla og dap-
urlega hnignun þessa sfjómmála-
flokks sem í eina tíð státaði af
virðulegum samkomum og glæsi-
legum foringjum.
En því miður er ég hræddur um
að þetta sýni einnig vissar ógöngur
sem stjórnmálalíf í landinu al-
mennt er komið í. Orð og efndir
fyrirheita virðist aukaatriði; aðal-
atriðið að slá um sig og bera sig
vel.
Ég held að eitt brýnasta verkefniö
í stjómmálunum um þessar mund-
ir sé viðreisn stjómmálanna
sjálfra. Stjómmálastarf þarf að
endurheimta fyrri virðingu og
stöðu. Ein leiðin til þess er að fela
KjáUariim
Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur
gagnstæða eru firrur einar. - Og á
það verður minnt rækilega í kosn-
ingabaráttunni sem senn fer í
hönd.
nýjum mönnum með fastmótaðar
hugmyndir hlutverk í stjómmála-
baráttunni.
Guðmundur Magnússon
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. - „.. .þarf hvorki
að hafa áhyggjur af einsýni né ofstæki í röðum sjálfstæðismanna...“
segir hér meðal annars.
,, Atburðirnir á flokksþingi Alþýðu-
flokksins eru kannski öðru fremur til
marks um mikla og dapurlega hnignun
þessa stjórnmálaflokks..