Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1990, Blaðsíða 28
36 Menning Góður gestur í Bústaðakirkju Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lék í gærkvöldi á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaöakirkju. Á efnisskránni voru tvær einleikssvítur eftir J.S.Bach og verkiö Dal regno del silenzio eftir Atla Heimi Sveinsson. Bústaðakirkja er ekki aöeins fógur og aðlaðandi bygging heldur virðist hún einnig vera ein best nýtta kirkja borgarinnar. Hefur hún orðið mjög eftirsótt fyrir tónleika vegna góðs hljómburðar. Það var þó ekki fyrr en í gærkvöldi sem lýðum varö ljóst að kirkj- an nýtur einnig vinsælda hjá yngstu kynslóð tónhsta- runnenda. í miðju hins viðkvæma verks Atla Heimis tóku að berast kynjahljóð úr iðrum kirkjunnar. Reynd- ust þau við nánari athugun vera dynjandi rokktónhst úr kjahararum þar sem unghngadansleikur var kom- inn í fuhan gang. Sem betur fer virtist einleikarinn ekki verða þessa var og í hléinu var dansleikur stöðv- aður þar til tónleikunum lauk. Varð af þessu nokkur truflun. Þetta var frumflutningur á verki Atla Heimis hér á landi en nafn þess útleggst á íslensku í þagnarheimi. Verkinu virtist skipt í fjóra þætti sem mörkuðust af því hið ytra að fyrst var leikið með dempara síðan án dempara, þá pizzicato og í lokin var þáttur þar sem fyrir kom efni úr öhum fyrri þáttunum. Verkið bygg- ist á hefðbundinni stefjaúrvinnslu í meginatriðum og hljómaöi mjög lagrænt og rómantiskt í arida. Virtist það faha áheyrendum prýðhega í geð. Tóiúist Finnur Torfi Stefánsson Einleikssvítur Bachs í c moll og c dúr sem þarna voru fluttar eru gott dæmi um fæmi tónskáldsins í að láta svo hta út sem um margar sjálfstæðar raddir sé að ræða, enda þótt leikið sé aðeins á eitt selló. Svít- ur eru eins og kunnugt er að uppruna form danstón- hstar en í höndum Bachs standa þær sem stjálfstætt listform. Þetta er tónlist sem krefst mikhlar athygli til þess að unnt sé að meta þá hugkvæmni sem tón- skáldið sýnir í að fletta stöðugt upp nýjum hliðum á efniviðum innan þeirra þröngu skorða sem settar eru. En sú áreynsla er vel ómaksins virði. Leikur Erhngs Blöndals var frábærlega góður. Fag- urlega mótaðar hendingar voru leiknar með smekkleg- um blæbrigðum og hljómmiklum tóni hins þroskaða hstamanns. Enda þótt aldursmunur verka Bachs og Atla Heimis sé hátt á þriðju öld og stílsmunur eftir því lék hvort tveggja jafnvel í höndum einleikarans og sannfæringin í túlkuninni var hin sama. Verður gaman að heyra hvernig honum tekst upp með Sinfó- níuhljómsveitinni í kvöld. Andlát Séra Bergur Bjömsson, fyrrverandi prófastur í Stafholti, Borgarfirði, lést 16. október. Lilja Sigfúsdóttir frá Kirkjubæ, Vest- mannaeyjum, Eyjaholti 6, Garði, lést á heimih sínu 15. október. Jarðarfarir Oddný Helgadóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna K. Vilhjálmsdóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fóstudaginn 19. októ- ber kl. 13.30. Haraldur Sæmundsson rafvirkja- meistari, Karlagötu 1, Reykjavík, sem lést laugardaginn 13. október, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni fóstudaginn 19. október ld. 10.30. Sigvaldi Kristinsson, Eyjavöhum 1, Keflavík, sem lést á Landspítalanum 9. okt. sl., verður jarðsettur frá Kefla- vikurkirkju föstudaginn 19. október kl. 14. Ólafur Þórðarson tohvörður lést 10. október. Hann fæddist á ísafirði 23. maí 1932, sonur hjónanna Kristínar Magnúsdóttur og Þórðar Jóhanns- sonar. Ólafur nam bakaraiðn og starfaði sem bakari á ísafirði um skeið og síðar sem tohvörður vestrá. Eftirlifandi eiginkona hans er Ragn- hhdur Guðmundsdóttir. Þau hjönin eignuðust fjóra syni. Útför Ólafs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Bestu þakkir til vina og vandamanna sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Lifiö heil. JÓN GUÐMUNDSSON t Þökkum afalhug samúð og stuðning við fráfall og útför sonar okkar, bróður og mágs Jóns Trausta Aðalsteinssonar Miðási 3, Raufarhöfn, sem lést afslysförum 29. sept. síðastliðinn. Aðalsteinn Sigvaldason Sigríður Hrólfsdóttir Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson Björg Sigríður Óskarsdóttir >- Hapstætt verð Langholtsvegi 111 Sími 687090 RJUPNASK0TI ÚRVAU FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990. Unnur Þorbjörnsdóttir, Eyjaholti 6a, Garði, verður jarðsungin frá Út- skálakirkju laugardaginn 20. október kl. 14. Björn Scheving Arnfinnsson, Hraun- bæ 160, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju föstudaginn 19. október kl. 11. Karl Jakob Hinriksson, Mararbraut 21, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 20. október kl. 14. Hjörtur L. Jónsson Ásvallagötu 57, Reykjavík, andaðist fóstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Foss- vogskapellu föstudaginn 19. október kl. 15. Elísabet Árnadóttir er látin. Hún var fædd í Gerðakoti á Miðnesi 12. nóv- ember 1896, dóttir Elínar Ólafsdóttur og Áma Eiríkssonar. Hún giftist Óskari J. Þorlákssyni, dómprófasti í Reykjavík, en hann lést fyrir skömmu. Þau eignuðust tvo drengi og er annar þeirra á lífi. Útför Ehsa- betar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkynningar ITC deildin Irpa heldur afmælisfund í kvöld að Brautar- holti 30 kl. 20.30. Allir velkomnir, sérstak- lega stofnfélagar. Upplýsingar í s. 656373 hjá Ágústu og 656121 hjá Guðrúnu. Aðalfundur sjálfboðaliða- samtaka um náttúruvernd Sjálfhoðaliðasamtök um náttúruvemd minna félaga sína á aðalfundinn sem verður haldinn í Flensborgarskóla í Hafnarfirði laugardaginn 20. okt. kl. 14. Ásamt venjulegum aðalfundarstörfum verður sagt trá vinnuferðum sumarsins í máli og myndum. Nýir félagar velkomn- ir. + Brothers á Stöngin-lnn + Brothers sjá um fjörið á Stöngin-Inn í Sportklúbbnum á smáaurakvöldinu í kvöld. Allt á spottpris. Félag eidri borgara Margrét Thoroddsen frá Tryggingastofn- un ríkisins verður til viðtals í dag að Nóatúni 17 frá kl. 14. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, í dag fimmtudag, kl. 14 frjáls spilamennska, ki. 19.30 félags- vist, kl. 21 dansað. Happdrætti Hjartaverndar Dregið var í happdrætti Hjartavemdar 12. október sl. hjá borgarfógeta. Vinning- ar féllu þannig: 1. Til íbúðakaupa kr. 1.500.000 á miða nr. 93.233, 2. Bifreið, Galant, hlaðbakur, sjálfs., 1990, á miða nr. 57.779. 3.-5. Vinningar til íbúðakaupa á kr. 500.000 hver, á miða nr. 49.328,59.901 og 90.116. 6.-15.10 Vinningar til bifreiða- kaupa hver á kr. 450.000 á miða nr. 16.137, 23,356, 25.048, 25.448, 30.707, 31.500, 48.838, 59.579,84.292 og 94.720. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartavemdar að Lágmúla 9,.3. hæð, sími 83755. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði Hanne Juul Vísnasöngkonan Hanne Juul tók á móti norrænum styrk úr hendi forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, við há- tíðlega athöfn í menningarmiðstöðinni „Blá stáilet" í Gautaborg í september. Hanne Juul frá Vánersborg hlaut nor- rænan styrk ársins 1990 að upphæð 10.000 sænskar krónur frá Föreningen Nordens stiftelse Bohusgárden. Ráðstefnur Ráðstefna myndlista- og handíðaskóla á Norðurlöndunum Dagana 19.-21. október stendur nem- endafélag Myndlista- og handíðaskóla ís- lands fyrir ráðstefnu allra myndiista- og handíðaskóla á Norðurlöndunum. Þetta er þriðja ráðstefhan sem haldin er á veg- um skólanna en skólamir hafa skipst á að halda þær. Nú þegar hefur töluverður fiöldi skráð sig til þátttöku á ráðstefnuna frá Norðurlöndunum. Markmið ráð- stefnu sem þessarar er að nemendur og kennarar geti séð hvað aðrir skólar á Norðurlöndum em að fást við, en mikil áhersla er lögð á að skólamir kynni sína starfsemi á ráðstefnunni. Einnig verður fyrirlestur um íslenska torfhleðslu sem Tryggvi Hansen mim flytja, svo og verður gestunum boðið í skoðunarferð til þess að kynnast íslenskri náttúm. Allt ráð- stefnuhaldið fer fram í húsakynnum Myndiista- og handíðaskólans og munu erlendir gestir gista í heimahúsum hjá nemendum skólans. Ráðstefnunni lýkur formlega sunnudaginn 21. okt. kl. 15. Tapað fundið Gull múrsteinsarmband tapaðist. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 39634. Muddy Fox hjól tapaðist Skærappelsínugult, 21 gira Muddy Fox drengjareiðhjól var tekið úr porti fyrir utan Njálsgötu 69 aðfaranótt miðviku- dagsins sl. Ef einhver veit hvar hjóhð er niðurkomið, þá vinsamlegast hafið sam- band í síma 14724. Fjölmiðlar Klukkan sjö á hverjum morgm glymur leiðinleg klukknahringing á samtengdum rásum Ríkisútvarps- ins. Undirritaöur þarf að hafa áhyggjur af því á hverjum morgni að þessi fáránlega klukknahringing veki ekki þá á heimilinu sem eru í fastasvefni klukkan sjö á morgnana. Vegna þorsta í fréttir er undirrit- aöur oftast búinn að kveikja á út- varpi fyrir klukkan sjö. Ef ég er ekki búinn að sinna nauösynlegum morgunverkum nývaknaðs manns og ekki staddur nærri útvarpinu þegar klukkurnar byrja að slá er eina leiöin að stökkva eins hratt og hægt er að viðtækinu til að koma í veg fyrir að annaö heimilisfólk vakni upp viö hávaðann. Þetta leiðinlega hljóö virkar mjög hátt þegar fáir eru komnir á ról og þegar blokkin er að mestu enn í fastasvefni Það er ekki hægt að sjá neína ástæðu fyrir klukknahring- ingu á þessum tima dags. Sama má segja um sömu klukku þegar hún hringir klukkan tólf á hádegi. Þeir sem eru sofandi klukkan sjö og missa því af sjöfréttum útvarps- ins og hlusta i þeirra stað á yfirlit morgunfrétta klukkan hálfátta á morgnana sleppa við ldukknahring- ingu en fá í hennar staö ansty ggilegt hanagal. Að mínu viti eru klukknahringingarnar og hanagalið það ömurlegasta sem er á dagskrám allra útvarpstöðva landsins. Reyndar hef ég oft spur t sj álfan mig hvers vegna ég er að hafa s vo mikið fyrir að hlusta á sjöfréttimar. Það verður að segjast eins og er að varla er hægt að hugsa sér lakari fréttatíma. Það er að vísu misjafnt eftir því hvaða fréttamaöur er á vakt. Flestir láta sér nægja að þýða erlend fréttaskey ti og lesa Moggann. Það er, eins og áður sagði, vand- fundinn lakari fréttatimi nema ef vera skyldi ellefufréttir Sjónvarps- insígærkvöldi. Sigurjón M. Egilssori

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.