Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 1990. Fréttir Góð loðnuveiði austur af Langanesi í fyrrinótt: Á fjórða þúsund tonn veiddust - BörkurNKfékk450tonnístærstakastinu Þórshamar GK 75, Börkur NK 122 og Hilmir SU171 hafa veitt sam- tals á fjóröa þúsund tonn af loðnu' um 40-50 mílur norðaustur af Langanesi um helgina. Börkur landaöi 1.100 tonnum á Neskaup- stað í gær sem báturinn hafði veitt í sex köstum. í stærsta kastinu fengust 450 tonn. Loðnan er nokk- uð blönduð. Þórshamar og Hilmir höfðu leitað að loðnu í um þrjár vikur þegar Þórshamar fann loks góða torfu fyrir helgi. Súlan EA var einnig komin á miðin í gær og fleiri voru að gera sig klára. „Við erum á leið til löndunar á Neskaupstað með um 1.100 tonn sem við fengum í sjö köstum. Við byrjuðum á að fá 50 tonn á laugar- dagsmorgun en hitt kom allt í fyrri- nótt. Þetta hefur gengið ágætlega og loðnan er sæmileg," sagði Egg- ert Þorfmnsson, skipstjóri á Hilmi SU, í samtali við DV í gær. Hann segir aö nokkuð óvenjulegt sé að fá loðnu á þessum slóðum miðað við árstíma: „Ég held hún hafi ekki verið svona snemma á þessum slóðum. En það var nóg til að kasta á. Það var rúmt um okkur þarna, þrír bátar og sá fjórði á leiðinni. Þama var rýmra en þegar 50 íslenskir bátar og 25-30 Norömenn og Fær- eyingar eru við veiðar - allir á litl- um bletti. En ég reikna með að bátamir verði bráölega orðnir 10-15 á svæðinu,“ sagði Eggert. -ÓTT Sennilega er það með Ijúfustu verkum lögreglumanna að aðstoða kvenfólk við að skipta um hjólbarða þegar springur á fararskjótanum hjá þessum elskum. Það getur vaxið mörgum í augum að skipta um dekk. „Hvar er tjakkurinn, felgulykillinn og varadekkið? Ósköp er róin föst. Er ekki einhver nálægur sem getur...?“ Jú, löggan. Hún bjargaði málunum í þetta skiptið. DV-mynd JAK VSK á erlendum bókum: Háskólaráð óskar efftir undanþágu - nær allar námsbækur á háskólastigi á erlendum tungum Ólafsfíröingar: „Auðvitað erum viðóhressir" Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Við erum auövitað mjög óhressir, það get ég sagt. Okkur var tjáð að þetta verk yrði boðið út og ég veit um aðila á Dalvík sem fékk þær sömu upplýsingar," segir Magnús Stefáns- son hjá Raftækjavinnustofunni sf. á Ólafsfirði, en fyrirtækinu Rafiðn á Akureyri hefur verið fengið það verkefni án útboðs að sjá um upp- setningu lýsingar í jarðgöngunum í Ólafsfjarðarmúla. Magnús sagðist ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál opinberlega, en ljóst er að mikil reiði er ríkjandi á Ólafsfirði vegna þessa máls. Þannig hefur bæjarstjórnin samþykkt harö- orð mótmæli vegna þess að rafverk- tökum á Akureyri var afhent verkið án útboðs. „Við könnumst ekki við það að þær upplýsingar hafi verið gefnar að verkið yrði boðið út,“ segir Guð- mundur Svafarsson, umdæmisverk- fræðingur Vegagerðarinnar á Norð- urlandi. „Ef þessar upplýsingar heföu verið gefnar nýlega myndu menn muna eftir því. Það getur hins vegar hugsast að þetta hafi t.d. borist í tal við upphaf verksins, að einhver starfsmaður Vegagerðarinnar hafi sagt að líklega yrði þetta boðið út, en ég kannast ekki við það. Ólafs- firðingar hafa ekki sýnt neinn áhuga á þessu verki nýlega, það hggur ljóst fyrir,“ sagði Guðmundur. Verkið, sem um ræðir, verður unn- ið á næstu dögum og felur í sér upp- setningu ljósabúnaðar í göngunum og er kostnaður við það áætlaður um 1,5 milljónir króna. Akureyri: „Loftfimleikar“ í Sjallanum Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Þaö eru ekki margir sem leggja í það að stökkva á milli hæða í Sjallan- um á Akureyri, en einn gesta hússins lét sig þó hafa það um helgina. Hann var að príla á svölunum í húsinu og gerði sér síðan lítið fyrir og stökk niður í salinn. Lenti hann þar á borði sem brotnaði, en maður- inn var síðan fluttur á sjúkrahús. Hann var nokkuð skrámaður en ekki slasaður og fékk aö fara heim að lok- inni skoðun. Akureyrarlögreglan hafði í mörg hom að líta um helgina enda var talsverð ölvun í bænum. Þá vom þrír ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, einn þeirra á 113 km hraða á Glerárgötu og var sá sviptur öku- leyfi. Háskólaráð samþykkti einróma á fundi sínum á fimmtudag áskorun til sljómvalda um að náms- og fræöibækur á erlendum tungum verði undanþegnar virðisaukaskatti. í áskoruninni kemur meðal annars fram að nær allar námsbækur sem notaöar eru við Háskóla íslands og aðra skóla á háskólastigi eru á er- lendri tungu. Háskólarektor, Sig- mundur Guðbjarnarson, hefur þegar sent áskorunina til Menntmálaráöu- neytisins og í meðfylgjandi bréfi er óskað eftir greinargerð og svari. í Menntamálaráðuneytinu fengust í gær þau svör að bréfið væri ókomið og því hefur engin afstaða verið tekin tii þess þar á bæ. í Fjármálaráðu- Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ökumaður bifreiðar, sem átti leið um Ægisgötu um miðjan dag á laugar- dag, hafði ekki betra vald á bifreið neytinu fengust hinsvegar þau svör að þótt færa mætti ákveðin rök fyrir því að fella niður virðisaukaskatt af bókum á erlendum tungum þá heim- iiiðu gildandi lög ekki slíkt. Að sögn Marðar Ámasonar, upp- lýsingafulltrúa fjármálaráðherra, voru einkum tvær ástæður fyrir nið- urfellingu virðisaukaskatts á bókum á íslensku, önnur menningarleg en hin þjóðernisleg. Að mati Marðar falla bækur á erlendum tungum und- ir hvoruga þessara ástæðna. „Efnisheimurinn fer ekki fram í skýrt afmörkuðum flokkum heldur er hann samhangandi heild, þar sem eitt tekur við af öðru án þess að skörp skil séu á milli. Skattalög em einung- sinni en það að hann ók henni upp á gangstétt og braut niður giröingu á átta metra kafla við hús númer 14. Maðurinn olli einnig skemmdum á gróðri í garðinum, en að loknu „af- is mannleg tilraun til að búa til slík skil. Þetta er mjög erfitt í fram- kvæmd og það rákust menn meðal annars á þegar skattaundanþágan á íslenskum bókum var í undirbún- ingi. Menn lentu til dæmis í þeim óvænta vanda að skilgreina hver munurinn væri á bók og eyðublaði,“ sagði Mörður. Aðspurður kvað Mörður að sam- fara öllum undanþágum í skattamál- um kæmu upp óþægileg og fáránleg jaðartilvik. „Eina rökrétta leiðin til að útmá fáránleikann er að eyða undanþágunum. Ef við héldum alltaf áfram að útvíkka undanþágumar lentum við hinsvegar í vítahring sem legði skattakerfið í rúst.“ -kaa r.ekinu“ ók hann á brott og er nú leit- að. Rannsóknarlögreglan óskar eftir vitnum að atburöinum ef einhver eru, en talið er að hér hafi verið um rauða Subaru bifreið að ræða. Akureyri: Girðing ekin niður Sandkom Vandamálið leyst Þeirgripuí tómt, sendi- mennirnirsem komuíflótta- mannabúðim- aríJórdaníuá dögunum. Þangaðvoru þeirkomnir með sendingu frá íslenskum stjómvöldum og höfðu m.a. í farangrinum ærkjöt, Frónkex og toppi. Þeir voru sem sagt mættir færandi hendi en þegar þeir komu í flóttamannabúðimar var þar enga flóttamenn að finna! Sendimönnun- um með ærkjötið og kexið varð það fyrst fyrir að hringja í ofboði heíra til ísiands og biðja um að önnur send- ing af ærkjöti og kexi færi ekki utan því það væri okki hægt að finna ncina flóttamenn til að éta þetta. Við hring- borðið á kafTiteríunni á Akureyri kom einn spekingurinn með þá til- gátu að flóttafólkið heíði frétt að ís- lcnskt ærkjöt væri á ieiðinni og hefði látiðsighverfa. Vinurfangans Þaðhefur í.kki’ri farið a tnillimálaað sjálfstæðis- nienn i höfuð- borginnieruá leiðinniipróf- lyor, umþað b-rbcst vitni aragrúiauglýs- inga irá prófkjörsmönnum og stuön- ingsmönnum þeirra í blöðura að und- anfómu. Mvnd'afemum þeirra.Inga Bimi Albertssyni, þar sem hann situr flötum beinum á gólfi og stuðnings- menn hans biðjakjósendur um ör- . uggt sætí fyrir manninn, hefur farið fyrir bijóstiö á mörgum. Það hefur hins vegarekki farið eins háttað Ingí Björn hefur m.a. háð sína próf- kjörsbaráttu í fangaklefum höfuð- borgarinnar. Hvortfangarnirfá að fara á kjörstað er ekki vitað, en á sama hátt og Albert Guðnnmdsson. faðir Inga Bjöms, var kallaður „ vin- urlitla mannsins'* mætti e.t.v. kalla Inga Bjöm „vin fangans". Eittsemfylg- ii pnífkjörs- slagnumcru lofgremarum „þmgmanns- kandídatana", skrifaðaraf vinumog vandamönn- um.Tilaðgefa hugmyndumhvað þarer áforðinni má nefna að í aðeins einu tölublaði Mogga i síöustu viku var m.a. skrifað um einn þeirra sem horfa til þingsæt- isfyrirflokkinn: „... hefurhlotið virðingu allra sem með honum hafa starfað fyrir prúðmennsku og dreng- skap... “ - maður sem þorir og er áreíðanlegur - hefur gífurleg áhrif innan launþegahreyfmgarinnar - Áframmættiteljaenlátumlætta . nægja. Spumingin sem þetta vekur hlýtur hins vegar að vera sú hvernig Reykvikingar geta komist af án þess að hafa slikan yfirburðamann á ÞingL Gömlufötin Stuðnings- menn „þitig- manns- kandídatanna** J gerafleiraen skrifa lofgrein- arumsína menn.Þeireru sagðirfunda grimmtum baráttuaðferöirogeittafþvísem gera þarf í sumum tilfellunum er að búa til „nýjaimynd** afþingmannsefninu. Þetta keraur fram á ýmsan hátt og má nefna sem dæmi að einn þeirra sem ætla sér þingsæti og hefur aldrei sést öðmvisi en sléttgreiddur í hvítri skyrtu með bindi birtist nú alþjóö A myndum þar sem hann er með úfið hár, míslita verkamannsskyrtan er óhneppt í hálsinn og utan yftr hana er maðurinn komimi í þvkka peysu. Þettó á auðvitaðaðsýna hvaðvið- komandi er „alþýðlégur** í klæða- burði, einn af almúganum. Sennilega haftta þó gamla peysan og verka- mannaskyrtan inni i fataskáp strax að loknu prófkjörinu og hvíta skyrt- an og bindið verða tekin fram. - Umsjón: Gylfl Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.