Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1990, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Einokun í fluginu Þau sögulegu þáttaskil urðu í flugsamgöngumálum íslendinga í síðustu viku að áætlunarflug til og frá landinu er nú í höndum eins félags. Flugleiðir hf. hafa fengið leyfi samgönguráðherra til flugs á leiðum til Amsterdam og Hamborgar og umsókn ísflugs var vísað frá. Arnarflug er úr sögunni. Eftir margra ára hringl- andahátt stjórnvalda, stefnu og stefnuleysi er niðurstað- an loks sú að Flugleiðir sitja einar um hituna. Einokun er skollin á. Raunar er það sérkennilegt og óskiljanlegt að ríkis- valdið sé enn með puttana í svo mikilvægum þjónustu- og samgöngumálum. Ríkisvaldið úthlutar flugleyfum og hefur líf og dauða flugfélaga í hendi sinni, rétt eins og íslendingar fengu leyfi til að borða smjör eða ávexti samkvæmt úthlutunum skömmtunarmiða frá hinu op- inbera hér á árum áður. Frelsið hefur orðið útundan í flugmálum á sama tíma og viðskiptafrelsi, gjaldeyris- frelsi og ferðafrelsi eru viðurkenndar forsendur í efn- hags- og stjórnmálum. Samgönguráðherra hefur úthlutað áætlunarferðum til og frá landinu til Flugleiða. Jafnframt segist hann ætla að rýmka leyfi til leiguflugs en slíkt flug er tilvilj- anakennt og óáreiðanlegt fyrir hinn almenna ferðamann og er ekki annað en dúsa upp í þá aðila sem beijast fyrir samkeppni í ferða- og flugmálum. Oft er vísað til þess að erlend flugfélög hafi leyfi til flugs til íslands en á sama tíma er öllum ljóst að áætlun- arferðir erlendra aðila hingað til lands eru stopular og raunar aðeins tryggar yfir háannatímann. Öryggi og fjölbreytni, valkostir og ferðaleiðir eru fyrir vikið tak- markaðri en ella. Það sannar reynslan best. Eftir að skipaferðir í farþegaflutningum féllu niður er staðan einfaldlega sú að íslendingar komast ekki til og frá landinu nema á vegum eins aðila, eins flugfélags. Sumir segja að stærð þjóðfélagsins leyfi ekki fleiri flugfé- lög. Samkeppni leiðir aðeins til taps og tjóns fyrir þá sem standa í flugrekstri. En í frjálsu og opnu landi hlýt- ur það að vera lögmál samkeppninnar, áhættan og markaðurinn sem ræður því hvort og hverjir vilja spreyta sig á þessum vettvangi. Hin dauða hönd ríkis- valdsins, svartnætti einokunarinnar, á að víkja í þessum málum sem öðrum fyrir frelsi einstaklinga og félaga til að velja og hafna. Gjaldþrot Arnarflugs er afleiðing af óeðlilegum af- skiptum ríkisvaldsins. Frávísun á umsókn ísflugs er geðþóttaákvörðun stjórnvalda. Flugleiðum hf. er ekki greiði gerður með þeirri einok- unaraðstöðu sem nú hefur verið ákveðin og staðfest. Athygli er vakin á því að Eimskipafélag íslands er stærsti eignaraðili Flugleiða og í raun og veru eru sam- göngumálin komin í hendur örfárra manna en það ger- ir forréttindin enn ógeðfelldari og tortryggilegri. Fyrirfram skulu ekki hafðar neinar fortölur uppi. Flugleiðum hf. er stjórnað af dugmiklum mönnum og félagið nýtur velvilja. Vonandi gera þeir sér grein fyrir ábyrgð sinni og þjónustu eftir að hafa fengið forréttind- in á silfurbakka. En þetta mál snýst ekki um mann- kosti og góðan vilja þeirra sem standa að Flugleiðum heldur um grundvallarstefnu í einni viðamestu atvinnu- grein þjóðarinnar. Einokun hefur aldrei verið til góðs, hvorki fyrir þá sem hafa hana á hendi né þá sem undir hana þurfa að sækja. Hún boðar ekkert gott, hvorki fyrir ferðamenn né Flugleiðir. Ellert B. Schram MÁiN'UD^GPU 2^., OKXÓBEK 1990., „Það þarf í senn breytta starfshætti og breyttan starfsanda í stjórnmálalalífið", segir m.a í grein Björns. Frá Alþingi. Við erum bestir Á þingi Alþýðuflokksins á dög- unum kom til harðra átaka mflli formanns og varaformanns. Þótt deilt væri um ákveðið málefni, það er ráðstöfun á flármunum skatt- borgaranna til húsnæðiskerfisins, fór ekki fram hjá neinum hve kuldalega blés almennt á milh þeirra. Það gerist ekki á hveijum degi, að varaformaður flokks sakar for- manninn um að taka sig af lífi. Sættir tókust um að almenningur ætti að greiða stórar fjárhæðir til húsnæðiskerfisins, en aftökum verður ekki breytt. Þingfulltrúar sýndu hug sinn í deilunni með því að rísa almennt á fætur og fagna varaformanninum, Jóhönnu Sigurðardóttur, á meðan formaður, Jón Baldvin Hannibals- son, sat sem fastast. Eftir þingið sagði Jón Baldvin að sjálfsögðu, að þetta hefði verið besta flokksþing sem hann myndi eftir. Betri en Jón Sigurðsson Fjármálaráðherra leggur fram fjárlagafrumvarp sem byggist á því, hve lítið er lagt á sig til að tak- ast á við þann vanda sem við er að etja í ríkisfjármálunum. Hann seg- ir auðvitað, að þetta frumvarp sé eitt hið besta sem nokkru sinni hafi séð dagsins Ijós. Sami ráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, leitast viö aö eigna sér það, sem hann telur hið besta sem nokkru sinni hafi verið samið um í skattamálum við erlent álfyrir- tæki, og lýsir því jafnframt yfir, að hann sé betri en Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í að semja við Atl- antsál-hópinn. Jón Sigurðsson baðar sig hins vegar í þeirri yfirlýsingu í forystu- grein Alþýðublaðsins, að hann hafi einn og óstuddur unnið stórafrek í álsamningum, en beinir síðan spjótunum að Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra, þegar fundið er aö málsmeðferðinni. Illdeilur í Alþýðubandalagi Innan Alþýðubandalagsins logar allt í illdeilum, en deiluaðilar þora Kjallarinn Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri - tekur þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík ekki að láta til skarar skríða hvor gegn öðrum af ótta við að flokkur- inn- fari þá sömu leið og yngsti stjómarflokkurinn, Borgaraflokk- urinn, sem hefur klofnað og horfið. Ýmsir í Alþýðuflokknum sem heyra fréttir af því hvert óánægðir alþýðubandalagsmenn leita á póht- ískum flótta sínum, hljóta að velta þvi fyrir sér hvort Alþýðuflokkur- inn sé að breytast í flóttamanna- búðir og ástandið verði kannski eins og í Jórdaníu um árið, þegar konungurinn varð að reka PLO- flóttamenn frá ísrael úr landi til að halda völdum. Hið einkennilega er að formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags virðast báðir telja þetta upplausn- arástand hiö besta mál. Árátta Steingríms Þegar rætt er um Framsóknar- flokkinn, þarf enginn að efast um hver er bestur og fremstur. Ástand- ið innan flokksins og ríkisstjómar- innar einkennist af þeirri áráttu Steingríms Hermannssonar að reyna aö troða skóinn niður af þeim sem hann telur að geti skyggt á sig. Nægir í því efni aö minna á, hvemig hann gerði orð Halldórs Ásgrímssonar, starfandi forsætis- ráðherra, í BHMR-deilunni í sumar að engu. Háværari yfirlýsingar Eftir því sem axarsköft stjómar- herranna verða fleiri og nær dreg- ur kosningum munum við heyra háværari yfirlýsingar frá þeim sjálfum um að þeir séu bestir og allt sem þeir geri marki þáttaskil eða tímamót. Gagnvart kjósendum minna þeir þannig á bresku land- helgisbijótana áður fyrr sem breiddu yfir nafn og númer, þegar varðskipin nálguðust. í þeirri von að almenningur láti ekki blekkjast af shkum fagurgala og sjálfshóh heldur vilji hafa það sem sannara reynist þarf að ráðast í það verk að endurreisa virðingu stjómmálanna. Glæsileiki þingstarfa ræðst því miður ekki af klæðaburði þingfor- seta, heldur hinu, hvemig á málum er haldiö og landsstjóminni staðið. Það þarf í senn breytta starfshætti og breyttan starfsanda í stjóm- málalífiö. Björn Bjarnason „I þeirri von að almenningur láti ekki blekkjast af slíkum fagurgala og sjálfs- hóli heldur vilji hafa það sem sannara reynist þarf að ráðast í það verk að endurreisa virðingu stjórnmálanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.