Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1990. Utlönd Heruppbyggingin við Persaílóa: Liðstyrkur Bandaríkjanna kannski tvöfaldaður olíuverð hækkar vegna aukinnar spennu Portúgala fagnaö við komuna til Lissabon frá Irak í gær. Tuttugu og fimm Portúgalir, sem unnið höfðu við bygg- ingu nýrrar hallar fyrir íraksforseta, fengu leyfi til að fara frá írak. Bandaríkin íhuga nú eflingu lið- styrks síns við Persaflóa. Dick Che- ney, vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að yfirvöld kynnu aö senda hundrað þúsund hermenn til við- bótar þeim tvö hundruð og tíu þús- und sem fyrir eru. Cheney sagði að Bandaríkjamenn þyrftu að vera viðbúnir árás íraka á Israel og olíuhndir í Saudi-Arabíu. Saddam Hussein íraksforseti, sem fyrirskipaö hefur bensínskömmtun í írak, hefur hótað slíkum árásum ef viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna þrengir mjög að efnahag íraks. Taismaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins kvaðst ekki útiloka að liðstyrkurinn við Persaflóa yrði tvö- faldaður. WiUiam Webster, yfirmað- ur bandarísku leyniþjónustunnar, CLA, sagði í ræðu að írakar heföu fjölgað í herhði sínu í Kúvæt síðustu þrjár vikurnar og að þeir væru búnir undir efnavopnastríð. Edward Heath, fyrrum forsætis- ráðherra Bretlands, sem hitti Sadd- am Hussein í Bagdad á sunnudaginn og fékk með sér heim tugi breskra gísla, er sagður hafa tjáö flokksfélög- um sínum að Saddam myndi beita efnavopnum og fara illa með gísla ef ráðist yrði á hann. Blaðið The Financial Times greinir frá þvi að írakar hafi nær lokið við að reisa markalínu úr steinsteypu og gaddavír gegnum Kúvæt meðfram hinum nýju syðri landamærum Basrahéraðs í írak. Fréttir frá Sovét- ríkjunum herma aö írakar kunni að vera fúsir til að hörfa frá suðurhluta Kúvæts. í Bagdad hefur þeim fregn- um verið vísað á bug. írakar eru einnig sagðir hafa komið fyrir sprengjum við þrjú hundruð af þús- und ohuborholum í Kúvæt til aö hindra árásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sem nýkominn er úr ferö um Miðausturlönd, hefur samþykkt aö sendir verði fleiri skriðdrekar og herflugvélar frá Egyptalandi til Saudi-Arabíu og Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna. Þetta kom fram í egypskum dagblöðum í morg- un en hefur ekki verið staðfest opin- berlega. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði talsvert í gær. Var það með- al annars vegna ummæla Mitter- rands Frakklandsforseta um að hann tryði ekki á friðsamlega lausn Persa- flóadeilunnar og orðróms um að Bandaríkin hefðu ráðist inn í Kú- væt. Á mörkuöum í New York fór verðið í 34,25 dollara á tunnuna en á mánudaginn var þaö komið niður í 28,38 dollara. Saddam Hussein hefur ákveðið að veita sjö 'hundruð Búlgörum, sem verið hafa innlyksa í írak, fararleyfi. Þetta var tilkynnt í lok fjögurra daga heimsóknar varaforseta Búlgaríu, Atanas Semerjhev, til íraks. Fyrrum forsætisráðherra Japans, Yasuhiro Nakasone, hyggur nú á ferð til Jap- ans í byrjun nóvember. Um þrjú Símamynd Reuter hundruð og fimmtíu Japanir eru í írak og Kúvæt. Margir þeirra eru sagðir vera í haldi á hernaðarlega mikilvægum stöðum. Tuttugu og átta írum, sem unnið hafa að byggingu hallar fyrir Sadd- am Hussein, verður veitt fararleyfi þar sem forsetinn er svo ánægður með vinnubrögð þeirra. í gær fóru tuttugu og fimm Portúgahr, sem unnið höfðu við haharbygginguna, heim. Reuter Þjóðernisdeil- ur magnast Þjóðernisdeilur í Moldóvu magnast nú dag frá degi og gætu endað með borgarastryjöld takist stjórn lýöveldisins ekki að lægja öldurnar. Kaha þurfti út nokkur þúsund her- og lögreglumenn til að koma í veg fyrir að fjöldi manna af rúmenskum uppruna legði til atlögu við Tyrki sem eru minnihlutahópur syðst í landinu. Moldóva hét áður Sovétlýðveld- ið Moldavía en í sumar var ákveðið að skipta um nafn eftir að sjálfstæði var lýst yfir. Sjálf- stæðið er þó ekki enn nema oröin tóm og Moldóva er enn eitt af fimmtán lýðveldum Sovétríkj- anna. íbúar þar eru flestir af rúm- enskum uppruna en þó eru í landinu minihlutahópar bæði Tyrkja og Rússa. Tyrkneski minnihlutinn hefur þegar lýst landsvæðið, sem hann byggir, sjálfstætt og efndi th þing- kosninga i gær þrátt fyrir að stjórn lýðveldisins hefði varað hann við að gera nokkuð það sem valdið gæti óróa i öðrum lands- hlutum. „Staðan, sem upp er komin, er mjög flókin en nú sem stendur stefnir aht í átök fyrr eða síðar,*‘ er haft eftir Pyotr Buzadishi, ein- um af leiðtogum lýöveldis Tyrkja í Moldóvu. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur hvatt menn til að sýna stilhngu en þau orð hans virðast hafa komíð fyrir htið. Tyrkir í landinu eru aöeins um 150 þúsund og hafa aörir ibúar Moldóvu lengi haft hom í síðu þeirra. Blóðbaöiö í Jerúsalem: Búistviðgagn- rýni álögregiu Opínber skýrsla ísraeiskra yfir- valda á blóðbaðinu á Musteris- hæðinni í Jerúsalem verður kynnt í dag. Búist er við að yfir- menn Iögreglunnar verði gagn- rýndir og að einhverjir þurfi að víkja úr starfí. Bæði ísraelskir lögreglumenn og mannréttindasamtök Palest- ínumanna iýstu þvi yfir i gær að átján Palestínumenn hefðu falhð fyrir hendi ísraelskra lögreglu- manna en ekki tuttugu og einn eins og hingað th hefur verið haldið fram. ísraelsk yfirvöld neita enn að eiga samvinnu við rannsóknar- nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna vegna manndrápanna en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun gegn ísrael vegna málsins. símtöl NATO Stasi, fyrrum öryggislögregla Austur-Þýskaiands, hlustaöi á símtöl í aðalstöðvum Atlants- hafsbandalagsins, NATO, án nokkurra örðugleika. Þessu lýsir yfirmaður þeirra er umsjón hafa með því að kanna hlerunarút- búnað Stasimanna yfir í blaöa- viötáh í dag. Segir yfirmaöurinn, Klaus-Dieter Heyde, búnaðinn hafa veriö svo fullkominn að hægt hafi verið að hlera öh sim- töl innan Evrópu. Tæknin var svo háþróuð að Austur-Þjóðveijar gátu ekki að- eins vitað hvenær hringt hafði verið heldur einnig í hvaða núm- er hafði verið hringt. Mestallur hlerunarbúnaðurinn var kominn frá Vesturlöndum en Heyde gefur ekki nánari skýringu á þvi. Hann segir allar segulbands- spólur sem hafa fundist vera auð- ar sem þýðir að annaðhvort hafi aht verið þurrkað út eða þær aldrei notaðar. Hinar hafi líkleg- ast verið eyðilagðar. Reuter Er ekki kominn tími til að fá nýjan þingmann sem hefur þekkingu og áhuga á rekstri og stjórnun fyrirtækja ? Kjósum Láru Margréti Ragnarsdóttur í 4.-6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 26.-27. október n.k. Burt með höft, miðstýringu og rfkiseinokun. Kosningaskrifstofa í síma: 27804, 27810, 28817 og 28847.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.