Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Side 15
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990. 15 Kroppað ikjorm „ ... hvenær rennur sú stund upp aftur aö önnur næring, t.d. mjólk og brauð eða fiskurinn, hættir að bera virðisaukaskatt?" spyr þingkonan í greininni. Hvað myndir þú segja við vinnu- veitanda sem lækkaði laun þín ein- hliða og seldi þér jafnframt nauð- þurftir á uppsprengdu verði? Byggi jafnframt svo um hnútana að þú gætir ekki verslað annars staðar og klykkti svo út meö því að segja þér að nú værir þú orðin/n aðili að þjóðarsátt? Ef þú ættir kost á að losa þig við þennan vinnuveitanda eftir að hann heíði ráðið öllu hjá fyrirtæk- inu í þrjú eða íjögur ár, myndir þú þá ekki gera það? Auðvitað! Ríkið og mátturinn Þessi vinnuveitandi er til. Hann er með mörg þúsund manns í vinnu, upp á nákvæmlega þessi býti, og stýrir lífsafkomu flestra íslendinga. Þessi vinnuveitandi er „ríkið“ og upphafsorð þessarar greinar lýsa samskiptum þess við félaga BHMR. En ríkið hefur jafnframt mikil áhrif á afkomu annarra stétta, í þjónustu ríkisins og einkaaðUa, með því að vera í forsvari fyrir lág- launapólitík, heimta háa skatta af nauðþurftum, leggja tekjuskatt á smánarlega lág laun. í einu orði sagt, leggja þyngstu byrðarnar á þá sem kröppust hafa kjörin í stað þess að láta þá greiða meira til sjálf- sagðrar samneyslu sem hafa efni á því. - Það er með ólíkindum hvað stjórnvöld hafa átölulítið kroppað í kjör fólks á undanfórnum árum. Og enn er kroppað. KjaUaiinn Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans Með lögleysu Það þykir lélegt siðferði að svíkja gefin heit. Ein þeirra fáu leiða sem launafólki er fær til að ráða kjörum sínum er að semja um þau í frjáls- um samningum. Sú var að minnsta kosti tíðin. Svo er ekki lengur, a.m.k. ekki ef viðsemjandinn er ríkiö. Sú var einnig tíðin að menn héldu að ef dómstólar væru búnir að kveða upp úrskurð sinn gilti sú niðurstaða. En svo er ekki lengur, ekki ef niðurstöður dómstóla eru ríkinu ekki þóknanlegar. Liki fjár- haldsmönnum ríkisins ekki að dómstólar úrskurði að ríkið verði að greiða laun samkvæmt eigin samningum láta þeir setja bráða- birgðalög á samningana. Slíkt hlýtur aö vera lögleysa. Nú hefur setning bráðabirgðalaganna verið kærð. Fróðlegt verður að vita til hvaða ráða verður gripið ef næstu dómar í málinu verða ekki þóknanlegir frjárhaldsmönnum. I nafni hvaða sáttar? Allt þetta gerir ríkið í nafni þjóð- arsáttar. Þjóðarsáttar sem BHMR átti ekki aðild að. Þjóðarsáttar sem staðfesti láglaunastefnu. Þjóðar- sáttar þar sem tryggingar gegn verðlagshækkunum virðast aðal- lega felast í fikti og káki í kringum rauð strik í stað þeirrar stefnu að lækka verðlag á fokdýrum nauð- þurftum. Þaö er hægt með því að fella niður virðisaukaskatt af mat. Fiktið kringum vísitöluna og rauðu strikin er svo ómarkvisst að maður undrast þegar eitthvaö gott hlýst af, eins og þegar feUdur var niður virðisaukaskattur af bókum á íslensku. Auðvitað á ekki að skattleggja andlega næringu en hvenær rennur sú stund aftur upp að önnur næring, t.d. mjólk og brauð eða íslenski fiskurinn, hætt- ir að bera virðisaukaskatt? Gera þarf þjóðarsátt um mannsæmandi laun. Það væri sú eina sátt sem allir gætu skrifað undir. Ekki á að þurfa að semja um jafnsjálfsögð mannréttindi og matvæli án okur- skatta. Matvæli eru víðast hvar skatt- frjáls eða bera lágan skatt. í ríkjum Evrópubandalagsins eru þau t.d. nær undantekningalaust skattlaus eða í lægra skattþrepi en aðrar vörur, yfirleitt með 0-8% virðis- aukaskatti. Þar er hvergi eins hár skattur á almennri matvöru og á íslandi. Sé matvara ódýrari aukast ráðstöfunartekj ur fólks og á endan- um tapar ríkið svó sem engu. Kaupmáttur hrapar Þjóðarsáttin átti að tryggja hjöðn- un verðbólgu og að kaupmáttur væri tryggður. í sjálfu sér ætti að vera lítil kúnst að minnka verð- bólgu með því að klípa af launum fólks. En með því er kaupmáttur ekki tryggður. Þrátt fyrir að kaup- hækkunum launafólks sé haldið niðri æöir verðbólga utan vísitölu áfram. Kaupmáttur hefur hrapað á síð- astliðnu ári, ári þjóðarsáttar. Orð- rétt segir um það í nýjasta frétta- bréfi Kjararannsóknarnefndar: „Tímakaup hækkaði um 7% að meðaltali frá 2. ársfjórðungi 1989 til sama tíma 1990. Til samanburö- ar hækkaði framfærsluvísitala um tæp 17% og minnkaöi kaupmáttur því um 8,6%.“ Þetta eru áhrifin sem aðgerðir stjórnvalda hafa á líf fólks, æ verr gengur að ná endum saman, full- vinnandi fólk verður að leita á náð- ir félagsmálastofnana, vinnudagur er óheyrilega langur og þetta bitnar harkalega á fjölskyldulífi fólks, ekki síst börnunum. Anna Ólafsdóttir Björnsson „Fiktið í kringum vísitöluna og rauðu strikin er svo ómarkvisst að maður undrast þegar eitthvað gott hlýst af,...“ Leikaraskapur og léttúð Bílaskattar hafa aukist um nær þúsund prósent á nokkrum árum. - Beint tilræöi við dreifbýlið. í milljarða samfélagi þjóða ver- aldar er ísland sem krækiber í hel- víti. Hver samfélagsþegn skiptir því þjóðfélagið allt mjög miklu og það sem við aðhöfumst kemur fljótt fram í þjóðfélaginu sem heild. Litla skútan okkar verður fljótt fyrir áfollum ef við stöndum okkur ekki, hvert og eitt. Þetta er það stór- kostlega við það að vera íslending- ur, allir skipta máli, viðfangsefnin eru óþijótandi og sérhver dagur býður upp á spennandi verkefni að gera þjóð sinni gagn. Tvísýn efnahagsstaða Ekki þarf að fjölyrða um það að staða okkar á efnahagssviðinu er mjög tvísýn. Á meðan umheimur- inn og sérstaklega þær þjóðir, sem næstar og skyldastar okkur eru, njóta mikillar velsældar, tekju- auka og hagvaxtar hefur allt stefnt niöur á við hjá okkur að þessu leyti, síðustu þrjú árin. Fimmtán prósent minnkun kaup- máttar og átta prósent minnkun þjóðartekna á þremur árum er sem rýtingur í bakið á þeirri viðleitni að skapa hér hamingjusama þjóð sem í raun ræður við það aö búa í hinu stóra landi og skapa öllum þau lífskjör sem aðrir njóta. Tekjurnar skipta máli Atvinnulífið er til þess að fólk geti séð sér og sínum farborða. Það sem skiptir máli er það sem kemur til skiptanna. Það köllum viö tekj- ur. Ef tekjur fara minnkandi, þá er eitthvað að, fólk hefur það verra og aðrar hagstærðir skipta minna máli. Ef hagkerfiö væri liðið lík þá væri verðbólgan núll og vextir væru núll. En hver hefði áhuga á slíku efnahagsástandi? Enginn. Al- Kjallarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur gjört atvinnuleysi, algjör dauði, ekkert. Svona ýkt dæmi er nauð- synlegt til þess að minna stjórnvöld á það að það sem skiptir máli eru tekjurnar, afkoma fólksins. Til þess eru menn að vinna að gpta séð sér og sínum farborða. Neikvæðir kröfugeróarmenn í kreppunni ’68-’69 var engin verðbólga, vextir voru lágir en massíft atvinnuleysi og fólk flúði land. í kreppunni miklu á fjóröa áratugnum var einnig svona ástand og miklu verra. Er þetta eitthvað til þess að sækjast eftir í hagstjórn? Auðvitað ekki. Það sem máli skiptir eru tekjurnar, afkom- an og velferðin. Auðvitað hefur lágt verðbólgu- stig og lágir vextir líka með það að gera. En þegar allt er við núllið er jafnvel tillfmnanlegt það sem að öðru jöfnu er auðvelt. Skattar og annað tillegg til þjóðfélagsins verð- ur að sjálfsögðu tilfmnanlegra þeg- ar af litlu er að taka. Og menn skyldu taka eftir því að þeir sem spangóla hæst um kröfur á sam- félagið eru oft síst tilbúnir til þess að mynda tekjurnar. Sjá andsko- tann í hverju horni þegar minnst er á atvinnulífiö og mála skrattann á vegginn við hverju framtaki. En ekki stendur á kröfunum. Skattleggja hér og þar, eyða hér og þar, en bregða fæti fyrir hveija þá viðleitni til þess aö skapa tekjurn- ar. Þannig að hægt sé að ráðast í hlutina og skapa arð. Hagkerfið í I íkhúsið Ráðamenn þjóðarinnar ættu því aö fara varlega í það að hrósa sér af lítilli veröbólgu og lágum skött- um meðan hagkerfið stefnir beint í líkhúsið. Nær væri að leita leiöa til þess að efla tekjur og auka vel- ferð. Þá veitist okkur það auðvelt sem nú er erfitt. í okkar stóra landi skiptir bíllinn t.d. dreifbýlið höfuðmáh. í fyrra kostaði bensínlítrinn um kr. 40 en kostar nú um kr. 60 og bílaskattar hafa aukist um nær þúsund pró- sent á nokkrum árum. Þetta er beint tilræði við dreifbýlið og alveg óskiljanlegt hvernig annað eins getur gerst hjá stjórn sem kennir sig við byggðastefnu. Viðskiptavinirnir forviða í viðleitni sinni til þess að ná upp tekjum og bæta líf þjóðarinnar í landinu hefur Alþýðuflokkurinn lagt höfuðáherslu á það að afsetja eitthvað allt það rafmagn sem nú er dælt í jörð. Tugmilljarða leikara- skapur í orkubúskap þjóðarinnar lætur þrælasvipu erlendra fjár- magnseigenda ganga á baki þjóðar- innar. Við verður að borga aíborganirn- ar, vextina og allt hvaö eina, þótt enginn eigi skýringu á því hvers vegna virkjanirnar voru reistar. Það er því óskiljanlegur leikara- skapur og léttúð hjá Sjálfstæðis- flokknum að nota meirihluta sinn í Landsvirkjun þannig að erlendir viðskiptavinir okkar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Svona strákslegar hundakúnstir með fjör- egg þjóðarinnar geta ekki lýst skilningi á viðleitni Alþýðuflokks- ins að bæta þjóðarhag. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Ráöamenn þjóðarinnar ættu því að fara varlega í það að hrósa sér af lítilli verðbólgu og lágum sköttum meðan hagkerfið stefnir beint í líkhúsið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.