Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Síða 28
36
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990.
Menning
Skemmtilegir tónleikar
Sinfóniuhljómsveit íslands hélt tónleika í gærkvöld.
Stjórnandi var Páll P. Pálsson en á efnisskránni voru
verk eftir Hector Berlioz, stjórnandann Pál P. Pálsson
og Witold Lutoslawski. í verki Páls léku þrír félagar
í Sinfóníuhljómsveit íslands, þeir Ásgeir Steingríms-
son, trompet, Oddur Björnsson, básúna, og Þorkell
Jóelsson, horn, saman í tríói á móti hljómsveitinni
Berlioz er eitt af sérkennilegri tónskáldum nítjándu
aldar. Hann vann fyrir sér með því að skrifa tónlistar-
gagnrýni í blöð og greinar hans úr ferð þar sem hann
fór á tónleika um alla Evrópu er ein besta og skemmti-
legasta heimild sem til er um tónlistarlíf þess tíma.
Berlioz var alla tíð umdeildur m.a. fyrir hljómfræði
sína. Jafnvel enn þann dag í dag heyrist því haldið
fram að hann hafi ekki kunnað hana. í Le corsaire
forleiknum mátti vel heyra að Berlioz ekki aðeins
kunni hljómfræði heldur gat hann fellt hana að eigin
þörfum eftir því sem hann vildi. Þetta verk vel gert
og áheyrilegt enda þótt það sé ekki eins hressilega
frumlegt og Symphonie Fantastique, sem er hans fræg-
asta verk.
Sinfonietta concertante eftir Pál er svolítið sérstök
fyrir þá sök að notað er málmblásaratríó sem stiilt er
upp gegn hljómsveitinni. Minnir þetta á barrokk
vinnubrögð og Concerto grosso, sem byggir á á átökum
og svörunum milli lítils hóps og stórs. Fleira minnti á
barokk eins og þrástef og allt að því hálfgerðar
passacagliur sem mátti heyra víða í verkinu. Tónamál-
ið er að sjálfsögðu nýstárlegra og má segja að verkið
sé blanda af gömlu og nýju. Margir lállegir staðir eru
í því, einkum var margt gott í fyrsta kaflanum og þeim
hæga, sem hefst á löngu básúnusólói sem Oddur blés
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
mjög fallega. Concerto grosso hugmyndin gekk full-
komlega upp og blásaratríóið virkaði vel, enda spiluðu
þeir félagarnir Ásgeir, Oddur og Þorkell eins og engl-
ar, bæði í einleiks- og samleiksköflum. Einar Jóhann-
esson klarinettuleikari fékk þarna líka tækifæri til að
ylja hlustendum um hjartarætur og notaði þaö vel að
vanda.
Konsert fyrir hljómsveit eftir Lutoslawski er verk
sem hann samdi áður en hann varð frjáls til að gera
það sem hann vildi. Þetta er glæsilegt verk og nánast
kennslubók í klassískri hljómsveitarútsetningu. Kon-
sert fyrir hljómsveit er réttnefni því að einleikskaflar
eru fyrir flest hljóðfæri hljómsveitarinnar auk marg-
víslegra samleikskafla fyrir mismunandi hljóðfæra-
hópa. Upphafsstefið minnir töluvert á Síbelíus. Kóral-
hugmyndin, sem kemur í fjórða þætti, gæti verið feng-
in að láni hjá Alban Berg. Hvað sem því líður þá er
verkið skemmtilegt og hljómar vel þótt innviðir þess
séu ef til vill ekki ýkja merkilegir.
Flutningur hljómsveitarinnar undir stjórn Páls var
svolítið misjafn. Stundum var eins og botninn dytti
svolítið úr sannfæringunni. En oftast var hann þó
frísklegur og tónleikarnir í heild voru mjög ánægjuleg-
ir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
Helgu Fjólu Pálsdóttur,
Kleppsvegi 30.
Sæmundur Sæmundsson
Sigriður Theodóra Sæmundsdóttir Guðni Kristinsson
Margrét Sæmundsdóttir Jón Marvin Guðmundsson
Sæmundur Sæmundsson Elisabet Kristjánsdóttir
og barnabörn
Leiðrétting
Eiríkur Jónsson, dagskrárgerðar-
maður á Bylgjunni, hafði samband
við DV vegna Sandkorns sem birtist
í blaðinu á miðvikudag en þar var
sagt frá leiðindapúkakosningum.
Eiríkur kvað það alrangt sem kom
fram í Sandkorni að hann hefði stað-
ið fyrir því að láta kjósa leiðindapúka
vikunnar í þáttum sínum, það hefði
verið gert á annarri útvarpsstöð og
hann hefði þar hvergi komið nærri.
DV biður hlutaðeigandi afsökunar á
mistökunum.
Jarðarfarir
Elísabet Björnsdóttir, Lindarflöt 6,
Garðabæ, andaðist í Landakotsspít-
ala 18. þessa mánaðar. Jarðarförin
hefur farið fram í kyyrþey að ósk
hinnar látnu.
Randver Kristjánsson, Hveramörk
14, Hveragerði, verður jarðsunginn
frá Hveragerðiskirkju laugardaginn
24. nóvember kl. 14.
Haraldur Elíasson múrarameistari,
Dalbraut 27, verður jarðsunginn frá
Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, laugar-
daginn 24. nóvember kl. 14.
Gísli Guðmundsson bifreiðastjóri,
Teigaseli 3, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 26. nóvember kl. 13.30.
Sigríður Árnadóttir lést 11. nóvem-
ber. Hún fæddist í Reykjavík 9. sept-
ember 1909. Foreldrar hennar voru
Árni Árnason og Valgerður Gísla-
dóttir. Sigríður giftist Ingólfl Einars-
syni og eignuðustþau þrjú börn. Þau
slitu samvistum. Utför Sigríðar verð-
ur gerð frá Fossvogskapellu í dag kl.
15.
Þórgunnur Kristbjörg Sveinsdóttir
lést 13. nóvember. Hún fæddist á
Akureyri 1. apríl 1922, dóttir hjón-
anna Svövu Magnúsdóttur og Sveins
Helgasonar. Þórgunnur giftist Birni
Jónssyni en hann lést árið 1985. Þau
eignuðust fjögur börn. Útför Þór-
gunnar verður gerð frá Hallgríms-
kirkju í dag kl. 13.30.
Tilkyiiningar
Borgfirðingafélagið
í Reykjavík
heldur upp á 45 ára afmæli sitt laugardag-
inn 1. desember með árshátíð í Hreyfils-
húsinu viö Grensásveg. Skemmtiatriði,
dans og matur. Húsið opnað kl. 20. Þátt-
taka óskast tilkynnt til Svavars s. 38174,
Sigurðar s. 24713 og Sölva s. 14335 sem
gefa allar nánari upplýsingar.
Svikinn - ný bók frá Lilju
Komin er út bókin Svikinn eftir Banda-
rikjamanninn Stan Telchin. Bókagerðin
Lilja annast útgáfuna 1 samvinnu við
Samtök um kristna boðun meðal gyð-
inga. í bókinni er rakinn eins konar trú-
arárekstur sem verður innan banda-
rískrar gyðingaijölskyldu þegar önnur
dóttirin á heimilinu gerist kristin. Bókina
þýddu sr. Magnús GuðmundSson og
Benedikt Jasonarson en prentvinnsla fór
fram hjá Prentstofu G. Benediktssonar.
Bókin er kiþa, 144 bls. að stærð.
Fyrirlestrahald um dulspeki
Leifnr Leopoldsson vökumiðill býður
upp á fyrirlestrahald fyrir skóla, klúbba
og aöra hópa um dulspeki, fyrri lif, frjáls-
an vilja, karma og „andlegt kynlíf' og
annað er tengist heildrænum málefnum.
Þá svarar hann einnig fyrirspurnum.
Upplýsingar í síma 29144 milli kl. 16 og
19 virka daga.
Glerlistamaður í verslun
Hjartar Nielsen
í versluninni Hirti Nielsen, Mjódd, er nú
staddur tékkneski glerlistamaðurinn
Josef Adamek. Hann sker í glös og aðra
muni bæði stafi, dagsetningar og annað
skraut. Vélin, sem hann notar, er niutíu
ára gömul og var áður fótstigin. Hann
kom með hana með sér frá Tékkóslóvak-
íu og vinnur hann munina eftir aldagam-
alli hefð. Verslunin Hjörtur Nielsen selur
kristal frá Tékkóslóvakiu sem er allur
handunrúnn á þennan hátt. Josef Ada-
mek hefur unnið viö þetta frá 15 ára aldri
Hann hefur í fjölda ára hannað munstur
og unnið að gerð glerhstaverka. Eftir fall
kommúnistastjórnarinnar og rekur hann
sitt eigiö fyrirtæki. Hann verður í versl-
uninni til og með 1. desember nk. kl. 12-18
alla virka daga og kl. 10-16 laugardaga.
Jólamerki kvenfélagsins
„Framtíðin“, Akureyri
er komið út. Aö þessu sinni teiknaði frú
Kristín Pálsdóttir merkið. Sölustaðir eru
pósthúsið á Akureyri, Frímerkjahúsið og
Frímerkjamiðstöðin í Reykjavík. Auk
þess sjá félagskonur um sölu á Akur-
eyri. Merkið kostar 15 kr. stykkið, 180
kr. örkin. Ágóðin rennur í elliheimilis-
sjóð.
" Tapadfundið
Týnd læða
Þessi læða týndist laugardaginn 10. nóv-
ember frá Vesturgötu 58 b. Hún er svört
og hvít, sex mánaða gömul, fingerð og
sérstaklega gæf. Hún var merkt með
sjálflýsandi ól og rauðu merkispjaldi. Það
sást til hennar í Fischersundi vikuna
11.-17. nóv. Ef einhver hefur séð til henn-
ar eftir það og getur gefið upplýsingar,
þá vinsamlegast hringið í síma 601912 frá
kl. 8-16 eða í síma 625553 eftir kl. 16 og
spyijið um Silvíu.
3 kettir týndir
2 þrílitar læður og 1 bröndóttur högni og
eru í óskilum hjá Kattavinafélaginu. Upp-
lýsingar í síma 672909.
Athugasemd
Hjörleifur Guttormsson gerði at-
hugasemd við það sem haft er eftir
honum í DV á miðvikudag um trún-
aðarmenn KGB á íslandi. í fyrsta
lagi benti Hjörleifur á að Vínarsátt-
málinn sé frá 1961, ekki 1985, og hafí
verið lögfestur hér á landi 1971. í
öðru lagi sagðist Hjörleifur hafa
komið við á kaupstefnu í Leipzig
1975, ekki ráðstefnu 1985, á leiö sinni
til Vestur-Þýskalands. Þurfti hann
ekki vegabréfsáritun þangað. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
-hlh
Leikhús
HUGLEIKUR
sýnir sjónleikinn
ALDREI FER
ÉG SUÐUR
Höfundar: Ingibjörg Hjartardóttir og
Sigrún Óskarsdóttir.
Leikstjóri: Ingibjörg Hjartardóttir.
Lýsing: Árni J. Baldvinsson.
Frumsýning 24.11. kl. 20.30.
2. sýn. 27.11. kl. 20.30.
3. sýn. 29.11. kl. 20.30.
4. sýn. 1.12. kl. 20.30.
5. sýn. 2.12. kl. 20.30.
6. sýn. 5.12. kl. 20.30.
7. sýn. 7.12. kl. 20.30.
8. sýn. 8.12. kl. 20.30.
9. sýn.12.12. kl. 20.30.
10. sýn.14.12. kl. 20.30.
Aðeins þessar 10 sýningar.
Sýnt er á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9.
Miðapantanir allan sólarhringinn i
síma 24650.
Barnaleikritið
Elsku Míó minn
eftir Astrid Lindgren
í Hlégaröi, Mosfellsbæ.
Laugard. 24. nóv. kl. 14.00.
Laugard. 24. nóv. kl. 16.30.
Laugard. 1. des. kl. 14.00.
Laugard. 1. des. kl. 16.30.
Sunnud. 2. des. kl. 14.00.
Sunnud. 2. des. kl. 16.30.
Miðasala i Hlégarði opin virka
daga kl. 17 19 og sýningar-
daga tveim timum fyrirsýning-
ar.
Ósóttar miðapantanir seldar
degi fyrir sýningardag.
Miðapantanir í síma 667788.
Leikfélag
Mosfellssveitar