Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990.
Fréttir
Sakadómur í málinu gegn forstjóra og fyrrum flármálastjóra Þýsk-íslenska:
Forstjórinn fékk
15 mánaða fangelsi
og á að greiða 40 milljónir 1 sekt - flármálastjórinn fékk fjóra mánuði
Ómar Kristjánsson: fimmtán mánaöa fangelsi og 40 milljóna króna sekt.
Ómar Kristjánsson, forstjóri og
aðaleigandi Þýsk-íslenska hf„ hefur
í Sakadómi Reykjavíkur verið
dæmdur í 15 mánaða fangelsi og til
greiðslu 40 milljóna króna til ríkis-
sjóðs fyrir skattsvik og skjalafals á
árinu 1984. Til vara greiðslu sektar-
innar skal Þýsk-íslenska greiðá sömu
upphæð sektar - ella afpláni ákærði
12 mánuði í fangelsi, greiðist hún
ekki innan 4 vikna frá dómsuppk-
vaðningu.
Guðmundur Þórðarson, fyrrver-
andi stjórnarmaður, sem sá um íjár-
málastjórn, bókhald og uppgjör fé-
lagsins á þessum árum, var dæmdur
í 5 mánaða fangelsi og til greiðslu
einnar milljónar króna í sekt til rík-
issjóðs. Refsing Guðmundar var
meðal annars ákvörðuð í ljósi þess
að hann er héraðsdómslögmaöur og
hafði starfað i rannsóknadeild ríkis-
skattstjóra áður en hann annaðist
gerð skattskila fyrir Þýsk-íslenska. Á
hinn bóginn komst sakadómur ekki
að þeirri niðurstöðu að hann hefði
notið ávinnings af brotunum.
Mennirnir voru sakfelldir fyrir aö
hafa svikið röskar 26 milljónir króna
undan tekju- og eignaskatti og aö
hafa gefið upp lán í bókhaldi upp á
tugi milljóna króna við Landsbank-
ann og Samvinnubankann - lán sem
voru ekki til.
Dómurinn var kveðinn upp í Saka-
dómi Reykjavikur síðdegis í gær.
Helgi I. Jónsson sakadómari var
dómsformaður en meðdómendur
voru Siguröur Stefánsson og Sigurð-
ur Hafsteinn Pálsson, löggiltir end-
urskoðendur. Dóminum hefur verið
áfrýjað til Hæstaréttar.
Svokallað lögtaksmál
í Hæstarétti
Ómar og Guðmundur voru ákærðir
fyrir brot á lögum um tekjuskatt og
eignaskatt ásamt bókhaldsbroti.
Rannsókn ríkisskattstjóra á skatt-
skilum og bókhaldi hlutafélagsins
leiddi í ljós stórfelldan undandrátt á
tekjum þess og eignum samkvæmt
skattframtali sem skilað var 1985 fyr-
ir árið á undan. Rannsókninni var
haldiö áfram með aðstoð löggilts end-
urskoðanda sem Ómar Kristjánsson
réð sjálfur í þeim tilgangi að upplýsa
málið. í uppgjöri endurskoðandans
árið 1986 var sýnt fram á undandrátt.
Málinu lyktaði með tveimur við-
bótarálagningum skattstjóra á fyrir-
tækiö síðar á árinu. Þýsk-íslenska
kærði þær síðan til ríkisskattstjóra.
Eftir það var skipaður sérstakur rík-
isskattstjóri en hann staðfesti ofan-
greinda álagningu 1987. Var það kært
til ríkisskattanefndar sem vísaði
málinu frá vegna vanreifunar beggja
aðila. í framhaldi af því var lögtak
heimilað á Þýsk-íslenska en það var
kært til Hæstaréttar. Það mál verður
flutt þar í mars.
Vandræði í tölvuforriti
Sakadómur taldi sannað aö Þýsk-
íslenska hefði skotið rúmum 24 millj-
ónum króna undan tekjuskatti og
undan eignaskatti tæpum 2 milljón-
um. Ómar og Guðmundur viöur-
kenndu að hafa staðið uppi með stórt
„gap“ sem þeir gátu ekki útskýrt.
Ómar sagðist hafa gert sér grein
fyrir að milljónir króna hefðú ekki
tekjufærst - skýringin væri fólgin í
ásigkomulagi bókhalds sem rekja
mætti til vandræða með tölvuforrit.
Vegna framburðar vitna var álit
dómsins að tölvuvandamál verði að
mestu rakin til ágalla í vinnubrögð-
um starfsmanna.
| dómnum segir meðal annars:
„Ákærðu gat því ekki'dulist að veru-
legir annmarkar voru á tekjufærslu
félagsins. Á grundvelli þessa hefði
verið eðhlegt og rökrétt að fara þess
á leit við löggiltan endurskoöanda
að hann héldi áfram uppgjörsvinnu
sinni og lyki henni áður en skattskil
fyrir rekstrarárið 1984 voru gerð.
Hefur eigi fengist haldbær skýring á
því að þessi leið var eigi farin.“
Guðmundur og Ómar ákváðu að
skila ofangreindu skattframtali 2.
júlí 1985. Sannaö þótti að Ómar hefði
haft frumkvæði að því aö leggja fram
endurgert framtal eftir að skattyfir-
völdum varð ljóst að hið fyrra var
rangt.
Heimilt að sekta tifalt
Samkvæmt niöurstöðu sakadóms
var sök ákærðu fólgin í því að hafa
leitast við að „koma fram rangri
álagningu sér í hag og baka þannig
ríkissjóði tjón“ - þeir hafi gerst sekir
um undandrátt á tekjum Þýsk-
íslenska enda hafi þeim ekki dulist
að skýrslan var verulega röng. Einn-
ig var sýnt fram á óreiðu í bókhaldi
á árunum 1981-1984.
Samkvæmt skattalögum er heimilt
að ákvarða sekt allt að tífaldri þeirri
íjárhæð sem undan er .dregin frá
skatti. Niðurstaöa sakadóms er að
sannað sé að í skattframtali Þýsk-
íslenska voru dregnar undan rösk-
lega 26 milljónir króna. Varðandi
ákvörðun sektar í dóminum var hins
vegar miðað viö tvöfalda þá upphæð
að frádregnu svokölluðu álagi.
Ákæruvaldið krafðist einnig að
Ómar yrði sviptur rétti til að öðlast
leyfi til verslunaratvinnu og að fyrir-
tækið yrði svipt verslunarleyfi. Hann
var sýknaöur af kröfunni vegna
skorts á lagaheimildum en fyrirtæk-
ið á þeirri forsendu að sýnt þyki að
bókhaldsmál félagsins hafi verið í
lagi síðustu 5 ár.
Ómari og Guðmundi var gert að
greiða verjendum sínum 500 þúsund
krónur í málsvarnarlaun svo og sak-
arkostnað.
-ÓTT
Uppsagnir í Eyjum:
„Eins og
reiðar-
slag“
„Uppsagnirnar komu eins og
reiðarslag fyrir starfsfólkið. Til-
kynningin hékk uppi við stimpil-
klukkuna þegar við komum til
vinnu i fyrradag. Það er afar
slæmt fyrir fólk að missa vinn-
una í janúar þvi desember er yfir-
leitt dýr mánuður hjá fólki og því
nóg við peningana að gera,“ segir
Arndís Pálsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Vinnslu-
stöðvarinnarí Vestmannaeyjum.
Kauptryggingarlið kjarasamn-
inga um 60 manna hjá Vinnslu-
stöðinni var sagt upp frá og með
2. janúar næstkomandi. Og býst
starfsfólkið við að verða vinnu-
laust íram til 1. febrúar.
„Það er löglegt að segja fólki
upp með þessum hætti. Samning-
ar fiskvinnslufólks eru bara ekki
betri en þetta. Þegar upphaflega
var samið um kauptrygginguna
áttí hún að tryggja okkur ákveðin
réttindi en svo fær maður svona
framan í sig.
Uppsagnirnar koma illa viö þá
sem eru nýbyrjaðir að vinna því
þeir fá engar atvinnuleysisbætur.
Þeir sem missa vinnuna og hafa
skilaö 1700 vinnustundum á ár-
inu fá 44 þúsund krónur í bætur
á mánuði en atvinnuleysisbæ-
turnar eru lægri en kauptrygg-
ingin,“ segir Arndís.
„Fiskikvóti fyrirtækisins hefur
minnkað og samfara því verðum
við að draga saman seglin. Því
var ákveðið að segja upp kaup-
tryggingarlið kjarasamnings
starfsfólksins.
Það er hagkvæmara að draga
saman í janúar því það er dýrast
að sækja fiskinn á þessum árs-
tima. Breki, togari fyrirtækisins,
mun fara á veiðar í janúar, sigla
með aflann og fara að því búnu í
klössun.
Okkur þykir sárt að þurfa aö
segja upp öllu þessu fólki en það
er bara ekki um annaö að ræða,“
segir Viðar Eliasson, framieiöslu-
stjóri Vinnslustöövarinnar.
-J.Mar
í dag mælir Dagfari
Atburðirnir á Alþingi síðustu dag-
ana hafa varpað ljósi á þá pólitík
Sjálfstæðisflokksins að standa vörö
um siöferðið, lögin og kjarasamn-
inga BHMR. Siðferðiskennd sjálf-
stæðismanna á þingi er svo mikil
að þeir kæra sig kollótta þótt þeir
gerist bandamenn harðlínumann-
anna í Alþýðubandalaginu og tapi
öllum sínum kjósendum. Forysta
Sjálfstæðisflokksins hefur meira
vit en almenningur og þess vegna
tekúr hún ekki mark á siðlausri
þjóð og vitlausri ríkisstjórn. Davíð
Oddsson segist sjálfur hafa sagt
fyrir um írafárið í fjölmiðlum og
hamaganginn i vinnuveitendum,
en hann lætur þaö sem vind um
eyru þjóta, vegna þess að hann er
vanur að vita betur en aðrir. Davíð
kemur ekki við hvaö þjóðin hugsar
eða segir, því hún mun á endanum
hugsa eins og hann og segja það
sama og hann.
En meðan Sjálfstæðisflokkurinn
er að hafa vit fyrir þjóðinni og rík-
isstjóminni er póhtík ríkisstjórn-
arinnar líka kapítuli út af fyrir sig.
Eins og menn muna samdi ríkis-
stjómin við BHMR með þeim hætti
að henni var lífsins ómögulegt að
standa við þá samninga. Af þeim
sökum voru bráðabirgöalögin sett
hann heyrði að Hjörleifur hefði
tekið af þeim ómakið. Flokkurinn
var sem sagt afskaplega feginn að
geta verið á móti lögunum til að
hann þyrfti ekki að vera með þeim.
Ekki vegna þess að sjálfstæðis-
menn varði um afstöðu kjósenda
heldur vegna þess aö þá getur
flokkurinn haldiö áfram að standa
vörð um siðferðið.
Það er af ríkisstjórninni sjálfri
að segja aö hún hefur haft nokkrar
áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokk-
urinn ætlaði að hlaupast undan
merkjum og er alveg undrandi á
því aö stjórnarandstaðan skuli ekki
styðja stjórnina til þeirra verka að
setja lög á samninga sem stjórnin
hefur sjálf sett. Síðan varð ríkis-
stjórnin harla glöö þegar hún áttaði
sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn
mundi vera á móti því að vera meö
stjórninni og fella lögin sem stjóm-
in vildi fá samþykkt.
Undir lokin gerðust þau óvæntu
tíðindi að Hjörleifur, sem er stjóm-
arþingmaður, heyktist og ákvað að
vera með lögunum sem hann er á
móti og eyðileggur þann gambít
stjórnarinnar aö lögin verði felld,
sem hún vildi að yrðu samþykkt.
Hún er skrítin tík, pólitíkin.
Dagfari
Pólitík er skrítin tík
á sínum tíma.
Allir vita hvernig sú þraut hefur
gengiö fyrir sig að finna nógu
marga þingmenn til að styðja
bráöabirgðalögin. Tveir harölínu-
menn í Alþýðubandalaginu höfðu
lýst yfir því að þeir væru á móti
þessum bráðabirgðalögum af því
þeir vilja virða samninga. Stefán
Valgeirsson var á móti lögunum
vegna þess að hann vill virða
stjórnarskrána. Kvennalistinn er á
móti lögunum af því þau em á
móti konum innan BHMR og Sjálf-
stæðisflokkurinn er á móti lögun-
um af því þau brjóta gegn siðferðis-
vitund flokksins.
Þegar samningsrétturinn, stjóm-
arskráin og siðferðið leggjast á eina
sveif með kvenréttindunum eru
auðvitað góð ráö dýr og meirihlut-
inn týndur. Steingrímur hótaði
þingrofi og kosningum til að beygja
stjórnarskrána og siðferðiö og þeg-
ar allt var í óefni komið vegna sið-
ferðiskenndar sjálfstæðismanna
birtist Hjörleifur Guttormsson í
pontu og tilkynnti að hann væri svo
mikið á móti þessum bráðabirgða-
lögum að hann hefði ákveðiö að
hleypa þeim í gegn.
í stað þess aö gleðjast yfir þeim
tíðindum brugðust fylgismenn rík-
isstjómarinnar og bráðabirgðalag-
anna ókvæöa við. Karl Steinar kom
í sjónvarp og skammaðist yfir þeim
óþokkum sem voru á móti bráða-
birgðalögunum og reytti hár sitt
af reiði yfir því aö þau skyldu nú
samþykkt. Að mati Karls Steinars
átti að ijúfa þing áður en það ill-
virki væri unnið að samþykkja lög-
in sem hann stóö meö. Karl Steinar
var sem sagt svo mikiö með lögun-
um að hann vildi aö þau hefðu ver-
iö felld.
Hjörleifur var hins vegar svo
mikið á móti þessum bráðbirgöa-
lögum að hann ákvað að styðja
þau. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er
hinn löggilti siðferðisvörður á Al-
þingi, hafði greinilega tekið það
nærri sér aö fella lögin, ef marka
má tíð fundahöld í þingflokknum,
en varpaði öndinni léttar þegar