Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990.
SKO
ÚTSALA
SKÓ
ÚTSALA
Úrval af
samkvæmisskóm
jólaskóm
kuldaskóm
ungbarnaskóm
Mikill afsláttur
Opið 6.-15. des.
Lipurtá, Borgartúni 23
VERÐBREYTINGAR-
STLfÐULL
FYRIRARIÐ 1990
Samkvœmt ákvœðum 26. gr. laga nr. 75 frá
14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt
hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir
árið 1990 og nemur hann 1,1916 miðað við 1,0000
áárinu 1989.
Reykjavík 30. nóvember 1990
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI
Andlát
Jón Guðmundsson frá Stóra-Laug-
ardal, Tálknafirði, andaðist á Hrafn-
istu aöfaranótt 5. desember.
Halldór Jóhannsson bifreiðarstjóri,
Sólvallagötu 36, Keflavík, lést að-
faranótt 5. desember.
Jarðarfarir
Úttor Guðnýjar Ingibjargar Björns-
dóttur, Eskihlíð 12a, Reykjavík, fer
fram frá Fossvogskirkju fóstudaginn
7. desember kl. 13.30.
Steingrímur Jóhannesson bifreiða-
stjóri, Hrafnhólum 6, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju fóstu-
daginn 7. desember kl. 15.
Rögnvaldur Sigurðsson trésmíða-
meistari, Iðufelli 4, sem lést 28. nóv-
ember, verður jarösunginn frá Foss-
vogskapellu mánudaginn 10. des-
ember kl. 13.30.
Hjálmar Böðvarsson frá Bólstað,
Bakkabraut 1, Vík í Mýrdal, sem lést
á sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi,
þann 27. nóvember sl., verður jarð-
sunginn frá Víkurkirkju laugardag-
inn 8. desember kl. 14.
Unnur Thoroddsen lyfjafræðingur
lést 27. nóvember. Hún fæddist í
Reykjavík 1. ■ febrúar 1922, dóttir
hjónanna Reginu Benediktsdóttur
Thoroddsen og Guðmundar Thor-
oddsen. Unnur lauk námi í lyfjafræöi
og starfaöi lengst af í Garðsapóteki.
Hún var tvígift. Fyrri maður hennar
var Karl Jóhannsson. Þau eignuðust
tvö börn. Unnur og Karl slitu sam-
vistum. Seinni maður Unnar var
Aðalfundur
Dagblaðsins h/f
verður haldinn 12. des-
ember 1990 kl. 20.30 að
Háaleitisbraut 58-60.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Karl Jónsson en hann lést árið 1968.
Útfór Unnar verður gerö frá Bú-
staðakirkju í dag kl. 13.30.
Tilkyimingar
"f-9 ----------
KR konur
Jólafundur verður föstudaginn 7. des-
ember í félagsheimili KR. Gestur kvölds-
ins verður Magdalena Schram.
íþróttaféiag fatlaðra
í Reykjavík
hefur opnað jólamarkaö í íþróttahúsi
fatlaðra, Hátúni 14. Opið alla daga frá kl.
13-18.
Jólafló Félags
einstæðra foreldra
í SkeljahelU, Skeljanesi 6, laugardaginn
8. desember kl. 14-17. Jólaskreytingar og
ýmsir skrautmunir. Húsgögn, bækur og
búsáhöld, kjólar og fleira fínt. Kaffi á
könnunni.
Félag eldri borgara
Opiö hús í Goöheimum, Sigtúni 3, í dag.
Kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félags-
vist, kl. 21 dansað.
Útgáfutónleikar með Björk
og tríói Guðmundar
Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guð-
mundar Ingólfssonar munu efna til út-
gáfutónleika 6. desember nk. í íslensku
óperunni. Tilefnið er útgáfan á plötunni
GUng-gló. Lögin eru öU, hvert á sinn hátt,
perlur úr safni íslenskrar dægurtónlistar
fyrri ára, en hljóta í meðfórum fjórmenn-
inganna nýtt Uf. Tónleikamir hefjast kl.
21.
Digranesprestakall
Jólafundur kirkjufélagsins verður í safn-
aðarheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtu-
daginn 6. desember kl. 20.30. Séra Fjalar
Sigurjónsson, fyrrv. prófastur, kemur á
fundinn. Nemendur úr Söngskóla
Reykjavíkur syngja, jólasaga, jólaljóð og
veislukaffi. Að lokum helgistund.
Fundir
Digranesprestakall
Jólafundur kirkjufélagsins verður í safn-
aðarheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtu-
daginn 6. desember kl. 20.30. Séra Fjalar
Sigurjónsson, fyrrv. prófastur, k'emúr á
fundinn. Nemendur úr Söngskóla
Reykjavíkur syngja. Jólasaga, jólaljóð.
Veislukaffi og að lokum helgistund.
Mótframboð Dagsbrúnar
Mótframboð til stjórnar Dagsbrúnar hef-
ur ákveðið að halda kynningar- og bar-
áttufund á Hótel Borg sunnudaginn 9.
desember kl. 15. Meðal efnis verður:
Kynning á frambjóðendum, Pétur Pét-
ursson útvarpsmaður flytur útdrátt úr
sögu 1. maí, Baldvin Halldórsson leikari
flytur ljóö, Bubbi og Megas flytja fundar-
mönnum nokkur lög og svo verða fyrir-
spurnir leyfðar. Fundarstjóri verður
Oskar Dr. Olafsson. Mótframboðið hvet-
ur alla félagsmenn til að mæta og kynna
sér hinn valkostinn í Dagsbrún.
Tónleikar
Tónleikar á Púlsinum
í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur Friðrik
Karlsson & hljómsveit ásamt Ellen
Kristjánsdóttur tónleika á Púlsinum.
Meðal efnis, sem flutt verður, er efni af
nýrri sólóplötu Friðriks þar sem gítar-
leikur hans þykir skipa honum á bekk
með fremstu gítaristum í heimi. Tónleik-
arnir hefjast kl. 21.30 og standa fram
undir 1. Þetta verða jafnframt síðustu
tónleikar Friðriks og hljómsveitar á Púls-
inum árið 1990. Aðgangur kr. 500.
Söngsveitin Fílaharmónía
heldur aðventutónleika í Kristskirkju,
Landakoti, fostudaginn 7. desember nk.
og sunnudaginn 9. desember, kl. 21 bæði
kvöldin. Auk Fílaharmoníu taka þátt í
tónleikunum kammersveit og Inga Back-
man óperusöngkona. Stjómandi er Úlrik
Ólason. Á efnisskrá em bæði innlend og
erlend verk tengd aðventunni. Fluttur
verður orgelkonsert eftir Hándel, þá mun
Inga Bjarnason syngja aríur úr verkum
eftir Mozart og Hándel. Kórinn flytur
ýmis jólalög ásamt kammersveit og ein-
söngvara, þar á meðal atriði úr Messíasi
eftir Hándel. Aðgöngumiöar fást við inn-
ganginn klukkustund fyrir tónleika.
Leiðrétting
í grein á mánudaginn þar sem fjall-
að var um söngleikinn Söngvaseið
sem Þjóðleikhúsið mun frumsýna í
lok mars var rángt farið með náfn
leikstjórans. Leikstjóri sýningarinn-
ar er Benedikt Árnason.
Jólagetraun DV -1. hluti
Finnum f imm vitleysur
varð því að treysta á minnið þeg-
ar hann kláraði myndina. Eins
og sést er minni hans ekki alltof
gott. Það eru fimm alvarlegar vit-
leysur á þessari mynd, eitthvað
sem ekki passar, og þær þarf að
merkja með því að setja um þær
hring. Þar er komið að ykkur,
lesendur góðir. Finnið þessar
flmm vitleysur, setjið um þær
hring og geymið myndina. Mikil-
vægt er aö safna öllum 10 hlutum
getraunarinnar saman áður en
þeir verða sendir okkur í umslagi
merktu ,jólagetraun“. 10. hluta
jólagetraunarinnar mun fylgja
reitur fyrir nafn og heimilisfang
þátttakenda. Skilafrestur verður
tilkynntur síðar.
Þá leggjum við upp með fyrsta
hluta í jólagetraun DV. í kynn-
ingu í blaðinu i gær var getraun-
in kynnt en við komum til með
aö fylgjast meö listsýningu úr
hinu jólasveinalega galleríi þar
sem hinir ýmsu leiðtogar heims-
ins hafa verið málaðir af lista-
snillingi jólasveinanna. Eitt og
annað hefur hins vegar farið úr-
skeiðis hjá listasnillingnum.
Fyrsti leiðtoginn, sem listasnill-
ingur jólasveinanna hefur málað,
á heima í borg borganna, París.
Menn eru sammála um að mynd-
in sé nokkuö góð en fyrirsætan
hafði mikið að gera og gat því
ekki setið fyrir allan tímann.
Listasnillingur jólasveinanna
PIB copenhagen
1. verðlaun jólagetraunar DV er þessi fullkomna Panasonic mynd-
bandstökuvél frá Japis að verðmæti 119.800 krónur. Það er til mik-
ils að vinna. Verið með!