Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990.
7
13 v Sandkom
Fréttir
Úlafur Ragnar
bakar vandræði
Uin siOustu i
mánaOamóttók
pildinýreglu-
gerösemfiár-
málaráðherra
lu-l'ur sott og ;
gerirþaöaö
verkumaðiim-
íluttarkökur
bera nú jöfhunartoll. Samkvæmt
reglugeröinni er tolistjórum landsins
gert sky It að annast innheimtu á 33
króna tolli fyrir h vert kíló af innflutt-
um kökum. Má því búast við að er-
lendar hnallþórur og ýmislegt annað
gómsæti hækki í verði á næstunni.
Útivinnandi húsmæður eru þó ekki
ýkja hrifnar af þessari ákvörðun Ól-
afs og hugsa honum nú þegiandi þörf-
ina þ ví nú sjá þær fram á að þurfa
að standa fyrir íraman sjóðheita bak-
araofha til að spara heimilispening-
ana nú á tímum þjóðarsáttar.
Rólegheita maður
hefur. Hafa af þessum sökum mynd-
ast nokkrar þjóðsögur um manninn
í Eyjum. Ein þeirrasegir að hann
hafi verið á vakt þegar byrjaði að
gjósa í Eyjum 1973 en ekkí fara sögur
af þ ví hvort hann hafi fy rstur manna
orðið var við gosið. Hvað um það, þvi
gosnóttina kom kona ein í öngum sín-
um til hans og bar það undir hann
hvað hún gæti tekið til bragðs því það
væri byrjað að gjósa. Þá svaraði sá
rólegi: Þetta er allt í lagi, elskan, það
er búið að hringja á slökkviliðið.
Þessi maöur er enn við störf í Vest-
mannaeyjalögreglunni og alltaf jafn
rólegur.
Pólitískuráróður
: Aðalverktakar
vinnanúviö.
íbúðabygging-
arfyrirherinn
áyfirráðasvæði
hansa.Miðnes-
heiöi.Starfs- ;
menn hafahatl
fyrirsiðaðgefa
vinnusvæðunum nöfn sér til hagræð*
ingar. Nú er til dæmis nýlokið við að
byggja blokkir á stað sem kallaður
var Grænahlið og svo var ák veðið að
skýra næsta vinnusvæði Bláuhlið og
hélt staðurinn því nafni í nokkrar
vikur. Þá bar svo við að ráöinn var
nýr forstjóri sem kunni ekki við að
kalla vinnus væðið Bláuhlíð og ák vað
þess í í stað að það skyldi kallaö Ás-
endi. Menn hafa verið að gera því
skóna að honum hafi þótt hliðamöfn-
in of pólitísk þar sem hann er kennd-
ur við Alþýðuflokkinn og græni Mtur-
inn hefur iengi verið tengdur Fram-
sókn og sá blái íhaldinu. Alls staðar
læðist nú pólitíkin inn í samskipti
manna en hefði forstjórínn ekki getað
farið fram á að næsta s væði yrði kall-
að Rósahlíö?
Vlnnuaðstaða
eða hvað?
Vinnuaöstaða
kennaravið
I-jolbrautaskól-
ann i Ármúla
; erekki beinttil
; aðhrópahúrra
fyrir.llver
kennari hefur
tæplega fer-
metra út af fyrir sig. Vinnustofa
kennara er tæplega 40 fermetrar og
var hún upphaflega kennslustofa, svo
var herberginu breytt í bókasafh og
loks í vinnuherbergi. í vinnuherberg-
inu eru átta básar með skrifborði og
hillum og fúndarborö er á miðj u
gólfL Herbergið ku vera lítið notað
af kennurum enda ekki nema von,
þeir hafa enga aðstöðu til að geyma
þar gögn sín eða bækur og þar er
engartölvuraðfmna. Raunarmega
þeír fimmtiu kennarar, sem starfa
við skólann, láta sig hafa það að
skiptast á að nota þær tvær tölvur
sem skólmn hefur yfir að ráða en þær
eru geymdar á öðrum stað en í vinnu-
herberginu.
Umsjón: Jóhanna Margrét Einarsdóttlr
Fyrrverandi lögreglumaður í Borgarnesi:
Akærður fyrir að skjóta úr
haglabyssu að ungmennum
Ríkissaksóknari hefur ákært fyrr-
verandi lögreglumann úr Borgarnesi
fyrir aö hafa skotið ölvaður úr hagla-
byssu aö fjórum ungmennum sem
óku í bíl framhjá heimili hans 19.
aprU í ár. Lögreglumaðurinn var á
frívakt þegar þetta gerðist.
í ákæru er krafist refsingar sam-
kvæmt 4. málsgrein 220. greinar al-
mennra hegningarlaga. Þar segir:
„Varðhaldi eða fangelsi allt að 4
árum skal sá sæta, sem í ábata-
skyni, af gáska eða á annan ófyrir-
leitinn hátt stofnar lífi eða heilsu
annarra í augljósan liáska.“ í ákæru
er krafist upptöku á skotvopni.
Atburðurinn gerðist aðfaranótt
sumardagsins fyrsta. Ungmennin
íjögur óku um Borgarnesbæ þegar
þau komu auga á manninn þar sem
hann stóð úti á svölum fjölbýlishúss
meö haglabyssu. Samkvæmt frásögn
ungmennanna miðaði maðurinn
byssunni að bílnum af 50 metra færi
og heypti af. Högl lentu á lakki bíls-
ins en engan sakaði.
- Ökumaður var sautján ára
stúlka, en með henni í bílnum voru
jafnaldra og tveir rúmlega tvítugir
menn. Þau kærðu atburðinn til lög-
reglu - máliö fór síðan í hendur
Rannsóknarlögregluríkisins. -ÓTT
Sony CFD-50 er hljómgott og meðfærilegt ferðaútvarp
fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Pað er með góðu útvarpi
(FM/MB/LB/SB), afar vönduðu segulbandi og
fullkomnum geislaspilara.
Þetta gæðatæki er á einstöku jólatilboðsverði,
aðeins kr. 24.950 stgr.
ClREC/PlAY
O; . . O
Panasonic RXFS420 er kraftmikið stereó ferðaútvarp
með segulbandi. Það er 20 wött og með fjórum hátölurum.
Það er með innbyggðum hljóðnema, þriggja banda
tónjafnara og fjórum útvarpsbylgjum (FM/MB/LB/SB).
Jólatilboðsverð á þessu kraftmikla tæki er
aðeins kr, 9.980 stgr.
Sony CFS-204 er snoturt, létt og lipurt stereó
ferðaútvarp með segulbandi. Það er með innbyggðum
hljóðnema, FM stereó og miðbylgju. Útvarpið er til í
tveimur litum: Svörtum og hvítum.
Þetta Sony tæki er á frábæm jólatilboðsverði,
aðeins kr. 7.980 stgr.
JAPISS
• BRAUTARHOLTI ■ KRINGLUNNI ■ AKUREYRI ■