Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1990, Blaðsíða 12
12
Spumingin
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990.
Hvert er uppáhaldsefnið
þitt í sjónvarpi?
Júlíanna Jónsdóttir skrifstofumað-
ur: Fréttir, aðallega 19.19.
Kristín Adáms afgreiðslustúlka: Ég
horfi voða sjaldan á sjónvarp.
Helga Einarsdóttir húsmóðir: Ég
horfi voða lítið á sjónvarp nema frétt-
ir og Derrick stendur alltaf fyrir sínu.
Lísa Libungen, 13 ára: Það eru
spennuþættir.
Elva Björk Ragnarsdóttir, 10 ára:
Fyrirmyndaríjölskyldan er best.
Ellen Alma Tryggvadóttir, 10 ára:
Fyndnar íjölskyldusögur.
Lesendur
Þjóðarsáttin“
þín og mín
Sigurður Halldórsson skrifar:
„Og hvað stendur svo upp úr?“
spurði vinnufélagi minn í morgun
þegar við settumst við kaffiborðiö. -
„Nákvæmlega ekkert,“ sagöi hann.
„Við erum í sömu sporum og þegar
„þjóðarsáttin" var gerð, verðlag hef-
ur ekki lækkað utan kannski á einni
eða tveimur vörutegundum, sums
staðar staðið í stað en í langflestum
tilfellum hækkað verulega," sagði
svo þessi ágæti maður.
. Er þetta nema rétt? Hefur ekki
bensín hækkað, viðgerðir og þjón-
usta hvers konar, afnotagjöld af sjón-
varpi, blaðaáskrift og tímarit, svo og
fatnaður sem hefur nú tekið eitt alls-
herjar heljarstökk upp á við. - Og svo
er verðbólgan sögð undir 10% mörk-
unum og verði á næsta ári 10,6%. Já,
nákvæmt skal það vera! Spá þjóð-
hagsáætlunar er hins vegar 7% fyrir
næsta ár, en úr herbúðum Stjórnun-
arfélagsins heyrast spádómar um
10-15% verðbólgu og þaðan af hærri.
Hverju á maður þá að trúa? Er
verðbólga núna undir 10% eða mun
hærri, 15 og 20%, eða enn hærri? Er
henni haldið niðri með kúnstum eins
og því að halda utan við útreikning-
inn kostnaðarliðum sem þó vega
þungt í daglegri neyslu? Er þá „þjóð-
arsáttin“ líka tilbúið kúnstverk, sem
er einungis til sýnis á meöan þessi
ríkisstjórn hefur „opið“? - „Þjóðar-
sátfin" þín og mín?
Ég vildi sannarlega óska að svo
væri ekki en ég og margir vinnufé-
lagar mínir hérna eru vægast sagt
mjög vantrúaðir á að sáttin sé nokk-
uð annað en ósættanlegt ósætti, ekki
síst eftir að sumir stjórnarliðar á
Alþingi hafa snúist gegn henni og
aörir heilan hring og vita greinilega
ekki hvað gera skal. - Við skulum
nú alveg sleppa sjálfstæðismönnum
og kvennalistakonum í þessu tilviki,
þeir flokkar eru ekki i stjórn og
stjórnarflokkar eiga ekki að reiða sig
á liðsstyrk úr þeim herbúðum. Það
er því rangt að tala um sigur ríkis-
stjórnarinnar þótt sjálfstæðismenn
sýni á sér tvær eöa þrjár hliðar.
Eða verða nú ekki allir ánægðir
þegar ekki þarf að kjósa milli „þjóð-
arsáttar" og „upplausnar"?
tEr þjóðarsáttin tilbúið kúnstverk til sýnis á meðan „opið“ er hjá ríkisstjórninni?'
Of dýrl, kæri vin, of dýrt
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Fyrir fáeinum árum, nánar tiltekið
aöfaranótt jóladags, gerðist sá
hörmulegi atburður að kaupskip í
eigu íslensks skipafélags sökk út af
Austfjöröum og fórust þar nokkrir
menn. Skipverjum, sem af komust,
var bjargað við illan leik um borð í
danska skipið Vædderen sem var
skammt frá slysstað.
Ekki var ætlunin að rifja upp nefnt
óhapp nema tif að minna á að eftir
atburðinn spunnust allmiklar um-
ræður í þjóðfélaginu um öryggismál
sjómanna. Og því fannst mér réttlæt-
anlegt að láta ofanritað fylgja með, í
þeirri von að það mætti verða til
þess að vekja framkvæmdavaldið af
þymirósarsvefni um öryggismálin.
En hvernig standa þau í dag? Mér
sýnist að nákvæmlega ekkert hafi
gerst. Það var t.d. farið fram á aö vel
búin þyrilvængja væri staðsett í öll-
um fjórðungum landsins, til þjón-
ustu reiðubúin. En hvaða svör hafa
fengist? Of dýrt, kæri vin, of dýrt!
Og menn fóm fram á þann sjálfsagða
hlut aö varðskip fylgdi flotanum eða
væri a.m.k. eitt í hverjum íjórðungi.
Og.aftur var svariö: Of dýrt. - Það
er sem sé of kostnaðarsamt fyrir
þessa eyðslusömu þjóð að kaupa og
reka fáeinar þyrilvængjur þótt þær
hafi margsannað notagildi sitt við
erfiðustu aðstæður. Ef þetta er ekki
minnkun fyrir flskveiðiþjóð, þá
þekki ég ekki það hugtak lengur.
Alþingismaðurinn Ingi Bjöm Al-
bertsson hefur einn manna, ef ég
man rétt, hreyft þessu máli með
reglulegu millibili, en án árangurs,
því miður. - Nú er enn einn veturinn
skollinn á og ótíð farin að láta á sér
kræla. Ég er afar undrandi á að sjó-
mannastéttin skuli vera jafnsinnu-
laus um þennan málaflokk sem raun
ber vitni, svo harðvítugum launaslag
og þeir hafa staðið í og eru nýbúnir
að semja. En það er ekki rætt um
öryggismálin. Eigum við nú ekki að
leysa þetta mál í sameiningu og fjár-
festa í þyrlu af fullkomnustu gerð?
Þættir Hemma á heimsmælikvarða
S.E. skrifar:
Ég er nýkominn heim eftir sex ára
dvöl erlendis. Þetta tek ég fram til
að útskýra að ég horfði í fyrsta skipti
á skemmtiþátt Hemma Gunn nú í
vikunni í Sjónvarpinu. - Ég verð að
segja að ég skil vinsældir þáttarins.
Ég hef séð fjölda skemmtiþátta í sjón-
varpi víða erlendis en þáttur Hemma
Gunn er samt sá besti sem ég hefi
séö.
Hemmi réð vel við stemninguna og
náði t.d. góðu sambandi við Bubba
Morthens. Bubbi kom mér afar mikið
á óvart. Áður en ég fór af landi brott
var Bubbi að margra mati fulltrúi
gargandi pönkrokkara, eins og sást
kannski í gömlu sýnishorni í þættin-
um hjá Hemma. - En þarna kom
Bubbi afar vel fyrir. Skemmtilegur,
jafnt í orðræðum sem í laginu sem
hann flutti í lok þáttarins.
Þennan þátt með Hemma Gunn sá
ég sem gestur hjá kunningjafólki.
Eftir að ég hafði horft á þáttinn vildi
fólkið sýna mér upptöku af eldri
þætti Hemma. Svo óheppilega vildi
til að það hafði aðeins varðveitt hluta
úr einum eldri þætti. Þar spjallaði
Hemmi við einn af gömlu poppurun-
um. Sá hafði samið söngleik, sem
virtist reyndar vera lítiö annað en
syrpa af gömlum rokklögum Elvis
Presley og sungin á ensku. - Það var
kannski eins gott því höfundur söng-
leiksins hóf oftast mál sitt með því
aö segja „Ég myndi segja að...“
En þrátt fyrir að viðmælendur
Hemma Gunn séu misjafnlega vel
rnáli farnir þá fullvissa ég íslenska
sjónvarpsáhorfendur um að þessir
þættir eru með bestu skemmtiþátt-
um á Vesturlöndum og því á heims-
mælikvarða.
Hemmi Gunn og Bubbi Morthens á tali í síðasta þætti.
Úreiginvasa
Guðrún S. hringdi:
Alveg blöskrar manni bruðlið
hjá ráðherraliöi þjóðarinnar, þ.e.
kostnaðurinn við utanferðir
þeirra. Minnir mann á austan-
tjaldsaðalinn sem lifði í vellyst-
ingum á meðan almúginn lapti
dauðann úr skel - sbr. meðferð-
ina á bömunum í Rúmeníu.
Mér flnnst þetta háttalag illa
samræmast svokallaöri þjóðar-
sátt. Reyndar vorum við, verka-
fólkið, ekkert spurð i þvi sam-
bandi. Það voru verkalýðsfor-
ingjar með há laun sem ákváöu
fyrir okkur. - Ég hélt að við
byggjum í lýðræöisríki. Alla vega
er okkur skylt að greiða félags-
gjöldin. Ég legg til að ferðagarp-
amir borgi úr eigin vasa fyrir
konur sínar í þessum reisum en
sæki ekki endalaust fé í vasa al-
mennings sem sífellt er skipað að
herða sultarólina.
Jólatré á
Arnarhól
Sigurbjörn hringdi:
Mig langar til aö koma því á
framfæri hvort ekki færi vel á því
að koma fyrir fallegu jólatré á
Arnarhóli. Þaðan sést það vítt og
nýtur sín mjög vel. Það væri
miklu betri staður en á Austur-
velli, þar sem mjög fáir eru á ferli
fyrir jólin, að ekki sé nú talað um
á sjálfum jólunum.
Mér finnst hins vegar að skreyt-
ingar á Laugavegi og niður
Bankastræti vera betri en í fyrra,
að undanteknu Lækjartorgi þar
sem setja mætti upp meiri og
sterkari lýsingu eða jólaskreyt-
ingar. Þar er alltaf alltof dimmt.
Skreytingin á Útvegsbankahús-
inu er góð og falleg en sjálft torg-
ið er enn dimmt og autt. „Norska
tréð“ væri líka ólíkt betur komið
á Lækjartorgi en á AusturveUi.
Skoðiðfor-
setaembættið
I.J. skrifar:
Ég legg til að fleiri embætti
verði skoðuð en ráðherraem-
bættin. Forsetaembættið er eitt
þeirra sem hefur verið gagnrýnt
varðandi háa risnu og ferða-
kostnað og ég get ekki séð ástæðu
til að ganga fram hjá sumum
embættum en taka önnur fyrir.
Þaö er mótsagnakennt að upp-
hefja ferðir og opinberar heim-
sóknir forráöamanna okkar og
segja að þessar heimsóknir hafi
svo mikið gildi og segja svo næst-
um í sömu andrá að þetta sé allt
óþarfa eyðsla og út úr þessu komi
aö lokum minna en ekki neitt -
annað en kostnaðurinn. - Nú hef-
ur forseti lýöveldisins gert mjög
víðreist að undanförnu og ég tel
að upplýsa ætti þjóðina um
kostnaðinn sem af þeim feröalög-
um hefur hlotist.
Ereldislaxúti?
Kjartan Jónsson skrifar:
Nú virðist fátt til bjargar eldis-
laxi, þessum eðalfiski sem ætlað
var að vera á boröum hvers sæl-
kera og veröið átti að vera sam-
kvæmt því. Þetta hefði vissulega
verið mikil búbót fyrir alla sem
að þessu standa, ekki síst þá sem
fóru út í búgreinina á flótta und-
an hefóbundnum landbúnaði. -
En nú er allt útlit fyrir að eldislax
sé endanlega úti, eins og sagt er.
Eftir síðasta áfalliö, sem kom
upp á um sl. helgi þar sem mörg
tonn af laxi voru tekin úr um-
ferð, sér maöur ekki hvemig eld-
islax veröur yfirleitt hafinn upp
aftur til vegs og virðingar á neyt-
endamarkaðinum. - Þetta þurf-
um við aö þola vegna hráskinna-
leiks örfárra aðila sem ætluðu að
maka krókinn ólöglega á sjálf-
dauðum laxi sem auðvitaö liggja
viðurlög við að dreifa: