Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. Fréttir Atlantsál-hópuriim: Aætlaði stof nkostnaðinn við nýtt álver of lítinn - viðsemjandi Landsvirkjunar enn ekki orðinn til, segir Páll Pétursson Bandarískt matsfyrirtæki telur að kostnaðaráætlanir Atlantsál-hópsins vegna fyrirhugaðra framkvæmda hér á landi séu allt að 20% of lágt reiknaðar. Auk þessa hefur heims- markaðsverð á áli farið lækkandi að undanfómu. Ýmislegt bendir því til að álver hér á landi sé óhagkvæmari ijárfestingarkostur en hingað til hef- ur verið haldið. Þrátt fyrir þessi neikvæðu tíðindi hafa erlendu fyrirtækin, sem taka þátt í umræðunum um myndun Atl- antsál, á engan hátt breytt afstöðu sinni til framkvæmdanna hér á landi né gefið í skyn að þau vilji hætta við. Undanfamar vikur hafa átt sér stað viðræður milli Landsvirkjunar og Atlantsál-hópsins um raforkumál og hefur verulega þokast í samkomu- lagsátt í þeim efnum. Að sögn Páls Péturssonar alþingis- manns, sem tekið hefur þátt í viðræð- unum fyrir hönd Lándsvirkjunar, náðist samkomulag um ein 40 ágrein- ingsatriði skömmu fyrir jól. Hann segir að í upphafi samningaviðræðn- anna hafi fulltrúar erlendu fyrir- tækjanna sett fram um 90 atriði sem þurfi að semja um en að auki hafi fulltrúar Landsvirkjunar sett fram nokkur til viðbótar. PáU segir að enn séu óleystir nokkrir tugir samningsatriða, þar á meðal mörg mikilvæg mál, svo sem varðandi endurskoðunarákvæði hugsanlegs raforkusamnings og tryggingar. Hann kveöst þó bjart- sýnn á að samningum um raforku- sölu Landsvirkjunar ljúki í næsta mánuði. Þá vo’nast hann til að á næsta fundi, sem haldinn verður í London 8.-9 janúar næstkomandi, verði hægt að ýta flestum ágreinings- efnum út af borðinu. „Þeir erlendu aöilar, sem ætla að taka þátt í þessum framkvæmdum, eiga þó enn eftir að ganga frá mörgu sín í milli. Þeir eiga meðal annars eftir að stofna Atlantsál. Um endan- lega samninga verður því ekki að ræða fyrr en samningsaðilinn er orð- inn til.“ -kaa Heimsmeistaraeinvígið í skák: Kasparov hélt titlinum 22. skák heimsmeistaraeinvígisins var tefld í gær og lauk henni með jafntefli eftir 43 leikja taflmennsku. Þegar tveimur skákum er ólokið er staðan 12-10 Kasparov í vil og þar sem heimsmeistarinn heldur titlin- um á jöfnu er orðið ljóst aö Garrí Kasparov mun bera titilinn heims- meistari í skák næstu þrjú árin. .Skákin í gær var endurtekning á 20. einvígisskákinni allt fram í átj- ánda leik en þá breytti heimsmeist- arinn út af. Karpov tók hraustlega á móti og fómaði tveimur peðum en fékk í staðinn framsækin miðborðs- peð sem þrengdu mjög að stöðu heimsmeistarans. í framhaldinu sá Kasparov þann kost vænstan að gefa mann fyrir hina framsæknu fót- gönguliða og var þá komin upp staða þar sem hann hafði þrjú peð fyrir riddara. Þrátt fyrir það að ekki væri mikil ógn í peðum Kasparovs komst Karpov ekkert áleiðis vegna veikrar kóngsstöðu og fór svo að lokum að Kasparov náði þráskák. Þar meö var lokið þriðju tilraun Karpovs til þess að endurheimta heimsmeistaratitil- inn úr höndum Kasparovs. Hvítt: G. Kasparov Svart: A. Karpov Spánski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl c516. d5 Rd717. Ha3 f518. exf5 í tuttugustu einvígisskákinni varð framhaldið 18. Hae3 og lauk þeirri skák eins og flestir muna með glæsi- legum sigri Kasparovs. Karpov hefur eflaust fundið einhverja endurbót á taflmennsku sinni í þeirri skák en Garrí Kasparov ræðir við fréttamenn að lokinni 22. skákinni í Lyon í gær. Simamynd Reuter Lítil ölvun um hátíðarnar - nokkuð um umferðaróhöpp á Þorláksmessu og aðfangadag Síðdegis á aðfangadag varð harður árekstur á Vesturlandsvegi við Korpu þegar tveir jeppar rákust harkalega saman. Fimm manns voru fluttir á slysa- deild en enginn þó lifshættulega slasaður. Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á bílunum. DV-mynd S Jólin voru stórslysalaus víðast hvar um landið og lítið bar á ölvun. Hjá flestum löggæslustöðvum hefur verið einstaklega rólegt og nánast engin útköll um hátíðarnar. Þó bar nokkuð á árekstraöldu í Reykjavík og nágrenni á Þorláksmessu og á aðfangadag. Á Þorláksmessu urðu þrjú um- ferðarslys. Um hádegisbil varð árekstur tveggja bifreiða á Vestur- landsvegi við Keldnaholt og voru 4 fluttir á slysadeild. Laust fyrir klukkan flmm keyrði bifreið út af við Móa á Kjalarnesi og var einn fluttur á slysadeild. Um klukkan 21.30 var bifreið ekið á staur á Sæbraut og tveir fluttir á slysadeild. Á aðfangadag, laust fyrir klukkan 3, var farþegi fluttur á slysadeild eft- ir árekstur tveggja bifreiða á Bæjar- hálsi við Selásbraut. Nokkuð harður árekstur varö síðan rétt fyrir klukk- an 4 á Vesturlandsvegi við Korpu er tvær jeppabifreiðir skullu saman og voru fimm fluttir á slysadeild. Um kvöldmatarleytið á jóladag varð slys í Breiðholti er fótgangandi maður datt illa og talið var að hann hefði mjaðmargrindarbrotnað. Ölvun var mjög lítil yfir hátíöarnar á höfuð- borgarsvæðinu og' aðeins þrír gistu fangageymslur frá Þorláksmessu og fram á jóladag. Mjög rólegt var hjá lögreglu á landsbyggðinni og á flestum stöðum voru engin útköll. Bíll fór út af í Hvalflrði síðdegis annan í jólum en skemmdir urðu litlar og engin slys á fólki. Á Höfn í Homafirði var til- kynnt um eitt innbrot á jóladagsnótt og á Egilsstöðum voru brotnar rúður í skóla staðarins. Lögreglan var sam- mála um að sjaldan hefðu landsmenn verið eins friðsamir um jólin og nú. -ÍS Að venju lögðu margir leið sina í kirkjugarða þessi jól til að sinna leiðum látinna ástvina. Hundruð manna komu i Fossvogsgarð á Þorláksmessu og aðfangadag. Starfsmenn kirkjugarðanna aðstoðuðu fólk af fremsta megni við að finna leiði og voru talstöðvarbílar dreifðir um Fossvogsgarðinn en þeir höfðu beint samband við skrifstofu. Lögreglan greiddi fyrir umferð um gatnamótin við garöirín en þrátt fyrir það skapaðist töluvert umferðar- öngþveiti í nágrenni garðsins á aðfangadag. DV-mynd GVA aö sjálfsögðu hefur Kasparov engan áhuga á að vita hver hún er. 18. - Bxd5!? í þessari stöðu hefur áður verið leikið 18. - Rf6. Leikur Karpovs er hvassari og leiðir til skemmtilegra sviptinga. 19. Re4 Bf7 20. axb5 d5 21. Rc3 Hxel + 22. Rxel d4 23. Ra2 Rxa2 24. Bxa2 c4! Sterkara heldur en framhaldið 24. - Bxa2 25. Hxa2 axb5 26. Hxa8 Dxa8 27. Db3+ ásamt Dxb5 og hvítur ætti að halda sínu. 25. Hxa6 Rc5 26. Hxa8 Dxa8 27. Bbl d3 8 7 6 5 4 3 2 1 28. Be3 Da5 29. b3! Svarta peðiö á d3 stendur eins og fleinn í stöðu hvíts og þaö er ljóst að hvítur verður fyrr eða síðar að gefa mann fyrir svörtu miðborðspeðin. Slæmt hefði verið 29. Rxd3? Rxd3 30. Bxd3 cxd3 31. Dxd3 Dal+ 32. Kh2 Dxb2 og svartur stendur mun betur. Eftir hinn gerða leik nær hvítur að fórna manninum undir mun hag- stæðari skilyrðum. 29. - Rxb3 30. Rxd3 cxd3 31. Bxd3 Rc5 32. Bfl Dc7 33. Dg4 Kh7 34. Bc4! Þvingar fram uppskipti sem veikja kóngsstöðu svarts. 34. - Bxc4 35. Dxc4 De5 36. Df7 Bd6 37. g3 Ðe7 38. Dg6+ Kh8 39. Bd4 Be5 Þvingað ” vegna Tiótananna 40. Dxh6+ og 40. f6 en nú nær hvítur þráskák. 40. Bxc5 Dxc5 41. De8+ Kh7 42. Dg6+ Kh8 43. De8+ Og hér sættist Karpov á jafntefli þar sem hann getur ekki með góðu móti komið í veg fyrir þráskák. Karpov verður því að bíða í a.m.k þrjú ár í viðbót áður en hann fær aftur tækifæri til þess að endur- heimta heimsmeistaratignina af Kasparov. Einvíginu er samt ekki lokið því þaö verður að fá fram hrein úrslit til þess að ákvarða skiptingu verðlaunaflárins. 23. einvígisskákin veröur tefld á laugardaginn og þá hefur Karpov hvítt. -eg ÍA 1 A4 A A á A A A A ÁAf g) ABCDEF GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.