Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Side 5
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. 5 Breytt hjá hátt í 700 manns - að sögn skattstjórans 1 Reykjavík Frá því álagning opinberra gjalda var kunngerð um mitt síð- astliðið sumar hafa hátt í 700 manns fengið leiðréttingu á vaxta- bótum vegna íbúðarkaupa hjá skattstjóranum í Reykjavík. Alls felur leiðréttingin í sér tekjumissi fyrir ríkissjóð upp á 36 milljónir. Að sögn Gests Steinþórssonar, skattstjóra í Reykjavík, voru flestar leiðréttingar gerðar hjá þeim ein- stakhngum sem ekki skiluðu skatt- framtali í tæka tíð. Hins vegar hafi einungis 85 þeirra sem kærðu sér- staklega ákvörðun embættisins um vaxtabætur fengið úrskurð um hækkun. Enn tekið við kærum Gestur segir að margir þeirra sem kærðu hafi um síðustu áramót ekki gert sér grein fyrir því hvern- ig fylla ætti út eyðublaðið um vaxtagjöld sem fylgja átti skatt- framtölum. Aðrir, og þá einungis þeir sem festu sér kaup á húsnæði 1987, hafi ekki gert sér grein fyrir því að vaxtabótakerfið getur verið íbúðarkaupendum hagstæðara en gamla húsnæðisbótakerfið. Að sögn Gests á embættið enn eftir að úrskurða kærur vegna ákvörðunar embættisins um vaxtabætur. Einkum sé þó um að ræða einstaklinga sem stunda rekstur í eigin nafni. Hjá embætti Ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að þar væri enn tekið við kærum vegna ákvörðunar um vaxtabætur á þessu ári. -kaa Fréttir Hornfirðingar hafa eignast nýtt skip. DV-mynd Ragnar Imsland Ándey til Hornafjarðar Júlia Imsland, DV, Homafirði; Nýtt skip hefur bæst við fiskiskipa- eign Hornfirðinga. Það frystiskipið Andey sem Garðey hf. á Höfn kaupir af Hraðfrystihúsi Breiðdalsvíkur. Andey er 211 tonn og kom ný til Breiðdalsvíkur á sl. ári. Garðey hf. átti tvö skip fyrir, Garðey og Akurey. ' ' | S . m P : mma íslenski hlutabréfasjóðurinn er hlutafélag sem fjárfestir í verðbréfum, einkum hlutabréfum, margra arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrir- tækja. Með því að fjárfesta í hlutabréfum félags- ins gefst þér kostur á að eignast hlutabréf með dreifðri áhættu og von um góða ávöxtun. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. nýtur viðurkenn- ingar ríkisskattstjóra þannig að kaup einstaklinga í félaginu eru að vissu hámarki frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðn- um hf. fyrir 115.000.- krónur. Skattfrádráttur vegna kaupanna nemur kr. 45.758.-* en þá upp- hæð færð þú endurgreidda frá skattinum. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri upphæð fá að sama skapi tvöfalt hærri upphæð endurgreidda frá skattinum. * Miðað er við 39.79% skatthlutfall. Upplýsingar vegna hlutafjárútboðsins liggja frammi hjá Landsbréfum hf. og í útibúum Lands- banka íslands, þ.m.t. Samvinnubankanum, um land allt. LANDSBREF H.F Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, simi 91-606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands. ■ 11 1..A . ít

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.