Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Síða 6
6
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990.
Fréttir____________________________________________________________
Norðurá í Borgarfirði:
Dýrasti dagurinn er
kominn í 45 þúsund
„Viö reynum að lækka verðið á
veiðileyfum eins og við getum, nema
í Norðurá í Borgarfirði, þar gekk það
bara ekki,“ sagöi Friðrik Þ. Stefáns-
son, stjómarmaður í Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur, í gærdag.
„Við vorum að ganga frá Svartá í
Húnavatnssýslu fyrir jól og náðum
10% lækkun á ánni á milli ára. Áin
var leigð á 3,6 milljónir á síðasta ári
en núna á 3,2 milljónir. Við lækkum
dýrasta tímann úr 23.500 kr. í 19.800
kr. sem er mikil lækkun. Allt verð
lækkar í Svartá næsta sumar og við
erum að reyna að fá breytingu á
veiðitímanum í ánni næsta sumar -
færa hann aðeins tii,“ sagði Friðrik
Þ. Stefánsson ennfremur.
Ef við rennum gegnum verð-
skrána, sem Stangaveiðifélag
Reykjavíkur var að senda félags-
mönnum sínum fyrir fáum dögum,
kemur ýmislegt í ljós.
Hálfur dagur í Elliðaánum er seld-
ur á 6800 kr. næsta sumar en var á
6250 kr.
í Brynjudalsá er verðið frá 5200 kr.
upp í 12.500 kr. en dýrasti tíminn í
fyira var 10.900 kr.
í Selós í Svínadal er dagurinn á
6000 kr. en var 5000 árið áður. í Þverá
kostar dagurinn frá 4500 kr. og upp
- mikil lækkun í Svartá í Húnavatnssýslu
í Elliðaánum kostar hálfur dagurinn 6800 krónur og flestir veiðimenn fá fisk
í soðið þar. DV-mynd Rasi
í 8500 í september. Dagurinn kostaði
4500 mest 1 fyrra og er þetta því nokk-
ur hækkun þarna.
í Laxá í Leirársveit kostar dýrasti
tíminn 43.000 kr. næsta sumar en var
46.000 kr. í fyrra. Ódýrasti dagurinn
í Laxá í Leirársveit er 20.000 kr.
í Gljúfurá í Borgarfirði kostar
ódýrasti dagurinn 7200 kr. en dýrasti
15.600 kr. Dýrasti tíminn í Gljúfurá
í fyrra var 13.600 kr.
í Norðurá hækka veiðileyfin mest
og kostar dýrasti timinn fyrir íslend-
inga 45.000 kr. en var 29.000 fyrir
ári. Útlendingum verða seldar þrjár
vikur og er verðið nokkru hærra en
45.000 kr. Hægt verður að komast í
Norðurá fyrir 9900 kr. En það sem
veiðimenn bíða eftir í Norðurá, eins
og fleiri ám í Borgarfirði, er hvort
fleiri laxar koma eftir að netin fara
upp.
í Miðá í Dölum er ódýrasti tíminn
á 2800 kr. en sá dýrasti á 11.800 kr. í
fyrra var dýrasti tíminn á 10.400 kr.
í Flekkudalsá á Fellsströnd er dýr-
asti tíminn næsta sumar 18.700 kr.
en var 19.500 árið áður - nokkur
lækkun þar. Hægt er að komast í
Flekkudalsá fyrir 9700 kr.
í Breiðdalsá í Breiðdal kostar dag-
urinn mest 6900 kr. en minnst í laxin-
um 2000 kr. í fyrra var dýrasti dagur-
inn 6300 kr.
í Sogið er hægt að komast í lax-
veiði fyrir ódýrast 3400 kr. en dýrast
13.900.
í Stóru-Laxá er verðið frá 6800 til
11.000 kr. en var 10.000 kr. dýrast í
fyrra.
Stangaveiðifélagið býður upp á
veiðileyfi í Eyrarvatni, Þórisstaða-
vatni og Geitabergsvatni í lax og sil-
ung. Á Gíslastöðum, Snæfoksstöðum
og Laugarbökkum standa veiðileyfin
í stað á milli ára, enda veiðin ekki
mikil í fyrra þarna.
-G.Bender
Margir skotveiöimenn náöu rjúpum handa sjálfum sér í matinn enda dýrt
að borga 1300 krónur fyrir stykkið eins og einhverjir urðu að gera á að-
fangadag. DV-mynd G.Bender
Margir fengu
ekki rjúpur
þessijól
Einhver hundruð landsmanna
urðu að breyta um veislumat á að-
fangadag þetta árið þar sem ekki
fengu allir sem vildu ijúpur í mat-
inn. Veröið hækkaði mikið síðustu
dagana fyrir jóhn. Viku fyrir jólin
var verðið kringum 500 krónur en
þremur dögum fyrir jól var það orðið
750 krónur og síðasta daginn keypti
fólk rjúpur fyrir 1300 krónur.
„Ég og fjölskylda mín höfum borð-
að ijúpur um jóhn í tugi ára og mér
voru boðnar þær á 1300 krónur á
aðfangadag og tók ég því. Ég var
búinn að leita alla vikuna og hafði
aðeins fengið tvær ijúpur en þurfti
fimmtán. Ekki getur maður breytt
um matarvenjur og það á jólunum,“
sagði þessi rjúpnakaupandi, hress
með ijúpumar sínar þó dýrar væm.
Þótt þetta sé hátt verð fengu víst
færri en vildu.
Það hefur heyrst aö skotveiðimenn
hafi bara skotið færri rjúpur fyrir
þessi jól en ekki verið að geyma þær
til að fá hærra verð fyrir þó að alltaf
sé það einn og einn sem gerir slíkt.
Þetta er það sem Ævar Petersen
fuglafræðingur og fleiri vom búnir
að spá - lélegu ijúpnaári. Enda hafa
heyrst óvenjulega háværar raddir
sem vilja annaðhvort stytta veiðitím-
ann eða friöa rjúpuna einhver ár.
-G.Bender
Flug innan-
landsgekk að
mestu vel
- þó erfiðleikar á Vestfíörðum
Flug Flugleiða innanlands um
jólin gekk að mestu samkvæmt
áætlun. Flogið var til allra staða
fyrir jól og komust allir sem biðu
á áfangastað. Erfiðlega gekk meö
flug til ísafjarðar og Þingeyrar á
aðfangadag og fór ein vél til Pat-
reksfjarðar þar sem vél frá Flugfé-
laginu Erni á ísafirði beið og sá um
að koma farþegum á áfangastað.
í gær, annan dag jóla, var flug
með eðhlegum hætti, utan það að
öhu flugi til Vestfjarða var aflýst á
hádegi. Af þeim sökum bíða um 150
farþegar í Reykjavík og annar eins
fjöldi fyrir' vestan eftir flugi. í dag
á að athuga um flug vestur og verða
fjórar ferðir famar ef veður leyfir.
Millilandaflug gekk með ágætum
fyrir jól. Flogið var til allra staða
og í gær komu vélar frá Stokk-
hólmi, Lúxemborg, Kaupmanna-
höfn og London. Þrjár flugáhafnir
Flugleiða héldu jól í Bandaríkjun-
um - í Orlando, Baltimore og New
York. -JJ
Bóksala var mjög góð fyrir þessi jól og betri en oft áður. Bækur af öllum
tegundum ruku út, hvort sem um var aö ræða matreiðslubækur, íslenskar
og þýddar skáldsögur, æviminningar eða fræðibækur. Mynd þessi var tek-
in á laugardag fyrir jól í Máli og menningu og var fjörugt við bókaborðið
og margir að spá í heppilega jólabók handa vinum og ættingjum.
DV-mynd GVA
Sandkom dv
SverrirLeós- .
son útgerðai - :
niaðiu-ogsjálf-
stæðismaöurá
Akureyri sendi
HahdóriBlön-
dalalþingis-
.manniog
fiokksbrixiur
sínumnokkur
orðíDegiá
dögunum og ekki geislaði beint af
hlýju í því bréfl „Hvað yfir þig hefur
komið nú á síðustu vikum veit ég
eigi. En frá þ ví þú slepptir þér í ræöu-
stól á hinu háa Alþingi (þar sem þú
niðurlægðir sjálfanþig mest) er eins
og þú þurfir að fa frekari útrós, þar
sem þú veifar ritverkum þínum á
bæði borð...“ - Sve.rrir getur um „á-
rásir" Halldórs á Ásmund Stefáns-
son, Einar Odd Kristjánsson og
Halldór Ásgrímsson og latik síðan
grein sinni með þessum orðum: „í
lokin Hahdór Blöndal. Það styttist í
alþingiskosningar þegar frambjóð-
endur uppkera eins og þeir hafa sáð.
Þarert þúengin undantckning." -
Þarhefnrþúþaö, HalldórBlöndal,
frá flokksbróður þínum fyrir norðan!
Góðirdagar
og...
Það getur verið
’ fróðleg lesning
aölítaíeinka-
málauglýsing-
arbiaðanna
endaeruþaroft
áferðinnihin
morkilegustu g
gullkom.Ein
slík, sem birtist
íDegiáAkur-
eyri af og til, segir m.a.: „Góðir dagar
og hamingja. Kunningsskapur til
hjónabands 18 ára og eldri fyrir allt
landið. Geiðu upp aldur og áhuga-
mál. Fyrir hestamenn til að fara í
útreiðatúr meö, og gera stundimar
ánægjulegri. Hamingjubréffyrir
pennavini árið 1991...“ Siðan koma
upplýsingar um símanúmer í Reykja-
vík, loforð um trúnað og jóla- og ný-
ársóskir. En það er þetta með hesta-
mannskuna...
Bruðlið
í musterinu
Þeireruófáir
semveltaþvi
fyrirsérhvað
séeiginlega :
veríðaðgeraí
Þjóðleikhúsinu
þessadagana,
þessumusteri
íslcnskrarleik-
listar Sxovttö
istsemþarsé
nú sviðsettur hínn mesti „harmleik-
ur“ sem ekki sér fyrir endann á.
Upplýst er að kostnaöur við breyting-
ar á húsinu nemi tæpum míhjarði
króna ogerþá aðeins veriðað ræða
um l.áfangann.Þaöerfróðlegtað
velta þvi fyrir sér aö þessi 1. áfangi
við Þjóðleikhúsið kostar skattgroið-
endur á.lika mikiö og gerð jarðgang-
anna í Ólafsfjarðarmúla. Það tók hins
vegar fleiri ár að fá „landsfeðuma"
að samþykkja jarðgangagerðina, en
það stóð ekki á þvi aö hleypa „hönn-
uðunum“ að teikniborðinu þegar til
tals kom að hefj a endurbætur á Þjóð-
leikhúsinu.
Hreinn kom
áóvart
Óhætterað
segjaaösú
ákvörðun
HreinsPáls-
sonar, itæjar-
lögmannsáAk-
ureyri.aðtaka
ekki2.sætiá
listaAlþýðu-
flokksinsi
Norðurlands-
kjðrdæmi eystra hafi komið mjög á
óvart, en Hreinn hlaut bindandi
koshingu í þaö sæti í prófkjöri. Vitað
dr að ekki hafa veriö miklir kærleik-
ar mhli stuöníngsmanna Hreins og
Sigbjörns Gunnarssonar, sem
hreppti 1. sætið, en Hreinn hafðiþó
sagtaö haim myndi taka 2, sætiö og
taka þátt í baráttunni. Sögusagnir um
sérfrámboð Hreins og hans manna
voru fljótar í gang en þær munu úr
lausuloitigripnar.
Umsjón: Gylfl Kristjánsson