Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Side 24
28
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990.
Hugleiðingar um ritdóm
Nanna Sigurdórsdóttir ritar hall-
ærislegan dóm um nýjustu ungl-
ingabók Eðvarðs Ingólfssonar í DV.
18. des. sl. Sitt sýnist hverjum um
ágæti bóka og úr því henni fannst
hún svona leiðinleg er svo sem
ekkert við því að segja. Hins vegar
uni ég því ekki hvað dómur hennar
var ófagmannlega unninn, fullur
af dylgjum og fordómum og illa
rökstuddur.
Umfjöllunin sýnir, svo ekki verð-
ur um villst, að Nanna kann ekki
bókmenntagreiningu og skal ég
leitast við að færa hér nokkur rök
fyrir því.
Fyrsta verulega aðfinnsla Nönnu
er þessi: „Það er ekki reynt að kafa
ofan í sálarlíf fráskilinnar konu og
skilnaðarbarns." Mér er spurn:
Veit ritdómarinn ekki að sögur eru
sagðar frá mismunandi sjónar-
hornum. Sálarlíf fráskildu móður-
innar kemur söguþræði þessarar
bókar ekkert við enda ekki ætlun
höfundar að skrifa félagsfræöi- eða
sálgreiningarhandbók fyrir ungl-
inga. Sagan er fyrst og fremst sögð
út frá sjónarhóli dótturinnar. Höf-
undur er ekkert skyldugur til að
galopna persónur sínar neitt frekar
en hann vill.
Nanna hnýtir í það að stelþan
skyldi ekki segja mömmu sinni
fyrst frá því að hún væri orðin ó-
frísk. Reyndir ritdómarar eltast
ekki við svona smámuni! Stelpan
var hrædd við mömmu sína og þess
vegna sagði hún ömmu sinni fyrst
frá þessu, enda var samband þeirra
KjaUarinn
Þórey Guðmundsdóttir
félagsráðgjafi.
Sat i Barnaverndarráði
Hörðalandsfylkis
i Noregi 1987-89
mjög gott. Hvaða máli skiptir þetta?
Auðvitað ræður höfundur þessu
sjálfur.
Annað atriði: Nanna kveðst aldr-
ei hafa heyrt unglinga tala um
„unnustu" en það orð kemur
nokkrum sinnum fyrir í sögunni
ásamt „kærustu". Ég á sjálf ungl-
inga og þeir nota þetta orð ekki síð-
ur en hið síðarnefnda. Hvílík að-
fmnsla! Hvað er að því að auka
orðaforða íslenskra unglinga?
Ritdómarinn kann greinilega að
draga fram mikilvægustu atriði í
sögu - eða hvað? Hann reynir að
finna bókinni allt til foráttu. Leið
honum eitthvað illa þegar hann las
hana?
Nanna setur út á það að fóstur-
eyðing komi ekki til greina þegar
stelpan verður ólétt. Finnst Nönnu
fóstureyðing sjálfsögð „getnaðar-
vörn“? Höfundur lætur söguhetj-
una horfast í augu við vanda sinn
og ábyrgð og vinna úr hvoru
tveggja. :
Hver skrifar slæman stíl?
Nanna talar um að málið og
stíllinn sé „uppskrúfaður". Það
vita það allir sem þekkja til bóka
Eðvarðs að hann er mjög fær
stílisti. Nanna er ekki í stakk búin
til að gagnrýna málfar hans. Henn-
ar eigin stíll sýnir það best. I bóka-
dómum sínum hefur hún notað
vond orð sem ekki sæma ritdóm-
ara, svo sem „húmor“, „óspenn-
andi“, „skrúfa upp stíl og mál“ -
og svo má áfram telja.
Að auki eru dómar hennar stirð-
lega skrifaöir, orðaforðinn mjög
fátæklegur og hún notar sömu orð-
in aftur og aftur. Gott dæmi um það
er dómur hennar um bókina Rugl
í ríminu. Þar kemur lýsingarorðið
„skemmtileg" SEX SINNUM fyrir
í síðustu málsgreinunum. Nanna
ætti að spara stóru orðin um mál
og stíl annarra!
Nönnu urðu á alvarleg mistök
þegar hún reyndi að túlka boðskap
bókarinnar, svo auðsær sem hann
nú er. Hún segir: „Hann virðist
reyna að koma því að að hin hefð-
bundu aldagömlu kynhlutverk séu
enn í gildi.“
Allir sem ég þekki ög hafa lesið
bókina hafa séð það augljóslega aö
Eövarð er einmitt að ráðast gegn
þessari hefðbundu hlutverkaskipt-
ingu kynjanna í sögu sinni. Stelpan
sparkar unnusta sínum í lok bók-
arinnar því að hann er alls ekki
tilbúinn til að axla ábyrgðina með
henni af barneign þeirra ög sam-
búð. Og það er öllum lesendum ljóst
að höfundurinn stendur með 'stelp-
uni í þessu uppgjöri. Meira að segja
ellefu ára dóttir mín sá þetta. En
ekki Nanna. Hún rangtúlkar flest
í bókinni og gerir höfundi upp
skoðanir sem hann hefur ekki.
Eðvarð er lífseigur
Margt fleira gæti ég hrakið hjá
Nönnu en nenni því ekki núna.
Mér finnst þessi dómur hennar
vægast sagt fátæklegur! Ritdómar-
ann vantar bæði mannlegt innsæi
og þekkingu á bókmenntafræðum
til að standa undir nafni.
Og hann ræðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur. Enginn rit-
höfundur hefur fengið jafngóðan
hljómgrunn hjá íslenskum ungl-
ingum síðustu ár og Eðvarð Ing-
ólfsson. Bækur hans hafa selst í
þúsundum eintaka. Skyldi það vera
að ástæðulausu? Og þegar þetta er
ritað er þessi „leiðinlega" og
„vonda“ bók í fjórða sæti yfir sölu-
hæstu bækur fyrir þessi jól. Hvern-
ig fer Eðvarð að því að ná svona
vel til íslenskrar æsku?
Hafi það verið ætlunin hjá Nönnu
Sigurdórsdóttur að ganga af Eð-
varð Ingólfssyni dauðum í eitt
skipti fyrir öll þá hefur það sannar-
lega mistekist. Hann er ótrúlega
lífseigur. Ritdómar fara í ruslið,
bækur í hilluna! Dómur hennar er
meira í ætt við atvinnuróg en fag-
lega umfjöllun. Hefði ég dottið í þá
gryfju sem hún liggur nú marflöt
í, er ég skrifaði leikdóma um ára-
bil fyrir dagblað í Tromsö í Noregi,
hefði ég risið upp, keypt vænan
blómvönd, barið að dyrum hjá höf-
undi og beðist afsökunar.
Þórey Guðmundsdóttir
„Þessi „leiðinlega“ og „vonda“ bók er
í Qórða sæti yfir söluhæstu bækur fyr-
ir þessi jól. Hvernig fer Eðvarð að því
að ná svona vel til íslenskrar æsku?“
Furðulegar fréttir af reyk
Fréttir eru stundum furðulegar og
stundum bráðskemmtilegar.
Fyrir nokkrum vikum barst sú
frétt út á öldum ljósvakans aö ólga
mikil væri með sumu starfsfólki
Landspítalans vegna þess að
ákveðið var að setja upp svo sjálf-
sagðan hlut sem stimpilklukku
eins og tíðkast á velflestum vinnu-
stöðum. Einhverra hluta vegna
þótti starfsfólki þessu vera gengið
á hlut sinn með því aö leggja þá
ógnvænlegu kvöð á það aö stimpla
sig þegar það kæmi til vinnu og
aftur er það færi úr vinnu. Þessi
lt
JAPAN '
VroEOTÖKUVÉLAR
3 LUX
ÞRÁÐLAUS
FJARSTÝRING
Dagsetning
Kiukka - Titiltextun
3 LUX MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM
GEFUR ÞÉR MÖGULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT
VIÐ SJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT, MEÐ ALLRA BESTU
MYNDGÆÐUM. — 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU
UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK-
AÐNUM í DAG. ÞAÐ ER EKKI BARA NÓG AÐ
TALA UM LINSUOPSTÆRÐ, HELDUR VERÐUR
UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. —
MACRO LINSA 8xZOOM — SJÁLFVIRKUR
FOCUS — MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR —
SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING — VINDHUÓÐNEMI
FADER - RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI-
STYKKI o.fl. — VEGUR AÐEINS l,l KG.
SÉRTILBOÐKR. 79.950,- sigr.
Rétt verð KR. 90.400.- stgr.
BO Afborgunarskilmálar
VÖNDUÐ VERSLUN
iMJÍiJUallCU,
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I
KjaUariim
Guðjón Jensson
húsfreyr og nemandi
við Félagsvísindadeild HÍ
svo hafa megi úrslitaáhrif á stjórn-
endur að þeir endurskoði afstöðu
sína án undandráttar og dragi aftur
í land með því að leyfa reykiðkend-
um að eitra áfram sig og umhverfi
sitt. Þá er kallað á mannréttindi og
frelsi, eins og það hafi aldrei nokk-
urn tímann verið áður til fyrr en
reykjendur uppgötvuðu þau.
Nú fer að verða spenriandi að sjá
hvort einhverjum dettur ekki í hug
það snjallræði að lögð verði aö
jöfnu sú ákvörðun að banna
reykingar og að fremja brot gegn
mannréttindasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Og þá er næsta stigið
fyrir reykjendur að kæra ríkis-
stjórnina fyrir hönd Landspítalans
fyrir Mannréttindadómstóli Evr-
ópu í Strassburg vegna mannrétt-
indabrota af því að fólk fær ekki
að svæla reyk og óhollustu á
„Það má undarlegt heita að sumt
starfsfólk Landspítalans hafi lítið ann-
að að hugsa og fjargviðrast þessar vik-
ur og mánuði en um stimpilklukkur
og rétt sinn að fá að draga 1 sig eitur-
verkun nikótíns.“
deila gekk það langt að starfsfólk
þetta tók sig saman og eyðilagði
klukkuna, gott ef ekki í tvígang.
Fimmtudaginn 13. desember síð-
astliðinn birtist enn ein furðufrétt
frá þessum sama spítala á síðum
DV og að þessu sinni er verið að
fjargviörast út af reykingum. Af því
að ég undirritaður hef löngum haft
ama mikinn af reykingum fór ég
að lesa og satt best að segja urðu
viðbrögð mín þau að mér þótti
meira en htið undarlegt hversu fólk
gengur langt í umkvörtunum sín-
um út af svona nokkru. Ef fólk er
að kveina og kvarta, af hverju í
ósköpunum er ekki beðið um eitt-
hvað þarflegra en að fá aö reykja?
Um hvað snýst deilan?
í fréttinni segir að gripið hafi ver-
ið til gamalkunnra örþrifáráða:
safnað haíi verið undirskriftum
sjúkrahúsi.
Hvernig er nú með það fólks hins
vegar sem þrábiður að fá að vera
laust við reyk og eimyrju frá
reykiðkendum? Hvar er frelsi þess
og réttur að fá að draga að sér loft
serr; ekki hefur verið spillt með
reyk? Skyldi þetta sama reykinga-
fólk aldrei hafa hugleitt j>á stað-
reynd að oftar hefur verið komið á
móts við óskir þess í flestum hlut-
um err þeirra sem ekki reykja?
Hvað segja reglur?
Reglur um vinnuumhverfr lúta
t.d. að sérstökum kaffrstofum og
jafnvel hvíldarherbergjum. Þessi
hluti vinnustaða er í langflestum
tilvikum undirlagður af reykinga-
fólki, sérstaklega þar sem vinnu-
veitandi hefur sérstaklega óskað-
eftir því við starfsfólk að ekki verði
reykt þar sem vinna stendur yfrr.
„Og þá er næsta stigið fyrir reykjendur að kæra ríkisstjórnina fyrir hönd
Landspítalans fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu ...“ ,
Þannig er vel kunnugt að þar sem
unnið er með tölvur verður ekki
reykt. Þess má geta að margt fólk
þolir afar illa að vera hvarvetna
nálægt þar sem reykt er. Til er jafn-
vel fólk sem orðið hefur bókstaf-
lega að flýja hvern vinnustað á
fætur öðrum vegna þrálátra
reykinga annarra og þetta fólk læt-
ur sjaldnast í sér heyra - því er nú
verr og miður.
Gömul saga
Fyrir tíu árum eða svo byrjaði
starfsmaður á vinnustað nokkrum.
Hann reykti ekki en við hlið hans
á vinnustöð þessari var annar
starfsmaður sem reykti mjög mik-
ið. Nýhðinn hafði orð á þessu bæði
við viðkomandi og eins við yfir-
mann en fékk vægast sagt afar
dræmar undirtektir. Hann hugsaði
ráð sitt vel og vandlega.
Dag einn kom hann vígreifur til
vinnu, hlaðinn stórum gulróta-
poka. í hvert sinn sem samstarfs-
maðurinn fékk sér sígarettu seild-
ist'hinn í pokann góða, beit góðan
bita af einni gulrótinni og bruddi
hátt og snjallt af ekki minni andakt
en sá fyrri saug nikótínódauninn.
Gekk þetta góða stund eða fram
eftir degi en þá varð reykmannin-
um nóg boðið og klagaði í yfir-
mann. í fótboltanum hjá Bjarna
Fel. hefði þetta heitið á jafnréttis-
grundvelh, 1:1, en það var ekki
reykingamaðurinn, sem fékk gula
spjaldið, heldur sá með gulræturn-
ar. Dómarinn lét þess getið sérstak-
lega að öllu oftar hefði verið reykt
í þessu ágæta húsi en því sjaldnar
étnar gulrætur ótt og títt af jafn-
miklum djöfulmóð sem þessi nýi
starfsmaður hefði sýnt.
Þessi gamansama viðleitni að
hafa áhrif á reykingaberserk á
jafnréttisgrundvelli var því miður
dæmd til að mistakast, enda hefur
réttur og frelsi þeirra sem reykja
verið metinn flestu framar á allt
of mörgum vinnustöðum. Réttur
hinna hefur átt öllu lengra í land
en vera þyrfti.
Það má undarlegt heita að sumt
starfsfólk Landspítalans hafi lítið
annað að hugsa og fjargviðrast
þessar vikur og mánuði en um
stimpilklukkur og rétt sinn að fá ■
að draga í sig eiturverkun nikótíns
og annarra áþekkra miður æski-
legra efna. Það kann að þykja und-
arlegt að deila sem þessi komi upp
á sjúkrahúsi þar sem ætla má að
reynt sé eftir megni að vinna gegn
hvers konar óhollustu og sóðaskap.
Áður fyrr forðaðist margur maö-
urinn sjúkrahús vegna sérkenni-
legra lykta sem stöfuðu einkum af
kamfóru og klóróformi. Nú eru það
deilumar um reykingarnar og
stimpilklukkurnar á Landspítalan-
um sem kunna að halda venjulegu
fólki, sem ekki reykir, frá því að
hætta lífi sínu á þessum slóðum.
Þá verðum við sem ekki reykjum
að vona í lengstu lög að við veikj-
umst ekki í bráð, allavega ekki lífs-
hættulega, meðan núverandi
stríðsástand er á þessu landsins
frægasta sjúkrahúsi.
Guðjón Jensson