Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Page 26
30 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. Fréttir Norðurárdalur: Hvammskirkja í upprunalegt horf Bergþór G. Úlfarsson, DV, Borgarfirði: Miklar endurbætur voru gerðar á Hvammskirkju í Norðurárdal nú í haust og vetur. Kirkjan var byggð árið 1880 og er því 110 ára á þessu ári. Byrjað var á að leysa upp gömul málningarlög og kirkjan síðan máluð að innan og að utan í upprunalegum litum. Verkið var unnið af Jóni Svani Péturssyni, málarameistara í Stykk- ishólmi, en í samráöi við Hörð Ágústsson listmálara. Þá var gert viö umgjörð um altaris- töflu sem er eftir Þórarin B. Þorláks- son. Gert var við glugga og skipt um gler í kirkjunni og skipt um járn á þaki. Einnig er lokið við stækkun kirkjugarðsins og var hiaðinn gijót- veggur framan á kantinn á garðin- um, gömui legstæði voru löguð og öll gömul og ómerkt leiði skráð. Garðvinna var unnin á vegum Sindra Arnfjörð garðyrkjumanns. Árið 1969 fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni. Steyptur grunnur undir hana og skipt um máttarviði. Þá var tekin af henni járnklæðning. Kom þá í ljós upprunaleg timburklæðning og var hún klædd sams konar klæðn- ingu aftur að utan. I Hvammi hefur verið kirkja frá því á 13. öld og var þar prestssetur allt til ársins 1911 að það sameinaðist Staíholtsprestakalli. Síðasti prestur í Hvammi var séra Gísli Einarsson. Núverandi prestur er séra Brynjólf- ur Gíslason. Rökkurkórinn: Gengur vel að f á fólk í kórinn - segirRagnheiðurKolbeins Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Þetta er í þriðja skiptið sem við höfum jólatónleika með þessu sniði. Við erum með dúkuð borð, kertaljós og Kaffitár og fólkið hefur kunnaö að meta þessa notalegu stemmningu sem skapast. Með tónleikunum vilj- um viö leggja okkar af mörkum til menningarauka yfir jóhn og það er gaman að geta gefið héraðsbúum tækifæri til að fylgjast með fram- gangi unga tónlistarfólksins okkar,“ sagði Ragnheiður Kolbeins, formað- ur Rökkurkórsins. Kórinn stendur fyrir jólatónleik- unum í Miðgarði fostudaginn 29. des- ember kl. 21. Auk kórsins koma fram ungir Skagfirðingar sem eru við tón- listar- og söngnám syðra, söngnemar Helgu Baldursdóttur á Sauðárkróki og Kirkjukór Sauðárkróks kemur í heimsókn. Að sögn Ragnheiöar gengur þokka- lega að fá söngfólk í kórinn, helst að sé erfitt að fylla upp í karlaraddirn- ar, enda stór karlakór starfandi, Heimir. Stjórnandi Rökkurkórsins er Sveinn Árnason og undirleikari Richard Simm. Kona hans, Jacqhne, leikur undir í tveim lögum kórsins. Frá jólatréssölu Skógræktarfélags Austurlands 15. des. á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún Jólatré með hnaus sóttútískóg Sigrún Björgviiisdóttir, DV, Egilsstöðum: Um 1200 jólatré voru höggvin á Héraði í ár og fóru öh á markað aust- anlands. Skógaræktarfélag Austurlands seldi um 160 tré úr skógi sínum á Einarsstöðum á Vöhum. Laugardag- inn 15. des. var fólki gefinn kostur á aö koma og velja sér tré. Margir tóku jólatréð sitt upp með rótum og hyggj- ast setja það út í garð í vor. Er það til marks um góðu tíðina í haust og vetur að slíkt skuli vera hægt um þetta leyti. Hvergi var svellglotti á vegi og stemningin í skóginum stór- kostleg þótt snjóinn vantaði eða lík- lega einmitt af því að snjórinn var ekki til trafala. Skógræktin á Hallormsstaö var með um 1000 jólatré th sölu, mest rauðgreni og blágreni. Norðmanns- þinur var ekki til hjá þeim en er í uppvexti. Sala á rauðgreni hefur aukist eftir að aðferð, sem kemur í veg fyrir að trén fella barrið, var upp fundin. Var AJíivd Hitchcock sadisti? Já. Snúum okkur þá aö næstu spumingu: Hvers konar sadisti var hann? ; Höfundurínn gefur okkur silt álit á því cftiraö hafa Wgaumgæft Hitchcockmyndir um tveggja rnánaða skcið. MAÐURINN SEM ELSKAÐI EKKI KONUR Martehe Dietrích var ein þeirra ieikkvenna sem létu Hiichcock ekki voða \ríir sig. ; Hún kom tii fslands á stríðsárunum, sennilega 1943 eðo 1944, óg skernmv banda- m rískum hermönnum. Við það tækifærí var þessi mynci tekin sem úl af fyrir sig er '■ söguleg. Marlene er hér greiniíega á blaðamannafundi ug kríngum hana hafa taðað ; sér þjóðkunnir 'merin. Vinstra rnegin viö hana situr fvar Guðmundsson, sern þá hef- ur sennilega veríð á Morgunbiaðinu, en tií hægrí er Bjarni Guðmundsson. blaðafull- wi trúi islensku ríkisstjúrnarínnar: Standandi frá vinstrí: Hersieinn. Pálsson. Vísi, Ásmund- i ur Sigurjónsson, Þjúðviljanutn, Jón Guðrnundsson, Vikunni. Svavar Hjaltesied. Fáik- anum. Thorolf Smith. Alþýðubiaðinu, Jón Magnússon, Fréttastofu ríkisútvarpsins. ;i| Þó skömm sé frá að segja vitum við ekki hver konan er sem situr milli Martena og ; Bjarna. Borgarfjörður: Búnaðarsam- bandið áttatíu ára Bergþór G. Úlfarsson, DV, Borgarfirði: Búnaðarsamband Borgarfjarðar er 80. ára um þessar mundir. Það var stofnað 2. júlí árið 1910. Á kvöldvöku, sem haldin var á veg- um Búnaðarsambandsins í Loga- landi í Reykholtsdal nú í byijun des- ember, skýrði Bjarni Guðráðsson, formaður Búnaðarsambands Borg- arfjarðar, frá stofnun og starfi sam- bandsins. Karlakórinn Söngbræður söng undir stjórn Sigurðar Guðmunds- sonar við undirleik Ingibjargar Þor- steinsdóttur. Þá voru flutt ljóð eftir borgfirskar konur. Þau voru úr væntanlegri bók sem koma mun út á næsta ári með ljóðum eftir konur úr Borgarfirði. Flytjendur voru: Ingi- björg Bergþórsdóttir, sem sér um útgáfuna, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jónína Eiríksdóttir og Þórunn Reyk- dal. Bændaskólinn á Hvanneyri færði Búnaðarsambandinu að gjöf tveggja tíl þriggja mánaða starf sérfræðings og ljósmynd af Hvanneyri. Formaður Sambands borgfirska kvenna, Olga Sigurðardóttir, færði Búnaðarsambandinu merki sam- bandsins. Framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bans Borgaríjarðar er Guðmundur Sigurðsson héraðsráðunautur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.