Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991.
Afmæli______________dv
Luisa Bjamadóttir
Luisa Bjarnadóttir meinatæknir,
Sunnuílöt 37, Garðabæ, er sextug í
dag.
Starfsferill
Luisa fæddist á ísafirði og ólst þar
upp í foreldrahúsum. Hún lauk
námi frá Gagnfræðaskólanum á
ísafirði 1947, stundaði síðar nám i
meinatækniog varð meinatæknir
1954. Luisa hefur lengst af unnið við
þá starfsgrein, bæði hér heima og
erlendis en nú um áramótin hætti
hún störfum á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði, þar sem hún hafði
starfað í allmörg ár, og hóf þá störf
á verkfræðiskrifstofu eiginmanns
síns.
Luisa er virkur félagi í Soroptim-
ista-hreyfingunni og hefur gegnt
mörgum trúnaðarstörfum í þágu
hennar, m.a. veriö forseti Soroptim-
istasambands íslands 1986-88.
Fjölskylda
Luisa giftist 25.10.1959 Rafni Ing-.
ólfi Jenssyni, f. 2.9.1927, vélaverk-
fræðingi, en hann er sonur Jens,
fyrrv. umsjónarmanns við Lækjar-
skóla í Hafnarfirði, Runólfssonar,
frá Klöpp í Reyðarfirði, Jónssonar,
og Bjargar, dóttur Einars Borgfjörð,
bókbindara og kennara, og konu
hans, Vilhelmínu Ámadóttur frá
Merki á Fáskrúðsfirði.
Luisa og Rafn eiga tvær dætur.
Þær eru Auður Rafnsdóttir, f. 31.3.
1960, vélaverkfræðingur í Álaborg,
og á hún eina dóttur, Völu Dögg
Valdimarsdóttur, f. 23.1.1981, og
Herdís Björg Rafnsdóttir, f. 6.1.1962,
vélaverkfræðingur, sem nú stundar
framhaldsnám í Seattle í Bandaríkj-
unum.
Systkini Luisu eru Guðmundur
Falk, lengst af skipstjóri í Kópavogi,
nú látinn; Pétur M.B. er dó ungur;
Guðrún Þorbjörg, meinatæknir í
Reykjavík, nú látin; Jóhanna María,
húsmóðir í Mosfellsbæ; Pétur
Kristján, skipstjóri á ísafirði; Frið-
rik Tómas, málarameistari á
ísafirði; Jóhannes Bjarni, sjómaður
í Keflavík; Eyjólfur Níels, starfs-
maður hjá Samvinnutryggingum;
Kristín Magnea, húsmóðir í Kópa-
vogi; Guðrún Guðleifs, húsmóðir í
Bandaríkjunum; Elísa Rakel, hús-
móðir á Akranesi; Jón Aðalbjörn,
ljósmyndari í Kópavogi, og Hannes
Trausti, bifvélavirki í Borgarnesi.
Foreldrar Luisu voru Bjarni
Magnús Pétursson, f. 3.1.1892, d.
19.2.1957, sjómaður og síðar neta-
gerðarmaður á ísafirði, og kona
hans, Herdís Jóhannesdóttir, f. 23.9.
1891, d. 7.8.1961, húsmóðir.
Ætt
Bjami var sonur Péturs, b. á Hálsi
á Ingjaldssandi, Magnússonar og
Jóhönnu Jónsdóttur.
Herdís var dóttir Jóhannesar járn-
smiðs Elíassonar, b. í Efri-Hlíð í
Helgafellssveit, Jónssonar, b. í
Straumljarðartungu, JónsSonar, b.
Luisa Bjarnadóttir.
í Seljum, Jónssonar.
Móðir Herdísar var Guörún Þor-
björg Jónsdóttir, b. í Fremri-Arn-
ardal og á Hallsstöðum á Langadals-
strönd, Sæmundssonar, b. í Fremri-
Arnardal, Árnasonar. Móðir Guð-
rúnar Þorbjargar var Vigdís Jóns-
dóttir, vinnumanns í Stakkanesi,
Sumarliðasonar. Móðir Vigdísar
var Þorbjörg Þorvarðardóttir, b. í
Eyrardal, Sigurðssonar, b. í Eyrar-
dal, Þorvarðarsonar, ættfoður Eyr-
arættarinnar.
Luisa og maður hennar, Rafn,
taka á móti gestum að heimih sínu,
Sunnuflöt 37, Garðabæ, á afmæhs-
daginn, klukkan 17-19.
Merming
Mozart
Wolfgang Amadeus Mozart dó 1791, þrjátíu og fimm
ára gamall. Á þessu ári era því tvö hundmð ár síðan
og verður þess minnst víða um heim, þar á meðal hér
á íslandi með ýmsum hætti en einkum með flutningi
verka hans. Sinfóníuhljómsveit íslands hóf sitt fram-
lag til þessara hátíðarhalda í gærkvöldi með tónleikum
í Háskólabíói þar sem flutt var Sinfónía nr. 36 í C
dúr, svonefnd Linz sinfónía, og Messa í c moll. Stjórn-
andi á þessum tónleikum var Owain Arvel Hughes frá
Englandi. Einsöngvarar voru Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Sólrún Bragadóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Viðar
Gunnarsson. Þá tók Söngsveitin Fílharmónía þátt í
tónleikunum en kórstjóri hennar er Úlrik Ólason.
Laugardagskvöld eitt í febrúarmánuði 1785 voru
frumfluttir í Vínarborg þrír strengjakvartettar eftir
Mozart. Viðstaddir voru m.a. Leopold faðir hans og
Joseph Haydn, virtasta tónskáld þeirra tíma. Að flutn-
ingi loknum gekk Haydn til Leopolds, tók Guð sér til
vitnis og sagði eitthvað á þessa leið: Sonur yðar er
mesta tónskáld sem ég þekki eða hef haft spurnir af.
Hann hefur smekk og það sem meira er, hina dýpstu
þekkingu á tónsmíðum. Fáir menn voru í betri aðstöðu
th að skilja snilld Mozarts á þessum tíma en einmitt
Haydn. Enda hitti hann naglann á höfuðið. Mozart
sameinaði þekkingu og góðan smekk með því aö hleypa
í einn farveg þeim tveimur tónlistarstefnum sem uppi
voru á þessum tíma, hinum hreina og formfasta gal-
ant stíl og hinum lærða stíl eldri tónlistar þar sem
J.S.Bach var hinn mikh meistari. Því hefur verið hald-
ið fram að verk Mozarts séu algjör, absolut, tónlist.
Með þessu er átt við aö þau virðast óháð áhrifum utan
frá, jafnvel lífi Mozarts sjálfs, svo átakanlegt sem það
nú var á stundum, og vera sjálfstæður heimur út af
fyrir sig þar sem fegurðin ríkir, bundin í klassísk lög-
mál.
Aðferð Mozarts viö að semja tónlist hefur löngum
þótt jaðra við það yfirnáttúrulega en hun var sú að
gera það að mestu huganum og taka ekki til við skrift-
ir fyrr en verkin voru í meginatriðum tilbúin f höfði
hans. Þegar að því kom gat hann spjallað og spaugað
við vini sína um leið því hann var, eins og hann sagði
sjálfur, aðeins að skrifa niður það sem þegar var
ákveðið. Var að furða þótt slíkur maður yrði fyrir öf-
und og óvild margra og m.a. starfsbræðra sinna sem
flestir hafa orðið að sætta sig við það gegnum tíðina
að semja verk sín fyrst og fremst meö strokleðrinu
eins og Arnold Schönberg orðaði þaö?
Linz-sinfónían var samin á tíma þegar áhrif Haydns
á Mozart voru hvað mest. Verkið hefur þrátt fyrir það
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
skýr einkenni höfundarins og er fullt af gleði bland-
aðri hóflegri spennu. Sagt hefur verið um Messu í c
moll að hún sé eitt verk sinnar tegundar sem standist
samanburð við h moll messu Bachs ef frá er talin
messa Beethovens í D dúr. Mozart sameinar í þessu
verki tónlistarhefð heillar aldar, allt frá Bach og Hánd-
el til hinna miklu ítölsku meistara og síns eigin tíma,
svo að úr verður nýr stíll, ný tónlist.
Mozart hefur verið elskaður og dáður af hljóöfæra-
leikurum ekki síður en áheyrendum og var svo jafn-
vel í lifanda lífi. Flestir hinna bestu tónlistarmanna
hafa tahð sér það ljúfa skyldu að leggja ítrustu alúð
við flutning verka hans. Reynslan hefur sýnt að slíkt
ómak borgar sig því að margt af því finasta og dýrasta
í þessari tónhst nýtur sín aðeins í flutningi sem er
fyrsta flokks. Því miður tókst Sinfóníuhljómsveitinni
ekki að þessu sinni að ná slíkum gæðum. Nú er ekki
að efa það að stjórnandinn Mr. Hughes á sínar sterku
hliðar en erfitt var að varast þann grun að þær hljóti
að koma betur fram í tónhst annarra en Mozarts.
Stjómandinn hafði sterka tilhneigingu til að liggja
framarlega í taktinum og tónleikarnir hefðu áreiöan-
lega orðið allir eitt ahsherjar accelerando hefði kon-
sertmeistarinn, Símon Kuran, sem er maður með
trausta hljómfallstilfinningu, ekki komið til hjálpar
og hamlað á móti. Af þessu skapaðist að sönnu nokkur '
spenna en ekki af því tagi sem Mozart ætlaðist til. Nú
er hægt að nálgast verk Mozarts með ýmsum hætti.
En sú aðferð að spyma niður fótum og hrista mak-
kann er einhver sú alólíklegasta th árangurs þótt það
kunni aö hafa dugað vel þeim félögum Sörla og Skúla
forðum. Hin djúpa tilfinning þessara verka á greiðari
leið um hugsunina en svitaholumar.
Ekki er svo að skilja þó að flutningurinn hafi verið
alvondur því að hann gekk tiltölulega snurðulaust
fyrir sig. Einsöngvaramir stóðu sig ágætlega og sumt
kom vel fram í hljómsveitinni. Kórinn var nokkuð
misjafn, heldur óhreinn framan af en átti betri spretti
síðar. Áheyrendur fognuðu flytjendum mjög vel og
virtust njóta tónleikanna, enda varla annað hægt þeg-
ar svona tónlist er annars vegar.
Andlát
Nikólína Konráðsdóttir, áður Aust-
urbrún 25, lést á hj'úkrunardeild
Hrafnistu 9. janúar.
Jarðarfarir
Eggert Gunnarsson skipasmíða-
meistari, Sóleyjargötu 12, Vest-
mannaeyjum, verður jarðsunginn
frá Landakirkju laugardaginn 12.
janúar kl. 14.
Gisli S. Reimarsson, Háaleiti 28,
Keflavík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 12.
janúar kl. 14.
Karólina Friðriksdóttir, Bólstaðar-
hlíð 37, verður jarðsungin frá Skeið-
flatarkirkju laugardaginn 12. janúar
kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 9.30.
Ólöf Runólfsdóttir lést 2. janúar. Hún
var fædd 18. nóvember 1896 í Hólmi
í Landbroti. Foreldrar hennar voru
hjónin Rannveig Bjarnadóttir og
Runólfur Bjarnason. Ólöf giftist
Þorfinni Guðbrandssyni en hann lést
árið 1967. Þau hjónin eignuðust tvö
börn. Útför Ólafar veröur gerð frá
Kirkju Óháða safnaðarins í dag,
fóstudag, kl. 13.30.
Ragnar Þorvaldsson lést 3. janúar.
Hann var fæddur að Simbakoti á
Eyrarbakka 24. janúar 1906. Foreldr-
ar hans vom Þorvaldur Björnsson
og Guðný Jóhannsdóttir. Ragnar
stundaði lengst af sjómennsku. Eftir-
lifandi eiginkona hans er Ingibjörg
Runólfsdóttir. Þau hjónin eignuðust
fiögur börn. Útfór Ragnars verður
gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opið hús í dag í Risinu, Hverfisgötu 105.
Kl. 14 frjáls spilamennska og tafl. Göngu-
Hrólfar hittast í Risinu á morgun, laugar-
dag, kl. 10. Danskennsla nk. laugardag
kl. 14 fyrir byrjendur og kl. 15.30 fyrir
lengra komna.
Kvenfélag Kópavogs
Þorrakvöld Kvenfélags Kópavogs verður
haldið 24. janúar nk. kl. 20 í Félags-
heimilinu. Matur, Qölbreýtt dagskrá.
Konur, takiö með ykkur gesti. Þátttaka
tilkynnist í síma 40332, Helga, 41726, Þór-
halla, og 40388, Ólöf.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
verður með kökusölu í safnaðarheimil-
inu sunnudaginn 13. janúar eftir messu
sem hefst kl. 14. Þeir sem vilja aðstoða
með að gefa kökur geta afhent þær sama
dag frá kl. 11 f.h.
Tónleikar
Ljóðatónleikar í Gerðubergi
Þriðju tónleikarnir í ljóöatónleikaröð
Gerðubergs verða haldnir mánudaginn
14. janúar kl. 20.30. Guðbjörg Guöbjörns-
son tenór syngur og Jónas Ingimundar-
son annast meðleikinn. Á efnisskránni'
að þessu sinni eru viðfangsefnirueftir
Schubert, Beethoven, Respighi og Tosti
auk íslensku höfundanna Jóns Þórarins-
sonar, Páls ísólfssonar og Sigvalda
Kaldalóns. Gefin er út mjög vönduð efnis-
skrá með frumtexta ljóðanna ásamt þýö-
ingum Reynis Axelssonar.
Fundir
ITC-deildin Eik
heldur fund mánudaginn 14. janúar kl.
20 að Hallveigarstööum v/Túngötu. Allir
velkomnir. Upplýsingar veitir Hjördís í
síma 21274.
Kvenfélag Laugarnessóknar
ásamt safnaðarfélögum Ásprestakalls og
Langholtssóknar verða með sameiginleg-
an skemmti- og kynningarfund í Holiday
Inn mánudaginn 14. janúar kl. 20.30. Fé-
lagskonur fjölmenni og taki með sér gesti.
Tapað-fundið
Gleraugu töpuðust
Karlmannsgleraugu í brúnni umgjörð
töpuðust sl. laugardaginn einhvers stað-
ar á leiðinni Háagerði - Sogavegur
Tryggvagata. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 44420.