Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Saga að austan DV sagði táknræna sögu, þegar pólitíska ísa tók að leysa í Eystrasaltslöndunum. Kona, búsett á íslandi, Anita Jónsson frá Lettlandi, gat hitt systur sína frá Lit- háen, en þær höfðu verið aðskildar, síðan löngu fyrir stríð. Kúgun nasismans hindraði ferðir Anitu, og hún var þræll valdhafanna í Þýzkalandi á stríðsárunum. Síðar tók annað við. Hinn sovézki kommúnismi hélt systur Anitu innilokaðri í Litháen, meðan Anita fluttist hingað til íslands. Nú voraði í heimsmálum. Þær systur máttu hittast að nýju. Tímarnir breytast. Fréttir síðustu daga gefa allt ann- að til kynna. Nú fara hermenn Kremlverja um Litháen. Ætlun valdhafa er að kæfa frelsisumbrot Litháa. Neyða skal unga menn til að fara í sovézka herinn. Til þess eru komnir hermenn frá höfuðstöðvunum. Þarna getur allt gerzt næstu daga. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels. Hann hafð’i síðustu ár gengið til móts við vestræn ríki. En af hverju gerði hann það? Af því að kommúnisminn var hruninn. Hann var í efnahagsrúst og er enn. Nú fer andi frelsis um hugi manna víða í Sovétlýðveldunum. Þar ber mest á Eystrasaltslöndunum, en þau eru engin undantekning. Það gerist í Sovétríkjunum, að fólk er að hafna bylt- ingunni 1917. Skoðanakönnun sýnir, að mikill hluti fólksins hefur skömm á þeim atburðum, sem Lenín og félagar hans stóðu fyrir. Menn telja yfirleitt, að þessi bylting hafi verið til lítils. Kannski var hún bara tíma- eyðsla. Allir þessir áratugir hafa runnið, án þess að framfarir yrðu eins og hefði átt að vera. Á meðan hafa hinir og þessir einræðisherrar verið á kreiki í Moskvu, og nú síðast reynir Gorbatsjov hið sama. Hann telur sig með því geta haldið þessu ríki saman. En fólkið vill annað, fólkið í Eystrasaltslöndunum vill verða sjálf- stætt - nú loksins. íslenzki utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannib- alsson, andmælti þessu fyrir hönd íslendinga við Sovét- menn í gær. Þannig eru menn á Vesturlöndum hvar- vetna að mótmæla framferði sovézka hersins. Forseti Rússlands, eins lýðveldanna í Sovétríkjunum, Boris Jeltsín, fordæmir afstöðu Gorbatsjovs til Litháa. Óvíst er, að öll þessi andmæh hreyfi nokkuð við valdhöfunum í Kreml. Þeir hyggjast jú halda hinu sundurleita ríki sínu saman, hvað sem tautar og raular. Kosti það hvað sem vill. Þannig geijar í Sovétríkjunum. Þar fer ekki allt á verri veg. Til dæmis er fólk farið að geta haldið jól opin- berlega, sem þýðir meira frelsi. Ennfremur eru Sovét- menn um þessar mundir að nærast af matvælasending- um að vestan. Stjórnmálaforingjar á Vesturlöndum munu því reyna að setja skilyrði þessum gjöfum. Þeir munu láta þeim fylgja vonir handa hinum mörgu í Sov- étríkjunum, sem bijótast um til frelsis. Sannarlega er óskandi, að Anita og systir hennar geti enn hitzt næstu árin, og systirin verði ekki að nýju innilokuð. íslendingar skilja þetta. Anita hefur ekki mikil efni, en var styrkt gjöfum héðan, þegar fréttist, að dyr hefðu opnazt fyrir systurina. Þannig hafa slíkar sögur gerzt hjá þúsundum. Þetta er táknrænt fyrir ástandið austur frá. Saga, sem segir okkur skýrt, hvemig spil stjórnmálamannanna kemur við htla manninn. En járnhæh hermanna fer um Litháen, og valdhafar eru reiðubúnir að kaffæra frelsisandann - að því er nú sýnist. Haukur Helgason Síðasta hálmstráið Það er nú undir írökum komið hvort stríð brýst út við Persaflóa á næstu dögum. Ekkert nema ákvörðun Saddams Hussein um undanhald frá Kúvæt gæti komið í veg fyrir það. Það er vafamál hvort Saddam hefur hingað til gert sér grein fyrir alvöru málsins. Af fréttum frá Bagdad að dæma hefur hann verið vantrúaður á að Banda- ríkjamönnum sé full alvara og hann hefur neitað að trúa að önnur arabaríki myndu taka þátt í árás á írak. Þegar þetta er ritað er niðurstað- an af fundi Bakers og Aziz, utanrík- isráðherra íraks, í Sviss ekki kunn en af hálfu Bakers hafði sá fundur þann tilgang einan að taka af öll tvímæli um að Kúvæt verði frelsað með hervaldi ef írakar fara ekki þaðan með góðu. Á þeim fundi stóð aldrei til að semja um eitt eða neitt. Tæplega verður öðru trúað en Saddam Hussein láti sannfærast eftir þetta. Nú er þess aö vænta að hann taki endanlega ákvörðun. Saddam Hussein hefur aldrei verið þekktur fyrir sjálfseyðingarhvöt; þvert á móti er hann alræmdur fyrir þá hörku, miskunnarleysi og slægð sem hann beitir til að halda völdum í því úlfabæli sem írösk pólitík hefur verið í hans tíð. Hann á um þaö aö velja aö steypa þjóð sinni út í stríð sem hún, og þar með hann sjálfur, hlýtur fyrr eða síðar að tapa, eða bjarga því sem bjargað verður. Það eru enn úrræði sem Saddam getur gripið til til þess að afstýra stríði, eða ef stríð brýst út til að sundra andstæðing- um sínum. Helsta trompið, sem hann hefur á hendi, er Palestínu- málið. Pólitískt útspil Það má búast viö því, ef Saddam Hussein slær af á síðustu stundu, að hann setji fram kröfur á móti, og ekki um landvinninga í Kúvæt, sem mundi veröa hafnað, heldur pólitískar kröfur sem erfiðara yrði aö vísa á bug. Saddam gæti, og sumir meðal araba telja líklegt að svo fari, lýst yfir á næstu dögum að hann ætli innan ákveðins tíma að sleppa algerlega hendinni af Kúvæt með því skilyrði að Öryggis- ráö Sameinuðu þjóðanna sam- þykki ályktun um að boðað verði til alþjóðlegrar ráöstefnu um lausn Palestínumálsins. Með því mundi Saddam skjóta sér undan því að skipta beint við Bandaríkin, enda eru það aö formi til Sameinuðu þjóöirnar sem standa fyrir hðssafnaðinum gegn honum. Með þessu gerði hann sjálf- an sig endanlega opinberan mál- svara Palestínumanna og þar með talsmann allra araba gagnvart ísrael. Með þessu gæti hann gert að engu vonir Bandaríkjamanna um að ganga þannig frá írak ög honum sjálfum aö forystuhlutverki hans væri lokið í arabaheiminum. KjáUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Ef Saddam færi þessa leið væri Bandaríkjunum og Sameinuöu þjóðunum vandi á höndum. Öryggisráöinu stæði í rauninni til boða að kaupa Kúvæt laust með loforði um þá sömu alþjóðaráð- stefnu sem ráðið hefur um árabil reynt að koma á en hefur strandað á andstöðu Bandaríkjanna í um- boði ísraels. Öryggisráðið gæti náð tilgangi Sameinuöu þjóðanna með liðssafnaðinum gegn írak á frið- samlegan hátt og að auki lagt drög aö því að leysa það grundvallar- vandamál sem hefur útilokað frið í Miðausturlöndum allt frá 1948. Slík tillaga Saddams hlyti að fá góðan hljómgrunn ef hann er nógu slægur til að setja hana fram á þeim tíma sem valið stendur milli henn- ar og stríðs. Skilyrðislaus uppgjöf En Bandaríkjaforseti hefur harð- lega hafnað öllum kaupum við írak um brottfór frá Kúvæt; skilyrðis- laus uppgjöf er krafa Bush forseta. Færi svo að Bandaríkjamenn kæmu í veg fyrir að Öryggisráðið samþykkti slíkt tilboö frá Saddam og stríð brytist út engu að síður gæti Saddam sagt aö Bandaríkin væru aö ráðast á írak - ekki til að frelsa Kúvæt, sem hann væri tilbú- inn að sleppa hendinni af, heldur vegna kröfunnar um lausn Palest- írrtfi/andans, Saddam gæti þá sagt að þau arabaríki, sem styddu Bandaríkin við þær aðstæður, væru bandamenn Bandaríkjanna í stríði gegn málstað Palestínu- manna. Væri málið sett upp á þann hátt væri arabaríkjum ekki stætt á aö standa á móti írak. Færi svo að Bandaríkin féllust á að frelsa Kúvæt með þessum hætti, vegna afstöðu bandamanna sinna meðcd araba, myndi Saddam Hus- sein vinna mikinn pólitískan sigur sem málsvari Palestínumanna og hann myndi óhjákvæmilega verða mjög áhrifamikill í þeim viöræðum um lausn Palestinuvandans sem á eftir færu. Niðurstaðan gæti orðið sú að Saddam færi frá Kúvæt frið- samlega en hann væri eftir sem áður í aðstöðu til að ná fram mark- miðum sínum með innrásinni. Endatafl Komi tillaga þessa efnis fram í Öryggisráðinu á síðustu stundu væri í raun forsendunni fyrir fyrri ályktunum Sameinuðu þjóðanna kippt í burtu; írakar færu frá Kú- væt. í augum flestra annarra en Bandaríkjamanna er alþjóðleg ráð- stefna um friö í Miðausturlöndum ekki slæm kaup fyrir styrjöld. Það er vafasamt að Bandaríkjamenn myndu einir leggja út í atríð ef völ væri á að koma Irökum frá Kúvæt með þessum hætti. Víst er að slík tillaga myndi kippa stoðunum und- an stuðningi arabaríkjanna við hemað gegn írak. - Reyndar er ólíklegt að arabaríkin mundu taka þátt í hemaði gegn írak hvort sem er; hann mundi lenda nær ein- göngu á Bandaríkjamönnum og að einhverju leyti á Bretum. Á móti kemur að Bandaríkja- mönnum mundi þykja Saddam fá of mikiö fyrir sinn snúð. Bush for- seti vill auðmýkja Saddam per- sónulega. Bush hefur lagt þjóöar- heiður Bandaríkjanna aö veði í deilunni við Saddam, rétt eins og hann gerði þegar hann sendi her- inn inn í Panama til að handtaka Manúel Noriega. í BandaríKjunum ríkir takmark- aður skilningur á því aö sigur í Kúvæt yrði innantómur. Hernað- arsigri myndi óhjákvæmilega fylgja pólitískur ósigur, ekki aðeins Bandaríkjanna heldur Vesturlanda yfirleitt. Það er nú komið fram á síðustu stimdu. Það stríð, sem nú vofir yfir, er undir merKjum Sameinuðu þjóðanna. Því er eina vonin um að þvi verði afstýrt fólgin í breyttri afstöðu Sameinuöu þjóðanna. - Á þeim vettvangi hefur Saddam Hus- sein enn eKKi sagt sitt síðasta orð. Gunnar Eyþórsson „Þaö er nú komið fram á síðustu stundu. Það stríð sem nú vofir yfir er undir merkjum Sameinuðu þjóðanna, því er eina vonin um að því verði af- stýrt fólgið í breyttri afstöðu Samein- uðu þjóðanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.