Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Blaðsíða 32
'r
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Preiftng: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991.
Kvennamál í Kvosinni:
Breti
nefbraut
~ íslending
Þegar DV fór í prentun í morgun
var breskur sjómaöur í yfirheyrslu
hjá lögreglunni í Reykjavík vegna
slagsmála sem hann lenti í við tvo
íslendinga við Gauk á Stöng um
klukkan hálftvö í nótt. Annar íslend-
inganna var talinn hafa nefbrotnað
og var fluttur á slysadeild. Bretinn
var hins vegar færður í fangageymsl-
ur. Átökin urðu þegar Bretinn var
að gera sér dælt við konu sem teng-
ist öðrum íslendingnum.
Reynt var að hraða málinu eins og
kostur var hjá lögreglu í morgun þar
sem togarinn, sem Bretinn er skip-
« verji á, Arctic Ranger, beið eftir hon-
um í Reykjavíkurhöfn. Að sögn lög-
reglu var líklegt að manninum yrði
sleppt þegar málið upplýstist. Ef
þurfa þykir verður framhald málsins
unnið í samstarfi við breska sendi-
ráðið. -ÓTT
Sovétmenn
borga skuldir
'W m'
sinar
Sovétmenn hafa greitt upp skuld
sína við íslenska útflytjendur vegna
kaupa á lagmeti. Þá er þess vænst
að greiðsla á 200 milljón króna skuld
við Álafoss vegna kaupa á ullarvör-
um berist íljótlega.
Útflytjendur hafa undanfarna
mánuði reynt að finna lausn á þeim
vanda sem skapast hefur vegna
greiðsludráttar Sovétmanna. Hafa
þeir meðal annars notiö aðstoðar
utanríkisráðuneytisins og sendiráðs-
ins í Moskvu. Ákveðið hefur verið
að framhald samningaviðræðna um
nýja viðskiptabókun milh landanna
fari fram í Moskvu í byijun næstu
mt viku. -kaa
Vikingbrugg:
Enn lokað
Verksmiðja Sanitas á . Akureyri,
þar sem dótturfyrirtækið Viking
brugg er með starfsemi sína, var enn
lokuð vegna vangoldins virðisauka-
skatts í morgun. Var verksmiðjunni
lokað af á þriðjudag. Bæjarfógetinn
á Akureyri sagði í morgun að enn
hefði ekkert heyrst um greiðslur
virðisaukaskattsins eða samninga
þar um. Magnús Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Sanitas á Akureyri, og
Páll G. Jónsson, forstjóri, sögðu ein-
ungis að unnið væri að lausn máls-
ins.
-hlh
LOKI
Varokkarmaðurað
þefa af Tjallanum?
Stj ómarandstaðan í Dagsbrún fær ekki félagaskrána:
Ákveðið að kæra niður-
stöðuna til Félagsdóms
- þeir fá kjörskrána daginn sem kosningin hefst, segir varaformaðurinn
Stjómarandstæðingar í Verka- félagatal Dagsbrúnar. Sú eina fé- Teþi einhver, sem ekki er á hannessagðistvitatilþessaðtjöldi
mannafélaginu Dagsbrún hafa lagaskrá sem gildir fyrir þessar skránni, sig vera skuldlausan, og verkamanna hefði ekki hugmynd
fengið algera neítun um að fá af- kosningar er kjörskráin. Á henni geti sýnt fram á það, fer hann sam- um þetta.
henta félagaskrá félagsins. Þessa eru aðeins fullgildir og skuldlausir stundis inn á kjörskrána,“ sagöi Halldór Björnsson sagöi að Dags-
neitun hafa þeir ákveðið að kæra félagar í Dagsbrún. Halldór Bjömsson, varaformaður brún hefði sent öllum aukafélögum
til Félagsdóms. Þaö mun einhver „Kjörskrána fá þeir að morgni Dagsbrúnar. bréf fyrir nokkru þar sem þeim er
einn úr þeirra hópi gera. Stjórnar- fyrri dags kosninganna. Sam- Jóhannes Guðnason segir að þeir bent á þetta atriði í lögum félags-
kosning í Dagsbrún fer fram eftir kvæmt lögum félagsins er bannað hafileitaðtillögfræðingameðþetta ins. Allir sem það vildu gætu því
tvær vikur. að fara með félagaskrána út úr mál. Þeim beri saman um að Dags- gerst aðalfélagar fyrir kjördag ef
„Við vitum að dómur fellur ekki húsí félagsins. Það stendur einnig brún sé að brjóta landslög með því þeir væru skuldlausír við félagið.
í málinu fyrir þessar stjómarkosn- í lögum félagsins að þeir sem bjóða að neita að afhenda félagaskrána. Það er Ijós á viðtölum við þessa
ingar, en það kemur dagur eftir fram í félaginu fái kjörskrá daginn Þessvegnaséákveðiðaðlátareyna foringja andstæðra fylkinga að
þennan dag,“ sagði Jóhannes sem kosning hefst. Enda er það svo á þetta fyrir Félagsdómi. Þá benti mikil harka er að færast í kosning-
Guðnason, foríngi stjórnarand- að þeir hafa ekkert við annað að hann á að að enda þótt menn abaráttuna. Sagði Jóhannes að
stöðunnar i Dagsbrún, í samtali við gera en kjörskrána. Hún er ekki greiddu fullt félagsgjald yrðu þeir stjórnarandstæöingar ætluðu að
DV í gær. tiibúin fyrr en að morgni kosning- ekki sjálfkrafa fullgildir félags- skora á stjórnarmenn til opins
Halldór Björnsson, varaformað- adags. Það hefur enginn kosninga- menn í Dagsbrún. Menn væru kappræðufúndar í vikunni fyrir
ur Dagsbrúnar, sagði aö það kæmi rétt í félaginu nema hann sé skuld- aukafélagar án réttinda nema þeir kosningar um málefni félagsins.
alis ekki til greina að þeir fengju laus við félagið og lífeyrissjóðinn. sæktu sjálílr um fulla aðiid. Jó- -S.dór
Stefanía Khaliefh, ræðismaður íslands í Amman i Jórdaníu, kom til landsins í gærkvöldi ásamt fleiri íslendingum.
Með henni kom Guðríður Guðfinnsdóttir sem einnig er búsett í Amman. Þær sögðu við komuna að spenna i
Jórdaníu hefði aukist til muna eftir fund þeirra Aziz, utanrikisráðherra íraks, og Bakers, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, i fyrradag. Fólk hefði verið bjartsýnt vegna þess hve lengi fundurinn stóð yfir en vonbrigðin hefðu verið
mikil þegar Ijóst var að engin niðurstaða fékkst. I flugstöðinni í Amman sagði Stefania að spennan hefði verið
gífurleg og að fólk sem hafði ætlaö að vera lengur í Jórdaniu, til dæmis sendiráðsfólk, hefði flykkst út á flugvöll til
að reyna að komast til sinna heimkynna. Eiginmenn þeirra Stefaníu og Guðríðar koma væntanlega til íslands seinna
í mánuðinum. Frá vinstri á myndinni eru Somporf, barnapia Stefaníu, þá Stefanía, með 16 mánaða son sinn,
Arnar Kaif, Tamara, dóttir Guðriðar, Guðríður og loks Ahmad, sonur Guðríðar. DV-mynd Ægir Már
allt land
Hæg, breytileg átt og síðan suð-
læg átt og frost um mestallt land
fram eftir degi, en frostlaust við
suðurstöndina með kvöldinu.
Sunnanlands þykknar smám
saman í lofti og verða él á stöku
stað en norðanlands og austan
léttir til. Frost verður á bihnu 0-4
stig.
Veðriðámorgun:
Frostum
Gamli Kennaraskólinn:
Utigangsfólk
við kertaljós
ínótt
Lögreglan kom að útigangsfólki í
gamla Kennaraskólahúsinu á mót-
um Laufásvegar og Barónsstígs í
nótt. Maður og kona voru búin að
tendra kertaljóst og virtust hafa það
gott í húsinu. Þegar lögreglan fór að
spyrjast fyrir um dvöl þeirra þarna
sagðist parið hafa hafst við í húsinu
í heilan mánuð „án þess að nokkur
tæki eftir þeim“. Meðal annars vegna
brunahættu var fólkið tekið í vörslu
lögreglunnar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
vart verður við útigangsfólk í húsinu
sem er í mikilli niðurníðslu. Mennta-
málaráherra var gerð grein fyrir
ferðum útigangsfólks í húsinu í nóv-
ember. Lögreglan mun senda til-
kynningu til ráðuneytisins vegna
málsins í nótt.
Ráðherra hefur afhent húsið með
gjafabréfi, staðfestu af ríkisstjóm, til
Kennarasambands íslands og Hins
íslenska kennarafélags, að sögn Ei-
ríks Jónssonar hjá Kennarasam-
bandinu. Hann sagði að enn ætti eft-
ir að ganga formlega frá lóðamálum
áður en Kennarasambandið tekur
formlegaviðábyrgðáhúsinu. -ÓTT
> c 72177
^SMIÐJUKAFFI
sendom fRÍn ttm
0PNUM KL. 18 VIRKA DAGA
0G KL. 12 UM HELGAR
111 ALÞJÓÐA
LÍFTRYGGING ARFÉLAGIÐ
LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644