Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1991, Side 13
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991. 13 Oddvitar almenns verkafólks og meðstjórnendur þeirra berjast fyrir því að koma upp öreigastétt á íslandi. Kvislingar í kjarabaráttu í 3. tbl. Dagsbrúnarblaðsins 1990 má sjá að einn af tíu starfsmönnum á skrifstofu félagsins er Þorleifur Friðriksson söguritari. Sagnfræð- ingur þessi vinnur að ritun sögu félagsins, verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem að sögn formanns þess, Guðmundar J. Guðmunds- sonar, er ekki bara skrifstofa á Lindargötunni heldur lifandi og kraftmikið samfélag yfir 5000 karla og kvenna. Þess er aö vænta að þetta verði failegt ritverk og að formaðurinn leggi hönd á plóg til að svo verði. Saga hans og Dagsbrúnar eru svo tengdar að fáum kæmi á óvart þó hannsegði: „Dagsbrún - það er ég.“ Frá og vegna félagsmanna Dagsbrún er rúmlega áttrætt félag. Vegna þess að svo margt gott og fallegt er og verður um það hægt aö segja og semja gæti svo farið að mörgu yrði að sleppa úr ritinu. Þess vegna er þessi grein rituð; til að upplýsa einn þáttinn í starfi Dagsbrúnar sem vafalítið verður felldur úr ritverkinu um Dagsbrún. Á þeim tíma, sem Dagsbrún hefur starfað, rúmum 80 árum, hefur félagiö nurlað saman nokkrum krónum og komið þeim fyrir hing- að og þangað, í hinum ýmsu sjóð- um og m.a. í bankahlutabréfum. Þetta fé hefur félaginu áskotnast frá og vegna félagsmanna sinna. Félagsmenn standa að sjálfsögðu undir launum stjórnar og starfs- manna og verður ekki séð að þeir hafi refsað stjórn eða starfsmönn- um á nokkum hátt, ekki einu sinni fyrir lélega samninga. Félaginu mun í staðinn vera ætl- að að standa vörð um réttindi félagsmanna sinna, þó einhvers misskilnings virðist gæta innan Dagsbrúnar í umræddu máli. Þess er að vænta að réttindavörslu fé- lagsins verði gerð góð skil í riti sagnfræðingsins, sem auðvitað er launaður af félagsmönnum eins og útgáfan svo síðar. Þeir fá svo trúlega aö kaupa rit- verkið á fullu verði þegar lokið er. Svona ritsmíð er mikið verk, og væntanlega fær sagnfræðingurinn rýmri tíma en þeir sem sækja bóta- greiðslur til félagsins. Þeir fá tvo tíma á viku. Horfviðhæfi! Formaður Dagsbrúnar og VMSÍ hefur undanfama áratugi háð Kjailarinn Þorsteinn Sch. Thorsteinsson vaktmaður hjá Eimskip og nemi í TÍ harða baráttu fyrir kjömm félags- manna sinna og mikið borið á hon- um. Hefur verið einn af þessum stóra, í fararbroddi og fylkingar- bijósti. Eftir gífurlega harða bar- áttu og með óbilandi þreki hefur honum nú tekist að koma taxta- launum félagsmanna sinna í það horf að honum finnst við hæfi að framlengja þau óbreytt. Fyrir 172 tíma dagvinnu á mán- uði teljast þau eiga að vera þúsund krónum lægri en viðurkennd fátrækramörk einstaklings. Slíkur árangur í kjarabaráttu er svo ein- stakur að trúlega á hann sér hvergi hliðstæðu í veröldinni. En því fer fjarri að þessi formað- ur standi einn að þessu afreki. For- ystumenn annarra launþega og stjórnarmenn, svo og forysta Al- þýðusambandsins og stjómar- menn hafa heilshugar og svika- laust staðið að þessu méð honum. Þeir hafa notið til þessa stuðnings atvinnurekendasamtakanna og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. Þá hafa stjómvöld einnig verið hlynnt þessari launastefnu og gild- ir einu hver þau hafa verið. Rétt er að taka fram að margir atvinnu- rekendur fyrirverða sig fyrir launataxtana og fara ekki eftir þeim, þykir trúlega smán að borga samkvæmt þeim. En þeir eru líka margir sem fara eftir töxtunum heilshugar. Hverra hagur? Svo undarlegt og óskiljanlegt sem það virðist, þá berjast oddvitar al- menns verkafólks og meðstjómend- ur þeirra, svo og samtök atvinnu- rekenda og ríkisstjóm, fyrir því að koma upp öreigastétt á Islandi. Hefur einhver þessara aðila virkilega hag af því? Þó reynt sé af alefli að skilja þessa aðila er það ógjörningur. Þessi stefna er í algjörri andstöðu við markmið og tilgang verkalýðs- félaga. Hún skaðar meira að segja sjóði þeirra og veikir félögin fjár- hagslega. Það hlýtur að þurfa hærra hringl en í þrjátíu silfurpen- ingum til að menn snúist svona algjörlega gegn yfirlýstum mark- miðum sínum. Áðurnefndir oddvitar launþega era sæmilega silfri bomir af félags- mönnum sínum ef miðað er við taxtalaun félagsmanna og -kvenna. Það er illskiljanlegt að atvinnu- rekendur hafi hag af slíkri launa- stefnu, a.m.k. þeir sem ætla sér al- menning sem viðskiptavini. Þeir sem vinna eða framleiða fyrir íslenskan almenning sjá sér varla hag í að gera hann að öreigum. Ekki er það vænlegt viðskiptafólk. , Þeir sem selja vörar og þjónustu hér innanlands geta varla ætlast til að þeirra hagur vænkist við að skipta við öreiga og ölmusufólk. Enn torskildara er sjónarmið stjórnvalda. Geta þau virkilega haft hag af því að fjöldi heimila og einstaklinga lendir á opinlDerri framfærslu? Hvers konar stjórn- völdum er hagur í því? Þorsteinn Sch. Thorsteinsson „Eftir gífurlega harða baráttu og með óbilandi þreki hefur honum nú tekist að koma taxtalaunum félagsmanna sinna 1 það horf að honum finnst við hæfi að framlengja þau óbreytt.“ Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1991. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síð- ar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 14. ja,núar 1991. Kjörstjórnin HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA. UMFERÐ FATLAÐRA' k VIÐ EIGUM SAMLEIÐ ilæ IFERÐAR Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Jörðin Brjánslækur II, Barðastrand- arhreppi, þingl. eign Kirkjujarðasjóðs, fer fram eftir kröfú Byggingarsjóðs ríkisins, Búnaðarbanka Islands og Ingvars Bjömssonar hdl. mánudaginn 14. janúar 1991 kl. 15.00 á eigninni sjálfri. Jörðin Neðri-Rauðsdalur, Barða- strandarhreppi, þingl. eign Ragnars Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, Áma Páls- sonar hdl. og Ingvars Bjömssonar hdl. mánudaginn 14. janúar 1991 kl. 15.30 á eigninni sjálfri. Kjarrholt 4, Barðastrandarhreppi, þingl. eign Kristínar Theodóm Ragn- arsdóttur, fer fram eftir kröíú Bygg- ingarsjóðs verkamanna mánudaginn 14. jan. 1991 kl. 16.00 á eigninni sjálfri. Kjarrholt 1, Barðastrandarhreppi, þingl. eign Guðrúnar Sigfríðar Samú- elsdóttur, fer fram eftir kröfu Bygg- ingarsjóðs verkamanna mánudaginn 14. jan. 1991 kl. 16.30 á eigninni sjálfri. Kjarrholt 3, Barðastrandarhreppi, þingl. eign Kristjáns Sigurbrandsson- ar, fer fram eftir kröfú Byggingarsjóðs verkamanna mánudaginn 14. janúar 1991 kl. 17.00 á eigninni sjálfri. Gilsbakki 1, Bfldudal, þingl. eign Hauks Kristinssonar, fer fram eftir kröfu Byggingarsjóðs verkamanna og Landsbanka Islands þriðjudaginn 15. janúar 1991 kl. 10.00 á eigninni sjálfri. Bmnnar 6, Patreksfirði, þingl. eign Eiðs B. Thoroddsen, fer fram eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins þriðju- daginn 15. janúar 1991 kl. 11.00 á eign- inni sjálfri. SÝSLUMAÐUR BARÐASTRANDAESÝSLU SÍÖumúla33 símar 603878 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.