Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. Fréttir Menntamálaráðuneytið: Mál aðstoðarmanns ráðherra til Hæstaréttar Málsókn Guörúnar Ágústsdótt- ur, aðstoöarmanns menntamála- ráðherra, gegn menntamála- og fjármálaráðuneytinu var flutt fyrir Hæstarétti þann 8. þessa mánaðar. Dóms er að vænta innan þriggja mánaða. Málið snýst um rétt Guðrúnar til biðlauna þegar henni var sagt upp störfum sem ritara hjá Hjúkrunar- skóla íslands þegar hann var lagð- ur niður 1987. Samkvæmt lögum bar ríkissjóði að greiða henni 6 mánaða biðlaun eftir að uppsögnin tók gildi eða bjóða henni sambæri- legt starf hjá ríkinu. Eftir uppsögnina var Guðrúnu boðiö starf sem ritari við náms- braut í hjúkrunarfræðum við Há- skóla íslands. Þar með taldist ríkis- valdinu til að réttur hennar til bið- launa félli niður. Starfinu hafnaði Guðrún hins vegar þar sem hún taldi að ekki væri um sambærilegt starf að ræða þó svo að laun væru þau sömu. Að sögn Guðrúnar ákvað hún að fara út í þessi málaferh að höfðu samráði við Starfsmannafélag rík- isins og að litið væri á að hér væri um prófmál að ræða. „Starfið, sem mér bauðst, krafð- ist mun minni hæfni og sérþekk- ingar heldur en ég hafði aflað mér á 16 ára starfsferli í Hjúkrunarskó- lanum. Að mínu mati var um ahs ósambærilegt starf að ræöa. Það fólst einkum í vélritun og ljósritun en í gamla starfmu sá ég að stórum hluta um rekstur skólans. Þessi málsókn er í mínum huga spurning um réttindabaráttu en ekki um peninga.“ Á annað ár er síðan dómur féll í máhnu fyrir Bæjarþingi Reykja- víkur. Komst dómstóhinn að þeirri niðurstöðu að Guðrún hefði fyrir- gert rétti sínum til biðlauna þar sem henni hefði verið boðið annað sambærilegt starf. Þeim dómi vildi Guðrún ekki una og áfrýjaði því máhnu til Hæstaréttar. -kaa Prófkjör Alþýðuflokksins: Jón Ármann í slag- inn í Reykjavík? Daníel Sigmundsson er nú tilbúinn í slaginn attur ef þörf krefur. Björgunarbáturinn tilbúinn Hlynur Þór Magnússan, DV, ísafirði: Björgunarbáturinn stóri á ísafirði, Daníel Sigmundsson, hefur veriö uppi á landi síðustu vikumar vegna bUunar en er nú kominn aftur á sinn stað niðri í Sundahöfn. Bilunin varð þegar sjórör sprakk með þeim afleið- ingum að vélin saug inn á sig sjó. Skipta varð um 3 stimpla, 3 slífar og 6 ventla. Viðgerðin tók langan tíma vegna þess að Volvo-umboðið átti enga varahluti og umboðsaðhinn taldi bilunina minni og pantaði því ekki aha nauðsynlega varahluti. Rekstraraðilar bátsins, björgunar- sveitimar á ísafirði og í Hnífsdal, em að mestu leyti tryggðir fyrir þeim kostnaði sem af biluninni hlaust. Verið er að kanna möguleika á að kaupa aukavél í bátinn. Báturinn var keyptur til landsins fyrir 2'A ári og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt með ótal ferðuni út á haf. Þegar báturinn var keyptur var tekið lán með tíu afborgunum á hálfs árs fresti. Nú er búið að borga átta afborganir en tvær eru eftir. Sú síðasta er tryggð með framlögum sem væntanleg eru með vorinu en nú vantar þá björgunarsveitarmenn 400 til 500 þúsund krónur til að klára næstu greiöslu sem gjaldfellur í lok janúar. „Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun en ég og margir aðrir vilj- um að fram fari raunverulegt próf- kjör í Reykjavík sem skipti alþýðu- flokksmenn einhverju máli. Ég hef fengið margar áskoranir frá mönn- um, bæði innan og utan flokksins, um að gefa kost á mér. Ef af veröur þá mun ég bjóða mig fram í 1.^4. sæti,“ sagði Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðu- flokksins, í samtali við DV. Samkvæmt heimhdum DV myndi framboði Jóns einkum verða beint gegn svokölluðum undanvhlingum úr öðrum flokkum. Regína Thorarensen, DV, Selfosá: Á síðasta ári voru 17 útköll hjá Brunavörnum Árnessýslu - Slökkvi- hðinu á Selfossi - en 19 útköh voru Samkvæmt heimildum DV eru aðr- ir sem gefa kost sér í prófkjörinu þessir: Jóhanna Sigurðardóttir ráð- herra, Þorlákur Helgason, Jón Bald- vin Hannibalsson ráðherra, Jón Bragi Bjarnason, Magnús Jónsson veðurfræðingur, Steindór Karvels- son fiskifræðingur, Valgerður Gunn- arsdóttir Schram, Össur Skarphéð- insson, Þröstur Ólafsson, Ragnheið- ur Davíðsdóttir og Björgvin Guð- mundsson, fyrrum borgarfuhtrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 2. febrúar en framboðsfrestur rennur út 21. janúar næstkomandi. 1989. Af þessum 17 útköhum í fyrra voru 12 útköh þar sem eldur var slökktur, átta vegna elds í byggingum en þrjú vegna elds í bifreiðum. Ámessýsla: Eldur slökktur 12 sinnum í dag mælir Dagfari Pappírstígrisdýrið Á hátíðarstundum hæla menn Sameinuðu þjóðunum. Sameinuðu þjóðimar eiga að vera sú alþjóða- stofnun sem réttir bágstöddum þjóðum og undirokuðum hjálpar- hönd og gætir friðar og réttlætis úti um víðan völl. í aðalbækistöðv- um Sameinuðu þjóðanna sitja hundruð ef ekki þúsundir manna og hafa það fyrir atvinnu að semja ályktanir og áskoranir út og suður og skora á ofstækismenn og of- beldissinna að láta af illmennsku sinni og valdníðslu. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja th að Sameinuðu þjóðimar tækju við hlutverki Atlantshafsbanda- lagsins og svipaðra vamarbanda- laga og sá söngur hefur suðað í eyrum manna í hálfa öld. En hvers virði er svo máttur Sameinuðu þjóðanna þegar á reyn- ir? Áskoranimar em ekki einu sinni virði þess pappírs sem þær em skrifaðar á. Sameinuðu þjóð- imar hafa enga burði og enga stöðu th að láta nokkuð að sér kveða, frekar en lóan í móanum eða smá- titthngarnir í varpinu. Aðalritari Sameinuöu þjóðanna fór til Bagdad um helgina. Ekki var sú ferð th íjár. De Quellar var lát- inn bíða í hehan sólarhring þangað til Saddam Hussein þóknaðist að tala við hann. Fundur þeirra stóð í klukkutíma og hafði engin áhrif á Saddam Hussein. Ekki frekar en að skvetta vatni á gæs. De Quellar gekk bónleiður til búðar enda fór maðurinn á fundinn án þess að hafa nokkrar tillögur aörar en þær sem Bandaríkin höfðu áður lagt á borðið. Hann hafði ekki annað umboð heldur en það sem fólst í hervaldi Bandaríkjamanna. Hann var eins og hver annar túristi í Bagdad, að öðm leyti en því að túr- istum er þó yfirleitt sýnd viðeig- andi gestrisni. Saddam Hussein kann ekki slíka mannasiði. Ofbeldissinnar kunna yfirleitt ekki mannasiði og vita sem er að Sameinuðu þjóðirnar eru pappír- stígrisdýr, sem sýnir ekki aðrar vígtennur en þær, sem Bandaríkin geta sýnt. Án herstyrks og forystu Bandaríkjanna komast ofstopa- mennirnir upp með hvaða vitfirr- ingu sem er. Þeir geta lagt undir sig önnur lönd, þeir geta beitt skriðdrekum í Vhna, þeir geta hlegið upp í opið geðið á fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Sameinuðu þjóðimar eru máttlaus kjaftasamkunda ef ekki væri fyrir hemaðarmátt og við- leitni Bandaríkjamanna th að stemma stigu viö óaldarmönnum og einræðisherrum. Hér á landi virðist sumt fólk hald- ið þeirri þráhyggju að friðnum sé best borgiö með því að vera góður við vígamennina. Þegar Saddam Hussein leggur undir sig Kúvæt og skekur vopnin framan í umheim- inn, stíga svokallaðir friðarsinnar fram á sjónarsviðið og mótmæla stríði. Þeir sthla sér upp fyrir fram- ,an bandaríska sendiráðið, rétt eins og Bandaríkjamenn séu höfuðsk- úrkamir í heimsófriðnum. Þeir halda að kröfuspjöld um frið sé árangursríkasta aðferðin til að Saddam Hussein leggi niður vopn! Það ætti að senda þessa friðar- sinna til Bagdad og láta þá bera kröfuspjöldin fyrir utan hahir Saddam. Það ætti að senda þá th Vhna og fylgjast með skriðdrekum Rauða hersins þegar þeir aka yfir fólkið. Það ætti að senda þetta fólk til bækistöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York og láta það taka að sér að senda út pappírana fyrir hönd friðarins og leyfa því sjálfu að kynnast af eigin raun, hvers virði kröfuspjöldin eru í augum þeirra sem efna til ófriðar um heimsbyggðina. Fólkið með kröfuspjöldin, de Qu- ellar og aðrir friðarpostular eiga að gera sér grein fyrir þeirri stað- reynd, áður en það verður um sein- an, að friður verður aldrei tryggður með tannlausum tígrisdýrum. Þeir eru ekki mestu friðarsinnarnir sem ganga vopnlausir fram á vígvöll- inn. Hinir sönnu friðarsinnar eru þeir, sem hafa afl til að berjast til friðar og frelsis, sem láta ekki of- beldissinnana komast upp með of- beldið og þeir sem hafa þor th aö láta vopnin tala þegar vopnum er beitt. Atburðimir við Persaflóa og í Litháen eru til vitnis um þann ár- angur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa náð á fjörutíu ára ferh sínum. Skriðdrekunum er stjómað af þeim mönnum sem hafa haft mesta ást á friðardúfunum. Það er kominn tími til að kröfuspjaldaliðið læri sína lexíu af þeim friði sem þar er stundaöur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.