Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. 5 DV Viðtcdið r Frjálslyndur félags- hyggjumaður Nafn: Jóhann Ársælsson Aldur:47ára Jóhann Ársælsson skipasmiöur skipar fyrsta sæti lista Alþýöu- bandalagsins á Vesturlandi fyrir næstu kosningar. Jóhann er fæddur í Ólafsvík og uppalinn þar og í Neshreppi á Snæfellsnesi. Ættir sínar á hann að rekja til Snæfellsness. Effir skyldunám á Hellissandi og í Reykjavík fíutti Jóhann til Akra- ness 1961 þar sem hann lærði skipasmíöi í Iðnskólanum á Skag- anum. Námi i skipasraíði lauk hann 1966 og Jóhann hefur nán- ast eingöngu unnið viö bátasmið- ar frá því hann hóf nám. „Ég ilentist á Akranesi, gifti mig og hef búið hér siðan.“ Fyrir utan bátasmíðar hefur Jóhann unníð sera sjómaður og við hafnargerð á Skaganum. Jóhann fór að vinna sjálístætt sem bátasmiður 1973 og stofnaöi fyrirtæki. Herstöðvarmálið skipti sköpum Jóhann var ungur þegar hann fór að hugsa um pólitík. „Ætli ég hafi ekki verið 17-18 ára. Ég hef alltaf haft gaman af félagsmála- starfi og áhuginn hefur haldist öll þessi ár.“ Þegar Jóhann byrjaði í pólitik var ekki sjálfgefiö að Alþýðu- bandalagið yrði fyrir valinu. „Það togaðist alltaf svolítiö á í mér á þessum tíma hvort ég ætti að velja Framsóknarflokkinn eða Alþýðubandalagið. Það sem ég held að hafi ráðið úrslitum voru herstöðvarmál og landhelgis- máiapólitík Alþýðubandalagsins. Það má segja að ég sé fijálslyndur félagshyggjumaöur.“ Jóhann var um tíma varaþing- maður Skúla Alexanderssonar og einnig hefur hann verið í bæjar- stjórn í 12 ár. Kosningabaráttuna í vor telur Jóhann veröa langa. „Hún verður örugglega dálítiö hörð og kemur væntanlega til meö að snúast aö miklu leyti um stjórnarsamstarfið.“ Mikil samstaða um listann Ekki segist Jóhann kviða því að leiða listann í vor. „Nei, ég kvíði þvi ekki. Það er mjög góð samstaöa um þennan lista og það er mikil samstaða um þetta fram- boð á Vesturlandi.“ Þegar menn eru mikið í póhtik er oft lítill tími fyrir áhugamál. Svo er einnig meö Jóhann. „Þeg- ar maður er í félagsmálum, til dæmis bæjarmálapólitík, þá get- ur maður nánast ekki leyft sér aö hafa áhugamál. Það er ekki tími fyrir slikt. Þess vegna má segja að pólitíkin hafi verið mitt áhugamál. Annars hef ég veriö aö smiða sumarhús við Arnar- stapa og minn fritimi hefur lika farið i það.“ Mottó Jóhanns i lífinu er mikil- vægi þess að hlúa að jafnréttis- baráttunni. ,-,Ég tel að samkeppn- isþjóðfélagiö sé nýög hættulegt fýrir suma þjóðfélagsþegna.“ Jóhann er kvæntur Guðbjörgu Róbertsdóttur skólaritara og þau eiga fjögur böm á aldrinum 13 til 24ára. -ns Smábátaeigendur á Norðurlandi: Kvótar undir sultarmörkum - vilja fá bætur frá ríkinu vegna kvótaskerðingarinnar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Smábátaeigendur í félaginu Kletti, sem eru á Eyjafjarðarsvæðinu, Húsavík og Grímsey samþykktu á fjölmennum fundi sínum ýmsar kröfur og áskoranir til stjórnvalda vegna þeirrar kvótaskerðingar sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. í ályktun fundarins segir að ef þeir fái ekki auknar aflaheimildir beri stjómvöldum að bæta upp skerðing- amar með beinum óendurkræfum peningastyrkjum sem nema 70% af skerðingunni miðað við markaðs- verð á fiski hverju sinni. Efnd verði fastmæli sjávarútvegsráðuneytisins og Landssambands smábátaeigenda um að búin verði til aflahlutdeild tíl handa smábátum og sömuleiðis um rétt hlutfall af kvóta til handa smá- bátum af því sem kom til skipta vegna afnáms sóknarmarks. „Vegna náttúruhamfara í sjó síð- ustu þrjú ár fyrir Norðurlandi, þar sem kaldur pólsjór hefur verið alls- ráðandi, er ljóst að kvótar smábáta á Norðurlandi verða svo lélegir að þeir teljist undir sultarmörkum. Þeg- ar tíl viðbótar komi 23% meðalskerð- ing á kvóta þá er ljóst að illa er kom- ið fyrir smábátasjómönnum og sömuleiðis ýmsum þeim byggðum á Norðurlandi sem að verulegu leyti byggja aíkomu sína á sókn smá- báta,“ segir í frétt Kletts af fundin- um. Fundurinn skoraði einnig á al- þingismenn kjördæmisins að standa fast á rétti smábátaeigenda í fjórð- ungnum og fylgja eftir samþykktum fundarins með öllum tiltækum ráð- um. ___________ Fréttir Sjötíuíöld- ungadeild Hlynur Þór Magnússan, DV, Vestfj.t Menntamálaráðuneytið hefur heimilað stofnun öldungadeildar á Patreksfirði. Deildin verður útibú frá Menntaskólanum á ísafirði en ætlunin er að hinn fyrirhugaði Framhaldsskóli Vest- flarða taki viö hlutverki mennta- skólans. Stofnun öldungadeilda á Flateyri í haust og á Patreksfirði nú eru skref í þá átt, svo og vél- stjórnarnám á Þingeyri. Undirbúningur hefur staðið yfir síðan í haust - aðeins stóð á svari ráðuneytisins. Nú haía 70 manns látið innrita sig. Útibús- stjóri veröur Erna Sveinbjamar- dóttir en aðrir kennarar Frances Taylor enskukennari, Helga Gísladóttír, íslenska, Hilmar Árnason stærðfræði, og Rann- veig Haraldsdóttir, vélritun. Nemendur eru ekki einskorð- aðir við Patreksfjörð heldur koma víöa að frá vestursvæðinu, bæöi frá Tálknafirði og af Barða- strönd, fólk sem ætlar að leggja á sig að bijótast x skólann 3 kvöld í viku í vetur. iðBi HÁSKÚLABIÖ IIIIIIBMJilililililltttmsÍMI 22140 Frábær spennumynd, gerð af hinum magnaða leikstjóra Luc Besson. Sjálfsmorð utangarðsstúlku er sett á svið og hún síðan þjálfuð upp í miskunnarlausan leigumorðingja. Mynd sem víða hefur fengið hæstu einkunn gagnrýnenda. Aðalhlutverk: Anne Párillaud, Jean-Hugues Anglade (Betty Blue), Tcheky Karyo. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.