Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. 15 Einar Oddur -hvers konar „vættur“? Ég heimsótti vinkonu mína á dögunum. Hún er komin nokkuð á efri ár og þarf þess vegna að fá heimilishjálp frá borginni. Fyrir nokkrum vikum hafði hún mjög góða konu (félaga í Sókn) sem kom til hennar með regluglegu millibili. Hún þreif það sem þrífa átti mjög vel og svo var gaman að fá hana í heimsókn. En einn daginn var hringt frá borginni og vinkonu minni var sagt að það þyrfti að skipta um hús- hjálp. Og nú byrjuðu miklir erf- iðleikar hjá vinkonu minni. Hún fékk sendar ungar skólastúlkur sem margar hverjar kunnu lítið til verka. Gamla fólkið hefur skilað starfi sínu til samfélagsins og í mörgum tilfellum af slíkri rausn að þetta sama samfélag á það bara ekki skil- ið eins og það er orðið í dag. Við hugsum lítið um að þjónustan við það verði góð og jafnvel í nafninu á þeim greiðslum sem það fær felst lítilsvirðing. „Bæturnar" sem því eru ætlaðar ættu að heita heiðurs- laun og þære ættu ekki að vera svona smánarlega lágar. Vættur hinna fátæku? Flestar stúlkurnar í heimilis- hjálpinni eru í henni með skóla- námi og vilja ljúka vinnunni á sem skemmstum tíma. Svo bætir ekki úr skák að þær vita af því að vinir þeirra fá mun betri laun í öðrum störfum. Þær eru því margar hverj- ar bæði kærulaustr og latar að mati vinkonu minnar. Mig grunar að til viðbótar hafi þær ekki fengið neina leiðsögn í því að umgangast eldra fólk af þeirri alúð og virðingu sem því ber. Vinkona mín tók það þó sérstaklega fram að sumar KjaUarinn Hallgrímur Hróðmarsson kennari i MH stúlkurnar væru mjög elskulegar og vildu gera vel. En þær endast yfirlett mun skemur í starfinu vegna þess að einmitt þær duglegu og samviskusömu eiga mjög gott með að fá betur launuð störf. En hvers vegna eru launin ekki hærri fyrir hjálp við eldri borgara Reykjavíkur? Það er í fyrsta lagi af því að það er lítils metið í sam- félaginu að hjálpa gömlu fólki. í öðru lagi er í gildi svokölluð „þjóð- arsátt" sem kveður á um að allir skuli lækka í launum og þeir mest sem lægst hafa í launin. „Þjóðarsáttin“ leiddi raunar til þess að verðbólgan stendur nokk- urn veginn í stað, en það eru ekki hópar láglaunamanna sem græða á því. Það eru þeir ríku sem græða og þeir græða mikið. Það sáum við til dæmis á blaðafregnum um hlutabréfakaup nú rétt fyrir ára- mótin. Ég þekki enga Sóknarkonu né kennara (jafnvel ekki kennara í HÍK) sem hafði aura afgangs til að kaupa sér skattfrelsi í formi hlutafjár milli jóla og nýárs. Þvottavatn frá Þingvöllum Það er svo sér kapítuli að ráða- menn Reykjavíkur með Davíð kóng í broddi fylkingar hafa óspart látið starfsmenn sína vita að laun megi ekki hækka vegna „þjóðarsáttar- innar“. Þess í stað eru peningar borgarinnar notaðir til að byggja monthús við Tjörninga og hálfkúlu sem kölluð er „Perlan" - þessir menn vita ekki einu sinni að ekta perlur eru ekki hálfar kúlur. Og ofan á þetta bætist svo að þar sem peningar borgarinnar voru alhr notaðir í þessi minnismerki Davíðs hefur Hitaveita Reykjavíkur verið í lamasessi um og yfir hátíðarnar. Það er þó huggun harmi gegn að íbúar á svæðinu sem oft er kennt við Stórhafnarfjörð hafa fengið að baða sig upp úr Þingvallavatni í allt haust eftir þvi sem sérfræðing- ar Hitaveitunnar hafa frætt okkur á. Davíð vill það En hvað segja fylgismenn Davíðs þegar þeir eru spurðir álits á þessu háttalagi? Af hverju eru starfs- menn borgarinnar ekki hærra launaðir? Að sjálfsögðu vísa þeir í dag eins og Davíð á „þjóðarsátt- ina“, en einn fylgismaður Davíðs spurði hann rétt fyrir síðustu kosn- ingar: „Heyrðu Davíð, af hverju hafa starfsmennirnir þínir svona lág laun?“ Svarið stóð ekki í Davíð frekar en fyrri daginn: „Það er, skal ég segja þér, af því að þeir hafa svo lélega samningamenn. Einnig skal ég segja þér - í trúnaði - að ég sjálf- ur vil horga hærri laun, en ég bara fæ það ekki.“ - Það skal tekið fram að áðurnefndur fylgismaður Dav- íðs trúði honum. Vættur hinna ríku! Bjargvættur hverra er þessi títt- nefndi Einar Oddur hjá VSÍ? Ég held að hann sé ekki „vættur" þeirra lágt launuðu í samfélaginu - kvennanna í Sókn eða fólks í uppeldisstéttum (jafnvel ekki held- ur þó það sé í HÍK). Hann er ekki heldur „vættur" lækna því um að- stoðarlækna segir hann að launa- kröfur þeirra jafngildi 60% hækk- un á launum. Forsvarsmenn ASÍ hafa mér vitanlega ekki gert neina athugasemd við þau ummæli. Þeir eru trúlega á því að afnema beri vökulögin sem tók marga áratugi að ná í gegn. Einar Oddur er heldur ekki „vættur" gamla fólksins því smán- arlegar „bætur“ þess hafa rýrnað meira en nokkru hófi gegnir og þjónustan versnað á tímum svo- kallaðrar „þjóðarsáttar“. Að mínu mati er Einar Oddur „vættur" hinna ríku í samfélaginu. Hallgrímur Hrómarsson ,„,Þjóðarsáttin“ leiddi raunar til þess að verðbólgan stendur nokkurn veginn í stað en það eru ekki hópar láglauna- manna sem græða á því.“ „Hermönnum hefur orðið starsýnt á farangurinn i flugvélunum sem fluttu þá til flóans - likpoka fyrir heimförina." Simamynd Reuter Blóð og olía Varnarlína íraka í Kúvæt, sem nær með landamærum Saudi- Arabíu og strönd Persaflóa, er 25 km breið. Fremst eru gaddavírs- raðir, síðan svæði lagt tugþúsund- um jarðsprengna gegn skriðdrek- um og fólki og þá skurður þar sem komið hefur verið fyrir tunnum meö olíu, napalm og öðru eldfimu en þær verða sprengdar og kveikt í innihaldinu við árás. Að vísu má komast yfir um færanlegar brýr en það myndi mjókka og tefja fram- rás, gera liðið að auðveldum skot- mörkum fyrir 2300 fallstykki íraka en alþjóðahðið hefur mun færri og skammdrægari byssur. Aftast eru hundruð skriðdreka undir margra metra þykkum sandþökum. Bandaríkjamenn hyggjast senda B-52 sprengjuvélar gegn þeim í von um að hristingur frá þungum sprengjum fehi sandinn ofan á þá. Síðan eigi að brjóta leiðir gegnum Ununa og taka hana aftan frá. Eftir 8 ára stríð við íran og hálfa milljón faUinna eru írakar færir í varnar- stríði og frægir fyrir þrautseigju en hafa barist án frumlegra að- ferða. Verði reynt að minnka mannfall Bandaríkjamanna með því að gera harðar loftárásir á írak og Kúvæt mun það bitna á alþýðu þessara landa en sjálfir eiga írakar um 800 orustuþotur, þ.á m. Mirage F-1 með nákvæmum flaugum til árása á landmörk og 30 af hinni fullkomnu Mig-29. Án markmiðs, án áætlunar írakar fylltu 3 oUuskip og lögðu þeim fyrir utan hafnarborgina Ras el Kuleia. Yröi landganga reynd myndu skipin verða sprengd og hundruð þúsunda tonna flæða út sem síðan yrði kveikt í þegar land- KjaUarinn Jón Hjálmar Sveinsson fyrrv. sjóliðsforingi gönguprammar nálguðust. Talið er að Bandaríkjafloti hafi aldrei reiknað með stríði, annars hefði hann vart sent flugmóðurskip inn á Persaflóa þröngan, grunnan og íjölfarinn því að þau þurfa mikið rými við að senda upp og taka á móti vélum. Stýriflaugar flotans eru vopn sem óvíst er að virki þar sem þær hafa aðeins verið reyndar yfir vel kort- lögðu landi og tölvur þeirra þurfa nýjar stafrænar gervihnattamynd- ir til leiðsagnar og smávægUegar breytingar á staðháttum villa um fyrir þeim. Yfirburðir Bandaríkja- manna á rafeindasviðinu eru ekki ótvíræðir. Tækni þeirra er einfald- lega ekki nægilega innstillt á að fást við hin mörgu vestrænu vopn íraka, nokkuð sem sýndi sig 1987 þegar ratsjártölva bandarísku frei- gátunnar Stark að vísu uppgötvaði íraska orustuþotu en greindi hvorki hana né Exocet skeyti henn- ar - hvort tveggja franskt - sem fjandsamleg. Skeytið hitti og nær sökkti freigátunni. Bandaríkjamenn sendu heiman að 800 Abrams M-1 skriðdreka til Saudi-Árabíu en í þá vantar bæði loftkælingu og búnað til varnar eit- urgasi. Þá vinnur 105 mm byssa drekans ekki á marglaga vörn T-72 dreka íraka en þeir eiga 1000 slíka. Nær, þ.e. í Evrópu, voru þó M-1 A1 drekar búnir loftkælingu, efna- vörn og 120 mm byssu (sem grand- ar T-72) en þessa var seint byijað að flytja tU Arabíu. Efni það sem bandaríski herinn notar til að hreinsa búnað af eiturgasi er sjálft eitrað og tærandi. Foringjarnir guggnuðu Fullkomnar njósnir áttu að vera stærsti kostur bandaríska Uðsins en þeir viðurkenna að ekki hafi tekist að finna allar stjómstöðvar og eldflaugastöðvar íraka sem reyndar eru alltaf áð færa hð sitt til. Þá hafa írakar slökkt á hundr- uðum ratsjáa sinna og því finna Bandaríkjamenn þær ekki þrátt fyrir leit með AWACS og TR-1 njósnavélum. Þetta kemur í veg fyrir að Banda- ríkjamenn finni hvaða tíðnir írak- ar nota og hindrar þá í að beita gagnradarflauginni Harm. Ekki aðeins um 1000 Roland loftvama- flaugar íraka ógna handarísku flugvélunum, heldur einnig um 150 Hawk flaugar sem féllu í hendur íraka við töku Kúvæt þegar her Kúvæt slökkti á varnarkerfum sín- um, laumaðist hurtu og lét and- spymu eftir ungum og óþjálfuðum fullhugum sem um tíma drápu á þriðja tug hemámsliða daglega. Leynilögreglu Husseins, Muk- habarat, sem stjórnað er af frænda hans, Ah Hassan al-Majid og hefur um 7000 manns á að skipa í Kú- væt, tókst þó fljótt að kæfa and- spyrnu enda hefur hún reynt sig á Kúrdum. Skautahöll Kúvæt-borgar var breytt í líkhús, pyntingarstöðv- um komið upp í opinberum bygg- ingum og með andspyrnumenn var farið heim til fjölskyldna þeirra þar sem þeir voru geltir í augsýn sinna nánustu. Að kjafta sig út I horn Ólíklegt er að nokkur af araba- ríkjunum muni taka þátt í að gera innrás í írak. Þau hafa undirstrik- að að þeirra hlutverk sé að vernda Saudi-Arabíu og kannski frelsa Kúvæt. „Hver hefur sagt að við munum berjast við hhð Banda- ríkjamanna?" er haft eftir tals- manni Assads Sýrlandsforseta. „Við verðum að búa hérna áfram á eftir,“ gefa arabar sem skýringu á tregðu sinni. Það að Bandaríkjamenn sendu meira hð en þurfti til varnar (reyndar minna en þyrfti til sigurs þeirra einná) og að ekki mun verða hægt að skipta um lið, ásamt dýrk- un meints óskeikuheika Banda- ríkjahers og málæði Bush hefur komið þeim í sjálfheldu. Hermönn- unum hefur því orðið starsýnt á farangurinn í flugvélunum sem fluttu þá til flóans - líkpoka fyrir heimfórina. Jón Hjálmar Sveinsson „Fullkomnar njósnir áttu að vera stærsti kostur bandaríska liðsins en þeir viðurkenna að ekki hafi tekist að finna allar stjórnstöðvar og eldflauga- stöðvar íraka...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.