Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. 17 íþróttir ur og Carl báðir I hreinan skjöld imundsson og Carl J. Eiríksson stóðust báðir lyfjapróf ibands íslands kallaði í þróttamenn 1 lyfjapróf. )á Pétur Guðmundsson J. Eiríksson, fremsta í skotfimi. Á dögunum : lyfjaprófmu til lyfja- þeir báðir prófið. Hannes Þ. Sigurðsson, formaður lyijanefndar íþróttasambandsins, í samtali við DV í gærkvöldi. Pétur Guðmundsson setti glæsilegt íslandsmet í kúluvarpi seint á síðasta ári eins og kunnugt er en þá kastaði hann 21;26 metra. Og eins og oft vill verða þegar menn ná góðum árangri í íþróttum fóru að heyrast raddir þess efnis að ekki væri allt með felldu. Nú hefur það fengist staðfest að Pétur hefur ekki neytt ólöglegra lyfia. Hann sagði um niðurstöðuna í gærkvöldi: „Ég vildi fá lyfjapróf um leið og ég setti íslandsmetið. Það var ekki gert. Ég er hins vegar mjög á- nægður með að það hefur komið fram að það voru engin lyf í spilinu. Ég mun halda mínu striki og æíi nú meira en áður ef eitthvað er,“ sagði Pétur Guðmundson. Pétur hafði ekki heyrt um niðurstöðuna fyrr en DV hafði samband við hann í gærkvöldi. Carl líka með hreinanekjöld • Carl J. Eiríksson skotmaður var einnig tekinn í lyfjapróf en hann hefur verið fremsti skotmaður lands- ins um árabil og náð mjög góðum árangri. Carl kom einnig með hrein- an skjöld frá lyfjaprófinu. Ekki náð- ist í Carl í gærkvöldi. -SK • Pétur Guðmundsson brosti breitt í gærkvöldi er DV tilkynnti honum tíðindin úr lyfjaprófinu. • Carl J. Eiríksson, besti skotmaður tandsins, komst með glans frá lyfja- prófinu. la frá Kína, ásamt landa sínum, Cheng Hoe DV-mynd GS Xiaoqing til íslands Ein fremsta badmintonkona heims, Xiaoqing Lim frá Kína, dvelst hér á landi um þessar mundir og er að íhuga þann möguleika að setjast hér að. Sama er að segja um landa henn- ar, Cheng Hoe Lim, sem hefur tekið að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Xiaoqing Lim hafnaði í þriðja sæti á síðasta heimsmeistaramóti í bad- minton, sem fram fór í Indónesíu áriö 1989, og segir það meira en mörg orð um styrkleika hennar. Hún kemur hingað frá Svíþjóð en þar var hún einnig að kanna um búsetu. Henni bauðst samningur þar, og reyndar víðar, en hins vegar reyndist erfiðleikum bundið að fá sænskan ríkisborgararétt, og því hyggst hún reyna fyrir sér hér á landi. Þau Xiaoqing og Cheng kepptu bæði á meistaramóti TBR um síðustu helgi. Xiaoqing keppti í A-flokki karla á mótinu en vann samt þrefaldan sigur. Hún vann Harald Kornelíusson, TBR, 15-2 og 15-4 í úrslitum í einliðaleik, í tvíliðaleik sigraði hún ásamt Cheng, og 1 tvenndarleik keppti hún í meist- araflokki með Brodda Kristjánssyni, og unnu þau af öryggi. • Broddi sigraði í einliðaleik í meistaraflokki karla á mótinu og einn- ig í tvíliðaleik ásamt Árna Þór Hall- grímssyni. Bima Petersen sigraði í einliðaleik í meistaraflokki kvenna og í tvíliðaleik ásamt Guðrúnu Júlíus- dóttur. -VS la í handknattleik í gærkvöldi: leppið í lokin“ an sigur gegn Haukum í Eyjrnn, 25-20 ar tóku sig verulega á í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 18-17 en lokakaflinn var heimamanna og örugg- ur sigur í höfn. „Þetta var mjög góður sigur og gott fyrir okkur að vinna Haukana. Þetta var köflóttur leikur af okkar hálfu og við misstum of marga leikmenn út af. En þetta gekk upp í lokin og viö erum klár- ir í slaginn við ÍR í næsta leik,“ sagði Guðfinnur Kristmannsson, besti leik- maður ÍBV í leiknum. Þess má geta að þeir Þorsteinn Viktorsson og Sigbjöm Óskarsson fengu rauða spjaldið í lokin. Guðfinnur Kristmannsson var bestur í hði ÍBV en einnig átti Gylfi Birgisson góðan leik. í liði Hauka var Petr Baumruk bestur en Sigurjón Sigurðsson átti einnig góða sþretti. • Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 8/4, Guð- finnur Kristmannsson 6, Sigurður Más- son 4, Sigbjörn Óskarsson 33, Helgi Bragason 2, Sigurður Gunnarsson 1 og Haraldur Hannesson 1. • Mörk Hauka: Petr Baumruk 6/3, Steinar Birgisson 4/1, Sigurjón Sigurðs- son 3, Snorri Leifsson 2, Jón Örn Stef- ánsson 2, Sveinberg Gíslason 2, og Pétur Ingi Arnarsson 1. • Leikinn dæmdu þeir Hákon Sigur- jónsson og Guðjón L. Sigurðsson. • Gylfi Birgisson haföi ástæðu til að fagna i gærkvöldi eftir að ÍBV haföi sigrað Hauka örugglega i Eyj- um, 25-20. • Staöan er þannig í 1. deild karla í handbolta eftir leikinn í Eyjum í gærkvöldi: ÍBV-Haukar.................25-20 Víkingur... 16 16 0 0 402-329 32 Valur.....16 13 1 2 394-346 27 Stjarnan.... 16 11 0 5 396-376 22 FH.........16 9 2 5 384-376 20 Haukar....16 10 0 6 384-385 20 KR.........16 5 6 5 375-372 16 ÍBV........15 5 3 7 358-356 13 KA.........16 6 1 9 374-356 13 Selfoss.....16 3 3 10 327-371 9 Grótta......16 3 1 12 351-383 7 Fram........16 1 4 11 325-372 6 ÍR,.........15 2 1 12 319-367 5 • í 1. deild kvenna léku Víkingur og Grótta í gærkvöldi. Víkingur sigraði með yfirburðum 24-14 (10-6). Mörk Víkings: Halla Helgadóttir 9/4, Andrea Atladóttir 7, Matthild- ur Hannesdóttir 33, Heiða Erlings- dóttir 2, Inga Lára Þórisdóttir 1, Kristín Bjarnadóttir 1, og Svava Sigurðardóttir 1. • Mörk Gróttu: Laufey Sig- valdadóttir 7/3, Helga Sigvalda- dóttir 3, Ema Hjaltested 2, Elísabet Þorgeirsdóttir 1, og Brynhildur Þorgeirsdóttir 1. • Keflavík sigraði ÍS, 19-23, í 2. deild karla í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. • Botnlið 1. deildar vann mjög óvæntan sigur á liði ÍS í 1. deild í gærkvöldi. Staðan er þá þannig: IS-Reynir..................70-73 UÍA-Breiðablik.............79-67 Víkveiji.....8 6 2 618-580 12 ÍS...........7 4 3 520-482 8 Skallagr.....6 4 2 435-388 8 UÍA..........7 4 3 466-447 8 Akranes......6 2 4 467-500 4 UBK..........7 2 5 455-503 4 Reynir.......7 2 5 470-531 4 Sport- stúfar Tveir leikir fóru fram i banda- rísku NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt. Portland vann góðan útisigur á New Jers- ey Nets, 103-116, og Los Angeles Lakers sigraði Houston Rockets örugglega, 116-97, á heiraavelli. Boston Celtics iiefur tapað fæst- um leikjum allra liða í deildinni, aðeins 6. Portiand Trail Blazers hefur tapað 7 leikjum, San An- tonio Spurs 8 og Chicago Bears 10 leikjum. Firmakeppni á Keflvíkingum Hin árlega flrraa- og hópakeppni UMFK í innanhússknatt- ..... spyrnu fer fram í íþróttahúsi Keflavíkur dagana 19. og 20. janúar. Fyrirtækí jafnt sem hópar geta skráð sig til þátttöku og þá jafnvel tvö fyrirtæki sam- eínast í eitt lið. Leikið er á lítil mörk og leiktími er 2x8 mínútur. Þátttökutilkynningar berist fyrir 17. janúar til Gísla Jóhannssonar í síma 92-14472 og/eða 92-13044 (símsvari). Fjögur liðeftirí ameríska fótboltanum Átta liða úrshtin í ameríska fót- boltanum, NFL-deildinni, voru leikin um síðustu helgi. í AC riðl- inum vann Buffalo Bihs sigur á Miami Dolphins, 44-34, og Los Angeles Raiders sigraði Cincinn- ati Bengals, 20-10. Þar mætast því Bills og Raiders í úrshtaleik um næstu helgi. í NFC-riðlinum vann San Francisco 49ers sigur á Was- hington Redskins, 28-10, og New York Gíants burstaði Cliicago Bears, 31-3. Þar leika því 49ers og Giants til úrslita. Sigurvegar- arnir í þessum úrshtaleikjum leika síðan „Super-Bowl" leikinn fræga um meistaratignina í am- eríska fótboltanum. Finnar og Sviar hættu við Eystrasaltsmótið Bæði Finnar og Svíar hafa ákveðið að taka ekki þátt í Eystrasalts- mótinu í handknatt- leik, Baltic Cup, sem átti að hefj- ast í Minsk i Sovétríkjunum nú í vikunni. Báðar þjóðir hættu víð þátttöku vegna hernaöarástands- ins í Litháen en Minsk er skammt frá Vilnu, höfuðborg Litháens. Finnar áttu að leika vináttuleik gegn Eistlendingum i Talhnn í gær á leið sinni til Minsk og voru í þann veginn aö ganga um borð í ferjuna frá Helsinki til Tallinn þegar ákvörðunin vai* tekin. Ónnur þátttökulið í mótinu áttu að vera Pólland, Sovétríkin, Rússland og sovéska 21 árs lands- liðið. Björn vann tvöfalt hjá Skotfélagi Reykjavíkur Björn Birgisson vann sigur á tveimur innanfélagsmótum lijá Skotfélagi Reykjavikur á laugar- daginn. I keppni með loftskamm- byssu, 60 skot, hlaut hann 551 stig, Carl J. Efríksson 548 og Árni Þ. Helgason, sem jafnfranit sigr- aði í 1. flokki, 528 stig. í keppni meö staðlaöri skammbyssu, 3x20 skot, hlaut Bjöm 546 stig, Ámi 543 og Carl 539 stig. Athygh vakti að Ólafur V. Birgisson, skotmaö- ur ársins 1990, mátti sætta sig við sjötta sætið í fyrri keppninni og fjórða sæti í þeirri síöari. Trausti sleit hásin Eins og viö sögðum frá í DV í gær meiddist Trausti Ómarsson í leik með Víkingum á innanhússmót- inu í knattspyrnu um helgina. Nú hefúr konuð i ljós að Trausti sleit hásin og verður frá knatt- spyrnuiökun í aht aö 3 mánuöí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.