Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ftitstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANUAR 1991.
CNN-útsending á Stöð 2:
Löglegt
- segir Þorbjöm Broddason
Þorbjöm Broddason, formaöur út-
> varpsréttarnefndar, segir að senda
megi beinar útsendingar án þess að
efni þeirra sé textaö. Að öðru léyti
sé skylt að þýða allt efni sem sent er
í sjónvarpi.
„Útvarpsréttamefnd hefur ekki
fengið neina sérstaka tilkynningu frá
Stöð 2 um þessar beinu útsendingar
CNN-stöðvarinnar. Stöðin þarf held-
ur ekki að fá neitt leyfi fyrir þessum
útsendingum. Það má senda beinar
útsendingar ótextaðar.
Þess vegna sé ég ekki að útvarps-
réttamefnd rjúki til handa og fóta
og fari að bregða fæti fyrir þessa til-
raun sem mér finnst mjög merkilegt
framtak á þessum óvissutímum,"
segir Þorbjörn.
« -JGH
Sjónvarpið:
íhugaðaðsenda
fréttamenn út
tilPersaflóa
Sjónvarpið íhugaði fyrir nokkru að
senda fréttamenn til Persaflóasvæð-
isins. Eftir nokkrar umræður var
falhð frá því. Sömuleiðis hefur Sjón-
varpið rætt um að senda fréttamenn
til Litháens. Úr því verður heldur
ekki.
„Það kom til tals að senda menn
tíi Persaflóasvæðisins og raunar
Eystrasaltsríkjanna Mka. Frá þessu
hefur veriö fallið," sagði Helgi H.
Jónsson, varafréttastjóri Sjónvarps-
ins,ímorgun. -JGH
Suður-Afríka:
43 létu lifið
Nýr seðlabankastjóri
Á fundi bankaráðs Seðlabanka Is-
lands seinnipartinn í dag verður lík-
lega gerð tíllaga um nýjan seðla-
bankastjóra. Tillagan verður send
ráðherra bankamála, Jóni Sigurðs-
syni.
Samkvæmt heimildum DV bendir
l flest til að Birgir ísleifur Gunriarsson
alþingismaður verði nýr seðlabanka-
stjóri. -hlh
LOKI
En aðsenda þá
eitthvaðáleiðis-eins
ogtilsólarstranda?
Tók myndir af konu og
sendi henm i posti
37 ára karlmaður hefur játað að
hafa margsinnis gægst á glugga
ungrar konu í húsi á Seltjarnar-
nesi. Hann var búinn aö valda kon-
unni hugarangri og ónæði um
margra mánaða skeið. Lögreglan
handtók manninn í síöustu viku
eftir að hafa fylgst meö feröum
hans i langan tíma.
Maðurinn, sem er útlendur og
hefur verið búsettur hér á landi í
nokkur ár, hóf að stunda hina vafa-
sömu íöju sína við hús konunnar
síðastliðinn vetur. Hann vandi
komur sínar' að húsinu snemma á
morgnana. Fyrir utan húsiö varð
vart við grunsamlegan umgang og
spor í snjónum. Maðurinn var hins
vegar snöggur í burtu ef einhver
fór að athuga með ferðir hans.
Ástandið var farið að valda þeim
sem í hlut áttu verulegu hugar-
angri. Síðastliðiö sumar, þegar
bjart var orðið, varð hins vegar
ekkert vart við feröir gluggagægis-
ins. Þegar líða fór á veturinn og
myrkur fór vaxandi fór dóninn síð-
an að láta til sín taka aftur. í des-
ember sendi maöurinn myndir í
pósti til konunnar sem hann hafði
tekið af henni i gegnum glugga.
Hann lét bréf fylgja með þar sem
sagði að hann heföi stundað iðju
sína við húsið í langan tíma.
Lögreglan hefur fylgst náið með
rnálinu í nokkrar vikur. Nokkru
fyrir áramót var síðan tahð næsta
öruggt hvaða maður heföi átt í hlut.
Enþá fór maöurinn úr landi. Þegar
hann kom aftur tíl íslands og lög-
reglan varð vör við ferðir hans
þóttí enginn vafi leika á að glugga-
gægirinn var kominn aftur.
Snemma að morgni fimmtudags-
ins í siðustu viku var látið til skar-
ar skríða og maðurinn handtekinn.
Lögreglan fylgdist með manninum
þar sem hann tók strætisvagn að
Háaleitishverfi, fór þar með filmu
i framköllun en hraðaöí sér síðan
niður aö Suðurlandsbraut. Þar var
hann handtekinn. Við yfirheyrslur
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins
játaði maðurinn ofangreint athæfi
á sig.
-ÓTT
Keflavlkurflugvöllur:
200 metra
biðröð við
hliðið í gær
Nú er ljóst að 43 blökkumenn létu
lífið í miklum óeirðum á knatt-
spymuleik í bænum Sebomeng,
nærri Jóhannesarborg í Suður-Afr-
íku. Þetta eru alvarlegustu átök sem
orðið hafa á kappleik í landinu.
Flestir þeirra sem létust tróðust
undir en einnig beittu óeirðaseggir
bitvopnum og bareflum til að ná sér
niðri á andstæðingum sínum. Ólætin
spruttu upp eftir að öðru hðinu var
dæmtvafasamtmark. Reuter
Töluverður eldur kviknaði I kjallaraíbúð við Nönnustíg í Hafnarfirði í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu i íbúðinni.
Götunni var lokað meðan slökkvistarf stóð yfir. Rannsóknarlögregla ríksisins hefur málið til meðferðar.
DV-mynd S
- hert skoðun skilríkja
Vegna mjög hertrar vegabréfsskoð-
unar við hhðin hjá Keflavíkurflug-
velli var umferð hleypt inn á'báðum
akreinum við aðalhlið varnarsvæð-
isins í morgun. Þetta var gert tíl að
umferð gengi greiðar fyrir sig. Þarna
myndaðist um 200 metra biðröð í
gærmorgun þegar verið var að skoða
skilríki þeirra sem voru að fara til
vinnu. Þá var umferð hins vegar
hleypt inn á svæðið eins og venju-
lega: Vegna breytta fyrirkomulags-
ins haföi engin röö myndast klukkan
átta í morgun og skoðun á skhríkjum
gekk greiðlega fyrir sig. Umferð er
bæði hleypt inn og út við svokahað
Grænáshhð á vamarsvæðinu.
Vegabréfsskoðun starfsmanna og
þeirra sem eiga erindi á Keflavíkur-
flugvöh hefur veriö hert verulega á
síðustu dögum vegna hótana um
hryðjuverk. Að minnsta kostí tveir
hermenn eru nú frá varnarhðinu í
hvoru hliðinu ásamt tveimur ís-
lenskum lögregluþjónum. Aöeins
þegar umferðin er mest, eins og þeg-
ar fólk fer í vinnu á morgnana, verð-
ur hleypt inn á báðum akreinum við
aðalhliðið.
-ÓTT
Veöriö á morgun:
Skúrir
sunnaii'
lands
A morgun verður suðlæg átt,
sums staðar allhvöss eða hvöss,
á annesjum vestanlands en yfir-
leitt stinningskaldi annars stað-
ar. Skúrir verða sunnanlands og
slydduél vestanlands en léttír tíl
á Norður- og Austurlandi. Hiti
verður á bhinu 1 til 6 stig, kald-
ast vestanlands.
/8M,V
> c 72177 'tt,
SMIÐ JUKAFFI
smtm fritt ttem
OPNUM KL. 18VIRKA DAGA
OG KL. 12 UM HELGAR
&
» A R A ■»
c 9
G \
111 ALÞJÓÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ
LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644
\i
i
\i
i
P
V
4