Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991.
Viðskipti
Áhrif Persaílóadeilunnar á íslenskt efnahagslíf:
Þjóðarsáttin gagnar lítið
á Saddam komi til stríðs
kaupmáttur launa minnkar, verðbólga eykst og atvinnuleysi einnig
rnini ID
rnit/uri
1. Offramboð á oliu næstu
mánuði.
2. Hagvöxtur eykst.
3. Kaupmáttur tauna eykst.
4. Verðbólga minnkar.
5. Fleiri fá vinnu.
6. Afkoma sjávarútvegs
batnar.
7. OPECtapar.
8. Dollar lækkar.
STRÍÐ
50$
SAMNINGAR
6.
Skortur á olíu.
Hagvöxtur enginn.
Verðbólga eykst
nokkuð.
Aukið atvinnuleysi.
Afkoma sjávarútvegs
versnar.
7. OPEC stórgræðir.
8. Dollar hækkar.
1. Svipað framboð á olfu
og nú.
2. Hagvöxtur lítill.
3. Kaupmáttur svipaður.
4. Verðbólga eykst lítíð.
5. óbreytt atvinna.
6. Afkoma sjávarútvegs
'svipuð.
7. OPtC græðir lítið.
8. Dollar svipaður.
Þrír kostir í Persaflóadeilunni, samkvæmt hugmyndum DV, og líkleg áhrif hvers þeirra á íslenskt efnahagslíf. Leið
2, stríð með miklum skemmdum á oiíulindum iraka, Kúvæt og Saudi-Araba, yrði bylmingshögg á islenskt við-
skiptalif sem orðið hefur að þola erfiðan samdrátt undanfarin ár.
Þjóðarsáttin gagnar lítið á Saddam
Hussein, forseta Iraks, komi til stríðs
í Persaflóadeilunni. Kröftugt stríð,
sem hefur í fór með miklar skemmd-
ir á olíulindum í Saudi-Arabíu, Kú-
væt og írak, getur þýtt að verð á
tunninni af hráolíu verði í kringum
50 dollarar út allt þetta ár. Það yrði
bylmingshögg á íslenskt efnahagslíf
sem og efnahagslíf annarra þjóða.
Friður. Hráolían á um
15 dollara tunnan
ímynda má sér þijár kosti í Persa-
flóadeilunni. Sá fyrsti er að Saddam
Hussein dragi lið sitt skilyrðislaust
frá Kúvæt og það verði friður, endan-
leg lausn á deilunni. Fari svo verður
nokkurt offramboð á olíu á heims-
markaðnum og áætla má að verðiö á
tunnunni verði á bilinu 15 dollarar
út árið. Jafnvel mun minna fyrst um
sinn.
Verðbréfaþing
íslands
- kauptilboð vikunnar
FSS= Fjárfestingarsjóður Siáturfélags
Suðurlands, GL=Glitnir, IB = Iðnaðar-
bankinn, Lind = Fjármögnunarfyrirtækið
Lind, SlS = Samband íslenskra sam-
vinnufélaga, SP = Spariskírteini ríkissjóðs
Hæsta kaupverð
Auðkenni Kr. Vextlr
222,42 6,7
BBIBA86/1 5
BBLBI87/01 4 188,93 8,0
BBLBI87/034 177,51 8,0
BBLBI87/054 170,03 8,0
HÚSBR89/1 102,67 7,3
HÚSBR89/1 Ú 117,27 7,3
HÚSBR90/1 90,06 7,3
HÚSBR90/2 90,30 7,3
SKGLI86/26 179,54 7,0
SKSIS85/2B 5 272,23 11,0
SKSIS87/01 5 257,47 11,0
SPRÍK75/1 19432,08 7,1
SPRIK75/2 14581,17 7,1
SPRl K76/1 13690,43 7,1
SPRÍK76/2 10596,10 7,1
SPRÍK77/1 9653,42 7,1
SPRÍK77/2 7969,84 7,1
SPRIK78/1 6545,27 7,1
SPRIK78/2 5091,54 7,1
SPRÍK79/1 4380,76 7,1
SPRÍK79/2 3312,73 7,1
SPRÍK80/1 2744,66 7,1
SPRÍK80/2 2116,43 7,1
SPRIK81/1 1792,38 7,1
SPRIK81/2 1303,70 7,1
SPRl K82/1 1245,69 7,1
SPRIK82/2 914,14 7,1
SPRl K83/1 723,76 7,1
SPRIK83/2 481,60 7,1
SPRIK84/1 492,85 7,1
SPRÍK84/2 535,15 7,7
SPRIK84/3 521,99 7,6
SPRIK85/1A 442,30 7,3
SPRIK85/1B 304,03 7,3
SPRIK85/2A 343,54 7,3
SPRIK86/1A3 304,86 7,3
SPRIK86/1A4 344,74 7,9
SPRIK86/1A6 363,06 8,0
SPRÍK86/2A4 285,26 7,4
SPRIK86/2A6 299,16 7,6
SPRÍK87/1A2 243,14 7,3
SPRÍK87/2A6 217,79 7,1
SPRÍK88/1 D3 198,30 7,1
SPRIK88/2D3 162,21 7,1
SPRIK88/2D5 161,29 7,1
SPRÍK88/2D8 157,33 7,1
SPRIK88/3D3 153,69 7,1
SPRIK88/3D5 154,42 7,1
SPRIK88/3D8 152,03 7,1
SPRÍK89/1A 124,80 7,1
SPRl K89/1D5 148,91 7,1
SPRÍK89/1 D8 146,47 7,1
SPRÍK89/2A10 100,29 7,1
SPRÍK89/2D5 123,21 7,1
SPRÍK89/2D8 119,62 7,1
SPRIK90/1D5 109,07 7,1
Hlutabréf
HLBREFFI 128,00
HLBREOLÍS 212,00
Taflan sýnir verð pr. 100 kr. nafnverðs
ogxaunávöxtun kaupenda I % á ári miðað
við viðskipti 7.1 .'91 og dagafjölda til
áætlaðrar innlausnar. Ekki er tekið tillit
til þóknunar.
Þjóðir heims eru núna vel birgar
af olíu vegna aukinnar framleiðslu
Saudi-Araba frá því írakar réðust
inn í Kúvæt í byijun ágúst. Þá kæmi
olía frá írak og Kúvæt sem ekki hef-
ur verið á markaðnum vegna við-
skiptabanns Sameinuðu þjóðanna á
íraka.
Hins vegar er líklegt að Saudi-
Arabar og önnur OPEC-ríki dragi
nokkuð úr framleiðslunni við þessar
aðstæður þar sem verðið er lágt og
tekjur ríkjanna minni.
Stríð. Hráolían á um
50 dollara tunnan
Leið númer tvö er sú aðþað blossi
upp heiftarlegt stríð við Iraka með
þeim afleiðingum að olíulindir í írak,
Kúvæt svo og Saudi-Arabíu skemm-
ist. Margar veröspár eru á kreiki við
þessar aðstæður. Tölur eins og 50 til
60 dollarar tunnan hafa verið nefnd-
ar. Fyrrum olíuráðherra Saudi-
Araba hefur nefnt töluna 100 dollara
tunnan.
Hér spáum við því aö tunnan verði
í kringum 50 dollara út áriö. Mjög
hæpið er að þjóðir heims kaupi til
lengri tíirta hráolíuna á hærra verði.
Samhliða svona hráolíuverði má bú-
ast við kröftugum olíusparnaði með
tilheyrandi samdrætti í efnahagslífi.
Hjólin snúast miklu hægar.
Samningaviðræður. Olíuverð
upp á um 15 dollara tunnan
Þriðji kosturinn er að í dag, alveg
á síðustu stundu, kpmi sáttatilboð frá
Saddam Hussein. í kjölfariö heíjast
flóknar samningaviðræöur um lausn
Kúvæt-málsins þar sem tillögur
ganga á víxl á mifli deiluaðila. Eftir
margra mánaða friðarviðræður og
toppfundi næst síðan endanleg lausn.
I þessari leið má gera ráð fyrir svip-
uðu ástandi og verið hefur undan-
famar vikur á olíumörkuðum og að
hráolíuverðið verði á svipuðu róli
eða í kringum 25 dollara tunnan.
Óvissan um að endanleg lausn náist
ekki heldur verðinu á þessum nót-
um.
Leiö 1, friður í kjölfar þess að Sadd-
am dragi lið sitt skilyrðislaust frá
Kúvæt, og leið 3, langar samninga-
viðræður sem enda með friði, eru
hagstæðastar íslensku efnahagslífi.
Leið 1, friður strax, myndi leiða til
aukins hagvaxtar á árinu.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Ahrifin af 50 dollara olíuverði
á íslenskt efnahagslíf
Leið 2, stríö og skemmdar olíulind-
ir, er dýrasti kosturinn fyrir íslend-
inga og þjóðir heims. Hráolíuverðið
yrði 50 dollarar tunnan. Það yrði
engu að síður skortur á olíu í heims-
markaðsviðskiptum.
Enginn hagvöxtur - kreppa
Áhrifin hérlendis kæmu helst fram
í því að hagvöxtur þessa árs, sem
síðastliðið haust var spáð að yrði um
1,5 prósent, myndi þurrkast út. Ofan
á þetta áfall bætist líklegur loðnu-
aflabrestur sem minnkar landsfram-
leiðsluna enn meira.
Kaupmáttur launa minnkar
samhliða vaxandi verðbólgu
Kaupmáttur launa, svonefnd raun-
laun, myndi lækka verulega með ol-
íuverð upp á um 50 dollara tunnan.
Aukinn olíu- og bensínkostnaður,
sem skellur beint á buddu launa-
fólks, dregur úr kaupmættinum. Það
er minna eftir til að kaupa aðrar
vörur. Auk þess hækkar olían aðrar
vörur í verði. Með öðrum orðum;
verðbólgan er komin af stað. Þar með
lækkar kaupmátturinn enn meira.
Spírallinn af stað
Þetta þrýstir í raun aftur á hróp frá
verkalýðshreyfingunni um hærri
laun. Sé sú launahækkun gefin eftir
á sama tíma og landsframleiðsla
dregst saman verður verðbólgan enn
meiri. Spírallinn snýst hratt og hafi
menn áhuga geta þeir haldið áfram
að reikna sig út og suður upp í himin-
háar verðbólgutölur.
Aukið atvinnule >i
Ljóst er að þurrki.,t væntanlegur
hagvöxtur út og meira til; það verði
samdráttur, er minni þörf fyrir fólk
í vinnu og þar með eykst atvinnu-
leysið. íslendingar hafa ekki í ára-
raðir búiö við jafnmikið atvinnuleysi
og undanfarin ár. Það er um 2 pró-
sent af vinnuaflinu eða um 2.500 til
3.000 manns að jafnaði á mánuði. Á
næstu mánuðum gætu landsmenn
verið að horfa fram á atvinnuleysi
upp á 4.000 þúsund manns að jafnaöi
á mánuði.
Bylmingshögg á flugið
og sjávarútveginn
Af einstökum atvinnuvegum er það
sjávarútvegurinn ög flugið sem verð-
ur harkalegast fyrir hráolíuverði
upp á 50 dollara. Togaraflotinn, sem
er allt of stór, yrði rekinn með veru-
legu tapi. Fiskurinn upp úr sjó yröi
dýrari.
Hins vegar yrði erfiðara en áður
að selja þennan fisk, jafnvel þótt
hann væri á óbreyttu verði. Minnk-
andi kaupmáttur launþega í öðrum
löndum vegna oflukreppunnar gerir
það að verkum að eftirspurnin
minnkar. Verð íslensks fisks ræðst
hjá húsmæðrum í Bandaríkjunum
og Evrópu en ekki á karpfundum
útvegsmanna, sjómanna og frysti-
húsafursta.
Versnandi viðskiptakjör
og aukinn viðskiptahalli
Islendingar flytja inn megnið af
unnum vörum til landsins. I fram-
leiðslu margra þeirra kemur olía við
sögu. Þessar vörur verða dýrari.
Verð innflutnings hækkar á sama
tíma og verð útflutnings lækkar.
Hlutfallið þarna á milli kallast við-
skiptakjör. Þau snarversna.
Hærri dollar
Loks má búast við að dollarinn
hækki í stríði með olíuverð upp á 50
dollara. Dollar hefur ævinlega til-
hneigingu til að hækka á óvissutím-
um. Hærra verð á dollar kemur út-
flytjendum til Bandaríkjanna til
góða. Innflutningur frá Bandaríkj-
imum verður hins vegar dýrari.
Þetta eru kostirnir þrír. Verði stríö,
þar sem olíulindir í írak, Kúvæt og
Saudi-Arabíu, skemmast, er dagur-
inn í dag upphafið að því að íslensk-
ir launamenn horfi fram á minni
kaupmátt, aukið atvinnuleysi og
vaxandi verðbólgu. Þetta gæti verið
dagurinn sem fólk ákveður að leggja
bílunum og taka oftar strætó. Hættir
við utanlandsferðina í sumar. Hættir
við íbúðakaupin. Hættir við fyrir-.
hugaöar endurbætur á húsinu.
Allt vegna þess að þjóðarsáttin nær
ekki yfir Saddam Hussein og hvorki
Guðmundur Jaki, Einar Oddur eða
Steingrímur Hermannsson geta sett
bráðabirgðalögáhann. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 2-3 ib
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb
6mán. uppsögn 3,5-4 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5 ib
18mán. uppsögn 10 ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb
Sértékkareikninqar 2-3 lb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib
Innlán meðsérkjörum 3-3,25 ib
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6,5-7 Ib.Lb
Sterlingspund 12-12,5 Sb
Vestur-þýskmörk 7-7,6 Sp
Danskarkrónur 8,5-9 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 12,25-13,75 ib
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupqenqi
Almennskuldabréf 12,5-14,25 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-17,5 Allir nema
ib
Utlán verðtryggð
, Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb
Utlán til framleiðslu
Isl.krónur 12,25-13,75 Lb.Sb
SDR 10,5-11,0 Ib.Bb
Bandarikjadalir 9,5-10 Allirnema Sb
Sterlingspund 15-15,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 10-10,7 Sp
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Drátta/vextir 21,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. des. 90 13,2
Verðtr. des. 90 8,2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitalajan. 2969.stig
Lánskjaravísitalades. 2952 stig
Byggingavísitala jan. 565 stig
Byggingavísitala jan. 176,5 stig
Framfærsluvisitala des. 148,6 stig
Húsaleiguvisitala 3% hækkun 1 . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,287
Einingabréf 2 2,862
Einingabréf 3 3,476
Skammtímabréf 1,774
Kjarabréf 5,198
Markbréf 2,760
Tekjubréf 2,021
Skyndibréf 1,542
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,538
Sjóðsbréf 2 1,801
Sjóðsbréf 3 1,764
Sjóðsbréf 4 1,517
Sjóðsbréf 5 1,061
Vaxtarbréf 1,7883
Valbréf 1,6763
Islandsbréf 1,099
Fjórðungsbréf 1,052
Þingbréf 1,098
Öndvegisbréf 1,088
'Sýslubréf 1,106
Reiðubréf 1,079
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun n.v. 100
nafnv.:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88
Eimskip 5,57 5,85
Flugleiðir 2,41 2,53
Hampiðjan 1.72 1,80
Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84
Eignfél. lönaðarb. 1,89 1,98
Eignfél. Alþýðub. 1,38 1,45
Skagstrendingur hf. 4,00 4,20
islandsbanki hf. 1.36 1,43
Eignfél. Verslb. 1.36 1,43
Olíufélagiö hf. 6,00 6,30
Grandi hf. 2,20 2,30
Tollvörugeymslan hf. 1.07 ’ 1.12
Skeljungur hf. 6,40 6,70
Ármannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35
Otgerðarfélag Ak. 3,47 3,65
Olís 2,12 2,25
Hlutabréfasjóður ViB 0,95 1,00
Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05
Auðlindarbréf 0,96 1,01
Islenski hlutabréfasj. 1,02 1.08
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
ib = Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.