Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991.
Frestur íraka til aö yfirgefa Kúvæt
rann út klukkan fimm í morgun að
íslenskum tíma án þess að nokkur
merki sæjust um brottfór þeirra.
Einni klukkustundu áður en frestur-
inn rann út var endurtekin yfirlýsing
Saddams Hussein íraksforseta um
að hann myndi ekki breyta um af-
stöðu. Endurtekin voru einnig um-
mæli forsetans, sem heimsótti her-
menn sína í Kúvæt í gær, um að ír-
aski herinn væri reiðubúinn til styrj-
aldar.
Sprengjuflugvélar fluttar til
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC
greindi frá því í gærkvöldi að banda-
rískum tíma að sannanir væru fyrir
því að Bandaríkin væru að trufla
loftskeytasendingar í írak. Sagt var
að hægt væri að líta á það sem fyrir-
boöa hernaðaraðgerða. Sjónvarps-
stöðin kvaðst hafa þessar upplýsing-
ar frá ísraelskri radarstöð. í fréttum
NBC-sjónvarpsstöðvarinnar var
einnig greint frá því að um tveir tug-
ir B-52 sprengjuflugvéla hefðu verið
fluttir til einhvers lands í Miðaust-
urlöndum. B-52 vélarnar geta borið
stýriflaugar, sprengjur og kjarn-
orkuvopn. Hver B-52 flugvél getur
borið allt að tólf stýriflaugar.
NBC sagði einnig aö bandarískir
leyniþjónustumenn teldu að írakar
hefðu lagt fimm fullhlöönum olíu-
flutningaskipum í höfninni í Kúvæt-
borg og að þeir væru reiðubúnir að
kveikja í ef ráðist yrði á þá. Það
myndi hindra landgöngu í Kúvæt og
gera bandarískum herflugvélum erf-
iðara fyrir aö hitta skotmörk. Banda-
ríska varnarmálaráðuneytið kvaðst
ekki geta staðfest frétt sjónvarps-
stöövarinnar.
Gegn tillögu Frakka
Ljóst varð seint í gærkvöldi að frið-
artillaga Frakka myndi ekki ná fram
að ganga í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Það sem deilt var um var
lokaliður tillögunnar sem gerði ráð
fyrir ráðstefnu um frið í Miðaustur-
löndum á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Bandaríkjamenn lýstu yfir
andstöðu sinni þar sem gert væri ráð
fyrir að heimkvaðning innrásarliðs-
ins frá Kúvæt yrði tengd ráðstefnu
um málefni Miðausturlanda. John
Major, forsætisráðherra Bretlands,
kvaðst á þingi í gær ósáttur við orða-
lag frönsku tillögunnar sem myndi
veikja ályktanir Sameinuðu þjóö-
anna. Fulltrúar ísraels í Öryggisráð-
inu ítrekuðu afstöðu sína gegn al-
þjóðlegri friðarráðstefnu. Engin við-
brögð komu frá Bagdad við friðartil-
lögu Frakka.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
birti klukkan 23 að íslenskum tíma
lokaákall samtakanna til iraka.
Lagði hann að Saddam að heíja án
tafar brottflutning innrásarliðsins
frá Kúvæt.
Árás fyrr en seinna
Bush Bandaríkjaforseti gekk einn
um í garðinum við Hvíta húsið í
gærkvöldi en það er hann sagður
gera sjaldan. í fjarska gat hann heyrt
- átök sögð hefjast íyrr en seinna
Saddam Hussein íraksforseti heimsótti hermenn sína i Kúvæt í gær. Hann hafnaði öllum málamiðlunum i Persa-
flóadeilunni.
Símamynd Reuter
í mótmælendum sem safnast höfðu
saman til friðarvöku. Andrúmsloftið
í Washington var í gærkvöldi þung-
búið og spennu þrungið. Sjálfur
ræddi forsetinn viö tvo presta í síma
og bað hann þá um að biðja fyrir
honum og bandarísku þjóðinni.
Við Persaflóa eru 415 þúsund
bandarískir hermenn reiðubúnir að
framkvæma skipunina um aö hefja
stríð gegn írak. Seint í gærkvöldi að
bandarískum tíma sögðu menn í
Hvíta húsinu að lokaákvörðun hefði
enn ekki verið tekin. Marlin Fitz-
water, talsmaður Hvíta hússins,
sagði þó nokkrum klukkustundum
áður en fresturinn rann út að líklegt
væri að hernaðaraðgeröir hæfust
fyrr en seinna.
Beðið til myrkurs?
Margir hernaðarsérfræðingar hafa
spáð því að Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra leggi ekki til at-
lögu í dagsljósi heldur bíði þeir
myrkurs þegar tæknilegir yflrburðir
þeirra njóta sín betur. Reyndar eru
hernaðarsérfræðingar sammála um
að líklega verði það aðeins banda-
rískir og breskir og jafnvel franskir
hermenn s.em taki þátt í aðgerðunum
til að frelsa Kúvæt.
Margir sérfræðingar voru í gær-
kvöldi sammála um að stríð stæði
fyrir dyrum. Sumir töldu að það
myndi brjótast út aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að frestur ír-
aka rynni út. Meðal þess sem talið
er valda því að skjótt verði gripið til
hernaðaraðgerða eru deilur ísraela
og araba. Sænskur sérfræðingur
sagði í gær að ef Bandaríkin og Bret-
land gerðu ekki fljótt árás ættu þau
á hættu að írakar yrðu fyrri til og
réðust á ísrael eða ísrael á írak. Ef
Bandaríkin skærust ekki í leikinn
fyrr en eftir slíka árás þýddi það að
þau hefðu hafnað vitlausum megin í
deilu ísraela og araba.
Ekki venjuleg hótun
Hótunin sem sameinar ísraela þyk-
ir ekki vera nein venjuleg hótun. Það
er líklega í fyrsta sinn í sögunni sem
heil þjóð undirbýr sig skipulega fyrir
efnavopna- og sýklaárás. Á hverju
ísraelsku heimili og í opinberum
byggingum er nú eitt herbergi þar
sem límt hefur verið plast fyrir
glugga og dyr. Auk þess hafa allir
fengið gasgrímur. Bent hefur verið á
að hótun Iraka um efnavopnaárás á
ísrael sé mjög viðkvæmt mál i ísra-
el. Þar búi enn margir sem lifðu af
útrýmingarherferð nasista gegn gyð-
ingum.
Reuter og TT
íraskur sendiráðsstarfsmaður, sem rekinn var frá Bretlandi, hrópar slagorð
til stuðnings Saddam við brottför sina í gær.
Símamynd Reuter
Friðarvaka var haldin í London i gærkvöldi eins og víða annars staðar um
heiminn.
Simamynd Reuter
Götur Bagdad auðar
Hundruö þúsunda Bagdadbúa
þustu út á götur og torg í gær til
aö lýsa yfir stuðningi sínum við
Saddam Hussein og stefnu hans.
Rólegt var í borginni í morgun og
þótti fréttariturum sem merkja
mætti lognið á undan storminum.
Margir borgarbúa eru sagðir hafa
flúið út á land en þeir sem eftir
voru hömstruðu í gær matvæli og
vatn. Götur, sem annars iða af lífi,
voru tómar. Á nokkrum götuhorn-
um voru þó viðskipti í fullum gangi
þar sem voru götusalar að selja
límbandsrúllur og plast til að setja
fýrir glugga.
Þeir ætla þannig að verja sig fyr-
ir glerbrotum vegna sprenginga á
sama hátt og ísraelar ætla að verj-
ast efnavopnaárás. Reuter
Bagdadbúi kaupir sér plast til að setja fyrir glugga til varnar glerbrotum
vegna sprenginga. Simamynd Reuter
Nýja-Sjáland:
Sólmyrkvi vakti
stríðsótta
Nokkrum stundum áður en frestur
íraka til að yfirgefa Kúvæt rann út
varð sólmyrkvi á Nýja-Sjálandi. Þótt
stjarnfræðingar vissu vel hvað var í
vændum þá vakti sólmyrkvinn óhug
í landinu og jafnvel harðsvíraðir
verðbréfasalar fipuðust í kauphöll-
inni í Wellington.
„Það er gömul trú að sólmyrkvar
boði illt. Það gæti gengið eftir á þess-
um degi,“ sagði einn verðbréfasal-
inn.
í dýragarðinum í Wellington urðu
menn líka vitni aö undarlegri hegðun
dýranna. Mörg þeirra gáfu frá sér
viövörunarhljóð og túlkuðu menn
það sem svo að þau fyndu ófriðinn á
sér. Reuter