Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991. Afmæli Hennann Sigtryggsson Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar, Víðimýri 1, Akureyri, varð sextugur ígær. Hermann er fæddur á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk prófi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1949 og íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni 1951. Hermann hefur verið á ýmsum endurmenntun- arnámskeiðum á vegum íþrótta- kennaraskólans, menntamálaráðu- neytisins og fleiri aðila. Starfsferill Hermann var íþróttakennari á Stokkseyri og Eyrarbakka 1951 og íþróttakennari og framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Eyja- fjaröar 1952 og 1953. Hann var fram- kvæmdastjóri Félags- og æskulýðs- heimilis templara á Akureyri og hótelstjóri Hótel Varðborgar 1953-56 og sýsluskrifari og síðan gjaldkeri hjá bæjarfógetanum á Akureyri 1955-62. Hermann hefur veriö æskulýðs- og íþróttafulltrúi, nú íþrótta- og tómstundafuUtrúi Akur- eyrarbæjar frá áramótunum 1962 og 1963. Hermann var í vara- og aðalstjórn Skíðasambands íslands 1949-86 og í stjórn Knattspymufélags Akur- eyrar frá 1951, formaður 1955-62. Hann var í stjórn íþróttabandalags Akureyrar 1958-63 og í stjórn Skíð- aráðs Akureyrar 1969-73. Hermann var í stjórn Ferðamannaráðs Akur- eyrar 1969-80 og hefur verið í vara- stjóm Æskulýðsráðs ríkisins frá 1973, var forseti Rotaryklúbbs Ak- ureyrar 1979-80, í stjóm Norræna félagsins 1981-89 og í stjórn íþrótta- sambands íslands frá 1986. Her- mann var formaður bygginganefnd- ar íþróttahallarinnar á Akureyri 1973-86 og í ýmsum nefndum fyrir Akureyrarbæ, eins og vallarnefnd, íþróttahúsnefnd og byggingarnefnd Skíðahótelsins í Hlíðaríjalli. Her- mann var í tveimur nefndum menntamálaráðuneytisins er fjall- aði um lög um æskulýðsmál. Hermann var mótsstjóri skíöa- móts íslands 1957,1962,1965,1971 og 1976, auk fleiri móta í öömm greinum, og var fararstjóri á ólymp- íuleikana í Innsbmck 1976. Hann var fararstjóri á heimsmeistaramót í norrænum greinum skíðaíþrótta í Lathi 1978. Fjölskylda Hermann kvæntist 14. nóvember 1953 Rebekku H. Guömann, f. 22. febrúar 1928, skólaritara. Foreldrar Rebekku voru Jón Gíslason Guö- mann, f. 14. nóvember 1896, d. 3. september 1958, kaupmaður og síðar b. á Skarði á Akureyri, og kona hans, Guðlaug ísaksdóttir Guð- mann, f. 9. mars 1899, d. 2. nóvemb- er 1968. Dætur Hermanns og Re- bekku em: Anna Rebekka, f. 16. ágúst 1954, kennari og íþróttakenn- ari á Akureyri, gift Björgvini Steindórssyni, garðyrkjufræðingi og forstöðumanni Lystigarðsins á Akureyri, og eiga þau tvö böm: Birki Hermann, f. 22. apríl 1982, og Maríu Björk, f. 2. ágúst 1986; Edda, f. 28. september 1960, íþróttakennari á Akureyri, gift Gunnari Kr. Jónas- syniforstjóra. Bræður Hermanns eru: Lýður, f. 6. júlí 1920, d. í september 1983, fram- kvæmdastjóri fyrir sirkus og harm- óníkuleikari í Osló, kvæntur Klöm Strand, dætur hans eru: Lill Ann Giæver og Elín, í Rvík; Ragnar, f. 26. maí 1925, lagermaður á Ak'ur- eyri, kvæntur Sonju Gunnarsdóttur afgreiðslustúlku, börn þeirra eru: Sigtryggur, Ragnheiður, Kamilla, Hermann og Bórgar. Ætt Foreldrar Hermanns voru Sig- tryggur Sigurðsson, f. 30. apríl 1888, d. 2. febrúar 1950, skipasmiður á Akureyri, og kona hans, Anna Lýðs- dóttir, f. 1. september 1893, d. 4. sept- ember 1986. Sigtryggur var sonur Siguröar, smiðs á Akureyri, Björns- sonar, b. á Atlastöðum í Svarfaðar- dal, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Sigríður Jónasdóttir, b. á Þverá á Staðarbyggð, Jónssonai;. Móðir Sigríöar var Guðrún Pálsdóttir, b. á Þómstöðum í Kaupangssveit, Guð- mundssonar, b. í Kaupangi, Guð- mundssonar, lögréttumanns í Stórubrekku, Guömundssonar. Móðir Sigtryggs var Kristín Jóns- dóttir, b. á Hánefsstöðum, Gunn- laugssonar og konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur, b. á Klaufabrekk- um, Halldórssonar, b. á Klaufa- brekkum, Sigfússonar, b. á Melum, Jónssonar, b. og hreppstjóra á Stóru-Hámundarstöðum, Rögn- valdssonar. Anna var dóttir Lýðs, b. og hrepp- stjóra á Skriðnesenni í Bitrufiröi, bróður Ásgeirs, afa Ásgerðar Búa- dóttur veflistarkonu og Sólveigar Ásgeirsdóttur, konu Péturs Sigur- geirSsonar biskups. Annar bróðir Lýðs var Finnur, b. í Fagradal í Saurbæ, langafi Hrólfs Jónssonar, varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík. Lýður var sonur Jóns, b. á Skriðnes- enni í Bitru, Jónssonar, b. á Skrið- nesenni, bróður Sigríöar, langömmu Þórðar, afa Þórs Magn- ússonar þjóðminjavarðar og Lýðs Bjömssonar sagnfræðings. Jón var sonur Andrésar, b. á Skriðnesenni í Bitru, Sigmundssonar, ættfóöur Ennisættarinnar. Móðir Lýðs var Hallfríður Brynjólfsdóttir, b. á Kárastöðum á Vatnsnesi, Brynjólfs- sonar. Móðir Önnu var Anna, systir Ólaf- ar, langömmu Jóhanns, föður Frosta þjóðháttafræðings og Snorra, föður Lilju Maríu, gullverðlauna- hafa í sundi á ólympíuleikum fatl- aðra í Seoul. Ólöf var einnig amma Guðnýjar, móður Brands Jónsson- ar, fyrrv. skólastjóra Heyrnleys- ingjaskólans, og einnig amma Ragn- heiðar, ömmu Þorgeirs Ástvalds- sonar. Anna var dóttir Magnúsar, b. á Óspakseyri, Jónssonar, alþing- ismanns í Ólafsdal, Bjamasonar á Hermann Sigtryggsson. Hraunum í Skagafirði, Þorleifsson- ar. Móðir Magnúsar var Anna, systir Einars, föður Indriða rithöfundar. • Anna í Ólafsdal var dóttir Magnús- - ar, prests í Glaumbæ, Magnússonar og konu hans, Sigríðar, systur Bene- dikts, langafa Einars Benediktsson- ar skálds. Sigríður var dóttir Hall- dórs Vídalíns, klausturhaldara á Reynistað. Móðir Halldórs var Hólmfríöur Pálsdóttir Vídalíns, lög- manns í Víöidalstungu. Móðir Páls var Hildur Arngrímsdóttir lærða, vígslubiskups á Melstað, Jónssonar. Móðir Ólafar var Guðrún Jónsdótt- ir, alþingismanns í Keldudal í Skagafirði, Samsonarsonar og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur. Hermann tekur á móti gestum laug- ardaginn 19. janúar kl. 15-17 á Hótel KEA. Ásmundur Uni Guðmundsson Guðmundur Betúelsson, Kaldá,Flateyri. Jóhanna G. Björnsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 90 ára Anna Sveinsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Charlotta Ólöf Gissurardóttir, Þómfelli 2, Reykjavík. 70 ára Hjörtur Guðjónsson, Smárabraut 20, Höfn í Hornafiröi. Haraldur Kr. Jóhannsson, Hólmgarði66, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. 60 ára Gísii Grímsson, Illugagötu21, Vestmannaeyjum. Hulda Herborg Marvinsdóttir, Uppsölum, Öngulsstaðahreppi. Hörður J örundsson, Ásvegi 15, Akureyri. 50ára_________________________ Sesselja Þórdís Ásgeirsdóttir, Einimel 15, Reykjavík. Stefanía Guðmundsdóttir, Illugagötu 35, Vestmannaeyjum. Anna Lilja Leósdóttir, Hólavegi21, Sauðárkróki. 40 ára Jlón Helgi Bjarnason, Álfabrekku við Suðurlandsbraut, Reykjavík. Herdís Karlsdóttir, Vesturbergi 141, Reykjavik. Helgi Már Haraldsson, Háteigsvegi 48, Reykjavík. Hörður Héðinsson, Bleikjukvísl 5, Reykjavík. Elín Egilsdóttir, Hásteinsvegi47, Vestmannaeyjum. Elisabet Egilsdóttir, Skólabraut 2, Akranesi. Axel Sölvason Ásmundur Uni Guðmundsson, Suð- urgötu 124, Akranesi, varð sextugur ígær. Starfsferill Ásmundur Uni fæddist á Odds- stöðum í Miðdalahreppi í Dalasýslu en flutti ársgamall með foreldrum sínum að Krossi í Haukadalshreppi í Dalasýslu. Árið 1935 fluttu svo for- eldrar hans að Þormóðsdal i Mos- fellssveit en síðan aftur að Krossi tíu árum síðar. Ásmundur Uni nam í Brúarlands- skóla í Mosfellssveit frá níu ára aldri og til fermingar en hann fermdist frá Lágafellskirkju. Fjögur síðustu skólaárin var hann þó í far- skóla, ýmist á Úlfarsá eða Reynis- vatni. Hann stundaði Félagsmála- skóla alþýðu í Ölvusborgum árin 1982,83 og 84 og var á námskeiði MFÁ á Akranesi 1989. Ásmundur Uni starfaði á búi for- eldra sinna og ýmis störf á vegum Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búð- ardal, var við grenjaleit og vann í Haukadalshreppi í fimm vor. Árið 1963 flutti hann með fjölskyldu sína á Akranes og gerðist þá starfsmaður Sementsverksmiðjunnar og hefur starfaðþarsíöan. Ásmundur Uni gekk í Slysavama- félag íslands 1958 og starfaði í Björg- unarsveitinni Hjálp á Akranesi frá 1965-82, var um skeiö varamaður í stjórn Slysavarnadeildar karla á Akranesi og hefur séð um húsnæði slysavarnadeildanna frá 1979, sat í stjórn Starfsmannafélags Sements- verksmiðjunnar 1978-82,-var kosinn í stjórn Verkamannadeildar Verka- lýðsfélags Akraness 1980, sagði sig úr stjórninni 1985 og var endurkjör- inn 1989. Þá sat hánn í trúnaöarráði VLFA. Hann hefur setið í stjórn FR-deildar 11 frá stofnun 1980. Fjölskylda Ásmundur Uni kvæntist 1958 Halldóru Valfríði Elisdóttur, f. 9.7. 1939, frá Sælingsdal í Dalasýslu en hún er af ætt Ólafs Brandssonar. Ásmundur Uni og Halldóra eign- uðust sex börn, íjóra syni og tvær dætur. Börn þeirra: Guðmundur Pálmi; Bjartmann Jens, er lést af slysfórum 1990, tuttugu og níu ára; Guðrún; Oddný; Haraldur Ásgeir, er dó á sóttarsæng ellefu mánaða gamall, og Haraldur Ásgeir. Foreldrar Ásmundar Una: Guð- Asmundur Uni Guðmundsson. mundur Pálmi Ásmundsson frá Svínhól í Dalasýslu, óg Málmfríður Jóhannsdóttir. Guðmundur var sonur Ásmundar Guðmundssonar á Akranesi og Guðrúnar Þorleifsdóttur frá Vill- ingadal. Málmfríður var dóttir Jó- hanns, b. í Miðskógi, Guðmunds- sonar, b. í Bíldhóli, Vigfússonar. Móðir Jóhanns í Miðskógi var Málmfríður Jónsdóttir. Móðir Málmfríðar Jóhannsdóttur var Guðrún Torfadóttir, b. i Kirkju- skógi, Sveinssonar. Gunnar Þórarinsson. Kjartansson, f. 1893, d. 25. nóvember 1952, hjólbarðaviðgerðamaður og kaupmaður í Rvík, og kona hans, Guðrún Daníelsdóttir, f. 1895, d. 26. apríl 1967. Þórarinn var sonur Kjartans, verkamanns í Rvík, Árna- sonar. Guðrún var dóttir Daníels, ljósmyndara í Rvík, Daníelssonar og konu hans, Níelsínu Ólafsdóttur, systur Ólafs, fríkirkjuprests í Hafn- arfirði. Axel Sölvason, rafvirkjameist- ari, Hraunbæ 44, Reykjavík, varö sextugurígær. Axel er fæddur á Siglufirði og ólst þar upp og í Reykjavík. Starfsferill Axel lærði rafvélavirkjun í Raf- vélaverkstæði Halldórs Ólafssonar, Rauðárstíg 20, og var rafvirki á skip- um Eimskips og á rafmagnsverk- stæði SÍS. Hann rak rafvélaverk- stæði undir eigin nafni um árabil og síðustu fimmtán árin vann hann sem tækjafræðingur hjá Háskóla íslands. Axel var formaður Skotfélags Reykjavíkur í mörg ár og fyrsti for- maður Skotsambands íslands. Hann var formaður Félags radíóamatöra umtíma. Fjölskylda Axel kvæntist28. febrúar 1954 Hrefnu Ragnarsdóttur, f. 18. júlí 1931. Foreldrar Hrefnu voru Ragnar Eyjólfsson, b. ogsjómaðuráDjúpa- vogi, og kona hans, Guðný Finn- bogadóttir. Böm Axels og Hrefnu eru: Axel Sölvi, f. 5. október 1952, flugstjóri; Sigrún, f. 16. sepmber 1954, húsmóðir; Ragnar Guöni, f. 6. mars 1958, Ijósmyndari, og Bergur, f. 22. ágúst 1962, flugstjóri. Foreldrar Axels voru Sölvi Valdi- marsson, vélstjóri á Siglufirði, og kona hans, Pálína Jóhannsdóttir, d. 1943. Axel og Hrefna eru á ferð um Bandaríkin. Gunnar Þórarinsson Gunnar Þórarinsson sölumaður, Arahólum 4, Reykjavík, varð sex- tugurígær. Gunnar er fæddur í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík og nágrenni. Starfsferill Gunnar var í Kvöldskóla KFUM, í enskuskóla og á námskeiðum um verslunarstörf. Hann vann við í Tóbaksverslun 1947-53 og í Slipp- búðinni 1955-57, var í sjómennsku á togurum í tvö ár frá 1961 og vann við frystihúsastörf í Vestmannaeyj- um og Þorlákshöfn, var sjómaður á skelfiskbátum frá Stykkishólmi 1972-74 og aflabátnum Gullborginni VE 38, með sonum Binna í Gröf, eina vetrarvertíð, 1976. Gunnar var sölu- maður hjá Sælgætis- og Efnagerð- inni Sóló í Kópavogi 1979-84 og var sölumaöur fyrir ýmis fyrirtæki úti á landi í nokkur ár frá 1984 en er nú sj úkhngur eftir umferðarslys. Hann var í eitt ár í hússtjóm sam- býlisblokkar í Rvík, starfaði fyrir Íslensk-Ameríska félagið fyrstu ár þess og er áhugamaður um vest- ræna samvinnu. Gunnar hefur skrifaö nokkrar greinar í dagblöðin um þjóðmál. Fjölskyída Systkini Gunnars eru: Gerður, ekkja Sveins Tryggvasonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins; Daníel, kaupmað- ur; Guöfinna, fyrrv. Símastúlka hjá Stjómarráðinu; Kjartan, d. 1969, flugmaður hjá Loftleiðum; Lárus, flugumferðarstjóri; Níels, d. 1959, vörubílstjóri og verslunarmaður; Kristveig, d. 1954, skrifstofustúlka; Sigríður, sjúkraliði; Ólöf, húsmóðir; Þórir, fyrrv. sjúkraflugmaður hjá Bimi Pálssyni og nú strætisvagn- stjóri, ogÞóra, húsmóðir. Ætt Foreldrar Gunnars voru Þórarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.