Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RStstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991. Jón utan án vegabréfs Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra héit í morgun utan til Helsinki í Finnlandi á fund utanrík- isráðherra Norðurlandanna án þess að vera kominn með vegabréfsáritun til Sovétríkjanna. Jón hefur þegið boð Landsbergis, forseta Litháens, um að koma í opin- bera heimsókn til Litháens eftir fundinn í Helsinki. Það er tímamóta- heimsókn. Samkvæmt upplýsingum DV í morgun fór Jón utan í morgun með þau svör frá sovéska sendiráðinu í Reykjavík að allar vonir stæðu til að hann fengi vegabréfsáritun til Sovét- ríkjanna í Helsinki. -JGH Bagdad: Utvarp heyrist ekki lengur Útvarp heyrist nú ekki lengur í Bagdad, höfuðborg íraks, vegna þess að Bandaríkjamenn trufla allar sendingar. Truílun á öllum fjarskipt- um er liður í hernaðaráætlunum fjöl- þjóðahersins við Persaflóa og hugsuð til að koma í veg fyrir að hægt verði að hafa skipulega stjórn á her íraka. Þá hefur truflun á útvarpssending- um mikil áhrif á íbúana því að nú er ekki hægt að koma boðum til fólks þegar eitthvað gerist. Sagt var að nánast ekkert væri skiljanlegt af því sem heyrðist i útvarpinu í Bagdad. Reuter Obreyttástand ávarnarsvæðinu Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, var ástandið þar í morgun með eðli- legum hætti. Löggæsla og skoðun skilríkja hefur verið hert við hliðin aö varnarsvæðinu en umferð gekk vel í morgun. Aðspurður sagði Þorgeir aö ef átök brytust út við Persaflóa yrði ástandið á varnarsvæðinu metið með tilliti til aðstæðna. Hann vildi ekki tjá sig um hvort eða til hvaða aðgerða yrði grip- ið. _ÓTT Forseti íslands: Heiðursdoktor íGautaborg Forséti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, verður siðar í þessum mánuði sæmd heiðursdoktorsnafn- bót við háskólann í Gautaborg fyrir framlag sitt til norræns samstarfs i menningarmálum. Forsetinn fer til Gautaborgar 26. janúar og verður viðstödd 100 ára afmælishátíð há- skóláns í Gautaborg. -JGH LOKI Eitraðir málmarfrá íslandi? Meinti maður- inn ekki gaffalbita? Er með aWinnuleyfi fyrir 50 Islendinga hyggst leigja togarann Andra til úthafsveiða Magnús Karlsson, 26 ára gamall Grandarfirðingur, er nýkominn til landsins frá Nýja-Sjálandi með 50 atvinnuleyfi upp á vasann. Hann hefur unnið að ýmsu sem snertir uppbyggingu sjávarútvegs á Nýja- Sjálandi og hyggst fá íslendinga til að starfa þar með sér við útgerð. Magnús hefur í huga að leigja frystitogarann Andra af Norska PK-bankanum. Bankinn keypti togarann eins og kunnugt er þegar íslenska úthafsútgeröarfélagið varð gjaldþrota á siöasta ári. Magn- ús hyggst gera skipið út á djúpsjáv- arafla við Nýja-Sjáland. „Ég er byrjaður að tala víð fólk og skrá hjá mér nöfn. Síminn hefur varla stoppað hjá mér. Andri er í Noregi núna og er nýkominn úr endurbyggingu í Hull. Janus Nor- berg, útgerðarmaður frá Færeyj- úm, er með mér í að semja um leigu á togaranum. Ætíunin til að byrja með er að semía um kaupleigu á prósentum. Ég er lfka að kanna möguleika á að gera út togveiðiskip sem nú er i Frakklandi. Hingað kom ég með öll leyfi sem þarf til að gera togarana út og hef reyndar leyfi fyrir allt að tíu báta. Kvóta hef ég ekki en það er vel hægt aö leigja kvóta,“ sagði Magnús í sam- tali við DV í gær. Hann hefur verið á Nýsjálensk- um fiskiskipum í sex ár og segir að mikið sé um djúpsjávarfisk fyrir utan 200 mílna lögsöguna. „I síöasta túr fengum við eitt þús- und tonn á 11 dögum. Við fengum 80 tonna poka í hali. Fískurinn er svipaður og karfi og er á um þús- und metra dýpi,“ sagði hann. Magnús segir góðar horfur á út- gerð togara frá Nýja-Sjálandi. Ætl- un hans er að gera út frá Tarranga þar sem íbúar era 30 þúsund. „Frambyggjarnir þarna hafa fengið mikið fjármagn frá ríkinu og þeir vilja ólmir komast inn í útgerðina ef góð skip koma. Ég ætla að taka gott fólk með mér héð- an og hef 50 atvinnuíeyfi meðferðis sem gilda í allt að fimm ár. Fólkið myndi þá vinna á togaranum og á netaverkstæði. Eftir fyrsta túrinn myndum við setja upp frystihús. Andri flakar allt um borð en hinn togarinn myndi hausa aflarrn og heilfrysta. -ÓTT Ofsóknaræöi 1 Sovét: „Eiturmálmar frá lslandi“ Bullandi hatur gagnvart útlend- ingum og útlendum áhrifum, sér- staklega vestrænum, er enn mjög áberandi í Sovétríkjunum ef marka má ofsóknarkenndar blaöa- og tíma- ritsgreinar frá harðlínumönnum. Nýjasta tölublað sovéska mánaðar- ritsins Molodaya Gvardia, sem er íhaldssamt, mun þannig hafa verið gegnsýrt Vesturlanda- og gyðinga- hatri. Samkvæmt erlendum blaðafregn- um er yfirmaður KGB, Vladimir A. Kryuchkov, meðal áköfustu tals- manna andvestrænna viðhorfa ásamt fleirum úr kommúnista- flokknum, hernum og leyniþjón- ustunni. í síðustu viku sakaði hann Vesturlönd um að senda eitrað korn til Moskvu og að flýta hruni Sovét- ríkjanna með stuðningi við eða stofn- un þjóðernishópa í lýðveldunum. í Molodaya Gvardia er tortryggnin á nótum KGB-foringjans. Þar voru lesendur meðal annars varaðir við „eitruðum málmum“ frá íslandi, krabbameinsvaldandi sjampói frá Póllandi og menguðum brauðkörfum og innkaupatöskum frá Víetnam. KGB-foringinn sagði um helgina, er hann ræddi um leiðir til að sporna við þessum fjandsamlegu vestrænu áhrifum, að líklegast þyrfti blóðbað tilaðkomaálögumogreglu. -hlh íranar fella niður allt f lug Lögreglan í Reykjavik hefur nú eftirlit með nokkrum byggingum sendiráða erlendra ríkja i Reykjavík vegna ástandsins við Persaflóa. Myndin er tekin í morgun við bandaríska sendiráðið við Laufásveg. DV-mynd GVA Stjórn írans hefur látið fella niður allt farþegaflug í nágrenni Persa- flóans meðan styrjaldarhættan vofir þar enn yfir. Ríkisflugfélagið Iran Air tilkynnti að flug suður yfir Persaflóann til Sameinuðu arabísku furstadæm- anna kæmi ekki til greina á meðan núverandi ástand stæði. Þá hefur flug til Jódaníu einnig verið fellt nið- ur af ótta við að átök brjótist út á hverri stundu. Reuter Veðrið á morgun: sunnan- og vestan- lands A morgun verður sunnan- og suðaustanátt, stinningskaldi eða allhvasst með éljum sunnan- og vestanlands en hægara og úr- komulaust norðan- og norðaust- anlands. Frost á bilinu 1 til 3 stig. /SM\ SMIÐJUKAFFI SBNDUM fRm HfM 0PNUM KL. 18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR * A R A « lll ALÞJÓÐA <QB> LÍFTRYGGINGARFÉLAOIÐ LÁOMÚLA 5 • REYKJAVlK • S. 681644 0 4 i i 4 $

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.