Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 8
PPt HATIHP3'-I . (i HIIOAt
BÍLAMARKAÐURINN
v/REYKJANESBRAUT
___SMIÐJUVEGI 46 E, KÓPAVOGI-
‘sp 67 18 00
Vantar
nýlega bíla
á staðinn
Chevrolet Astro, 7 manna, ’86, rauður, 6
cyl., ssk., ek. 54.000, vandaöur fjölskyldu-
og feröabill, v. 1.280.000, sk. ód.
Nissan Bluebird SLX '89, blór, ssk., ek.
20.000, vökvast./overdrive, álfelgur, o.fl.,
sem nýr, v. 1.050.000.
Blazer S-10 '87, rauöur, sjálfsk., meö
overdrive, ek. 61.000, ný dekk o.fl., v.
1.800.000.
M. Benz 190 '88, blár, beinsk., ek. aöeins
36.000, ýmsír aukahl., v. 1.600.000, sk. á
nýl. minni bíi.
Ford Bronco XLT '89, grár, 4ra g., ek. 23.000,
rafm. í rúðum o.fl. aukahl., v. 2.300.000.
Nissan Patrol turbo/dísil '90, lúxusútgáfa, 5
g., ek. aöeins 15.000, v. 2.950.000.
MMC Lancer GLX 4x4 '87, hvitur, 5 g., ek.
67.000, v. 850.000.
VW Golf CL 1800 '87, rauöur, 5 g., ek. 52.000,
GT-innrétting o.fl. aukahl., v. 720.000.
Chrysler Le Baron turbo '85, gullsans., 5 g.,
sóllúga, raf. í öllu, skemmtilegur framdrifs-
bill, v. 780.000, sk. ód.
VIÐ
SELJUM
BÍLANA
Útlönd
Saddam Hussein lýsir yfir sigri í Persaflóastríðinu:
Bush andvígur
landhernaði nú
- efasemdir um að íraski herinn muni allur berjast
Straumur liöhlaupa úr íraska
hernum vex nú dag frá degi. Um
helgina komu 75 hermenn yfir víglín-
una og gáfu sig á vald íjölþjóðahem-
um í Saudi-Arabíu. Þessir menn
sögöu ástandið í írak hörmulegt og
að mannfall hefði orðið mikið í loft-
árásum síðustu daga.
Talmenn hers bandamanna segja
að frásagnir hermannanna bendi til
að hluti af íraska hernum muni að
öllum líkindum leggja niður vopn
komi til innrásar á landi. Sagt er að
matarskortur hrjái hermennina og
þeir biði þess eins að stríðinu ljúki.
Af nýjustu yfirlýsingum Saddams
Hussein verður þó ekki ráðið að upp-
gjöf sé í liði hans. Hann kom fram í
gær í fyrsta sinn i langan tíma. Sögur
voru á kreiki um að forsetinn væri
sjúkur og að hann hefði þurft á ró-
andi lyfjum að halda.
í útvarpsávarpi sagði hann að ír-
aska þjóðin hefði nú þegar sigrað í
stríðinu í augum Guðs. Hann sagði
að írak væri nú „virki trúarinnar,
umsetið af heiðingjum og voðamönn-
um“.
í dag á George Bush Bandaríkjafor-
seti fund með æðstu ráðgjöfum sín-
um í hermálum.’ Þetta eru þeir Dick
Cheney vamarmálaráðherra og Col-
in Powell, forseti herráðsins. Þeir
voru um helgina í Saudi-Arabíu og
kynntu sér stöðu mála af eigin raun.
Fyrir liggur að ákveða hvenær ráð-
ist verður til atlögu við her íraka á
landi. Bush segir að hann muni ekki
rasa um ráð fram í þessu máli heldur
verði ákvörðunin tekin þegar rétti
tíminn er kominn. Þessi orð hans eru
túlkuð svo að ekki sé stefnt að árás
á landi í bráð og jafnvel ekki í þessum
mánuði.
Að öllum líkindum verða því gerð-
ar loftárásir á írak næstu vikur eða
á meðan skotmörk endast. Cheney
lét þess getið þegar hann var í Saudi-
Arabíu að flugmenn bandamanna
ættu oröið erfitt með að finna staði
til að varpa sprengjum á.
Bush ítrekaði í máli sínu að mark-
miðið væri að forðast eins og kostur
væri mannfall í liði bandamanna. Því
væri rétt að láta reyna á það enn um
sinn hvort loftárásirnar á írak skil-
uðu ekki einar þeim árangri sem fjöl-
þjóðahernum f Saudi-Arabíu væri
ætlað að ná.
Loftárásir á írak standa enn án
viðstöðu. Síðustu daga hafa skot-
mörkin einkum verið brýr og önnur
samgöngumannvirki. Þá er reglulega
skotið af fallbyssum frá skipum
Bandaríkjamanna á stórskotalið ír-
aka í Kúvæt.
Reuter
Colin Powell og Dick Cheney ræddu við flugmenn Bandarikjahers í Saudi-Arabíu í heimsókn sinni til fjölþjóðahers-
ins þar. Hér eru þeir á tali við flugmann einnar Stealth þotunnar sem notuð hefur verið til árása allt frá upphafi
stríðsins.
Símamynd Reuter
Kórsöngur
fyrir
hermennina
Margir af frægustu leikurum
Hollywood hafa myndað kór og
tekið að sér að syngja hvatning-
arlög fyrir bandarísku hermenn-
ina í Saudi-Arabíu. Þarna þenur
raddböndin frægt fólk eins og
Meryl Streep, Dudley Moore,
Kevin Costner, Whoopi Goldberg
og Sissy Spacek. Söngurinn sem
þau syngja heitir „Voices that
Care“.
„Við viljum að hermennirnir
viti að við stöndum heilshugar
að baki þeim óháð því hvort við
teljum þetta stríð eiga rétt á sér,“
segir Goldberg.
Með í kórnum er einnig Mike
Tyson, fyrrum heimsmeistari í
þungavigt henfaleikanna, radd-
maður mikill. Hann lét þess getið
að hann væri sjálfur dauöhrædd-
ur ef hann þyrfti að vera í Saudi-
Arabíu. Margt fleira af frægu
fólki er í kórnum og hagnaður
af plötusölu rennur allur til
Rauða krossins.
Reuter
Gorbatsjov:
Vaxandi áhyggjur
Sovétmanna
Ákvörðun Gorbatsjovs Sovét-
forseta um að senda sérlegan sendi-
mann í friðarför til Bagdad þykir
sýna greinilegar en áður vaxandi
áhyggjur Moskvuvaldins yfir því
að bandamenn kunni að leggja írak
í rúst.
í gær tilkynntu arabískir stjórn-
arerindrekar í Bagdad að sérfræð-
ingur Sovétríkjanna í málefnum
Miðausturlanda, Jevgeni Prim-
akov, væri væntanlegur til Bagdad
síðdegis í gær eða í dag.
Ekki er búist við að Primakov,
sem í október fór tvisvar til Bagdad
til að reyna að fá Saddam til að
fara frá Kúvæt, hafi nú meðferðis
sérstaka friðartillögu frá Sovét-
forsetanum heldur nýja viövörun
um hvað áframhaldandi stríð geti
haft í för með sér bæði utan og inn-
an landamæra íraks.
í yfirlýsingu, sem Tass-fréttastof-
an sovéska birti á laugardagskvöld,
sagði Gorbatsjov að sovésk yfirvöld
styddu í grundvallaratriðum álykt-
anir Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna sem miða að því að binda
enda á hernám íraka í Kúvæt. For-
setinn bætti því þó við að hætta
væri á að gengið yrði lengra en
ályktanirnar heimiliðu.
Jafnframt virðist sem Gorbatsjov
hafl orðið fyrir áhrifum að gagn-
rýni ýmissa íhaldsmanna í komm-
únistaflokknum og í hemum sem
fullyrða að Kreml hafi í raun veitt
Bandaríkjamönnum og banda-
mönnum þeirra heimild til að
sprengja írak í rúst.
TT
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991.
DV
Atburðarásin
10. febrúar
05.30 - Dick Cheney, vamarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, kveðst
ekki telja að vopnahlé í Persaflóa-
stríðinu muni koma aö gagni.
08.30 - Breskt dagblað segir ír-
aska hermenn koma fyrir jarð-
sprengjum á götum Kúvætborgar
til varnar gegn árás banda-
manna.
09.10 - Tarez Aziz, utanrikisráð-
herra iraks, segir íraksstjórn
hafa hafnað friöan/iöleitni for-
sætisráðherra Pakistans, Nawaz
Sharif.
10.30 - Aðstoðarforsætisráðherra
íraks, Saadoun Hammadi, hvetur
öU arabaríki til að slíta sljórn-
málasambandi við ríki sem gera
loftárásir á írak.
11.50 - Douglas Hurd, utanríkis-
ráðherra Bretlands, kveðst ekki
búast við að breskir hermenn
verði staðsettir við Persaflóa að
stríðinu loknu. Hemaðaraðstoð
kunni þó að verða veitt ef araba-
ríki fara fram á hana.
12.45 - Arabískir stjórnarerind-
rekar segja sovéskan sendimann
væntanlegan til Bagdad næsta
sólarhringinn.
13.40 - Háttsettur starfsmaður
Frelsissamtaka Palestínu, PLO,
segir ísraela undirbua þátttöku í
árás bandamanna á írak á landi.
13.50 - Indversk fréttastofa segir
Indland og íran muni kynna sam-
eiginlega áætlun um hvernig
binda megi enda á stríðiö á fundi
utanrikisráðherra óháðra ríkja i
þessari viku.
14.00 - Flóttamenn, sem komu til
Jórdaníu frá Kúvæt, segja
ástandið þar óbærilegt.
15.13 - Tilkynnt um missi banda-
rískrar Harríer-orrastuþotu yfir
Kúvæt. Flugmannsíns er saknað.
15.35 -- Aðstoðarforsætisráðherra
íraks segir yíirvöld í Bagdad fús
til þátttöku í viðræðum araba um
stríöið ef Bandaríkjamenn
drægju herlið sitt til baka.
15.40 - írösk yfirvöld segja Al-
þjóða Rauða krossinum heímilt
að heimsækja stríðsfanga þegar
bandamenn hætta loftárásum á
óbreytta borgara.
16.45 - Útvarpið í Bagdad segir
Bandaríkin og bandaménn þeirra
hafa gert 164 loftárásir og að þrjár
óvinavélar hafi verið skotnar nið-
ur
17.10 - Kúvæskur embættismað-
ur segir að hægt sé að gera Kúvæt
byggilegt á níutíu dögum eftir
brottför íraka.
17.15 - Breskar orrustuþotur
varpa sprengjum á flórar brýr í
írak, þar á meðal tvær sem notað-
ar voru af úrvalssveitum Sadd-
ams til birgðaflutninga.
17.50 - James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kveðst
ánægður með ákvörðun Gor-
batsjovs Sovétforseta um að
senda sérstakan sendimann i
friðarför til Bagdad ef heimsókn-
'in leiðir til brottíiutnings íraka
frá Kúvæt.
18.55 - Sjötíu og fimm íraskir her-
menn sagðir hafa gerst liðhlaup-
ar síðasta sólarhringinn. Er það
sagður mesti ijöldi á einum sólar-
hring frá því að stríðið hófst.
20.25 - Frönsk yfirvöld undirbúa
för fleiri hermanna til Persaflóa.
20.55 - Utanrikisráðherra írans,
Ali Akbar Velayati, segir íraka
enn ekki hafa útilokað friðsam-
lega lausn á Persaflóadeilunni.
11. febrúar
00.35 - Saddam Hussein íraks-
forseti segir sigur þegar unninn
þar sem írakar hafi staðist loftár-
ásir bandamanna í meir en þrjár
vikur.
01.35 - Olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu, Hisham Nazer, segir vel
hafa gengið að vernda vatns-
hreinsistöðvar fyrir olíubrákinni
á Persaflóa.
02.35 - Kínversk yfirvöld senda
sérstakan sendimann til Sýr-
lands, Tyrklands, Júgóslavíu og
írans til að ilnna friðsamlega
lausn á Persaflóadeilunni.