Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 9
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991. 9 Utlönd Andrés prins og Sara, eiginkona hans, eru meðal þeirra sem sætt hafa gagnrýni vegna hegðunar sinnar á meðan Bretiand á í striði. Simamynd Reuter Hörð gagnrýni á bresku konungsfjölskylduna „Drottingin í klípu“ og „Drottning- in skýtur Patriot-gagnflaug - hún ver kóngafólkið“. Þetta eru nokkrar fyr- irsagnir bresku síðdegisblaðanna í dag sem gera sér mat úr árás Sunday Times, eins virtasta breska dagblaðs- ins, í gær á framferði bresku kon- ungsfjöldskyldunnar frá því að írak- ar gerðu innrás í Kúvæt í ágúst síð- astliðnum. Sakaði blaðið suma með- limi konungsíjölskyldunnar um spillingu og smekkleysi. í leiðara Sunday Times í gær sagði að Karl Bretaprins og eiginmaður Elísabetar drottningar, Filippus, hefðu reyndar gripið til vopna en aðeins til að veiða fugla. Andrés prins var sakaður um að hafa gefið sér tíma frá skyldustörfum í flotan- um til að leika golf á Spáni. Sara, eiginkona hans, sætti gagnrýni fyrir að hafa farið til Alpanna á skíði og skemmt sér á veitingastað í London í janúar þegar Bretar voru að búa sig undir stríð. I yfirlýsingu frá Buckinghamhöll, þaðan sem blaðaskrifum er sjaldan svarað, er hegðan konungsfjölskyld- unnar varin og minnt á ýmislegt sem fjölskyldan hefur tekið sér fyrir hendur vegna stríðsins, svo sem eins og heimsóknir til flölskyldna her- manna. Reuter DeiKum Arnett Peter Arnett, fréttamaður banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN í Bagdad, sætir nú gagnrýni nokkurra bandaríska stjórnmálamanna sem segja hann ganga erinda Saddams Hussein íraksforseta. Það eru sér- staklega frásagnir hans af óbreyttum borgurum, sem orðið hafa fórn- arlömb loftárása bandamanna á ír- ak, sem farið hafa fyrir brjóstið á stj órnmálamönnunum. Embættismenn Hvíta hússins í Washington hafa einnig gagnrýnt Arnett, meðal annars vegna frétta- flutnings hans af þurrmjólkurverk- smiðjunni í Bagdad sem gerð var loft- árás á. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið fullyrðir að þar hafi efnavopn verið framleidd. Franskir aðilar, sem seldu írökum verksmiðjuna, segja það ómögulegt. Hið óháða bandaríska dagblað Washington Post tekur upp hansk- ann fyrir Arnett og í leiðara þess nýlega var ráðist á gagnrýnendur hans. Minnir leiðarahöfundur á heimsóknir sömu stjórnmálamanna til Bagdad í apríl í fyrra og fund þeirra með Saddam. Helsti gagnrýn- andi Arnetts, Alan Simpson, sagði þá við Saddam er hann kvartaði und- an neikvæðri afstöðu Bandaríkja- manna til íraks að hann væri þeirrar skoðunar að vestrænir fjölmiðlar bæru fyrst og fremst ábyrgð á vanda hans en ekki Bandaríkjastjórn. Annar öldungadeildarþingmaður, Howard Metzenbaum, sagöi við Saddam: „Eftir að hafa hlýtt á yður í klukkustund geri ég mér grein fyrir að þér eruð sterkur og greindur mað- ur sem óskar eftir friði." Hinn þekkti öldungadeildarþing- maður og forsetaframbjóðandi Ro- bert Dole sagði við Saddam að gagn- rýni Bandaríkjamanna á mannrétt- indabrot íraka stafaði af mistökum starfsmanna bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sem síðan hefðu verið reknir. Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur vísað þessu síðast- nefnda á bug og birt nýja og enn gagnrýnni skýrslu um mannrétt- indabrot í írak. Birst höfðu fréttir af efnavopnaár- ásinni gegn Kúrdum í írak þegar bandarísku þingmennirnir fóru til Bagdad. ntb Arabar í Bandaríkjunum: Flestir styðja steff nu Bush Tveir þriðju araba í Bandaríkjun- um styðja stefnu George Bush for- seta og telja höfuðnauðsyn á að koma í veg fyrir að Saddam Hussein haldi áfram útþenslustefnu sinni. Stuðningurinn er þó mjög bundinn við trú þessa fólks. Meðal þeirra sem aðhyllast íslam eru nærri 60% á móti stríðsrekstrinum og telja að Bush láti stjórnast af öðru en hug- sjónum um frelsi og sjálfstæði smá- ríkja. Nærri 70% araba í Bandaríkjunum hafa hins vegar tekið upp önnur trú- arbrögð en íslam. í röðum þeirra en stuðningur við stefnu stjómarinnar afgerandi. Það er raunar ljóst af könnuninni að þeir arabar sem fæddir eru í Bandaríkjunum hallast á sveif með stjóminni en innflytjend- ur ekki. „Til þessa hefur ekkert mál valdið svo afgerandi ágreiningi í okkar hópi,“ segir Kahalil Jahshan, tals- maður sambands Bandaríkjamanna af arabískum uppruna, í viðtali við dagblaðið USA Today en blaðið lét gera skoðanakönnunina sem hér er vitnað til. i Arabar hafa alltaf haft sérstöðu í Bandaríkjunum. Þeir eru mjög sam- stæður hópur kominn frá framandi löndum. Þeir hafa aldrei blandað sér verulega í þjóðmál en nú láta þeir til sín heyra. í skoðanakönnuninni kom fram að bandarísku arabamir telja aö írakar eiga að skila Kúvæt aftur í hendur löglegrar ríkistjórnar, flestir segjast styðja Bush og að rétt sé af Banda- ríkjamönnum að styðja við bakið á bandamönnum sínum í löndum araba. Munurinn er sá að þeir kristnu hta á málið eins og aðrir Bandaríkjamenn en íslamarnir líta á það eins og -arabar. Urvals sprengidagskjöt NOATUN Nóatúni 17 3^ 17261 Rofabæ 39 <1? 671200 Hamraborg, Kóp. S 43888 Laugavegi 116 4§k 23456 Þverholti 6, Mos. 666656 Furugrund 3, Kóp. ílT 42062 ^ 2. vt ó & cg Schwarzi SEGÐU HONUM AÐ ÞÚ HAFIR EKKI LÆRT HEIMA! ,, i nllMullinnu j \\inel9rgoírren COP As an undercover cop...he’s in a class by himself. FRUMSÝNING Á FYRSTU ALVÖRUGAMANMYNDINNI 1991 FÖSTUDAGINN 8. FEBRÚAR I LAUGARÁSBÍÓI Frábær gaman- og spennumynd þar sem Schwarzenegger sigrar bófaflokk með hjálp leikskólakrakka. Með þessari mynd sannar jötunninn það sem hann sýndi í „TWINS“, að hann getur meira en hnyklað vöðvana. Leikstjóri: Ivan Reitman (TWINS). Aðalhlutverk: Schwarzenegger og 30 klárir krakkar á aldrinum 4-7 ára. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 12 ára laugarðsbíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.