Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Máttur samstöðunnar Líkur eru á samstöðu flokkanna 1 Litháenmálinu. Áhyggjur vegna tiltölulega lítilla flárhæða í ullar- og síldarsölu virtust þó þvælast fyrir ýmsum ráðherranna fram undir lokin, en í raun þolum við að missa viðskipt- in við Sovétríkin. Við þurfum ekki að una neinum afar- kostum þess vegna, og við eigum að taka upp stjórn- málasamband við Litháen, þótt Moskvuvaldið hafi í hótunum. Þetta virðist vera að gerast. Stjórnmálaflokk- arnir eru á einu máli um að segjast ekki munu hörfa í Litháenmálinu. Alþingi samþykki þingsályktunartil- lögu, þar sem áréttuð verði viðurkenning íslands á Lit- háen frá 1922. Stjórnmálasambandi verði komið á hið fyrsta. Þetta er sigur. Ljóst varð í gær, að yfirgnæfandi meirihluti fólks í Litháen hafði samþykkt sjálfstæði. En fólkið óttaðist aðgerðir Sovéthersins. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur ekki snúið frá villu síns vegar. Samkvæmt kenningum Karls Marx ætti áherzlan að vera á því að rétta hlut alþýðunnar. Valdhafar hafa þó jafnan fremur litið á alþýðuna sem fallbyssufóður. Svo virðist enn um friðar- verðlaunahafann Gorbatsjov. Hann hefur snúið baki við kenningum Marx og leitar á náðir kenningakerfis bandaríska hagfræðingsins Miltons Friedmans. Gor- batsjov vill hafa Suður-Kóreu að leiðarljósi, ríki sem metur ekki mannréttindi en þykist fylgja Friedman í efnahagsmálum. Gorbatsjov kann að geta leikið eftir dæmi Suður-Kóreu, og hann virðir ekki hag alþýðunnar fremur en valdhafarnir í Söúl. Þannig hyggjast Kreml- verjar hirða það af kenningum Friedmans, sem þeim sé akkur að, en hundsa boðskap Friedmans um virðingu fyrir rétti einstaklingsins og mannréttindi yfirleitt. Þessi afstaða toppanna í Kreml birtast nú gagnvart Litháen. Til eru þeir íslendingar, sem enn hafa trú á Gorbatsjov, vilja gefa Moskvumönnum meiri tíma og óttast, að Sov- étríkin geri okkur skráveifu. Þetta er minnihluti sam- kvæmt skoðanakönnun DV, mikill minnihluti. íslendingar eru ekki slíkir tómthúsmenn, að þeir eigi að láta tiltölulega lítilvæg efnahagsatriði ráða ferðinni. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lofaði engu í för sinni til Litháen en sýndi, að við viljum nokk- uð á okkur leggja til að styrkja sjálfstæðisvilja fólksins þar. Við erum að vísu dvergþjóð, og við ráðum engu í austurvegi. En vissulega er rétt að benda öðrum stærri þjóðum á, hver stefnan þeirra eigi að vera gagnvart frels- isóskum fólksins í Litháen og annars staðar í Sovétríkj- unum. Okkur er sómi að því. Því standa vonir nú til þess, að þingheimur lýsi yfir stuðningi við Litháen, og þar með gerum við allt það, sem við megnum í þessum efnum. Viðurkenning okkar á sjálfstæði Litháen er óháð því, hvort þing sovétlýðveldins Rússlands viðurkennir það fyrr eða síðar. Auðvitað hika ýmsir ráðamenn hér, þegar ljóst er, að á okkur hvílir sú ábyrgð að hafa forystu í viðkvæmu alþjóðlegu deilumáli sem þessu. Ýmsar efasemdir koma þá upp. En ráðamenn þekkja nú almenningsálitið hér á landi, og þeir virðast einnig hafa gert sér grein fyrir því, hvert sé kall þeirra eigin samvizku. Þessi atriði ráða úrslitum. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, sagði í viðtali við DV um helgina, að Litháar ættu von á öllu frá Sovét- hernum eftir kosningarnar nú. Við eigum því að vera viðbúin hinu versta, því hið góða skaðar ekki. Haukur Helgason Góðmennskan mikla Við viljum víst vera svo góðir, að stundum er engu líkara en að ættlandið sé ekki nógu stórt at- hafnasvæði fyrir okkur. Þó er það kannski heldur, að góðmennskan nái út fyrir allan þjófabálk og kjósi fremur að starfa á erlendum vett- vangi en á heimaslóðum. Með því að hnútarnir eru margir í útlöndum og sumir vandlega hnýttir og illleysanlegir, en við ekki kunnugir öllum - vegna smæðar okkar! - þá lendum við næstum í hnút sjálf fremur en við leysum hnúta annarra. Hvað gerum við þá? - Við viljum helst hlaupa frá öllu. Skammhlaup á Alþingi Undanfarnar vikur eða mánuði hefur engu verið líkara en að það hafi orðið eitthvert skammhlaup á Alþingi íslands, bæði í höfðinu á þingmönnum og á hugsjónabraut- inni. Eftir alla væntanlegu hjálp- semina við Eystrasaltslöndin er helst að skilja núna, að mestu hlaupagikkimir hafi bara hlaupið á sig í hinni miklu hugsjónaglóð (þeir ætluðu að vaða eld fyrir lönd- in) og vilji nú vefja farinn veg upp, eins og bandhnykil, og kasta „bolt- anum“ á milli sín, því enginn vill lengur kannast við hann. Þetta er afar dapurlegt fyrir al- menning, vegna þess að ýmsir héldu, eða vonuðu, að loksins ætl- uðu þingmenn að gera eitthvað stórt, að vinna að máh sem væri einhvern veginn nátengt því sem við urðum að leysa hjálparlaust, á meðan viö vorum nýlenda. Nú virðast þær vonir hafa brugð- ist. Það ætlar að fara eins og þegar fulltrúar frelsishreyfinganna í Als- ír komu hingað, og reyndar hafa fleiri gert það: þaö er bara tekið vel á móti þeim og gefiö að borða. Að vísu losnuðu stjórnvöld við matar- gjöf (veisluhöld) í þettá sinn, vegna þess að fulltrúinn var í hungur- verkfalli. - En hann fékk að sjálf- sögðu að drekka góða íslenska vatnið með frábærum loforðum. Eftir þá drykkjuveislu komust valdhafarnir að því, að þeir hefðu verið of hátt uppi í hreystiyröum sínum hvað varðar loforð um bjargráð, sumir verið of tilflnn- inganæmir, en núna verði stjórnin að athuga sinn gang. En ég spyr: Hverju hefðu þeir lofað ef veislan heföi verið venjuleg og ekki veitt bara blávatn heldur brennivín? Annaðhvort Reykjavík eða ekkert En hjálpsemin undarlega kemur ekki aðeins fram í þessu. Eitt sinn var utanríkisráðherrann, sem er frá ísafirði, að tala í fjölmiölum um það, að verið væri að senda lækna KjaHarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur og hjúkrunarfólk til einhvers lands, líklega í Afríku. En á meðan hann talaði, og í sama fréttatíma, var held ég enginn starfandi lækn- ir á sjúkrahúsinu í heimabæ hans, bara einn hjúkrunarfræðingur, og fólk varð að „fara suður“ með börn sín og sjálft sig til lækninga. Mörg héruð og þorp hér á landi eru læknislaus. Enginn læknir vill fara þangað, líklega sökum þess að þar er engin „meuning" við þeirra hæfi. Þaö sama er að segja um hjúkrunarfólkið. Nei, nei, það læt- ur ekki bjóða sér shkt. Það er eins og fólk segi: Annaðhvort Reykjavík eða ekk- ert. Nema kannski Afríka! Er Raufar- höfn miklu ægilegri en Afríka? Eða er hún ekki nógu ægileg á „útlenda vísu“? Vantar þar ljón, fíla, tígris- dýr, negra, til þess að hjúkrunar- konur og læknar fáist þangað til starfa? Hvers vegna koma þessir staðir sér ekki upp villidýragörðum til að laða menningarsinnana til sín úr Reykjavik? Eflaust er þetta ekki svona ein- falt. Góðmennskan nær einfaldlega of langt yfir skammt; hún er á stutt- bylgju, ekki á FM-bylgju, þar sem útsendingin nær aðeins til nær- liggjandi svæða. Um leið og auglýst er eftir fólki til hjálparstarfsemi í þróunarlönd- unum, þá stendur það hámenntað í biðröð, og ekki komast alhr að; það er „slegist um hvert sjúkra- skýh“. Eftir hverju sækist fólk? Eru launin svona há í Afríku? Líklega sækist það bara eftir út- löndum. Og þá væri auðveldast að lýsa því yfir með lögum, að aðeins Reykjavík væri ísland, allt annað eru útlönd; einkum þó Raufarhöfn. Hin mikla og einkennilega þörf okkar íslendinga fyrir erlenda fiar- lægð sést líka í því leyfi sem erlend- ar sjónvarpsstöðvar hafa fengið til að sýna efni í gegnum þær ís- lensku, án þess að tahð sé túlkað eða þýtt á íslensku. Með fingur á fjarstýringu Ein ástæðan fyrir því að við tök- um við þessu þegjandi og hljóða- laust er sú, að útsendingarnar minna fólk á lúxushótelin í út- landi. Stór hluti þjóðarinnar vildi helst að landið væri eitthvað í ætt við erlent lúxusherbergi, þar sem fólk hggur útaf í leti með fingurinn á fiarstýringu sjónvarpsins og er alltaf að sveifla sjóninni á milli sí- byljanna. í sjálfu sér er þetta ekki hættu- legt íslenskri menningu - það, að nýi kærastinn hennar Jane Fonda, sem á CNN, fái nokkrar krónur frá íslandi, en við dálítinn kjaftavaðal á ensku frá honum í staðinn. Aftur á móti er dapurlegt að þetta gerist einmitt á þeim tíma þegar íslensk fréttamennska stendur full- komlega jafnfætis erlendri frétta- mennsku, en þó innan vissra tak- marka. Hinum frábæru frétta- mönnum okkar hlýtur að sárna aö ráðherrann skuli hafa veitt leyfi fyrir útsendingum. Það er móðgun við þá og hæfileika þeirra. Það er engin hætta á að CNN eða Sky kæfi íslenska menningu, ef hún veslast upp og deyr, þá deyr hún innra með sér, innanfrá, og það verður þá hennar eigin sök. En ef við viljum ekki horfa á síbylj- una getum við alltaf slökkt á sjón- varpinu. Allir vitibornir menn eru gæddir frjálsum vilja, og við erum oröin það vel menntuð og sjálfstæð, laga- lega séð, að allir gætu notað eiginn vilja og val næsturrrþví daglega. Guðbergur Bergsson „Eftir alla væntanlegu hjálpsemina við Eystrasaltslöndin er helst að skilja núna, að mestu hlaupagikkirnir hafi bara hlaupið á sig 1 hinni miklu hug- sjónaglóð...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.