Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Síða 30
iÉGí MAUílHít' U/AM 42 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991. Afmæli Smári Ársælsson Smári Ársælsson iðnaöarmaöur, Vallholti 12, Selfossi, er fimmtugur ídag. Starfsferill Smári fæddist í Reykjavík en ólst upp i foreldrahúsum í Flóanum. Hann stundaði lengi landbúnaðar- störf hjá foreldrum sínum en flutti til Selfoss árið 1962 þar sem hann hefur búið síðan. Smári hefur starf- að viö vefnað og ýmiss konar iðnað. Fjölskylda Bróðir Smára er Reynir Ársæls- son, f. 19.12.1944, mjólkurfræðing- ur, búsettur í Danmörku. Foreldrar Smára voru Ársæll Jó- hannsson, f. 29.1.1912, d. 1981, b. í Jórvík í Flóa og á fleiri stöðum og síðan verkamaður á Selfossi, og Hólmfríöur Jóhanna Jóhannesdótt- ir, f. 7.3.1912, d. 3.5.1986, húsfreyja. Ætt og frændgarður Ársæll var sonur Jóhanns, b. á Skeljabrekku og síðar á Bakka i Melasveit, Þórðarsonar, b. á Innri- Skeljabrekku, Bergþórssonar. Móð- ir Jóhanns var Guðrún Guðmunds- dóttir. Móðir Ársæls var Helga Finns- dóttir, b. í Hvammi í Kjós og síðar á Ferstiklu, Jónssonar, b. á Fossá, Sæmundssonar, b. í Haukagili í Vatnsdal, Guðmundssonar. Móðir Finns í Hvammi var Sesselja Sig- urðardóttir, b. á Korpúlfsstöðum, Ólafssonar. Móðir Helgu var Jódís, systir Péturs, móðurafa Sveinbjarn- ar Beinteinssonar, skálds og alls- herjargoða, og Halldóru, móður Þóru Elfu Björnsdóttur, skáldkonu og kennara. Systir Jódísar var Sess- elja, amma Þorsteins Jónssonar flugmanns. Jódís var dóttir Jóns, b. á Ferstiklu, Sigurðssonar, b. á Efra-skarði, Péturssonar. Móðir Péturs var Sigríður Vigfúsdóttir, lögréttumanns á Leirá, Árnasonar, bróður Jóns, ættfóður Fremri-Háls- ættarinnar. Vigfús var einnig bróðir Hákonar, föður Helgu, ættmóður Deildartunguættarinnar. Móðir Jóns í Ferstiklu var Jódís Böðvars- dóttir. Móðir Jódísar í Hvammi var HelgaGísladóttir. Hólmfríður, móðir Smára, var dóttir Jóhannesar Bjarnasonar, b. á Ennislæk í Víðidal, og Sigurlaugar, Smári Arsælsson. systur Sigurbjörns, rithöfundar og kennara. Sigurlaug var dóttir Sveins, b. í Kóngsgarði í Húnavatns- sýslu, Sigvaldasonar, og Sigríðar Þórðardóttur, b. í Ytri-Knarrar- tungu, Jónssonar. Til hamingju með afmælið, 11. febrúar 60 ára 40ára Larz Jóhann Imsland, Hafiiarbraut 33, Höfn í Hornafiröi. Sigurður Kristjánsson, Karfavogi 26, Reykjavík. Steinunn Skúladóttir, Wibrandtsvej 29, 2300 Kobenhavn, Danmark. Elsa Pétursdóttir, Útey I, Laugardalshreppi. Hákon B. Sigurjónsson, Haukshólum 6, Reykjavík. . Marteinn Geirsson, Seiöakvísl 41, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum föstu- 50 ára Jóhanna Skarphéðinsdóttir, Þernunesi 11, Garðabæ. Áslaug Bergsteinsdóttir, Heiöarbóli 35, Keflavík. Erna Gissurardóttir, Skólagerði58, Kópavogi. daginn 15.2. nk. í Fram-heimilinuí Safamýri mfili klukkan 20.00 og 23.00. Sigurður Sigurðsson, Hlíðarhjalla 57, Kópavogi. Þórhildur Gunnarsdóttir, Böðvar Ásgeirsson, Móaflöt 43, Garðabæ. V öröu 18, BúlandshreppL Laufey Helgadóttir, Smáravegi 6, Dalvík. Skúli Jónsson, Hólavegi3, Siglufirði. Menning Glæsílegur píanóleikur Myrkum músíkdögum var fram haldið í gær í íslensku óperunni þar sem Edda Erlendsdóttir píanóleikari hélt tónleika. Á efnisskránni voru verk eftir Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Miklos Maros, Franz Liszt, Pierre Boulez, Atla Ingólfsson og Alban Berg. Tónleikarnir hófust á verki Jóns Leifs, Torrek - intermezzo fyrir píanó. í því glampar á margt gott en stíll höfundarins er ekki orðinn fullburða og er verkið svolítið mislitt af þeim sökum. Þrjár prelúdíur eftir Hjálmar H. Ragnarsson eru rómantískar tónsmíðar í anda þótt tónamálið sé nútim- ans. Þetta er lagleg og áheyrileg tónlist sem fellur vel að hljóðfærinu. Variazioni eftir Miklos Maros hljómar eins og klasaúrvinnsla, enda þótt í efnisskrá segi að unnið sé úr tónstigum og hljómum. Verkið er heldur endurtekningasamt og skortir hugmyndaflug til að halda athygli. Það skýtur skökku við að sjá verk eftir Franz Liszt á tónleikum sem helgast eiga nútímatónlist. Það veröur samt að fyrirgefast þvi aö Edda Erlends- dóttir lék þessi stuttu verk eins og engill. Liszt er þekktur fyrir það í tónsmíðum sínum að þurfa að segja allt tvisvar eins og sé verið að tala við heyrnardaufa. Þess gætir þó minna í smáverkum þeim sem þarna voru flutt en í mörgum öðrum verkum þessa fræga píanóleikara og Bagat- elle sans tonalité verður að teljast ágætt verk. Eftir hlé kom þungavigtarefni tónleikanna. Ber þar fyrst að telja fræga Sónötu nr. 1 eftir Pierre Boulez, sem hér var flutt í fyrsta sinn á íslandi, Tórúist Finnur Torfi Stefánsson en það gildir um mörg önnur verk sem verða flutt á Myrkum músík- dögum aö þessu sinni. Það er eftirtektarvert og heyrist greinilega í þessu verki hve byggingarlegt gildi tónaefnisins tapast í hinni ströngu krómat- ík sem þarna er fylgt. Ágæti verksins felst í hinu vefræna og í gerð hend- inga og hreyfínga. Þar er af nógu að taka því seint verður Boulez gagn- rýndur fyrir skort á hugmyndum. Atli Ingólfsson kom á óvart með verki sínu, A verso, jafnvel kunningj- um sínum sem þóttust samt vita að eitt og annað gutlaðí á snáða. Verk hans er frábærlega vel gert, hugmyndaríkt og skemmtilegt. Byggingin er góð og andinn ekta. Vonancji má vænta meira af svo góöu. Tónleikun- um lauk með nemandaverki Albans Bergs, Sónötu nr. 1 fyrir píanó. Verk- ið er hefðbundið að mestu en engu að síður fagurt og vel unnið og má heyra þar fyrirboða þess sem síðar kom. Það er ekki á hverjum degi sem gefst kostur hérlendis á að hlýða á píanóleik eins og þann sem Edda Erlendsdóttir bauð tónleikagestum upp á þessa síðdegisstund. Eins og þegar hefur fram komið var verkefnavalið óvenjuviðamikið og erfitt í túlkun, enda margar stíltegundir undir. Tækni- legar kröfur voru eins og mestar verða. Edda lék þetta efni með klingj- andi skýrleika og syngjandi fögrum tóni og virtist hvergi taka neitt nærri sér. Það eina sem harma mátti var að ekki skyldu fleiri áheyrendur vera þátttakendur í þessari ánægjulegu reynslu. Andlát Jóhann Briem Jóhann Briem listmálari, Barma- hlíð 18, Reykjavík, léstþann 1.2. sl., en hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag klukkan 11.30. Starfsferill Jóhann fæddist á Stóra-Núpi í Gnúpveijahreppi 17.7.1907. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1927 og stundaði síðan nám í myndlist í Þýskalandi hjá Woldemar Winkler í Dresden 1929-31 og hjá Max Feld- bauer og Ferdinand Dorsch í Staat- liche Kunstakademie í Dresden 1931-34. Eftir heimkomuna starfaði hann að myndlist í Reykjavík og starf- rækti þar málaraskóla ásamt Finni Jónssyni 1934-40. Jóhann var teiknikennari við Gagnfræðaskóla vesturbæjar 1936-72, auk þess viö ýmsa barnaskóla í Reykjavík 1937-44 og við Kennaraskólann 1949-58. Jóhann hélt fjölda myndlistarsýn- inga og tók þátt í mörgum erlendum sýningum. Þá myndskreytti hann mikinn fjölda bóka, málaði nokkrar altaristöflur, málaði veggskreyt- ingu í Laugarnesskóla í Reykjavík (tuttugu og tvær myndir) og gerði fyrirmynd að ráðhústeppi í Reykja- vík. Rit Jóhanns eru Landið helga, útg. í Reykjavík 1958, og Milli Grænlands köldu kletta, útg. í Reykjavík 1962 en auk þess skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit. Jóhann var formaður Bandalags íslenskra listamanna 1941—44 og var einn af sjö stofnendum Nýja mynd- listarfélagsins 1952. Fjölskylda Jóhann kvæntist 25.6.1937 fyrri konu sinni, Eleonore Herthu, f. 21.11.1907, d. 24.7.1941 en hún var dóttir Alexanders Kreie, verk- smiðjueiganda í Dresden. Jóhann kvæntist 27.3.1945 seinni konu sinni, Elínu Briem, f. 26.6.1914, húsmóður en foreldrar hennar voru Jón B. Eyjólfsson, gullsmiður í Reykjavík, og kona hans, Brynhild- ur Pétursdóttir húsmóðir. Jóhann og Elín eignuðust þrjár dætur. Þær eru Katrín Briem, f. 16.8. 1945, listmálari og skólastjóri Mynd- listarskólans í Reykjavík, gift Huga Steinari Ármannssyni, fulltrúa í Landsbanka íslands, og eiga þau einn son, Huga Baldvin, f. 21.9 1969; Ólöf Briem, f. 22.10.1950, lyfjafræö- Jóhann Briem. ingur við Reykjavíkurapótek; Bryn- hildur Briem, f. 29.5.1953, lyfjafræð- ingur við Lyfjabúð Iðunnar. Jóhann átti þrjú systkini. Systkini hans: Valdimar Briem, f. 9.8.1905, d. 8.2.1926, stúdent; Ólafur Briem, f. 27.21909, cand. mag. og lengst af íslenskukennari á Laugarvatni; Ól- öf, f. 8.7.1913, d. 2.4.1944, húsfreyja að Stóra-Núpi, var gift Jóhanni K. Sigurðssyni, b. þar. Foreldrar Jóhanns voru Ólafur Briem, f. 5.10.1875, d. 22.4.1930, prestur að Stóra-Núpi, og kona hans, Katrín Helgadóttir Briem, f. 2.2.1879, d. 13.3.1922, húsfreyja að Stóra-Núpi. Ætt og frændgarður Ólafur var sonur Valdimars Bri- em, víglsubiskups og sálmaskálds á Stóra-Núpi, bróður Haraldar, hreppstjóra á Rannveigarstöðum, langafa Davíös Oddssonar borgar- stóra. Valdimar var einnig bróðir Sigríðar Briem, móður Ólafs Dav- íðssonar, náttúrufræðings og þjóð- sagnasafnara og móður Ragnheiðar, móður Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi. Valdimar var sonur Ólafs Briem, timburmeistara og b. á Grund í Eyjafrrði, bróður Eggerts Briem, sýslumanns á Reynistað, langafa Gunnars Thoroddsen for- sætisráöherra og Kristínar Önnu Claessen, móður Sólveigar Láru sóknarprests. Eggert var einnig fað- ir Eiríks Briem prestaskólakennara, föður Eggerts Briem, óðalsb. í Við- ey, föður Péturs Thorsteinssonar sendiherra og Eiríks, rafmagns- veitustjóra ríkisins. Þá var Eggert sýslumaður faöir Ólafs, alþingis- manns á Álfgeirsvöllum og stofn- anda Framsóknarflokksins, fóður Þorsteins, ráðherra og prófasts á Akranesi, oglngibjargar, móður Þórðar Björnssonar saksóknara. Loks var Eggert sýslumaöur faðir Páls Briem amtmanns, móðurafa Sigurðar Líndal lagaprófessors og Páls Líndal ráðuneytisstjóra, föður Bjöms Líndal aöstoðarbankastjóra. Ólafur Briem á Gmnd var einnig bróðir Jóhönnu Kristjönu, hús- freyju á Laufási, móður Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Haf- stein, langafa Péturs Hafsteins, sýslumanns á ísafrrði, Jóns Gunn- ars Hannessonar læknis og Önnu K. Jónsdóttur borgarfulltrúa. Ólaf- ur á Grund var sonur Gunnlaugs Briem, sýslumanns á Gmnd í Eyja- firði, ættfóður Briemsættarinnar og Valgerðar Árnadóttur. Móðir Valdimars vígslubiskups var Dómhildur, systir Helgu, móður Sigríðar „Eyjafjaröarsólar". Dóm- hildur var dóttir Þorsteins, hrepp- stjóra og skálds á Stokkahlöðum, Gíslasonar. Móðir Dómhildar var Sigríður Árnadóttir, b. í Vöglum, Jónssonar. Móðir Ólafs á Stóra-Núpi var Ólöf Briem, dóttir Jóhanns Kristjáns Briem, prófasts í Hruna, bróður Ól- afs, timburmeistara á Grund. Móðir Ólafar var Sigríður Stefánsdóttir, b. í Oddgeirshólum, Pálssonar. Móð- ir Sigríðar var Guðríður Magnús- dóttir, vicelögmanns á Meðalfelh Ólafssonar. Katrín Briem var systir Ágústs, alþingismanns í Birtingaholti, móð urafa Helga leikara og Ólafs biskups Skúlasona. Katrín var dóttir Helga, b. í Birtingaholti, bróður Andrésar í Syðra-Langholti, föður Magnúsar, alþingismanns á Gilsbakka, föður Péturs ráðherra, föður Ásgeirs, fyrrv. alþingsimanns og bægarfóg- eta, Stefán, aðstoðarbankastjóra og Gunnars, deildarstjóra hjá Sjóvá- Almennum, fóður Kjartans Georgs, framkvæmdastjóra Féfangs hf. Andrés var einnig afi Andrésar Ey- jólfssonar, alþingimanns í Síðu- múla. Helgi var sonur Magnúsar, alþingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móöir Helga var Katr ín Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykj- um, Vigfússonar, ættföður Reykja- ættarinnar. Móðir Katrínar Briem var Guðrún Guðmundsdóttir, b. í Birtingarholti, Magnússonar. Þetta getur veríð BILID milli lífs og dauða! 30 metrar Dökkklæddur vegfarandi sést ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð frá lágljósum bifreiðar en með endurskinsmerki, borin á réttan hátt sést hann í 120-130 m. fjarlægð. 130 metrar IUMFERÐAR >RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.