Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 32
 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreiftng: Simi 27022 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1991. Kremlverjar: Ótímabær ályktun Blaðafulltrúi Gorbatsjovs Sovét- forseta sagði í gær að sú ákvörðun af hálfu íslendinga að taka upp stjórnmálasamband við Litháen svo fljótt sem auðið er væri ótímabær. í henni fælist íljótfærni sem væri því ður ekki í samræmi við tengls ís- láhds og Sovétríkjanna. Aðspurður sagði blaðafulltrúinn að viðbragða sovéska utanríkisráðu- neytisins við ákvörðun íslendinga væri að vænta. Að hans sögn reyndu íslendingar nú að taka upp stjórn- málasamband við „fyrirbæri sem ekki fyridist í Sovétríkjunum". „Sov- étlýðveldið Litháen er enn hluti af Sovétríkjunum,“ sagði blaðafulltrú- inn. Ritzau Nýr loðnuflekkur: Ekki umtals- vertmagn - segir Hjálmar Vilhjálmsson „Það er ekki umtalsvert magn af loðnu sem hefur fundist hér austur af Hvalbak. Loðnan heldur sig á litlu svæöi og virðist frekar smá,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur um borð í Bjama Sæmundssyni í samtali við DV í morgun. „Við gátum búsist við að finna loðnu á borð við þessa þar sem slíkar göngur fylgja gjarnan á eftir aðal- göngunni. Þetta er loðna sem verður aðeins seinna kynþroska og hrygnir því síðar en sú loðna sem við höfum áður fundið. Við erum aö ljúka við að mæla hversu mikið magn áf loðnu ' er hér um að ræða og niðurstaðna er að vænta fljótlega. ‘ ‘ -J.Mar Melaskóli í nótt: Eldur k veiktur við smíðastof u Molotovkokkteil var kastað í rúðu í smíðastofu Melaskóla laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Rúðan brotnaði og gaus töluverður bensíneldur upp fyrir utan húsið. Piltar, sem höfðu verið að æfa leik- rit í Háskólabíói, sáu þegar eldurinn kviknaði og tilkynntu um hann til lögreglu og slökkviliðs. Piltarnir hröðuðu sér á staðinn og tókst þeim að slökkva eldinn. Að sögn lögreglunnar er mesta mildi aö piltarnir urðu sjónarvottar að því sem gerðist og ljóst að litlu munaði að ekki yrði mikill bruni í húsinú. Flaskan með bensíninu lenti á jörðinni fyrir utan smíðastofuna eftir að hafa brotið rúðuna. Eldurinn blossaöi upp með veggnum. Þeir sem kveiktu í höfðu ekki náðst þegar DV fóríprentunímorgun. -ÓTT LOKI Hann gæti þá orðið skógarmaður. Kærði nágrannann fyrir að saga trén sín niður - varaðhreinsatileftiróveðrið,segirnágranninn Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavik barst kæra í gær vegna tveggja aspartrjáa sem söguð voru niöur í fyrrakvöld við húsið að Hátúni 43. Nokkurt ósamkomuiag hefur verið í nokkur ár vegna trjánna og telja íbúar í næsta húsi, það er við Miðtún, að þau skyggi á birtu hjá sér. Sá sem gróðursetti trén telur að nágranni sinn hafx sagað trén niður í skjóli myrkurs. Hinn segist aftur á móti hafa verið að hreinsa brotna stubba eftir óveðrið sem gekk yfir landið ný- lega. Órn Þórhallsson var húseigandi að Hátúni 43 og eigandi trjánna sem hann gróðursetti fýrir um 15 árum. Örn hafði fyrir nokkru gengið frá sölu á eign sinni og var að undirbúa flutning í gærkvöldi: „Þetta er búið að vera eilíft rifr- ildi. Þessi tré voru tvo metra fyrir innan lóðarmörk hjá mér. íbúarnir hérna hinum megin söguðu þetta því greinilega niður í skjóli myrk- urs. Þeir vissu að við vorum að flytja og notuðu tækifærið þegar slökkt var hér í húsinu gærkvöldi. Ef ég gæti labbað inn í garð hjá næsta manni og klippt niður trén hjá honum þá er eitthvað að. Þetta er slæmt því nýi eigandinn keypti auðvítað húsiö með trjánxim sem nú er búiö að saga niður,“ sagöi Örn í samtali við DV í gærkvöldi. Hann kærði málið til lögreglunnar í gær. Hörður Þorgilsson sem býr í næsta húsi að norðanverðu, það er í Miðtúni 82, sagðist hafa verið að hreinsa trjágreinar eftir óveðrið um daginn: „Þarna var ekki um nein tré að ræða. Þetta voru nokkrar greinar sem ég hreinsaði í burtu því þær brotnuðu í óveðrinu um daginn.“ - En þarna var greinilega búið að saga af tveimur trjástofnum við jörð? „Það var bara brotið. Þetta var feyskið og ræfilslegt. Viö vorum búin að fara fram á það í fyrra að ibúamir grisjuðu þetta eittixvað. En það var aldrei gert. Trén voru eíns ólögleg og nokkuð getur verið. Það stendur í byggingarsamþykkt að ekki megi setja tré fyrir suður- glugga hjá fólki. í okkar húsi er myrkur á hæðinni og í kjaliaranum út af trjánum, girðingu og bílskúr við húsið. Maður er bara girtur af fyrir sunnanáttinni," sagöi Hörður við DV í gærkvöldi. -ÓTT Tvæ aspir við Háatúni 43, voru sagaðar niður í fyrrakvöid. Eig- andinn kærði málið. DV-mynd GVA Forsætisráðherra: Raunvextir verða að lækka Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra gagnrýndi harkalega vaxtastefnu viðskiptabankanna á fundi með bankamönnum í gær- kvöldi. Hann sagði raunvexti hér á landi vera óeðlilega háa miöað við það sem tíðkaöist í viðskiptalöndum Islands. í Þeir deiidu um raunvaxtastigið, vaxtamuninn og stefnu eða stefnuleysi Seðlabankans í peningamálum á fundi sem Samband íslenskra bankamanna hélt i gærkvöldi. Á myndinni eru þeir Björn Bjarnason bankastjóri, Steingrímur Hermannsson og Valur Valsson bankastjóri skiptast á skoðunum. DV-mynd GVA Steingrímur kvað enga sanngirni í því að fjármagnseigendur hefðu allt j sitt á þurru á sama tíma og fyrirtæk- in og heimilin í landinu ættu í ómæidum erfiðleikum. Óeðlilegt væri að þeir bættu sér upp töpuð lán og önnur áfóll á einungis einu ári. Steingrímur gagnrýndi einnig Seðlabankann fyrir aö hafa ekki far- ið eftir lagatilmælum og ábendingum ríkisstjórnarinnar um að sjá til þess að raunvextir væru innan eðlilegra marka. Hann sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að knýja Seðlabankann til að ná raunvöxtunum niður með beinum eða óbeinum aðgerðum. Máli sýnu til stuðnings sagði Stein- grímur að Alþjóða gjaldeyrissjóður- inn hefði í nýlegri skýrslu lagt til aö Seðlabankinn yrði styrktur til að hafaáhrifávaxtastigiö. -kaa Veðriðámorgun: Allhvöss austanátt Á morgun verður austlæg átt, sums staðar allhvöss norðvestan- lands en kaldi eða stinningskaldi annars staðar. Rigning eða skúrir víðast hvar. Hiti 2-6 stig. /8M,V > C 7*177 V SMIÐJUKÁFFI SBHDUM FR/TT HE/M OPNUM KL. 18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.