Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUÐAGUR 13. FEBRÚAR 1991: Fréttir Til deilna og stimpinga kom 1 Grænáshliði á Keflavíkurflugvelli: Herlögreglumenn hentu íslenskum kollega út - langvarandi óánægja hjá íslenskum lögreglumönnum vegna stirðra samskipta Mikill kurr er kominn upp hjá íslenskum lögreglumönnum á Keflavíkurflugvelli vegna stiröra samskipta við bandaríska kollega þeirra. Tveir íslendingar hafa ný- lega sagt starfi sínu lausu og fleiri íhuga að hætta. Hér er um að ræða langvarandi óánægju sem er meðal annars sprottin af því að frá síðasta sumri hafa herlögreglumenn borið vopn, meðal annars á íslensku yflrráðasvæöi utan Keflavíkur- flugvallar. í síðustu viku kom til snarpra orðaskipta og stimpinga á milli ís- lensks lögregluþjóns og bandarísks kollega hans í Grænáshliði við Keflavíkurflugvöll. Bandaríski hliðvörðurinn var að segja hinum fyrir verkum. Því mótmælti sá ís- lenski harðlega og benti með vísi- fingri á bijóstkassa hins til að leggja áherslu á mál sitt. Við svo búið ýttu bandarísku verðirnir þeim íslenska út úr vaktskýlinu. Sá sem fékk fmgurinn á brjóstkass- an sagðist ætla að leggja fram kæru. íslendingurinn hafði þegar sótt um vinnu annars staðar en sagði starfi sínu síðan lausu á mánudag. „Bandaríkjamennirnir færa sig sífellt upp á skaftið. Óánægjan hef- ur ríkt síðan í fyrrasumar þegar þeir byrjuðu að bera vopn,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn í samtali við DV í gær. „Herlögreglumennirnir í hliðinu hafa ekki veriö vopnaðir frá því ég byijaði hér árið 1954. Þeir eru orðn- ir frekir og þykjast eiga þennan stað. Mér finnst þetta mál vera komið það langt að ríkisstjórnin ætti frekar aö fjalla um hvort við erum sjálfstætt ríki í stað þess aö vera að hlaupa austur í Eystra- saltslönd. í dag fékk einn starfsmaður hér þau svör hjá herlögreglumanni að Islendingar ættu ekki aö tékka umferð inn um hliðin - heldur að- eins Bandaríkjamenn. Sá hinn sami sagði að þetta væri ekki mál lögreglustjórans á Keflavíkurflug- velli heldur réði íslenska ríkis- stjórnin því hvað gerðist hér. Ný- lega fór ég sjálfur í hliðið eftir að herlögreglumaður hafði sagt við einn af okkar mönnum að honum kæmi ekkert viö hvað væri aö ger- ast þarna - hann væri bara fyrir. Þegar ég spurði hverju þetta sætti skipaði herlögreglumaðurinn mér umsvifalaust að þegja. Þetta er því orðin spurning hér hvað þessir menn fá að ganga langt,“ sagði Unnstein. Stefán Karl Baldursson, formað- ur lögreglufélags Suðurnesja, sagði við DV í gær að óánægjan, sem upp er komin, væri ekki eingöngu bundin við atvikið í síðustu viku heldur væri meira um „uppsafnaöa óánægju“ að ræða. „Þessir menn eru ekkert alslæm- ir en það er stundum einn og einn sem sker sig úr og heldur aö hér sé í gangi eitthvert styrjaldarástand eins og í Persaflóa. Herlögreglan hefur verið að færa sig upp á skaft- ið með yfirgangi og okkur finnst því að við eigum að spyrna við fót- um,“ sagði Stefán Karl. -ÓTT Konur úr kvenfélaginu Hringnum ætla aö selja öskupoka í Kringlunni i dag. En vegna þess aö engin dagskrá veröur þar er hugsanlegt að þær færi sig einnig í miðbæinn þar sem kaupmenn hafa boðið krakka velkomna. DV-mynd BG Metum hugrekki ykkar mjög mikils - segir Aurelijus Katkevicius ráðgjafi Landsbergis forseta Loðnan: Fundum þokkalegan f lekk út af Hvalbak - segir Gísli Runólfsson „Við fundum þokkalegan loðnuflekk út af Hvalbak í fyrri- nótt og það segir manni að það eigi eftir að koma meiri loðna. Ekki er enn búið aö mæla hversu flekkurinn er stór en þessi loðna sem við fundum hlýtur aö bætast ofan á það sem búið var að fínna,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjama Ólafssyni AK. „Við teljum að það sé meiri loðna í sjónum en þau 450 þúsund tonn sem flskifræöingar hafa mælt,“ segir Grímur Grímsson, skipstjóri á Guömundi VE. Guömuridur var aö veiðum 8 mílur vestur af Ingólfshöfða f gær og fyllti sig í þremur köstum, fékk alls 850 tonn. í tveimur fyrri köst- unum fékk hann 400 tonn en 50 tonn í þriðja kastinu. „Torfan, sem viö vorum að veiða úr, var S'A míla að lengd og mjög þétL Grindvíkingur var að veiða úr sömu torfu og við og fyllti sig líka. Við löndum i Vest- mannaeyjum og höldum svo fljót- lega aö því loknu austur til skoða loðnuflekkinn sem fannst þar,“ segir Grímur. Skipverjar á Bjarna Ólafssyni munu halda áfram að skoða flekkinn sem þeir fundu við Hval- bak, ætla þeir aö fylgja loönunni eftir upp aö ströndinni. -J.Mar Fékk sígarettu- glóð í augað Piltur fékk sígarettuglóö í auga er hann var á skólaballi á Hótel íslandi i nótt Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Lög- reglan þurfti að fara á staðinn vegna tveggja annarra atvika. Skemmdarverk voru unnin á einu salemi í húsinu og stúlka hafði einnig meiðst á fæti. -ÓTT „Þessu skrefi höfðum viö beðið lengi eftir. Við metum hugrekki og röggsemi ríkisstjómar íslands, Al- þingis og ekki síst íslensku þjóðar- innar mjög mikils. Viðurkenning á sjálfstæði Litháen og myndun stjóm- málatengsla er áhrifamesta vörn sem Litháar geta notið í núverandi hættu- ástandi. Samþykkt Alþingis er afar mikilvæg fyrir framtíð Litháens," sagöi Aurelijus Katkevicius, per- sónulegur ráögjafi Vytautas Lands- bergis, forseta Litháens, í símaviðtali við DV í gærdag. Landsbergis var mjög upptekinn í gærdag en eftir að hafa verið með forsetanum í kjölfar þingsályktun- artillögu Alþingis frá því í fyrrakvöld taldi ráðgjafmn sig geta farið nærri um viðbrögð hans. Landsbergis tilkynnti þinginu í Vil- nius um þingsályktunartillögu Al- þingis á fundi í gærmorgun. Að sögn ráðgjafans fagnaði þingheimur frétt- unum lengi og afar innilega. „Þessi viðurkenning Alþingis er mjög mikilvægt skref í þá átt að gera vandamál okkar alþjóðlegs eðlis. Sovétmenn hafa alltaf lýst því yfir að vandamál Litháens væru innan- ríkismál þeirra en viðurkenning ís- lendinga hrekur þá skoðun. Með samþykkt Alþingis og stofnun stjóm- málasambands er stigið skref sem færa mun Litháen undir ramma al- þjóðalaga." Ráðgjafinn sagðist ekki vita um nein viðbrögð af hálfu Sovétmanna en honum var kunnugt um hótanir þær sem Sovétmenn höfðu í frammi við íslendinga þegar möguleg viður- kenning þeirra og stofnun stjórn- málatengsla var í sjónmáli. í ljósi þeirra fannst honum mun meira til samþykktar Alþingis koma. Ráðgjafinn var spurður hvort hann byggist við að fleiri þjóðir fylgdu for- dæmi íslendinga. Hann svaraði því til að búist væri við aö Danir og Norðmenn stigju svipuö skref. -hlh Kringlan ekki með öskudags- skemmtun - segirEinarHalldórsson Engin skemmtidagskrá veröur í Kringlunni í dag í tilefni öskudags- ins. Tvö undanfarin ár hefur verið skipulögð dagskrá þar sem kötturinn hefur veriö sleginn úr tunnunni en vegna óláta og aðgangshörku barn- anna verður ekkert shkt í dag. Einar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Kringlunnar segir að aðgang- urinn hafi verið slíkur undanfarin ár að þeir vilji ekki standa fyrir slík- um samkomum. „Við erum ekki van- ir því að banna fólki að koma hingað inn en ef fólk hagar sér ekki eins og reglur gera ráð fyrir munum við taka á því.“ - Munuð þið reka krakka út ef þeir koma til að syngja og sníkja gotterí? „Ef það verður í einhverjum mæh munum við taka á því og erum með viðbúnað til þess. Við viljum ýta þessu frá okkur því þetta hefur þrb- ast út í hálfgerð skrílslæti. Krakk- arnir eru uppivöðslusamir og frekir þannig að það er ekkert gaman að þessu. En við ætlum ekki að amast við krökkunum ef þau haga sér vel.“ Kaupmenn við Laugaveginn hafa hins vegar boöið krökkum sérstak- lega að koma í verslanir sínar og þiggja góðgæti og fá í staðinn eitt eða tvö lög. -ns Kópavogur: Lögreglan viðumferðar- Ijós Lögreglan í Kópavogi mun á næstu dögum veröa með eftirht með umferðarljósum í bænum. Töluvert hefur verið um rada- reftirht að undanfómu en áhersla verður lögð á umferö við götuvita á næstunni. Að sögn lögreglunnar hefur þaö greinilega talsvert færst í vöxt að ökumenn virði ekki stöövunar- skyldu við umferðarljós og hafa slys oröiö af þessum sökum. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.