Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Page 13
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
Utlönd
Dame Margot Fonteyn:
Frægasta baller-
ína Breta látin
Margot Fonteyn, ein frægasta ball-
erína allra tíma, er látin á heimili
sínu í Pariama, 72 ára gömul. Hún
varö fræg fyrir dans sinn á fjórða
áratug þessarar aldar og síðar fyrir
samvinnu sína með sovéska ballett-
dansaranum Rudolf Nureyev. Þá
hafði hún verið fremst í flokki ball-
ettdansara í fulla þijá áratugi.
Fonteyn var fædd í Bretlandi árið
1919 og gerði dans að atvinnu sinni
17 ára gömul. Árið 1964 dansaði hún
aðahlutverkið í Svanavatninu í Vín-
arborg og var kölluð 89 sinnum fram
á sviðið að sýningu lokinni, oftar en
dæmi eru um með aðra dansara.
Árið 1955 giftist hún Roberto Arias,
stjórnmálamanni frá Panama, og bjó
þar eftir það. Fyrir þremur árum
veiktist hún af krabbameini sem dró
hanatildauða. Keuter
Margot Fonteyn var ein frægasta
ballerína sem uppi hefur verið.
Símamynd Reuter
VETRARTILBOÐ
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA
91 -61 -44-00
BlLALEIGA ARNARFLUGS
Jeanne Clament er elsta kona
heims.
Símamynd Reuter
Elsta kona
heims
116 ára
Elsta kona heims heitir Jeanne
Clament og varð 116 ára í gær. Hún
býr í Arles í Frakklandi og er enn
vel ern. Fyrir skömmu dó í Banda-
ríkjunum kona sem einnig hafði náð
116 ára aldri og var hún aðeins eldri
1 árinu en Clament.
Clament hélt upp á afmælið með
ættingjum sínum og vinum þar sem
hún dvelur á elliheimili í heimabæ
sínum. Hún fæddist árið 1875.
Reuter
til að
í fullkomið lag
Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir.
Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið
og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir
kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á
söluskráningu í verslun og þjónustu.
Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að
koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu
sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt-
rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir-
tæki um allt land til að kanna ástand og notk-
un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem-
ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur
viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa
sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð-
ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega
voru samþykkt á alþingi.
Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom-
inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís-
bending um full og heiðarleg skattskil og
neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis
í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam-
eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin
léttari á hverjum og einum. Full skattskil
samkvæmt settum reglum eru grundvallar-
forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem
fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis-
grundvelli.
Christian
Brando
skaut á ann-
an mann
Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum!
Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra
- með ykkar mál á hreinu.
Örvqai i
-heidarleg skaminl!
Saksóknarar í Los Angeles fuUyrða
að Christian Brando, sonur leikarans
Marlons Brando, hafi ekki aðeins
myrt ástmann hálfsystur sinnar
heldur einnig skotið á annan mann
fyrir tveimur árum og þar að auki
barið fyrrverandi eiginkonu sína til
óbóta.
„Christian Brando er hættulegur
maður, harðlyndur og alvarleg ógn-
un við umhverfi sitt,“ segir í máli
saksóknaranna tveggja sem sækja
málið gegn Christian. Þeir leggja til
að hann veröi dæmdur í 16 ára fang-
elsi fyrir morðið á Dag Drollet, sem
var ástmaður Cheyenne Brando.
Christian hefur þegar viðurkennt
sekt sína í málinu en þó kann svo
að fara að málarekstur verði einnig
hafmn gegn honum vegna fyrri til-
raunar til að drepa mann. Þá skaut
hann í andlitið á manni að nafni Ric-
ando Alvarez og særði hann illa. Al-
varez kærði ekki árásina en sak-
sóknaramir nota málið til að sýna
ofbeldishneigð Christians og hafa
einnig dregið ofbeldi hans í garð fyrr-
verandi eiginkonu fram í dagsljósið.
Reuter