Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Menrtingarverðlaun
Menningarverðlaun DV voru afhent í gær. Hér er um
árlegan viðburð að ræða og mikilsmetinn af listamönn-
um, menningarfrömuðum og öðrum áhugamönnum á
þessum vettvangi. Jafnframt eru þetta einu menningar-
verðlaunin sem veitt eru hér á landi til allra hinna viður-
kenndu listgreina. Viðurkenningar eru veittar til rithöf-
unda og að einhveiju leyti til hljómlistarmanna af öðr-
um aðilum, en menningarverðlaun DV taka til allra
þátta lista og hefðbundinna menningargreina og nú síð-
ast var byggingarlistinni bætt við.
, Dómnefndir tilnefna hugsanlega verðlaunahafa og
velja úr þeim hópi þann einstakling eða listahóp sem
hefur að áliti nefndarinnar lagt fram merkasta skerfmn
til sinnar listgreinar á árinu. Auðvitað má alltaf deila
um niðurstöður í svo huglægu mati, en aldrei hefur þó
borið á því að verðlaunaveiting hafi verið gagnrýnd og
fullyrða má að oftar en hitt hafi útnefning verðlauna-
hafa mælst afar vel fyrir og hitt í mark.
Oft er talað um að æðri listir.séu á undanhaldi og
menningin fari halloka fyrir dægurpoppi hvers konar,
sjónvarpsglápi og metnaðarleysi nýrra kynslóða gagn-
vart sköpun og tjáningu í listum. Menn hafa áhyggjur
af tungunni og telja að íslendingar séu í vaxandi mæli
þiggjendur en ekki gefendur í menningarlegu framlagi
samtíðarinnar.
En þegar betur er að gáð kemur í ljós að sjaldan eða
aldrei hefur vaxtarbroddurinn verið meiri og kröftugri
í listsköpun þjóðarinnar. Alls staðar má sjá þess merki.
Ungir rithöfundar hasla sér völl, myndlist stendur með
miklum blóma, kvikmyndagerð sækir fram og í leik-
húsinu hefur myndast nýr og upprennandi hópur leik-
ara og leikritahöfunda, sem lofa góðu. í tónlistinni er.
iðandi líf og enn er það ungt fólk og metnaðargjarnt sem
er í fararbroddi og setur markið hátt.
Svo mætti áfram telja. Það er ekki aðalatriðið hver
fær verðlaun og viðurkenningu heldur hitt að áhuginn
fyrir listum og menningarþátttöku hefur ekki minnkað
með nýjum kynslóðum. Það geta ekki allir orðið meistar-
ar en upp úr fjöldanum spretta snillingarnir og aðeins
það eitt, að íslendingar leggja rækt við menningarstarf,
taka virkan þátt í því og hafa skilning á gildi þess, er
uppörvandi vottur þess að lágmenningin hafi ekki tekið
völdin. Hávaðinn og athyglin í kringum óöld og upp-
lausn kann að vera meiri, fréttir af lausung, óreglu og
neikvæðum athöfnum kunna að vera fleiri. En þjóðlífið
er engu að síður iðandi mannhaf af fólki á öllum aldri
sem hefur aflað sér menntunar, drukkið í sig áhrif
menningar og spreytir sig á listsköpun í einu eða öðru
formi. Þessari staðreynd má ekki gleyma og að henni
ber að hlúa.
Fjölmiðlar geta því miður gert misjafnlega mikið að
því að skýra frá öHu því merkilega starfi sem unnið er
á vettvangi lista og menningar. DV hefur leitast við að
sinna því eftir mætti. Gagnrýni og dómar birtast reglu-
lega um menningarviðburði, viðtöl, frásagnir og dagleg-
ar fréttir. Blaðið hefur og haldið úti fastri menningar-
síðu. Síðast en ekki síst má nefna afhendingu menning-
arverðlauna.
Ritstjórn DV óskar verðlaunahöfunum til hamingju
með sínar viðurkenningar. Þeir eru glæsHegir fuUtrúar
Hstrænnar tjáningar og sköpunar, sem hafa skarað fram
úr á Hðnu ári. Vonandi eru verðlaunin hvatning fyrir
þá sem og aðra til að gera enn betur á komandi árum.
Ellert B. Schram
Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, tekur á móti Tarek Aziz, utanrikisráðherra íraks, sem flytur svar Saddams
Husseins. Simamynd Reuter
Að sprengja
yf ir markið
Úr því sem komið er í stríði
Bandaríkjamanna við írak virðist
rökrétt að leiða það til lykta hern-
aðarlega eins og hugur Bush for-
seta stendur til og að gefa Saddam
Hussein ekkert færi á aö bjarga her
sínum frá eyðileggingu í Kúvæt.
En innrás í Kúvæt með tilheyrandi
blóðbaöi verður gerð með þá vitn-
eskju bak við eyrað að hún var
óþörf. írakar hafa þegar fallist á
að skila Kúvæt.
Ef vilji væri fyrir hendi mætti
ljúka stríðinu strax. En sá vilji er
ekki fyrir hendi, tilgangur stríðsins
er ekki og hefur aldrei verið sá einn
að losa Kúvæt undan yfirráðum
íraka. Ætlun Bush forseta er ekki
aðeins að eyðileggja hernaðarmátt
íraks heldur að ná sér persónulega
niðri á Saddam Hussein. Bush hef-
ur magnað upp slíka múgseíjun
gegn Saddam og írak að allt annað
en hernaðarlegur ósigur Saddams
mun snúast upp í pólitískan sigur
hans og það geta hvorki Bush né
aðrir leiðtogar fjölþjóðabandalags-
ins látið gerast.
Það er því lítil hrifning í Hvíta
húsinu yfir framtaki Gorbatsjovs.
Friðartillögur Sovétmanna hafa
flækt málið mjög og gert afdráttar-
lausa niöurstööu í stríðinu mun
erfiðari en ella. Það eitt aö þær
skuli vera til og írakar samþykki
þær getur sundrað fjölþjóðabanda-
laginu gegn írak og umfram allt
hafa þær nú þegar, hvort sem þær
stöðva stríðið eða ekki, styrkt mjög
stöðu Sovétmanna á þessum slóö-
um. Þegar að því kemur aö gera
upp málin að stríði loknu má búast
við að Sovétmenn verði málsvarar
íraka og vilji Bandaríkjamenn reka
hernaðinn áfram inn fyrir landa-
mæri íraks gæti komiö til alvar-
legra árekstra við Sovétmenn.
En Gorbatsjov hefur sýnt að Sov-
étmenn ætla ekki að láta Bandarík-
in verða eina risaveldið sem áhrif
hefur í Miðausturlöndum, þau
áhrif sem Sovétmenn hafa á Irak
gætu komið þeim aö góðu haldi
þegar að því kemur að finna ný-
skipan mála á þessum slóðum, þar
sem írak, með eða án Saddam Hus-
seins, verður í lykilhutverki.
Múgsefjun
Þegar þetta er ritað er enn beðiö
svars Husseins við tillögum Gor-
batsjovs sem hittir Azis utanríkis-
ráöherra íraks öðru sinni í
Moskvu. - Talið er nær fullvíst að
Bush hafni þeim og hefji árás á
landi. Bandaríkjamenn telja íraska
herinn í Kúvæt vera að því kominn
að leysast upp, hann hafi beðið
meira tjón í loftárásum en nokkur
her geti þolaö og eftirleikurinn
verði auðveldur. Hvort sem það er
rétt eða ekki er enginn vafi um niö-
urstöðuna, írakar verða sigraðir
og þeir reknir frá Kúvæt. Allt verð-
ur gert sem hægt er til að koma í
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
veg fyrir að Saddam geti haft nokk-
urn pólitískan eða siðferðilegan
ávinning af ósigrinum, tilgangur
Bush forseta er að auðmýkja og lít-
illækka Saddam Hussein persónu-
lega sem allra mest. Það er þessi
persónulegi þáttur sem flækir mál-
iö óhóflega. Bush hefur útmálað
Saddam sem Satan sjálfan í álíka
sterkum litum og Khomeini aja-
tolla í íran útmálaöi Carter og
Bandaríkin á sínum tíma. Sú múg-
sefjun sem Bush hefur komið af
stað í Bandaríkjunum gegn Sadd-
am persónulega er aðalástæðan
fyrir vinsældum stríðsins vestra
og ástæðan fyrir því að það er erf-
itt fyrir Bandaríkjamenn að sætta
sig við að Saddam verði áfram við
völd eftir stríðið.
Með þessu býður Bush heim
þeirri hættu að Saddam verði písl-
arvottur í augum annarra araba.
Staðreyndin er sú að Saddam nýtur
virðingar og aðdáunar um allan
hinn arabíska heim. Enginn ætlast
til að hann sigri Bandaríkin en því
lengur sem hann heldur út því
meira vex vegur hans og virðing
og jafnvel þótt hann yrði settur af
í hallarbyltinu eða drepinn gæti
hann enn orðið píslarvottur og
sameiningartákn.
Lofthernaður
Hatrið á Saddam persónulega
ræður líka ferðinni í lofthemaðin-
um, þar er lögð áhersla á að eyði-
leggja það sem Saddam hefur látið
byggja, hverju nafni sem það nefn-
ist. Þessar loftárásir eiga eftir að
koma Bandaríkjamönnum í koll
þegar friður er kominn á og við
blasir sú óheyrilega eyðilegging
sem þær hafa valdið.
Eins og ævinlega í stríði eru
„hernaðarleg skotmörk“ allt það
sem sprengja fellur á rétt eins og í
Víetnam þar sem allir dauðir Víet-
namar voru kommúnistar. Það
virðist mikill barnaskapur af
Bandaríkjamönnum að tala um frið
og eindrægni í arabaheiminum eft-
ir að þessi vondi maöur í írak hefur
verið rassskelltur, nær væri að
búast við hatri, beiskju og heift í
garð Bandaríkjanna og allra Vest-
urlanda vegna þess sem þau hafa
gert almenningi í írak.
Arabískur almenningur er and-
vígur innlimun íraka á Kúvæt en
þegar ljóst verður hvílík hervirki
bandaríski flugherinn hefur unnið
í írak í nafni frelsunar Kúvæts er
það óhófleg bjartsýni að ætla að
almenningsálitið þakki Bandaríkj-
unum og áfellist Saddam. Þaö
gagnstæða væri líklegra.
Fullnaðarsigur
Bush talar frjálslega en óljóst um
frið og eindrægni í Miðausturlönd-
um eftir að Saddam hafi verið
beygður í duftið og niðurlægður og
hernaöarmáttur Iraks eyðilagöur.
En það er ekki hægt að eyðileggja
hernaðarmátt neins ríkis til fram-
búðar nema með því að eyðileggja
þann efnahags- og iönaðargrund-
völl sem hann byggist á, það er að
segja sjálfan tilverugrundvöli ír-
ösku þjóðarinnar. Þetta hefur veriö
markmið loftárásanna á írak sem
eru langt umfram það umboð sem
Sameinuöu þjóðirnar gáfu til hern-
aðar til að frelsa Kúyæt og ekkert
dregur úr þeim þótt írakar séu nú
reiðubúnir að skila Kúvæt.
Niðurlæging er ekki góður
grundvöllur til að byggja á varan-
legan frið. Þjóðverjar voru niður-
lægðir eftir fyrri heimsstyrjöldina,
afleiðingin varð nasisminn og síð-
ari heimsstyrjöldin. írakar eru ara-
bar og sú skoðun er útbreidd i arab-
alöndum að allir arabar séu ein
þjóö. Hernaðarlegur fullnaðarsigur
er það sem Bush stefnir að núna
og sá sigur mun vinnast. En það
-eina sem getur réttlætt stríðið við
írak er póhtískur og varanlegur
fullnaðarsigur og sá sigur er hvergi
nærri í augsýn.
Gunnar Eyþórsson
„Þaö virðist mikill barnaskapur af
Bandaríkjamönnum aö tala um frið og
eindrægni 1 arabaheiminum eftir að
þessi vondi maður í írak hefur verið
rassskelltur... “