Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 2. MARS 1991 „Ég hef'ekki kynnt mér til hlítar þær kenningar sem hggja til grund- vallar. Landiö geymir lykilinn, kenningin virðist passa. Eg hef í nokkrum tilfellum getaö reiknað út fyrirfram hvar muni að finna vörður og leiðarmerki og gengið að þeim. Það dugar mér. Það finnst mér sanna að fornmenn bjuggu yfir meiri vitneskju en við höfum haldið en treysti mér ekki til þess að útskýra nákvæmlega hvað lá þar að baki,“ segir Þórarinn Þórar- insson arkitekt í samtali við DV. Þórarinn hefur um tíu ára skeið fengist við það í tómstundum sín- um að finna merka staði í landnámi Ingólfs Arnarsonar og við þær rannsóknir hefur hann gengiö út frá kenningum Einars Pálssonar um þekkingu fornmanna á flatar- málsfræði og staðsetningu bústaða þeirra og þingstaða. Samkvæmt kenningunum reiknuðu fornmenn mjög nákvæmlega út staðsetningu fjalla og helgra staða miðað við sólargang og virðast hafa stuðst við þríhyrningamæhngar og tylftar- kerfi við útreikningana. Keilir er minn lykill „Keilir er minn lykill," segir Þór- arinn. „Hafi bær Ingólfs staðið við enda Suðurgötu, svona nokkurn veginn við hornið á Herkastalan- um, þá hverfur sólin bak við Keili um vetrarsólstöður. Þar stóð ég um vetrarsólstöður og horfði á sólina hverfa bak við fjallið. Þá skildi ég að fjalliö hafði sérstaka þýðingu. Það tengdist heiðnum trúarbrögö- um til dýrðar þvi að sólin reis á ný. Sé dregin lína frá Keili gegnum Þórarinn Þórarinsson arkitekt hefur gert sérstæðar uppgötvanir í landnámi Ingólfs. DV-mynd GVA Landið geymir lykilinn - segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt sem gert hefur merkar uppgötvanir í landnámi Ingólfs Þórarinn við vörðuna á Ásfelli ofan Hafnarfjarðar. Kortið sýnir afstöðu bæjar Ingólfs til helstu kennileita þar sem eni standa fornar vörður. bæ Ingólfs þá liggur hún að Hofi á Kjalarnesi en þar er mín kenning að fyrsti þingstaðurinn hafi verið. Lína samsíöa þessari liggur gegn- um tvö Helgafell, bæði í Mosfells- sveit og ofan Hafnarfjarðar. Við enda þeirrar línu er örnefnið Gull- bringa sem sýslan heitir eftir. Sá sem stendur uppi á Helgafelli í Mosfellssveit um vetrarsólstöður við sólsetur sér, ef hann er hepp- inn, Gullbringu baðaða í gullnu sólarljósi og þá liggur nafngiftin í augum uppi.“ Fornar vörður finnast Það næsta sem Þórarinn gerði var að draga línu í hásuður frá bæjarstæði Ingólfs. Sú lína liggur gegnum Ásfell ófan við Hafnarfjörð og áfram til Gullbringu. Uppi á Ásfellinu fann Þórarinn forna vörðu, stóra og rammbyggilega sem er ævaforn. Frá bæ Ingóífs að Ásfelli eru nákvæmlega 36.000 forn fet sem eru 3 megalítísk fet. Þarna er talan 12 grundvöllurinn en hún er talin vera lykillinn að talnakerfi fornmanna eins og talan 10 er lyk- illinn að tugakerfi nútímans. í há- vestur frá bæ Ingólfs er Úlfarsfell í 36.000 feta fjarlægð. Þar fann Þór- arinn leifar þriggja varða, einnar hæstrar í miðjunni, sem mynda þríhyrning. „Þegar ég síðan dró línu milli þeirra undir hornunum 36 og 54 gráður skárust þær um Elliðavatn en þar var hinn forni þingstaður sem Landnáma segir að írskir menn, búsettir á Kjalamesi, hefðu aðstoðað við að finna stað. Þar rennur lind út í vatn eins og reynd- ar á Þingvöllum og það var helgur staður samkvæmt fomum átrún- aði,“ segir Þórarinn. „Þar sem lín- umar skerast, utan í hólnum við bæinn á Elliöavatni, þar tel ég að hinn upprunalegi þingstaður hafi verið.“ Varða með gati fyrir sólina Þórarinn gekk á staðinn þar sem línur frá bústað Ingólfs og um Helgafellin tvö skerast. Þar fann hann vörðu sem vísaði leiðina upp á fjallið og uppi á Vatnshlíðarfiall- inu gekk hann fram á sérkennileg- ar minjar. Þar er að finna þrjár vörður. Tvær þeirra eru með sér- stökum steinum sunnan við og mynda þannig þríhyrning sem vísa á þriöju vörðuna. Þriðja varðan er með gati í gegnum þó hún virðist heil að öðru leyti. Þórarinn stóð sunnan við vörðuna um sumarsól- stöður og lét sjóndeildarhringinn bera í gatið og þegar sólin kom upp lýsir hún nákvæmlega gegnum gat- ið. Ekkertertilviljun „Þessar uppgötvanir sannfæra mig um það að ekkert af þessu er tilviljunum háö. Bæjum var fund- inn staður eftir ákveðnu kerfi sem aftur var í samhengi við trú forn- manna á mætti sólarinnar og náttúrunnar. Þannig má benda á kaflann í Landnámabók sem segir að enn sjáist öndvegissúlur Ingólfs í eldhúsi. Hvað þýðir eldhús og hvað eru öndvegissúlur? Stærsti eldurinn sem brennur er sólin sjálf og fiöllin hásæti hennar eða önd- vegi. Þetta þýðir að enn standa vörður sem marka öndvegi sólar- innar og bústað Ingólfs. Þaö eru vörðurnar á Ásfelli, Úlfarsfelli, Sandfelli og Vatnshlíðarfialli." Á Sandfelli, sem er á línu í há- austur frá Ásfelli, og á línu frá bæ Ingólfs um Elliðavatn fann Þórar- inn reyndar súlu í bókstaflegri merkingu en það er rösklega tveggja metra há steinsúla sem hefur verið færð úr nærliggjandi gildragi og reist upp á endann á ákveðnum stað á fiallinu. Sandfell, bæjarstæði Ingólfs og Ásfell mynda horn í þríhyrningi sem er nákvæmlega rétthyrndur og lýtur lögmáli Pýþagórasar. Bær Ingólfs, Elliðavatn og Ásfell mynda horn í nákvæmlega jafnhliða þrí- hyrningi. EinarPálsson umdeildur kenningasmiður Þær kenningar sem Einar Páls- son byggir ritverk sín á gera ráð fyrir að ekkert sé tilviljunum háð heldur hafi land verið numið og búum valinn staður eftir ákveðn- um reglum. Þær uppgötvanir sem Þórarinn hefur gert byggja á kenn- ingum Einars en munurinn er sá að Þórarinn hefur ávallt reiknað út fyrirfram hvar hann gæti fundið vörður og dranga og það gengið eftir. Einar Pálsson heldur því fram að heiðnir menn hafi búið yfir þessari þekkingu og getað reiknað ná- kvæmlega með þríhyrningamæl- ingum hvar reisa skyldi hof og helga staði. Hann telur einnig að þegar kristni var lögtekin hafi þessi þekking samhliða hinum fornu trúarbrögðum týnst en þó varð- veist fram á 13. öld. Goðarnir, sem voru æðstir í hverju goöorði, hafi átt að varðveita hana og tekiö þáð til ráðs í nýjum sið að geyma hana í dulsögnum sem menn í dag kalla einu nafni íslendingasögur. Kenningar Einars hafa í gegnum tíðina ekki átt upp á pallborðið hjá hefðbundnum fræðimönnum, enda ganga þær nokkuð á skjön við hefð- bundna söguskoðun. Þó hafa er- lendir vísindamenn tekið undir kenningar hans og rannsóknir frá Norðurlöndum og Ítalíu hafa leitt í ljós að sömu fræði lágu þar til grundvallar. Hefur Þórarinn kynnt einhverjum vísindamönnum upp- götvanir sínar? „Já. Þegar ég reiknaöi út að á til- teknum staö austur í Þrengslum skærust línur sem hefðu merkingu vegna staðsetningar Alþingis á Þingvöllum og fann þar tveggja metra háa steinsúlu, nokkurs kon- ar hornstein Alþingis, þá fór ég á fund þjóðminjavarðar og skýrði honum frá uppgötvun minni. Farið um miðjarnætur Þórarinn hefur einkum rann- sakað landnám Ingólfs út frá þess- um kenningum en ennfremur hef- ur hann skoðað Suðurlandsundir- lendið nokkuð. Hans rannsóknir hafa byggst á mælingum á kortum og svo gönguferðum þangað sem hann býst við vörðum éða merkj- um. „Ég hef stundum farið af staö eld- snemma á sunnudagsmorgnum eða pm miðja nótt þegar ég hef verið að rannsaka afstöðu sólar- innar á tilteknum stöðum um vetr- ar- eða sumarsólstöður. Ég er yfir- leitt einn á ferð enda nýt ég útivist- ar og þetta er kærkomin tilbreyting frá erli vinnudagsins." -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.