Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 29
LAUGARDAGOR 2. MARS 1991
45 r-
Þessi glæsilegi hópur tók þátt í æfingum þeirra Þorbergs og Gunnars. Gunnar stendur vinstra megin á myndinni
en Þorbergur hægra megin. Við Hlið Þorbergs má sjá þá Hörð Harðarson og Ellert Vigfússon, en þeir eru báðir
kunnir úr handboltanum og margreyndir landsliðsmenn og er það þeim að þakka hve mikill áhugi er á handbolta
í Stykkishólmi.
Mikill áhugi á
Stykkishólmi
Ungir Hólmarar i vigahug.
- góður efniviður
Þorbergur Aðalsteinsson lands-
liðsþjálfari og Gunnar Einarsson,
þjálfari landsliðs 21 árs og yngri, fóru
til Stykkishólms á dögunum og voru
með handboltaskóla og þjálfaranám-
skeið '
Mikill áhugi hefur vaknað á hand-
knattleiksíþróttinni upp á síðkastið,
eða eftir að hið nýja íþróttahús þeirra
Hólmara var reist. Húsið er mjög
glæsilegt mannvirki og er ljóst að
þetta verður mikil lyftistöng í bæjar-
lífinu í Stykkishólmi.
Þorbergur sagði í viðtali við DV að
þessi ferð hefði verið mjög vel heppn-
uð. „Efniviðurinn í Hólminum er
mjög góður, þama finnast hæfir leið-
beinendur þannig að ég sé ekkert til
fyrirstöðu hjá Hólmuruni að keyra á
handboltann á fullu,“ sagði lands-
liðsþjálfari okkar íslendinga þegar
DV ræddi við hann á dögunum. Það
er mjög jákvæð þróun hjá HSÍ að
nota þjálfara sína á þennan hátt.
Útbreiða þarf þessa „þjóðarafreks-
íþrótf ‘ okkar íslendinga eins og kost-
ur er og enginn er betri og hæfari til
þess en einmitt Þorbergur, sem þekk-
ir þessi mál alveg út og inn.
Hart barist um helgina
Um helgina verður leikið í þremur
flokkum á íslandsmótinu.
í fimmta flokki karla er leikið í
þremur deildum.
1. deild: Seljaskóli
2. deild: KR-hús
3. deild: Digranes
4. deild: Keflavík
Þriðji flokkur karla leikur í þremur
deildum og veröa þær leiknar á eftir-
farandi stöðum:
1. deild: Strandgata
2. deild: Vestmannaeyjar
3. deild: Varmá
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson og
Lárus H. Lárusson
í þriðja flokki kvenna er einnig
leikið í þremur deildum og verða þær
eins og hér segir:
1. deild: Seltjarnarnes
2. deild: Garðabær
3. deild: Valsheimili
Eins og áður segir verður leikið um
helgina í þessum flokkum og hefst
keppni í flestum deildum á laugardag
en þó eru undantekningar því keppni
í 2. deild 3. flokks karla og 5. flokki
karla hefst á föstudag.
Þetta er síðasta leikhelgi fyrir úr-
sht og hefur þessi leikhelgi tiltölu-
lega litla þýðingu fyrir 1. deildar fé-
lög, sem öll hafa þegar tryggt sé sæti
í úrslitum, en þeim mun meiri keppni
verður í 2. deild hvers flokks því
Þessir kappar úr (immta flokki karla verða í sviðsljósinu um helgina en
þá verður leikið í þessum flokki og ekki er vafi á að keppnin verður hörð
og spennandi.
aðeins tvö efstu liðin verða með aratitilinn, en hin liðin taka þátt í
áfram í keppninni um íslandsmeist- svokölluðum B-úrshtum.
Handbolti unglinga
Yfir 500 ungir
drengir í Hafnarfirði
- Kóka kóla-mótið tókst vel
Fyrir nokkru var leikið í Koka
kóla-mótinu í hinu nýja og glæsilega
íþróttahúsi FH-inga í Kaplakrika.
Keppnin var jöfn og spennandi eins
og alltaf í þessum aldursflokki og
voru þátttökulið alls 37 frá 17 félög-
um.
KR-ingar urðu sigurvegarar í
keppni A-liða og er þetta hreint ekki
í fyrsta skiptið sem þeir standa uppi
sem sigurvegarar. En það er þó
greinilegt að önnur lið eru farin að
velgja þeim allverulega undir uggum
og er ljóst að keppnin á næsta móti
verður enn harðari og meira spenn-
andi og þótti sumum nóg'hm nú. í
keppni B-Uða sigraði lið ÍR og sýndu
leikmenn jöfnustu leiki í þessum
styrkleikaflokki og voru sannarlega
vel að sigrinum komnir. í keppni
C-liða sigruðu gestgjafanir úr Hafn-
aríirði og skal engan undra því þeir
hafa sinnt yngstu krökkunum mjög
vel eftir aö hið nýja íþróttahús kom
til skjalanna.
Umsjón mótsins var FH-ingum til
sóma og með þessari nýju byggingu
virðast þeir hafa skotið öðrum bæj- *
arfélögum aftur fyrir sig í hæfni til
að halda slík stórmót sem mót af
þessu tagi vissulega er, því búast má
við að um 5-700 krakkar hafi verið
saman komnir í íþróttahúsinu í
Kaplakrika þessa daga meðan á mót-
inu stóð.
Glæsileg tilþrif sáust á köflum í
keppni þessara ungu framtiðar-
manna í íslenskum handknattleik.
Það þarf ekki að spyrja að því að
skömmu síðar lá knötturinn í neti
andstæðingsins
Úr leik KR og Fylkis í 6. flokki karla.
Bæði þessi lið eru mjög sterk og
hafa KR-ingarnir margsinnis sýnt
það i vetur. Fylkismenn eru í stöð- -
ugri framför og til alls líklegir það
sem eftir lifir vetrar.
Þessi skemmtilega mynd er lýsandi dæmi um „hasarinn" sem oft er í
keppni 6. flokks karla.
VETRARTILBOÐ
HAFIÐ SAMBAND I SÍMA
91 -61 -44-00
BÍLALEIGA ARNARFLUGS