Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 2. MARS 1991. 59 Afmæli Ævar Jóhannesson Ævar Jóhannesson, tækjafræðing- ur við Raunvísindastofnun HÍ, Kársnesbraut 34, Kópavogi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Ævar fæddist að Fagranesi í Öxnadal í Eyjaflrði og ólst upp að Steðja á Þelamörk í Eyjafiröi. Hann var í barnaskóla og iðnskóla, lærði húsasmíði og síðan ljósmyndun að miklu leyti í sjálfsnámi, auk þess ' sem hann stundaði sjálfsnám í raf- eindatækni. Hann hefur sótt ýmis námskeið, m.a. í ónæmisfræðum og rafeindatækni. Ævar hefur skrifað fjölmargar blaðagreinar, flestar um manneldis- mál eða læknisfræðileg efni. Hann hefur verið formaður ritnefndar Heilsuhringsins í mörg ár, hefur skrifað flölda greina í tímaritið Holl- efni og heilsurækt, var stúkufor- maður í Guðspekifélaginu í mörg ár og hefur skrifað greinar í tímarit Guöspekifélagsins, Ganglera, og í tímarit Sálarrannsóknafélags ís- lands, Morgun. Ævar er félagi í Surtseyjarfélag- inu og hefur samið skýrslur um rannsóknir í Surtsey. Þá hefur hann tekið flölda ljósmynda sem birst hafa víða, bæði innanlands og utan. Fjölskylda Ævar kvæntist 1961 Kristbjörgu Þórarinsdóttur, f. 24.8.1934, hús- móður og afgreiðslustúlku, en hún er dóttir Þórarins Jóhannssonar og Ólafar Guðmundsdóttur, búenda á Ríp á Hegranesi í Skagafirði. Börn Ævars og Kristbjargar eru Jóhannes Örn Ævarsson, f. 18.12. 1961, húsasmiður í Kópavogi, kvæntur Sif Garðarsdóttur kenn- ara; Sigríður Ævarsdóttir, f. 18.6. 1963, húsmóðir á Stað í Borgarfirði, gift Benedikt Þorbjörnssyni tamn- ingamanni, og eru synir þeirra Ævar Þór og Guðni; Þórarinn Hjört- ur Ævarsson, f. 9.2.1965, bakari í Kópavogi, en dóttir hans er Unnur Björk; ÓlöfÆvarsdóttir, f. 14.2.1967, fulltrúi, gift Birni Hilmarssyni skrúðgarðyrkjunema, en dóttir þeirraer RakelRut. Systkini Ævars eru Reginn Jó- hannesson, f. 22.12.1932, Æsa Jó- hannesdóttir, f. 13.1.1934, ogHaki Jóhannesson, f. 30.9.1947. Foreldrar Ævars: Jóhannes Örn Jónsson, f. 1.10.1892, d. 15.10.1960, fræðimaður og b. að Steðja á Þela- mörk, og Sigríður Ágústsdóttir, f. 13.6.1908, d. 30.9.1988, húsfreyja. Jóhannes Örn var sonur Jóns Jó- hannessonar, b. í Árnesi í Tungu- sveitíSkagafirði. Ævar Jóhannesson. Sigríður var dóttir Ágústs Guð- mundssonar, b. í Kjós í Reykjarfirði á Ströndum. Ævar tekur á móti vinum og kunningjum í Safnaðarheimili Kópavogs, Borgum, klukkan 15.00. Jóhann Sverrir Kristófersson Jóhann Sverrir Kristófersson, flug- vallarvörður á Blönduósflugvelli og umboðsmaður Happdrættis HÍ, til heimilis að Húnabraut 27, Blöndu- ósi, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Jóhann fæddist á Blönduósi og hefur búið þar alla tíð. Hann var tvo vetur í unglingaskóla á Blönduósi. Jóhann var bifreiðarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga í mörg ár. Hann var hreppstjóri Blönduós- hrepps 1965-88, umboðsmaður skattstjóra 1965-88 og umboðsmað- ur Vængja hf. meðan þeir flugu til Blönduóss. Fjölskylda Jóhann Sverrir kvæntist 7.10.1945 Elísabetu Þórunni Sigurgeirsdóttur, f. 23.9.1926, forstöðumanni Félags- starfs aldraðra á Blönduósi, en hún er dóttir Sigurgeirs Sigurðssonar, sjómanns á ísafirði, og Ingibjargar Þórunnar Jóhannsdóttur húsmóð- ur. \ Jóhann Sverrir og Elísabet Þór- unn eiga fimm börn. Þau eru Kristó- fer Sverrir Sverrisson, f. 7.6.1945, mjólkurfræðingur á Blönduósi, kvæntur Önnu Guðrúnu Vigfús- dóttur og eiga þau einn son, Magnús Guömundsson, f. 6.9.1971, mennta- skólanema við MA; Hildur Björg Sverrisdóttir, f. 26.3.1947, húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Búa Jónssyni menntaskólakennara og eru börn þeirra Glúmur Jón Björnsson, f. 19.9.1969, nemi við HÍ, Ellisif Katrín Björnsdóttir, f. 7.2.1972, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, og Soff- ía Hlín Björnsdóttir, f. 30.12.1976; Sigurgeir Sverrisson, f. 14.10.1948, bifreiðarstjóri og viðgerðarmaður á ísafirði, kvæntur Huldu Baldurs- dóttur og eiga þau saman Elísabetu Þórunni, f. 3.8.1978, en stjúpbörn Sigurgeirs eru Baldur R. Baldurs- son, f. 5.12.1969, sjómaður, Jónína Baldursdóttir, f. 23.3.1966, húsmóöir á ísafiröi, en börn Sigurgeirs með fyrri konu, Jónu Guðmundsdóttur, eru Guðmundur Jóhann, f. 6.8.1967, verslunarmaður í Kópavogi, Ólöf Ragna, f. 29.1.1969, sem var að ljúka stúdentsprófum frá fiölbrautaskóla í Reykjavík, og Kristófer Skúli, f. 19.1.1972, nemiviðFjölbrautaskól- ann í Ármúla; Jón Sverrisson, f. 11.6.1958, trésmiður og hljómlistar- maður á Blönduósi, kvæntur Helgu Snorradóttur frá Akureyri og eru börn þeirra Rakel Ýr Jónsdóttir, f. 8.12.1975, Rebekka Ýr Jónsdóttir, f. 15.9.1979, og Kristófer Jónsson, f. 26.12.1989; Sverrir S. Sverrisson, f. 3.3.1964, starfsmaður við húsbygg- ingar í Reykjavík, kvæntur Júlíu Árnadóttur. Jóhann Sverrir Kristófersson. Systkini Jóhanns Sverris eru tvö: Skafti Kristófersson, f. 14.3.1913, fyrrv. b. í Hnjúkahlíð í Austur- Húnavatnssýslu, var kvæntur Helgu M. Ólafsdóttur, f. 10.7.1915, d. 10.8.1982, en börn þeirra eru Sig- ríður Skaftadóttir, Ingimar Skafta- son, Ólafur Skaftason og Flosi Skaftason; Jóna Sigríður Kristófers- dóttir, f. 20.4.1918, fyrrv. iðjuþjálfi við Kleppsspítalann í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns Sverris voru Kristófer Kristófersson, f. 6.6.1887, d. 7.7.1964, starfsmaður í.Sparisjóði Austur-Húnvetninga, verslunar- maður, smiður og meðhjálpari, og Dómhildur S. Jóhannsdóttir, f. 28.6. 1887, d. 12.5.1967, húsmóðir ogfor- maður Kvenfélagsins Vöku á Blönduósi í flölda ára. Guðlaugur Stefán Jakobsson -'tiAionm.rStorán .laknhcsnn vífti- Böm GuðlaugsoeSteingeröareru l.:-... ' . ' .í Guðlaugur Stefán Jakobsson, Víði lundi 20, Akureyri, verður sjötugur á morgun. Guðlaugur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk vélstjóra- námskeiði 1941 og stundaði sjó- mennsku sem vélstjóri og háseti á árunum 1940-51. Þá var hann starfs- maður Útgerðarfélags Akureyringa 1952-88, þar af í þrjátíu ár verk- stjóri, en hætti þá störfum vegna veikinda. Hann var formaður Verk- stjórafélags Akureyrar og nágrenn- isífiögur ár. Fjölskylda Guðlaugur kvæntist 10.1.1949 Steingerði Hólmgeirsdóttur, f. 14.3. 1920, húsfreyju en hún er dóttir Hólmgeirs Þorsteinssonar og Val- gerðar Magnúsdóttur, búenda á Grund og í Hrafnagili í Eyjafirði. Börn Guðlaugs og Steingeröar eru Þorgerður Jóhanna, f. 10.9.1951, yfirkennari viö Síöuskóla, gift Halldóri Jónssyni, f. 22.11.1950, bæjarstjóra á Akureyri, og eru synir þeirra JónTorfi, f. 28.1.1972, menntaskólanemi og Guölaugur Már, f. 17.4.1973, verslunarskóla- nemi; Valgerður Kristjana, f. 19.10. 1952, ritari við Verkmenntaskóla Akureyrar, gift Kristjáni Davíðs- syni, f. 29.12.1951, trésmíðameistara og starfsmanni við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri en börn þeirra eru Ragna, f. 14.1.1970, stúd- ent við nám í Þýskalandi, og Kristj- án Valur, f. 7.3.1982, nemi í Síðu- skólaáAkureyri. Systkini Guðlaugs voru ellefu en tvö þeirra eru á lífi, Indriði, f. 1909, ogBirna.f. 1916. Foreldrar Guðlaugs voru Jakob Guðlaugur Stefán Jakobsson. Jakobsson, f. 10.10.1876, d. 1949, skipstjóri á Akureyri, og Þorgerður Helgadóttir, f. 12.3.1876, d. 1945, húsfreyja. Chakravut Boonchang Chakravut Boonchang, eigandi Veitingastaðarins Ingólfsbrunns, Aðalstræti 9, Reykjavík, til heimilis að Mávabraut 9A, Keflavík, er fer- tugurídag. Chakravut fæddist í Phattalung í Tælandi en ólst upp í Bangkok. Fólk hans hefur lengstum verið bændur og opinberir starfsmenn. Hann lauk prófum frá Kennaraháskóla í Bang- kok og starfaði síðan á vegum hins opinberaum skeið. Chakravut opnaði veitingastað í Bangkok og í Suður-Tælandi. Hann tók sig síðan upp og ferðaðist víða um Evrópu en settist loks að á ís- landi 1987 og stundaði þá fisk- vinnslu. í ársbyrjun 1990 tók hann við rekstri veitingastaðarins Ing- ólfsbrunns, Aðalstræti 4 í Reykja- vík. Eiginkona Chakravut er Duangs- iri Buangsruang (Dúna), f. 30.5.1964 í Phetchaburi í Tælandi, en hennar fólk hefur einkum stundað við- skipti. Chakravut ætlar að halda upp á daginn með því að bjóða upp á ókeypis veitingar í Ingólfsbrunni á afmælisdaginn frá klukkan 9.00- 21.00. Hver sem vill getur þvi þegið ókeypis veitingar í Ingólfsbrunni í dag. Félagar frá Iþróttasambandi fatl- aðra verða heiðursgestir Chakravut í dag og munu þeir taka við frjálsum Chakravut Boonchang. framlögum sem ætlað er að styrkja fór tuttugu og fimm fatlaðra ís- lenskra barna og unglinga á nor- rænt barna- og unglingamót fatl- aðra í Danmörku næsta sumar. Chakravut mun leggja til hráefniö í þessa óvenjulegu veislu en starfs- fólk hans gefur vinnu sína í dag. 80 ára 50 ára Droplaug Pálsdóttir, Vifilsgötu 9, Reykjavík. Unnur Pólsdóttir, Vesturvegi22, Vestmannaeyjum. Ingvar E. ísdal, Haðarstig20, Reykjavik. Sigurbjörg Júlíusdóttir, Keilufelli 47, Reykjavík. Jóna Markúsdóttir, Strembugötu 24, Vestmannaeyjum. 70ára Steingerður Eiðsdóttir, Munkaþverárstræti 30, Akureyri. 40 ára Þuríður Magnúsdóttir, . Drekavogi 6, Reykjavík. Gísli Þórður Elíasson, 60 ára Ragnar Hj álmarsson, Bröttukinn 14, Hafnarfirði. Rósa Guðmundsdóttir, Byggðavegi 101E, Akureyri. Ólafur Sigurðsson, Stapa, Vestmannaeyjum. Blöndubakka 5, Reykjavík. Jón Egill Unndórsson, Hábergi 26, Reykjavík. LárusGrímsson, Einilundi4, Garöabæ. Hafþór R. Róbertsson, Skuldarhalla 1, Vopnafirði. Reynir Ingibjartsson Reynir Ingibjartsson, starfsmaður Búseta - landssambands húsnæðis- samvinnufélaga, til heimilis að Há- vallagötu 24, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Reynir fæddist í Reykjavík en ólst upp að Hraunholtum í Kolbeins- staðahreppi. Reynir lauk lands- og gagnfræðaprófi frá Reykholtsskóla 1961, var í framhaldsnámi hjá SÍS í tvö ár og starfaði þar og hjá ýmsum kaupfélögum til 1965. Hann stundaði nám í ensku og verslunargreinum við Pitman’s School í London 1967 oghefur sótt ýmis námskeið, s.s. í blaðamennsku hjá BÍ1969 og í sænsku hjá Norræna félaginu 1974 í Framnásfolkhögskola í Norður- Svíþjóð. Reynir var við verslunarstörf hjá H.B. nú D.B., Danmarks Brugsfor- ening 1965 í Kaupmannahöfn, hjá Kaupfélagi Snæfellinga í Ólafsvík 1966, hjá Birmingham Co-operative Society 1966, var gjaldkeri og bókari hjá Kaupfélagi Stykkishólms 1967-68, starfaði hjá Fræðsludeild SÍS, aðallega við tímaritið Sam- vinnuna, 1968-73, starfsmaður Landssambands íslenskra sam- vinnustarfsmanna 1974 til ársloka 83, starfsmaður Húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta í Reykjavík frá ársbyrjun 1984 og frá í sumar starfsmaöur Búseta - landssam- bands húsnæðissamvinnufélaga. Reynir starfaði í Karlakór Reykja- víkur 1969-84, var fyrsti formaður Félags Framnásfara 1980-81, hefur setið í stjórn Nemendasambands Samvinnuskólans nær óslitið frá 1972, í útgáfustjórn tímaritsins Hlyns 1974-83, hafði umsjón með félagsstarfi í Hamragörðum 1971-84, sat í undirbúningsnefnd að stofnun Búseta og sat í fyrstu stjórn félags- ins, sat í fyrstu stjórn Félagsútgáf- unnar og Þjóðlífs 1985-86, hefur ver- ið á framboöslistum Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík 1974 og 78, félagi í stjórnmálafélaginu Birtingi frá stofnun 1989, var á framboðslista Nýs vettvangs við borgarstjómar- kosningarnar 1990, vann að tmdir- Reynir Ingibjartsson. búningi að koma á fót stofnun Jón- asar Jónssonar frá Hriflu og á sæti í stjórn Styrktarfélags fyrir stofnun- ina, hefur setið í stjórn húsnæðis- hópsins „Þak yfir höfuðiö" frá 1986, sat í byggingarnefndum orlofshúsa að Bifröst í Borgarfirði 1970-84, sat í nefnd sem samdi lagafrumvarp um félagslegar íbúðir og einnig í nefnd sem samdi lagafrumvarp um hús- næðissamvinnufélög og búseturétt og sat í stjórn Félags áhugamanna um samvinnumál 1984-87. Þá hefur hann setið í deildarstjórn Kron um árabil. Fjölskylda Reynir kvæntist 30.12.1976 Ritvu Jouhki, f. í Finnlandi 14.6.1946, hús- móður og húsverði í Hamragöröum, félagsheimili samvinnumanna í Reykjavík, en hún starfaði áður á skrifstofu Jafnaðar’mannaflokksins í Rovaniemi í Finnlandi. Sonur Ritvu er Risto Jouhki, f. 19.1.1967, rafeindavirkiognemi við Tækniskóla íslands. Börn Reynis og Ritvu eru Rúnar, f. 7.4.1978, og Rós- ey, f. 12.5.1984. Reynir á einn hálfbróður, sam- mæðra, Magnús Guðmundsson, f. 29.10.1952, vistmann á Kópavogs- hæh. Föreldrar Reynis: Ingibjartur MagnúSson, f. 5.9.1906, verkamaður í Reykjavík, og Anna Magnúsdóttir, f. 10.12.1920, húsmóðir. Haldinn verður afmælisfagnaður í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg eftir klukkan 20.30. í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.