Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. 11 Bryan Gould, umhverfisráðherra i skuggaráðuneyti Verkamannafiokks- ins, ætlar að koma með sinn hund til þings eins og margir samherjar hans í íhaldsflokknum. Málið er þverpólitískt. Hundum vísað úr breska þinginu Mikil hávaði varð á dögunum í nððri deild breska þingsins þegar þingmenn fréttu að banna ætti þeim að hafa hunda sína með sér til þings. Til þessa hefur það þótt sjálfsagt mál en nú á að taka í notk- um nýjar skrifstofur fyrir þing- menn og þar verður hundum bann- aöur aðgangur. Þingmenn hafa virt þá hefð að koma ekki með hundana til þing- fundar enda nægur hávaði fyrir í þingdeildinni þótt hundar leggi ekkert til málanna. Hins vegar hafa hundaeigendur í þingliðinu tahð sjálfsagt aö hafa hundana með í þinghúsið þess utan og á skrifstof- um þingmanna eiga ferfætlingarn- ir fastan sess. Það er íhaldsmaðurinn Andrew Bowden sem hefur orð fyrir hunda- eigendum á þingi. Hann á sjálfur þrjá hunda og heitir því að gefa ekki upp baráttuna fyrir vinum sínum. Málið er þverpóhtískt því Bowden hefur fengið í lið með sér Bryan Gould, umhverfisráðherra í skuggaráðuneyti Verkamanna- flokksins. Gould á einn hund sem hefur verið daglegur gestur í þing- húsinu í fimm ár og aldrei verið til vandræða að sögn eiganda síns. Þingskörungurinn Austin Mic- heh segir að bannið sé í hæsta máta óréttlátt því hundarnir séu yfirleitt mun prúðari í framkomu en þingmennirnir. Og það er hund- ur i fleiri þingmönnum vegna þessa máls. Sir Geoffrey Pattie, vara- formaður íhaldsflokksins, segir að hannið sé hálfvitalegt. Þá hafa sálfræðingar gengið í Uð með hundavinum á þingi. Einn þeirra, dr. Roger Mugford, segir að hundar auðveldi þingmönnum að blanda geði og ná sáttum um álita- mál. „Það hefur mjög góð sálfræði- leg áhrif að hafa hund í návist sinni. Þingmenn eins og aðrir þurfa á þeim að halda.“ Útlönd Argentína: Morðmál ógnar stjórn Menems Ekki þykir útilokað að morð á sautján ára gamalli stúlku leiði til falls stjórn- ar Menems Argentínuforseta. Teiknlng Lurie Fylkisstjórar, lögreglumenn, þing- menn og jafnvel forsetinn í Argent- ínu eiga nú á hættu að missa emb- ætti sín í kjölfar morðs á sautján ára gamalh stúlku í bænum Catamarca fyrir hálfu ári. Stúlkan, María Soledad, var myrt að næturlagi í september í fyrra. Lík stúlkunnar var svo limlest að faðir hennar gat aðeins þekkt hana af fæð- ingarbletti. Málið er enn óleyst en það fjallar ekki lengur bara um morðið á stúlk- unni. SpilUng, vanhæfni og samsæri hafa komið við sögu. Endar málsins ná langt út fyrir Catamarca, aUa leið til höfuðborgarinnar og inn í forseta- hölUna. Sex hafa verið grunaðir um morð- ið, þar af hjón. Eftir ýmsar mót- sagnakenndar yfirlýsingar hefur maðurinn viðurkennt að hafa staðiö í ástarsambandi við Maríu og hitt hana daginn sem hún var myrt. Bæði maöurinn og eiginkonan Uggja undir grun. Svo Utur út sem um ástríðuglæp hafi verið að ræða og þá skýringu eru margir sagðir vUja halda í. íbúarnir mótmæla íhúamir í Catamarca eru hins veg- ar á annarri skoðun. Þeir hafa mörg- um sinnum efnt til mótmælagangna um borgina og ekki alls fyrir löngu særðust fimm er lögreglan skaut að mótmælendum. íhúarnir eru að mótmæla því að einn hinna grunuðu, GuiUermo Luque, skuU njóta vemdar háttsettra aðila. Faðir hans er þingmaður, fylk- isstjórinn er vinur hans sem og Me- nem forseti. íhúarnir mótmæla hvemig morðrannsókninni hefur verið háttað, hvarfi vitnaskýrslna og að niðurstöður þriggja krufninga skuU ekki hafa verið kynntar. Að lokinni síðustu mótmælagöngunni sagði forsetinn að öfgamenn til vinstri bæm ábyrgð á óeirðunum. MikiU hluti íbúanna í Catamarca hefur þegar feUt dóm sinn yfir GuUl- ermo Luque. Frásagnirnar af ein- kennfiegu háttemi hans hafa ekki farið fram hjá neinum í Argentínu og vitni hafa greint frá svaUveislu heima hjá honum sama kvöld og María Soledad var myrt. Þekktur lögreglumaður Lögreglusfjóra, sem lét það gott heita að Luque færi á brott úr hérað- inu, hefur verið vikið úr embætti og situr hann nú inni. Þekktasti lög- reglumaðiu- Argentínu, Luis Patti, hefur tekið viö starfi hans. Patti er kaUaður til þegar leysa þarf mikU- væg mál. Hann hefur hafið rannsókn sína á því að gefa í skyn aö flest bendi tU að um ástríðuglæp hafi verið að ræða og granar hann hjónin fyrmefndu. Þetta hefur valdið mikiUi reiði meðal íbúa Catamarca og fuUyrða þeir að Patti sé jafn spUltur og hinir. Faðir GuUlermos Luque er þing- maður, vellauðugur og í nánu sam- bandi við „eiganda" Catamarca, Ramon Saadi fylkisstjóra. Fíölskylda Saadis á flestar eignir í Catamarca- héraðinu. Saadi nýtur fuUs stuðnings forset- ans en sumir halda því fram að hann eigi enga aðra stuðningsmenn. Saadi er sagður búinn að vera í stjórn- málalífinu og að hann geti ekki boðið sig fram tU embættis fylkisstjóra í næstu kosningum. Það hefur valdið miklum óróa í Argentínu að Menem forseti láti skoðanir almennings sig engu varða og styðji opinberlega hina spUltu stjórn í Catamarca. Stjórnmálasérfræðingar segja að stjórnin sé í faUhættu. DN 68 55 22 msm,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.