Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. Afmæli 100 ára: Margrét Guðrún Gísladóttir Margrét Guðrún Gísladóttir ljós- móðir, Torfufelli 36, Reykjavík, er hundraðáraídag. Starfsferill Margrét fæddist að Skjálg í Kol- beinsstaðahreppi á Snæfellsnesi og ólst upp í foreldrahúsum í Staðar- sveitinni og í Eyrarsveit. Hún lauk ljósmæðrapróíi frá Ljósmæðraskóla Islands 1917 óg var ljósmóðir í Eyr- arsveit 1917-29 en tók samt á móti fjölda barna eftir þann tíma. Margrét hóf búskap með manni sínum að Búðum í Eyrarsveit en þau reistu síðan nýbýlið Fagurhól í Eyrarsveit árið 1929 þar sem þau bjuggu meðan maður hennar Ufði en hún flutti þaðan til Reykjavíkur 1970 þar sem hún hefur búið síðan. Fjölskylda Margrét giftist 1923 Þorkeli Daníel Runólfssyni, f. 16.12.1894, d. 4.12. 1965, sjómanni og b. á Búðum og síðan að Fagurhóli í Eyrarsveit en hann var sonur Runólfs Jónatans- sonar, b. í Hraunfirði í Helgafells- sveit, og konu hans, Pálínu Páls- dóttur. Börn Margrétar og Þorkels Daní- els eru Runólfur, f. 31.7.1923, fyrrv. sjómaður á Torfufelli; Guðbjörg Fjóla, f. 27.5.1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Stefáni Helgasyni, húsasmið og nú húsverði hjá RÚV, og eiga þau tvö börn og fimm barna- böm; Gísli, f. 23.5.1926, verkamað- ur, búsettur að Torfufelli; Páll, f. 10.4.1928, rafvirkjameistari í Hafn- arfirði og verkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, kvæntur Klöru Kristjánsdóttur kjólameistara og eiga þau þrjú börn og átta barna- börn; Ingibjörg Lilja, f. 3.5.1929, húsmóðir og verkakona í Reykjavík, ekkja eftir Leó Kristleifsson sjó- mann og eru böm þeirra tvö og bamabörnin tvö; Sigurbjörg Hulda, f. 3.9.1933, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, og á hún eitt barn. Upp- eldisdóttir Margrétar Guðrúnar og dóttir Ingihjargar Lilju er Danilía Guðrún Kristjánsdóttir, f. 21.10. 1945, húsmóðir og verkakona í Reykjavík, var gift Jóni Þorbergs- syni og eiga þau fjögur böm. Systkini Margrétar: Magnús Gísli, f. 7.12.1892, d. 1977, b. á Kirkjufelh í Eyrarsveit; Herdís Sigurlín, f. 24.2. 1899, húsfreyja á Hellnafelli í Eyrar- sveit, nú vistmaður á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi; Guðmund- ur Katarínus, f. 23.1.1902, vélstjóri lengst af í Reykjavík, nú látinn; Kristján Guðjón, f. 22.8.1905, lengi verkamaður og garðyrkjumaður í Hveragerði, nú látinn. Foreldrar Margrétar vora Gísli Magnússon, f. 4.10.1856, d. 9.1.1931, b. á Skjálg og síðar á Þorgeirsfelli í Staðarsveit og Lárkoti og Kirkjufelli í Eyrarsveit, og Guðbjörg Jóhanns- dóttir, f. 8.8.1861, d. 26.9.1952, hús- freyja. Ætt Gísli var sonur Magnúsar, b. í Hjarðarbóli, bróður Karitasar, ömmu Lúðviks Kristjánssonar rit- höfundar. Magnús var sonur Narfa, b. í Tröð, Árnasonar og Sigríðar Steindórsdóttur. Móðir Gísla var Margrét Gísla- dóttir, b. á Kársstöðum, Jónssonar, b. í Litla-Langholti, Bjamasonar. Móðir Gísla á Kársstöðum var Margrét Egilsdóttir. Móðir Margrét- ar Gísladóttur var Margrét Arn- finnsdóttir, b. á Skeggjastöðum í Núpssókn, Þorleifssonar og Þó- rannar Jónsdótttur. Guðbjörg, móðir Margrétar, var hálfsystir Karitasar, ömmu Þórðar Kárasonarættfræðings. Guðbjörg var dóttir Jóhanns, b. í Laxárdal á Skógarströnd, ættfööur Laxárdals- ættarinnar, Jónssonar, b. á Örlygs- stöðum í Helgafellssveit, Jónssonar. Móðir Jóhanns var Þuríður Jóns- Margrét Guðrún Gísiadóttir. dóttir, b. Klettaholti á Skógarströnd, ívarssonar. Móðir Þuríðar var Brynhildur Benediktsdóttir, b. í Ól- afsey, Bassasonar. Móðir Guðbjargar og seinni kona Jóhanns var Ingibjörg Þorkelsdótt- ir, b. á Ystu-Görðum í Kolbeins- staðahreppi, Jónssonar, úr Hvammsfirði, Sigurðssonar. Móðir Ingibjargar var Kristín Finnsdóttir, b. á Völlum í Kolbeinsstaðahreppi, Árnasonar, b. á Gaul í Staðarsveit, Jónssonar. Til hamingju með daginn skeljabúð, Gnúpverjahreppi QC gvn ArnfriðurGunnarsdóttir, Álfhólsvegi25,Kópavogi. Helga Kristinsdóttir, Állhefrnum ^Reykjavík. Mánagötu 1, Reyðarfirði. Aiineimum 30, KeyKjavut. Torfhildur Sigmundsdóttir, , Skaröshlíðl9,Akureyri,endvelur 50 313 Smtjn .Tnhíinsen, QA Ara Sævíðarsundi 11,Reykjavík. OU d r <a Guðrún Elíasdóttir, Þórhallur Friðfinnsson, LæWtóitHGarðábæ. Tómasarhaga9, Reykjavik. ÞorhallurEyjólsson Guðlaugur Marteinsson, Laugavollum 9. Egllsstoðum. Etar'EiÍ?,í«A'“n'“'’"tl’i' SSSSMureyri. EinarJkinarsson, T, />. « Dalsmynni, Villlngaholtshreppí. ^“‘SyS- 75 ára 40 ara KonráðSæmundsson, _ • ..... Mosabarði 12, Hafnarfirði. í Hólrnfriður Sveinsdóttir, Storagerði 15, Akureyri. Víöigrund28, Sauðárkrókl Sá AkTXfnni Gunnar Þorvarðarson, ÁsaHaraldsdóth Bakka, Kjalameshreppi. íftSnSSavik. __ r Lilja Haraldsdottir, ( U ara Heiðarbrún 51, Hveragerði. ————————— Hörður Oddgeirsson, Jónína M. Gísladóttir, Ljósabergi 4, Hafnarfirði. Hörgshlíð 22, Reykjavík. Ólafur H. Guðmundsson, fíar-ðavpgi ífi HvammRtanga cn ára KristinBjörklngimarsdóttir, UU Ctl d Sólvallaeötu 44A. Keflavík. Friðrik Lindberg Márusson, Einar Sigurður Bjamason, Háaleítisbraut40,Reykjavxk. Gremlundll, Akureyri. Guðrún Sveinsdóttir, Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Merkigerði 10, þingl. eigandi Jens í. Magnússon, föstudaginn 8. mars 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Guð- jón Ármann Jónsson hdl., Fjárheimt- an hf. og Lögmannsstofan, Kirkju- braut 11. Skólabraut 14, þingl. eigandi Áslaug Einarsdóttir, Magnús Karlsson, föstu- daginn 8. mars 1991 kl. 11.00. Upp- boðsbeiðendur eru Ólafur Axelsson hrl., Ólafur Garðarsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Landsbanki íslands, Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 og Ingólfur Friðjónsson hdl. Reynigrund 28, þingl. eigandi Rúnar Pétursson, föstudaginn 8. mars 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Lög- mannsstofan Kirkjubraut 11. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI II X IX Nauðungamppboð annað og síðara á ettirtöldum eignum ferfram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Stillholt 12, þingl. eigandi Þorvaldur Þorvaldsson, föstudaginn 8. mars 1991 kl. 11. Uppboðsbeiðandi er Óskar Magnússon hdl. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Einigrund 9,02.01, þingl. eigandi Har- aldur Hjaltason, föstudaginn 8. mars 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Akraneskaupstaður, Lögmannsstofan Kirkjubraut 11, Veðdeild Landsbanka íslands og Sigríður Thorlacius hdl. Inga Magnúsdóttir Inga Magnúsdóttir, fyrrv. kennari, Sólheimum 27, Reykjavík, er sjötíu ogfimmáraídag. Starfsferill Inga fæddist að Efri-Sýrlæk í Vill- ingaholtshreppi og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni í tvo vetur og lauk kennaraprófi 1940. Inga var kennari í samtals tólf ár. á Hellissandi og í Reykjavík. Hún flutti frá Reykjavík á Hellissand 1952 þar sem hún bjó í sjö ár en flutti síðan aftur til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan. Fjölskylda Inga giftist 17.5.1941 Teiti Þor- leifssyni, f. 6.12.1919, fyrrv. kenn- ara en hann er sonur Þorleifs Teits- sonar, b. í Hlíð í Hörðudal, ogkonu hans, Sigurlaugar Sveinsdóttur húsfreyju, frá Mælifellsá í Skaga- firði. Inga og Teitur eiga fimm börn. Þau eru Úlfar Teitsson, f. 5.10.1941, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Ingólfsdóttur, f. 3.10.1941, kaupmanni í Reykjavík og eiga þau þijú börn; Inga Teitsdóttir, f. 3.5. 1943, hjúkrunarstjóri sýkingar- varna Landspítalans, gift Óla Jó- hanni Ásmundssyni, f. 18.3.1940, arkitekt í Reykjavík og eiga þau tvö börn; Leifur Teitsson, f. 3.12.1945, pípulagningameistari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Vilhjálmsdótt- ur deildarstjóra, f. 26.9.1953 en hann á þrjú börn; Nanna Teitsdótt- ir, f. 25.11.1948, skrifstofumaður hjá Grindavíkurbæ, gift Magnúsi Ólafssyni, f. 30.5.1948, rafvirkja- meistara og verkstjóra hjá Hitaveitu Suðumesja og eiga þau tvö böm; Hrefna Teitsdóttir, f. 20.2.1951, kennari, búsett í Reykjavík, gift Bjama Stefánssyni, f. 2.12.1950 hdl, og eiga þau eitt bam. Systkini Ingu era Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 16.8.1920, hús- freyja í Reykjavík, gift Torfa Jóns- syni, fyrrv. rannsóknarlögreglu- manni og eiga þau fjögur börn; Jón- as Magnússon, f. 7.6.1926, trésmíða- meistari og húsvörður hjá RÚV, kvæntur Óldu Guðmundsdóttur, húsmóður og hárgreiðslumeistara og eiga þau þrjár dætur; Herdís Magnúsdóttir, f. 7.1.1934, starfs- stúlka á Landakotsspítala; Sæunn Magnúsdóttir, f. 7.1.1934, fimleika- kennari viö Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Foreldrar Ingu voru Magnús Jón- asson, f. 15.11.1882, d. 30.3.1975, b. á Efri-Sýrlæk 1913-38 og síðar smið- ur í Reykjavík, og kona hans, Sigur- jóna Magnúsdóttur, f. 27.7.1891, d. 22.1.1973, húsfreyja. Ætt Magnús var sonur Jónasar, b. í Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæj- arhreppi, bróður Kristínar, móður Markúsar ívarssonar, stofnanda Héðins. Önnur systir Jónasar var Þuríður, amma Guðmundar Guð- mundssonar í Víði. Jónas var sonur Magnúsar, b. í Traustsholtshólma í Þjórsá, Guðmundssonar. Móðir Magnúsar á Efri-Sýrlæk var Herdís, systir ívars, móðurafa Stefáns Jasonarsonar á Vorsabæ, föður Unnar, formanns Landssam- bands framsóknarkvenna. Herdís var dóttir Guðmundar, b. í Vorsa- bæjarhjáleigu, Gestsdóttur, b. í Vorsabæ, Guðnasonar. Móðir Her- dísar var Helga ívarsdóttir, b. í Inga Magnúsdóttir. Vorsabæjarhjáleigu, Þórðarsonar og Ingunnar Vigfúsdóttur. Sigurjóna var dóttir Magnúsar, b. á Bjarnastöðum í Ölfusi, bróður Helgu, ömmu Höskuldar Ágústs- sonar, fyrrv. yfirvélstjóra Hitaveitu Reykjavíkur en hálfsystir var Arn- þrúður, móðir Kristins í Geysi, móð- urafa Kristins Björnssonar, for- stjóra Skeljungs. Magnús var sonur Símonar, b. á Bjarnastöðum, Jóns- sonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Sím- onar varGuðrún Þorláksdóttir, b. á Hjalla í Ölfusi, Guðmundssonar. Móðir Magnúsar á Bjarnastöðum var Þuríður Guðmundsdóttir. Móðir Sigurjónu var Helga, systir Jóns, b. á Skarði, fóðurafa Haraldar Matthiassonar menntaskólakenn- ara. Helga var dóttir Jóns, b. á Skarði í Gnúpverjahreppi, Gíslason- ar, b. á Hæli, Guðnasonar, bróður Gests á Hæli, langafa Steindórs Gestssonar. Móðir Helgu var Ing- veldur Guðmundsdóttir. Inga verður að heiman á afmæhs- daginn. Jóhanna Kristinsdóttir Jóhanna Kristinsdóttir, húsmóð- ir og bókavörður við Bæjar- og hér- aðsbókasafnið á Selfossi, til heimil- is að Birkivöllum 31, Selfossi, er fimmtugídag. Starfsferill Jóhanna fæddist á Bíldudal og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún flutti á Selfoss 1959 og starfaði um skeið hjá Pósti og síma en starfar nú sem bókavörður. Fjölskylda Jóhanna giftist 26.12.1962 Herði Vestmann Amasyni, f. 27.9.1937, verktaka en hann er sonur Áma Jóhannssonar og Jósefinu M. A. Þorláksdóttur. Börn Jóhönnu og Harðar eru Kristinn, f. 15.11.1963, verslunar- maður á Selfossi, kvæntur Drífu Valdimarsdóttur, f. 30.3.1967 en son- ur þeirra er Karl Valdimar, f. 10.9. 1987; Hallgrímur, f. 24.4.1966, véla- maður á Selfossi; Lóa Hrönn, f. 22.3. 1969, starfar í Svíþjóð; Pétur, f. 12.8. 1975, nemi í foreldrahúsum. Foreldrar Jóhönnu: Kristinn Guð- finnur Pétursson, f. 28.9.1898, d. 12.3.1968, sjómaður á Bíldudal, og kona hans, Kristín Pétursdóttir, f. 30.8.1905, d. 14.8.1977, kennari og húsfreyja á Bíldudal. Jóhanna tekur á móti gestum á heimili sínu, Birkivöllum 31 á Sel- fossi, fóstudaginn 8.3. eftir klukkan 20.00. Jóhanna Kristinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.