Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991.
íþróttir
Englandi
Garmar Sveinbjömsson, DV, Englandj:
Colin Pates, leikmaður
Arsenal, lék sinn
fyrsta leik fyrir Brigh-
ton um helgina en þar
verður hann í láni næstu vikum-
ar og jafnvel lengur ef félögin
geta komist að samkomulagi um
kaupverðið. Brighton er tilbúiö
aö borga 350 þúsund pund fyrir
Pates en Arsenal vill fá 100 þús-
und pundum meira, enda er það
sú upphæð sem þeir borguðu
Charlton íyrir leikmanninn á sín-
um tíma.
Mark Guðna breytti titlu
hjá veðmöngurum
Frammistaða Guðna Bergssonar
hjá Tottenham í leíknum gegn
Wimbledon fyrir nokkru virðist
ekki hafa breytt miklu um gang
mála hjá honum. Að vísu tapaði
Tottenham leiknum, 1-5, en
Guðni náði þó að skora eina mark
sinna manna og var það jafh-
framt hans fyrsta mark fyrir fé-
lagið. I næsta leik á eftir gegn
Chelsea var Guðni korainn út í
kuldann og var ekki einu sinni á
bekknum. Hjá veðmöngurum
fyrir leikinn var hlutfallið 40 á
móti einum að Guðni myndi
skora fyrsta markið i leiknum
gegn Chelsea og kom það nokkuö
á óvart. Þegar Guðni hefur verið
inni í myndinni hjá veðmöngur-
um hafa hlutfóllin gjarnan verið
33 á móti einum og hefði mátt
ætla að það hlutfall hefði minnk-
að við aö skora gegn Wimbledon
en annað kom á daginn.
Platt ætlar ekki
frá Aston Villa
David Platt hefur borið
til baka aliar sögu-
sagnir um að hann sé
á fórum frá Aston Villa
*
og ætli að leika á ftalíu á næsta
keppnistímabili. Platt segist vera
ánægður hjá Villa þrátt fyrir allt
og sé nýhúinn að kaupa sér hús
og það hefði hann ekki gert ef
fyrirhugaðar væru breytingar á
gangi mála.
Leighton fær 200 þúsund
krónur í laun á viku
Jim Leighton, markvörður Man.
Utd, þarf ekki að kvarta þótt hann
sé úti í kuldanum hjá félaginu.
Leighton, sem missti sæti sitt til
Les Sealy og hefur einnig misst
Gary Walsh fram fyrir sig í röð-
inni um markvarðarstöðuna,
þarf ekki mikið að skæla þegar
útborgunardagurinn nálgast.
Leighton þénar liðlega 200 þús-
imd pund eða rúmar 200 þúsund
íslenskar krónur á viku þrátt fyr-
ir að vera aðeins númer þrjú í
rööinni af markvöröum félagsins.
Þessar launagreiöslur til Leigh-
ton munu halda áfram næstu 2
árin en það er sá tími sem eftír
er af samningi leikmannsins.
Hull Clty reyndi fyrr I vetur að
fa Leighton til liðs við sig á láns-
samningi en hann hætti snögg-
Iega við það þegar ljóst var hve
Iaxmatapiö yrði mikið.
Souness enn að
deila við dómarana
. Graham Souness,
sfjóri Rangers, er enn
//« eina ferðina kominn
.. upp á kant viö knatt-
spyrnuyfírvöld í Skotlandi. Að
þessu sinni fyrir aö gangrýna
dómara í leik Rangers og St. Jo-
hnstone þar sem hð hans mátti
sætta sig við jafhtefli. Souness
hefur áður verið sektaður og sett-
ur í bann fyrir ummæh sín um
dómarastéttina og með sama
áffamhaldi veröur hann að horfa
á leik Rangers í sjónvarpinu eða
hlusta á lýsinguna í útvarpi.
Toshack enn
sá líklegasti
- HansenneitaöiaötakaviðLiverpool
Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi:
Forráðamenn Liverpool munu
fljótlega skýra frá því hver verði
næsti framkvæmdarstjóri félagsins
til frambúðar. Ronnie Moran gegnir
stöðunni í augnablikinu en byrjun
hans hefur verið hræðileg, þrjú töp
í jafnmörgum leikjum. Hlutirnir áttu
að skýrast á mánudag en eftir ósigur
Liverpool gegn Arsenal á Anfield
Road var ákveðið aö fresta hlutunum
um nokkra daga.
John Toshack er sem fyrr líklegast-
ur en gahinn er sá að hann er samn-
ingsbundinn á Spáni. Aðrir hafa ekki
sýnt mikinn áhuga eða hafa sagt ein-
faldlega nei. Einn þessara manna er
Alan Hansen sem hefur ákveðið að
draga sig alfarið í hlé frá allri knatt-
spyrnuiðkun vegna langvarandi
meiðsla og einnig að hætta öllum
afskiptum af knattspyrnu og snúa
sér að öðrum málum.
Upplausn virðist því ríkja í herbúð-
um Rauða hersins og þrír ósigrar í
röð eru til vitnis um það. Fyrirliði
liðsins, Svíinn, Glenn Hysen, segir
að þeir séu atvinnumenn og verði að
einbeita sér að því að halda sínu
starfi áfram þrátt fyrir allt. „Það var
auðvitað áfah þegar Dalglish sagði
af sér en framkvæmdastjórar koma
og fara og það verður að sætta sig
við þaö,“ segir Hysen.
Eðvarð og Helga valin best
• í lokahófi eftir innanhússmeistaramótið i sundi í Vestmannaeyjum um s
helgi voru útnefndir bestu sundmenn mótsins og efnilegustu. Á myndinni frá
er Eðvarð Þór Eðvarðsson, Sundfélagi Suðurnesja, sem var valinn besti sundr
inn, Helga Sigurðardóttir, Vestra, besta sundkonan, Eydis Konráðsdóttir, Sun
Suðurnesja, sem útnefnd var efnilegasta sundkonan, og Garðar örn Þorvarð
ÍA, sem valinn var efnilegasti sundmaðurinn. DV-mynd Ingi 1
Misnotkun unglingsstúlku á hormóm
Dregur alvarleg<
þjálfara í fijálsun
- Sagðist hafa verið sprautuð af tveimur þj;
Rannsóknarlögregla
ríkisins er enn að rann-
saka mál 15 ára stúlku
úr Reykjavík en grunur
leikur á að henni hafi
verið útveguð hormóna-
lyf, svokallaðir sterar.
Talið er að lyfjunum
hafi verið smyglað til
landsins, enda hafa
ávísanir frá læknum
verið í litlum mæh, sam-
kvæmt könnun sem
gerð hefur verið.
Stúlkan sem hér um ræðir er 15
ára gömul. Hún æfði frjálsar íþróttir
en hætti því fyrir tveimur árum. Þá
hóf hún að stunda líkamsrækt hjá
einni líkamsræktarstöðinni í Reykja-
vík. Heimildir DV segja að þar hafi
henni verið boðin hormónalyf af
ungum iðkanda og viö hana sagt að
ef hún ætlaði sér að verða góð í
íþróttum yrði hún að taka hormóna-
lyf. Samkvæmt heimildum DV byij-
aði stúlkan að taka sterana fyrir ári
en hún mun ekki hafa gert sér grein
fyrir því hve alvarlegar afleiðingar
lyijatakan hefði í för með sér.
Tveir þjálfarar
bornir þungum sökum
Stúlkan sem hér um ræðir lýsti því
yfir er upp komst um meinta lyfja-
notkun hennar að tveir frjálsíþrótta-
þjálfarar hefðu sprautað sig. Síðar
breytti hún þeim framburði sínum
og sendi bréf til Fijálsíþróttasam-
bands íslands sem DV komst yfir í
gær. í bréfinu lýsir stúlkan því yfir
að þjálfaramir hafi ekki látið hana
hafa stera.
Úrslitakeppnin í handboltanum:
Slagurinn um
titilinn og fallið
byrjar í kvöld
Úrslitakeppni sex efstu hðanna í
nýafstaöinni 1. deildar keppni um
íslandsmeistaratitilinn í handknatt-
leik hefst í kvöld. Liöin leika tvöfalda
umferð, samtals 10 leiki, og þann 27.
apríl kemur í ljós hvaða lið stendur
uppi sem sigurvegari en þá lýkur
úrslitakeppninni.
Leikimir fara að mestu fram á
miðvikudögum og laugardögum en
lið ÍBV mun þó leika sína heimaleiki
á föstudagskvöldum. Fyrir leikina í
kvöld hafa Víkingar 4 stig, Valur 2
og Stjarnan 1 en þessi þijú félög urðu
í þremur efstu sætunum í deildar-
keppninni. FH, Haukar og ÍBV eru
án stiga.
í fyrstu umferöinni leika í íþrótta-
húsinu við Strandgötu i Hafnarfirði
Haukar og deildarmeistarar Víkings,
íslandsmeistarar FH fá nágranna
sína úr Stjörnunni í heimsókn í
Kaplakrika og Valur mætir nýkrýnd-
um bikarmeisturum úr ÍBV. Leikim-
ir heíjast allir kl. 20.
Um næstu helgi hefst önnur um-
ferð með leik ÍBV og Víkings í Vest-
mannaeyjum á föstudagskvöld kl. 20
og á laugardag leika Stjarnan og
Haukar í Garðabæ og í Kaplakrika
leika FH og Valur, báðir leikirnir kl.
16.30.
Fallkeppnin hefst
einnig í kvöld
í kvöld hefst einnig fallkeppni þeirra
liða sem höfnuðu í sex neðstu sætun-
um í deildarkeppninni. KR-ingar
standa best að vígi fyrir fallkeppn-
ina, hafa 4 stig, KA 2 og Grótta 1 en
Selfoss, ÍR og Fram hafa ekkert stig.
í kvöld leika Selfoss og KR á Sel-
fossi, ÍR-ingar mæta Gróttu í Selja-
skóla og KA fær Fram í heimsókn.
Tveir fyrrnefndu leikirnir hefjast kl.
20 en á Akureyri verður byrjað 20.30.
Sportstúfar
Fimm leikir fóru fram
bandarísku NBA-deild-
nni í körfuknattleik í
'fyrrinótt og urðu úrsht
þessi:
Boston - Indiana.........126-101
Chariotte - Phoenix.......93-126
Orlando - Utah Jazz.......88-106
Dallas - -NewJersey.......102-100
Golden State - Seattle....99-105
• Larry Bird var stigahæstur hjá
Boston Celtics, skoraði 29 stig þar
af sjö þriggja stiga körfur. Dan
Marley var stigahæstur hjá Phoen-
ix Suns gegn Charlotte, skoraöi 21
stig. Carl Malone skoraði 30 stig
fyrir Utah Jazz gegn Orlando. Ron
Harper skoraði 21 stig fyrir Dallas
Mavericks i sigurleiknum gegn
New Jersey Nets en Derek Cole-
man gerði 21 stig fyrir New Jersey.
Cantona og Tigana út
i kuidann hjá Marseille
Það verður stórleikur í
Evrópukeppni bikar-
hafa í knattspyrnu í
kvöld. Þá mætast
franska félagið Marseille og AC
Mílanó. Þaö hefur gengið mikið á
í herbúðum Marseille í vetur og það
síöasta er að landsliðsmennirnir
Eric Cantona og Jean Tigana neit-
uöu að vera varamenn þegar Mar-
seille sigraöi Mónakó um siöustu
heigi. Þjálfari Marseille, Raymond
Goethals, hefur ákveðiö að refsa
þeim félögum og verða þeir ekki í
hópi franska liðsins í kvöld.
Robson og Hughes
klárir í slaginn
Bryan Robson og Mark Hughes
leikmenn Man.Utd eru búnir að ná
sér af meiðslum og verða með Un-
ited í kvöld þegar félagið leikur
gegn franska félaginu Montpellier
í fyrri leik liðanna i 8-líða úrslitum
Evrópukeppni bikarhafa. Lið Un-
ited verður þó án tveggja góðra því
þeir Steve Bruce og Neil Webb eru
meiddir og ekki leikhæfir.
Zoia á fullri ferð
Zola Budd, hlaupadrottningin ber-
fætta frá Suður-Afriku, sem nú
heitir reyndar Zola Pieterse, er
komin á fleygiferð í heimalandi
sínu á nýjan leik og hætt að nota
skó, eins og hún var húin að venía
sig á er hún keppti fyrir Bretland.
Metin eru farin aö faila en fást ekki
staðfest alþjóðlega á meðan Suð-
ur-Afríka fær ekki aðild að alþjóða
íþróttasamtökum vegna aðskilnað-
arstefnunnar. Zola segist þó ekki
keppa utan heimalandsins fyrr en
Suður-Afríka fái aðild að alþjóða
frjálsíþróttasambandinu.