Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. Limran Svo kvaö snjótittlingur á fannfögru kvöldi á Kópareykjum í febrúar 1991: „Hér á Kópa er lokiö veisludegi dýrum. Fyrir þybbin korn vér þökkum rómi hýrum. En vér gistum eigi hér, því oss gisting boöin er á því heföarsetri Hótel Borg á Mýrum. “ Jónas Árnason. Afmæli Kj artan Vilbergsson Kjartan Vilbergsson, fyrrv. útgerö- armaöur og skipstjóri, Vinaminni (Fjarðarbraut 29), Stöðvarfiröi, er sjötugurídag. Starfsferill Kjartan fæddist á Hvalnesi í Stöövarfiröi og ólst þar upp. Hann byijaði ungur til sjós og reri þá á opnum bát með Þorgrími, bróður sínum. Kjartan var einn af frum- kvöðlum þilskipaútgerðar á Stöðv- arfiröi en hann stofnaði, ásamt fé- lögum sínum, Varðarútgerðina er gerði út fjóra báta á árunum 1954-74 auk þess sem fyrirtækið átti hlut í skuttogaranum Hvalbak SU-300. Kjartan hætti til sjós 1968 og hóf þá störf í landi við fy rirtæki sitt. Árið 1975 gerðist Varðarútgerðin einn af þremur aðalhluthöfum í Hraðfrystihúsi Stöðvaríjarðar hf. og lagði jafnframt niður sjálfstæða út- gerðarstarfsemi. Kjartan sat í stjórn Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar 1975-89. Hann vann sem trésmiður hjá Hraöfrystihúsinu þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 1987. Fjölskylda Kjartan kvæntist 11.1.1943 Þóru Jónsdóttur, f. 13.4.1921, húsmóður en hún er dóttir Jóns Jóhannsson- ar, b. í Hvalnesi, og Kristínar Stein- unnar Sigtryggsdóttur húsfreyju. Kjartan og Þóra ólu upp þrjú fóst- urböm. Þau eru Kristrún Guðna- dóttir, f. 24.6.1942, fiskverkakona á Stöövarfirði, gift Olafi Guttorms- syni og eru börn þeirra Kjartan, Stefán, Óli Rúnar og Sigurður Fann- ar; Bergþór Hávarðsson, f. 5.9.1946, vélstjóri, búsettur á St. Martin í Karíbahafinu en börn hans eru Rögnvaldur, Ragnheiður Bergdís, Páll Björgvin og Kjartan Hávarður; Þóra Björk, f. 20.10.1959, banka- starfsmaður á Stöðvarfirði en sam- býlismaður hennar er Björgvin Val- ur Guðmundssonar og er dóttir þeirra Erna Valborg. Systkini Kjartans: Sigurborg, f. 27.4.1906, nú á Dvalarheimilinu Hrafnistu, gift Þorvaldi Sveinssyni múrara og eiga þau sex börn; Þor- grímur, f. 29.9.1907, d. 15.10.1979, útvegsb. á Stöðvarfiröi; Magnús, f. 11.8.1909, dó ellefu vikna; Halldóra, f. 26.3.1911, d. 12.9.1989, húsmóðir á Stöðvarfirði og átti hún eitt bam; Marta, f. 27.10.1913, húsmóðir á Stöðvarfirði, var gift Stefáni Þórðar- syni smið sem er látinn en þau ólu upp eitt barn; Aðalheiður, f. 3.6. 1915, d. 2.5.1982, húsmóðir á Reyðar- firði gift Hjalta Gunnarssyni útgerð- armanni sem einnig er látinn og áttu þau fimm börn; Þórarinn, f. 11.7.1919, húsasmiður á Siglufirði, kvæntur Fanneyju Sigurðardóttur húsmóöur; Ari Páll, f. 6.5.1925, d. 10.8.1988, vélstjóri á Stöðvarfirði, var kvæntur Árnýju Elsu Þorsteins- dóttur en þau slitu samvistum og áttu eitt barn en sambýliskona hans var Helga Magnúsdóttir; Anna Kristin, f. 8.4.1928, húsmóðir á Stöðvarfirði, var gift Stefáni Stef- ánssyni sjómanni sem er látinn og eignuöust þau þrjú börn. Foreldrar Kjartans voru Vilberg- ur Magnússon, f. 31.7.1882, d. 26.12. 1956, b. í Hvalnesi í Stöðvarfirði, og Kjartan Vilbergsson. kona hans, Ragnheiður Þorgríms- dóttir, f. 19.2.1884, d. 26.9.1968, hús- móðir. Ætt Vilbergur var sonur Magnúsar í Fossárdal Jónssonar, b. á Lamb- leiksstöðum, Magnússonar. Móðir Jóns var Ragnheiður Jónsdóttir „átján-barna-móðir“. Móðir Magn- úsar í Fossárdal var Gróa Runólfs- dóttir frá Brattagerði í Nesjum. Móðir Vilbergs var Snjólaug, dótt- ir Magnúsar Jónssonar frá Keldu- skógum, b. í Fossárdal, og Ingibjarg- ar Erlendsdóttur. Ragnheiður var dóttir Þorgríms, b. í Gautavík, Þorlákssonar, í Vetur- húsum í Hamarsfirði, Ásmundsson- ar. Móðir Þorgríms var Þórunn Steingrímsdóttir. Móðir Ragnheiðar var Halldóra Sigurðardóttir frá Jórvíkurstekk í Breiödal. Andlát Ásthildur Rósalinda Magnúsdóttir, Bakkastíg 17, Eskifirði, lést að morgni 5. mars. Jarðarfarir Ólafur G. Þórðarson andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 28. fe- brúar sl. Útfórin fer fram frá ísa- fjarðarkapellu fóstudaginn 8. mars kl. 14. Útfor Jónasar Bragasonar, Sunnu- hlíð, Vatnsdal, veröur gerð frá Und- LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! UMFERÐAR RÁÐ Stjörnublikk Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogur s. 641144 Smíðum sílsalista á allar gerðir bifreiða, einnig öll almenn blikksmíðavinna. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Gerið verðsamanburð irfellskirkju föstudaginn 8. mars kl. 14. Elinborg Þórarinsdóttir, Nönnugötu 3, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju fóstudaginn 8. mars kl. 10.30. Jón S. Jakobsson, Grenimel 47, er lést 21. febrúar sl., hefur verið kvadd- ur og lagður til hinstu hvíldar í kyrr- þey. Guðmundur Jóhannes Arnason, Snorrabraut 52, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 8. mars kl. 15. Tilkyimingar Ég er meistarinn Út er komin hjá Máli og menningu leik- ritið „Ég er meistarinn" eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Verkið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu haustið 1990. Þar er lýst tveimur ungum nemum í klassískum gítarleik og fóður þeirra, meistaranum: I samleik þriggja persóna er tekist á viö andstæður snilldar og meðalmennsku, hugsjóna og sjálfsblekk- ingar, og spurt um þær fórnir sem listin krefst eigi hún að ná hæstu hæöum. Ég er meistarinn er fyrsta bók Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur (f. 1965). Hún stundaði tónlistamám um langt skeið en nemur nú leikhúsfræði í París. Bókin er 85 bls. og er bæði gefin út í kilju og inn- bundin. Kápu hannaði Ingibjörg Eyþórs- dóttir. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Gervitunglamyndir af íslandi Landmælingar íslands hafa gefið út tvær gervitunglamyndir með skýringum, i mælikvarða 1:100.000. Um er að ræða tvær mismunandi útgáfur af sama svæði, sem afmarkast af Esju og Þingvallavatni í norðri og suðurströnd landsins í suðri. Myndin var tekin úr bandaríska gervi- tunglinu Landsat 5, þann 7. september 1986. Tölvuvinnslan fór fram í Þýska- landi, filmuvinna og gerð skýringa hjá Landmælingum íslands og Prentsmiðjan Oddi sá um litgreiningu og prentun. Myndimar, sem em af stærðinni 44x52, fást í kortaverslun Landmælinga íslands, Laugavegi 178, Reykjavík, og er verð hvorrar myndar kr. 493. Tilgangur útgáf- unnar er að kynna tækni og gögn sem hægt er að nota til þess að fylgjast með ástandi landsins. Stúdentaleikhúsið endurvakið Á haustdögum vakti hópur háskólanema Stúdentaleikhúsið af funm ára löngum þymirósarsvefni. Leikhúsið hafði á sín- um tíma unnið sér verðugan sess í menn- ingarlífi borgarinnar og þótti mörgum missir að litskrúðugu starfi þess. Enn bryddar Stúdentaleikhúsið upp á nýjung- um þar sem fyrirhuguð er sýning á þrem- ur ólíkum leikþáttum eftir nýgræðinga í leikritagerð. Höfundarnir, Bergljót Am- alds, Sindri Freysson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir hafa þó getiö sér orð á öðmm vettvangi skáldskapar og hstsköpunar. Leikstjóri verkanna er Ásgeir Sigur- valdason. Leikmynd og búningar em unnin í samvinnu við nema úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Frumsýn- ing er áætluð í byijun apríl og munu sýningar verða í Tjarnarbæ. Námstefna um heilabilun Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga F.A.A.S. og Öldrunarráð íslands gangast fyrir heilsdags námstefnu um heilabilun föstudaginn 8. mars 1991 í Borgartúni 6, í Reykjavík. Námstefnunni hefur verið vahð heitið: Heilabilun, hvað er til ráða? Námstefna þessi er tvískipt, fræðilegur hluti fyrir hádegi kl. 9-12 og hagnýtur hluti eftir hádegi kl. 13-16. Námstefnan er öhum opin. Þátttökugjald fyrir allan daginn er kr. 3.500, kaffi og hádegismatur innifahð. Þátttökugjald fyrir síðari hlut- ann e. hádegi er kr. 1.500 - kaffi innifalið. Orðaþing íslensk málnefnd og menntamálaráðu- neytið hafa ákveöið að halda málþing, hinn 9. mars nk. með orðanefndum og öðmm sem áhuga hafa á íðorðastarf- semi. Markmið málþingsins er að koma á framfæri upplýsingum um það sem menntamálaráðuneytið og íslensk mál- nefnd hafa gert og hyggjast gera til þess að efla íðorðastarfsemi í landinu. Einnig gefst fólki kostur á að skiptast á skoðun- um og skýra frá reynslu sinni af íðorða- starfi. Óskaö er eftir því að fólk tilkynni þátttöku til íslenskrar málstöðvar, í síma 91-28530, fyrir kl. 12 8. mars. Skákkeppni framhaldsskóla 1991 hefst að Faxafeni 12 föstudag 8. mars kl. 19.30. Keppninni verður fram haldiö fóstudag, 9. mars og lýkur sunnudag 10. mars. Fyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður, hver sveit skal skipuð fjómm nemendum á framhaldsskólastigi (f. 1969 og síðar). Fjöldi sveita frá hverjum skóla er ekki takmarkaður. Sendi skóh fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Ekkert þátt- tökugjald. Þátttöku í mótið má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöldin kl. 20-22, í síðasta lagi fimmtudag 7. mars. Tæknival og Hyundai gefa Háskólanum 14 tölvur í fyrra seldi Tæknival hf. um 2000 Hy- undai tölvur af öhum gerðum og hlaut fyrirtækiö sérstaka viðurkenningu frá Hyundai fyrir mesta söluaukningu mhli ára og besta markaöshlutdeild í einu landi. Af þessu tilefni ákváðu Tæknival og Hyundai að færa Háskóla islands 14 tölvur að verðmæti um 4 milljónir króna að gjöf. Er það von gefenda að gjöfin muni efla samstarf atvinnuveganna og Háskólans og stuðla enn frekar að sjálf- stæðri rannsóknarstarfsemi innan skól- ans. Ferðafélag íslands Vetrarfagnaður - árshátíð 9.-10. mars að Flúðum Viðburður í félagsstarfi vetrarins sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Brottfór laugard. kl. 9, en einnig hægt að koma á eigin vegum. Gönguferðir á laug- ardeginum. Vetrarfagnaður (árshátíð Ferðafélagsins) í Félagsheimilinu á Flúð- um á laugardagskvöldið. Fordrykkur, glæsileg máltíð, góð skemmtiatriði í um- sjá skemmtinefndar F.Í., Dansað langt fram á nótt. Frábær gistiaðstaða á her- bergjum. Heitir pottar á staðnum. Hag- stætt verð. Pantið og sækið miða tíman- lega á skrifstofunni, Öldugötu 3. Símar: 19533 og 11798. Telefax: 11765. Miðareinn- ig seldir á aðalfundinum i Sóknarsalnum, Skipholti 50a, fimmtudagskvöldiö 7. mars. Ný hársnyrtistofa á Grettisgötu Ný hársnyrtistofa hefur verið opnuð að Grettisgötu 9, Reykjavik, þar sem áður var Hárgreiðslustofan Desirée. Þessi nýja stofa ber nafnið tége-hársnyrting og er alhhða hársnyrtistofa fyrir bæði kynin. Eigandi stofunnar er Torfi Geirmunds- son, en hann hefur verið í nokkur ár í forsvari fyrir hársnyrtifólk og er núna formaður Sambands hárgreiðslu og hár- skerameistara. Fyrir utan að hafa stund- að hársnyrtingu í tvo áratugi, þá hefur Torfi einnig stundað nám í hársjúk- dómafræðum hjá The institute of Tric- hologists í Englandi og starfsnám viö Hair and Scalp hospital í London. Torfi hefur sl. tvö ár unnið að mörgum hár- greiðslusýningum fyrir hársnyrtivöru- framleiðendur í Bandaríkjunum og unn- ið að markaðssetningu fyrir þá á Norður- löndunum. Starfsmaður stofunnar ásamt- Torfa er Steinunn Bára Þorgilsdóttir. Kiwanisklúbburinn Setberg styrkir aldraðra Markmið Kiwanishreyfingarinnar hefur ávaht verið stuðningur við unga sem aldna. Kiwanisklúbburinn Setberg hefur í ár sett sér það takmark að aldraðir í Garðabæ skvdi njóta góðs af starfsemi þeirra. Þar sem komið hefur verið upp aðstöðu fyrir eldri borgara í Garðabæ til að stunda líkamsrækt og uppbyggingu sálar og andlegrar velhðunar þótti Set- bergsfélögum fuh ástæða til að styrkja þessa starfsemi. í tilefni af þessu voru nokkrir Setbergsfélagar samankomnir 2. feb. í Safnaðarheimilinu Garðabæ, til að afhenda mjög fullkominn æfingarbekk sem innlegg þeirra í þessa starfsemi. Annaö sem Kiwanisklúbburinn Setberg hefur gert á þessu ári í þágu aldraðra í Garðabæ er skemmtikvöld á Garðaholti sem haldið var 7. feb. Setbergsfélagar voru þar mættir, og sáu þeir að öhu leyti um veitingar og skemmtiatriði. Borðaður var þorramatur, spiluð félagsvist, skemmtiatriði og að lokum stiginn dans. Verðlaun voru að sjálfsögðu veitt fyrir besta árangurinn í félagsvist. Kvöld þessi eru orðin árviss viðburður og óhætt að segja að vinsældir hafa aldrei verið meiri. Fundir ITC deildin Gerður heldur fund í Kirkjuhvoh, Garðabæ, mið- vikudaginn 6. mars kl. 20.30. Á dagskrá er m.a. fræðsla um E.B. (Efnahagsbanda- lagið.) Fundurinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar gefur Helga Ólafsdóttir, s. 84328. ITCdeildin Korpa Mosfellsbæ heldur deildarfund í kvöld, 6. mars, kl. 20 í félagsheimilinu Hlégarði. Haldið verður upp á 5 ára afmæli dehdarinnar. Upplýsingar veitir Gunnjóna, s. 667169. Aðalfundur Ferðafélagsins verður haldinn fimmtudagskvöldið 7. mars í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst hann stundvíslega kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir tU að fjölmenna. Athugið að atkvæðisrétt og kjörgengi hafa þeir einir sem greitt hafa árgjald 1990 og gengið í félagið fyrir áramótin. Tónleikar Lifandi tónlist á Púlsinum í kvöld, 6. mars, leikur færeyska fusion- hljómsveitin Plúmm á Púlsinum. Hljóm- sveitina skipa: Leivur Thomsen, gitar, Magnus Johannessen, hljómborð, Finnur Hansen, hljómborð, Amold Ludvig, bassi og Rógvi Á. Rógvu, trommur. Sérstakur gestur kvöldsins verður James Olsen söngvari. Fimmtudagskvöldið 7. mars heldur djasseldhuginn og píanóleikarinn Guðmundur Ingólfsson sína fyrstu tón- leika á Púlsinum. Með Guðmundi leika þeir Guðmundur Steingrimsson á trommur og Bjami Sveinbjörnsson á bassa. Söngkona kvöldsins verður Linda Gísladóttir. Háskólatónleikar Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag koma fram Richard Talkowsky, selló, Nora Kornblueh, sehó, og Snorri Sigfús Birgisson, píanó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.