Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. 17 íþróttir íðustu vinstri naður- dfélagi arson, rómas Þórhalur Asmunds30n, DV, Sauðárkróki; Nokkuð ljóst er hvaða tveir er- lendir knattspyrnumenn leika með Tindastóli í sumar. Báðir leik- mennirnir vilja koma og aðeins er eftir að afla tilskilinna leyfa hjá knattspyrnusamböndum í þeirra heimalöndum. Um er að ræöa landsliðsmann frá Jamaika og leíkmann sem er í bandaríska landsliðshópnum. Jamaíkabúinn er miðherji og lék áður en Persaflóastríðið brapst út í vetur með 1. deildar liði í ísrael. Hann heitir Anglin Winston, stór og sterkur og dökkur á hörund. Bandaríkjamaðurinn heitir Kevin Grimes og getur hvort sem er leik- ið í vöm eða á míðjunrú. Grimes lék í vetur með háskóla- liði St. Louis í bandarísku háskóla- deildhmi. Von er á þeim Winston og Grimes hingað til lands um 20. mars en þær reglur eru í gildi að útlendingar þurfa að hafa dvahð hér á landi í tvo mánuði til aö öðl- ast keppnisrétt. Tindastóll sækir Grindavík heim í fyrstu umferð 2. deildar þann 21. mai og þá ættu þeir að vera orðnir löglegir. Fyrirliði Rad- nicki í Þrótt? - Dragan Manojlovic dvelur hjá Þrótturum Dragan Manojlovic, 27 ára gamall leikmaður með júgóslavneska 1. deildar félaginu Radnicki Nis, dvelur nú hér á landi og líkur eru á að hann leiki með Þrótti úr Reykjavík í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar. „Við eigum eftir að ganga til samn- inga við leikmanninn og vitum því ekki enn hvort af þessu verður. Hann hefur sýnt á æfingum og í einum æfingaleik að hann er mjög snjall alhliða leikmaður, getur leikið bæði á miðju og í vörn, og myndi styrkja hð okkar mjög mikið,“ sagði Gísli Sváfnisson, formaður knattspyrnu- deildar Þróttar, í samtali við DV í gærkvöldi. Að sögn Gísla hefur Manojlovic verið fyrirliði Radnicki í vetur en lið- ið var í hópi efstu hða 1. deildar þeg- ar keppni lauk fyrir vetrarfríið í Júgóslaviu í desember. Það var Gor- an Micic, sem spilar með Þrótti í sumar, sem hafði samband við Manojlovic, en þeir léku saman með Radnicki keppnistímabihð 1988-89, en léku þá aðeins þrjá leiki hvor meö liðinu í 1. deildinni þann vetur. Þróttarar unnu 3. deildina með glæsibrag í fyrra og eru til alls vísir í sumar, ekki síst ef Manojlovic kem- ur til þeirra. Þeir hafa þegar fengið mikinn liðsstyrk i Gorani Micic, sem hefur spilað með Víkingi síðustu tvö árin. -VS ilyfjum er enn til rannsóknar hjá RLR: ar ásakanir á tvo i íþróttum til baka álfnrum en dregur það til baka í bréfi til FRÍ Hélt að annar þjálfarinn væri enn í Frakklandi Samkvæmt heimildum DV vissi stúlkan af því að annar þjálfaranna dvaldi um tíma við nám í Frakk- landi. Hélt hún að hann væri þar enn og því í lagi að bera hann þeim sökum sem hún gerði. Hér er um að ræða ásakanir sem eiga sér vart hliðstæðu hér á landi. Lyfjanefndin hefur ekki lögsögu í málinu Það hefur ekki fengist sannað enn að stúlkan hafi neytt hormónalyíja, enda hefur hún ekki gengist undir lyfjapróf. Það þykir þó öruggt að um notkun stera hafi verið að ræða í umræddu tilviki. Lyfjanefnd íþrótta- sambands íslands hyggst ekki kalla stúlkuna í lyíjapróf, enda hefur hún ekki lögsögu í máli hennar. í 2. grein reglugerðar um eftirlit með lyfjamis- notkun íþróttamanna segir: „Lyfja- próf má framkvæma á hverjum þeim íþróttaiðkanda sem er meðlimur í félagi eða tekur þátt í keppni á vegum íþróttasamtaka er aðild eiga að ISÍ.“ Líkamsræktarfólk er ekki aðili að ÍSÍ og þess vegna hefur lyfjanefndin ekki lögsögu í máli stúlkunnar. Af hverju vill líkamsræktar- fólk ekki ganga í ÍSÍ? Vaxtarræktarfólk hefur einhverra hluta vegna ekki viljað ganga í ÍSf. Vaxtarræktarsamband fslands er formannslaust sem stendur. Fyrr- verandi formaður og ritari báru fram tillögu um aðild að ÍSÍ fyrir um það bil ári en hún var felld á félagsfundi. í kjölfarið sögðu formaður og ritari af sér. DV hafði í gær samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins en hún vildi ekki tjá sig um málið. -SK Knattspymuúrslit: Stórsigur hjá Manchester City Manchester City vann öruggan sigur á Lu- ton, 3-0, í 1. deild ensku knattspymunnar í gærkvöldi. Með sigrinum skaust upp fyrir þrjú lið, þar á meðal granna sína, Manchester United, og eru nú í 5. sæti deildarinnar með 41 stig. Luton er áfram í fallbaráttunni. • Nottingam Forest er komið í 6. umferð bikarkeppninnar eftir sigur á Southampton, 3-1, í fyrrakvöld. Það var hinn 21 árs gamli Nigel Jemson sem var hetja Forest í leiknum og skoraði öll mörk liðsins en hann kom nú inn í höið eftir að hafa misst úr 14 leiki vegna meiðsla. Mark Southampton skoraði Rodney Wallace. Forest Hampton mætir Norwich á útivelli í 6. umferð um helgina. • West Ham mátti sætta sig við jafntefli, 2-2, á heimavelli gegn Plymouth í 2. deild í gærkvöldi. Wolves vann Leicester, 2-1, Bristol City vann Bristol Rovers, 1-0, og Swindon og Oxford gerðu markalaust jafntefli. West Ham hefur þriggja stiga forskot á Oldham á toppi deildarinnar en Oldham á leik til góða. • Aberdeen sigraði Motherwell, 0-2, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær- kvöldi og saxaði þar með enn á forskot Glas- gow Rangers. Rangers er með 42 stig og Aberdeen 38 þegar níu umferðum er ólokiö í deildinni. • Tveir leikir fóru fram í frönsku 1. deild- inni í gærkvöldi og lauk báðum með marka- lausu jafntefli. Það voru Nancy og Caen ann- ars vegar en Sochaux og Nice hinsvegar. -VS Snæfell enn í fallbaráttu - eftir tap gegn Njarðvík, 84-106 o a Körfiibolti Úrvalsdeild Snæfell - Njarðvík.....84-106 A-riðill: Njarðvík.....25 21 4 2407-1930 42 KR...........25 16 9 2134-2024 32 Haukar.......25 11 14 2099-2147 22 Snæfell......25 6 19 1965-2238 12 ÍR...........24 6 18 1963-2245 12 B-riðiU: Keflavík....24 18 6 2370-2206 36 Grindavík...25 17 8 2163-2049 34 Tindastóll ...24 15 9 2237-2163 30 Valur.......24 7 17 1986-2118 14 Þór.........25 6 19 2250-2394 12 X Handbolti 2. deild karla Þór sigraði Völsung, 33-19, á Ak- ureyri í gærkvöldi í fyrsta leik úrslitakeppni toppliða 2. deildar um tvö sæti í 1. deild. Þar með eru Þórsarar komnir meö 4 stig eins og HK en HK hefur keppnina með 4 stig, Þór með 2 og Breiða- blik með 1 stig, en Keflavík, Njarðvík og Völsungur án stiga. Keflavík og HK mætast í Keflavík í kvöld klukkan 20. -VS bigibjörg Hmriksdóttir, DV, Stykkishólini: Snæfell er enn í fallhættu í úrvals- deildinni í körfuknattleik eftir ósigur gegn Njarðvík, 84-106, í gærkvöldi. Heimaleikur liðsins við ÍR næsta sunnudag gæti orðið hreinn úrshta- leikur um fall, nema Þór tapi gegn Tindastóh annað kvöld en þá gæti Snæfeh ekki hafnað í botnsætinu vegna hagstæðrar útkomu í inn- byrðis leikjunum við Þór. Snæfeh náði 12 stiga forystu í fyrri hálfleik en missti síðan einbeiting- una og Njarðvík jafnaði rétt fyrir hlé, 42^42. Gestirnir náðu fljótlega undirtökunum í síðari hálfleik og heimamenn áttu ekki möguleika eft- ir það. „Hugurinn var við leikinn gegn ÍR, sem við sjáum sem algeran úrshta- leik. Við eigum möguleika gegn hvaða hði sem er, og eigum fullt er- indi í úrvalsdeildina, og það kemur ekkert annað en sigur til greina gegn ÍR,“ sagði Brynjar Harðarson við DV eftir leikinn. Rondey Robinson var langbestur hjá Njarðvík, en hann er besti útlend- ingurinn sem leikið hefur í Stykkis- hólmi í vetur, og Teitur Örlygsson var mjög sterkur í síðari hálfleik. Hjá Snæfelh var Brynjar bestur en hann er sá eini sem heldur jafnan haus allan leikinn og gerir fá mistök. Bárður Eyþórsson lék einnig ágæt- lega. Stig Snæfells: Tim Harvey 23, Brynjar Harðarson 20, Bárður Ey- þórsson 14, Hreinn Þorkelsson 12, Þorvarður Björgvinsson 4, Hjörleifur Sigurþórsson 4, Sæþór Þorbergsson 3, Ríkharður Hrafnkelsson 2, Þorkeh Þorkelsson 2. Stig Njarðvíkur: Rondey Robinson 4Q, Teitur Örlygsson 19, Friðrik Ragnarsson 17, Ástþór Ingason 7, Rúnar Jónsson 7, ísak Tómasson 7, Hreiðar Hreiðarsson 6, Stefán Örl- ygsson 3. Guðmundur Stefán Maríasson og Bergur Steingrímsson dæmdu leik- inn þokkalega. Þú tryggir ekki eftir á Það vakti mikla at- hygli á dög- unum er Bandaríkja- maðurinn í hði Snæfells frá Stykkis- hólmi braut spjaldið í upphitun fyrir leik Snæfehs og Grindavík- ur. Hólmarar vissu að hverju þeir gengu þegar Tim Harvey var ráð- inn til félagsins en hann hafði gert slíka hluti áður í Bandaríkj- unum. Þeir höfðu tryggt spjöldin í íþróttahúsinu og fengu því 100 þúsund kallinn sem spjaldið kost- aði greiddan úr tryggingunum. Júlíus Hafstein sagði nei í borgarráði Borgar- fulltrúarnir Alfreð Þor- steinsson og Júlíus Haf- stein hafa eldað grátt silfur í vet- ur eins og fram hefur komið í fréttum. Á dögunum flutti Alfreð tillögu ásamt öðrum framsóknar- mönnum í borgarráði um fram- kvæmdir í Laugardal eins og fram kom í DV í gær. Þar var gert ráð fyrir flóðljósum, malbik- un bílastæða og byrjunarfram- kvæmdum við nýja áhorfenda- stúku. Þegar tillagan kom til at- kvæða fór Alfreð fram á nafna- kall og þá sagði Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs, nei. EinarÞórvakti gríðarlega athygli Eins og fram kom í DV í gær voru frjáls- íþrótta- mennirnir Pétur Guð- mundsson kúluvarpari og Einar Þór Einars- son spretthlaupari við æfingar í Glasgow. Nutu þeir bestu aðstöðu sem til er á Bretlandseyjum og á dögunum fór fram þar lands- keppni Englendinga og Banda- ríkjamanna. Spretthlauparar bandaríska liðsins, sem eru í fremstu röð í heiminum, sáu þá til Einars Þórs sem var að æfa start. Göptu þeir hreinlega af undrun þegar þeir fréttu að þessi ungi spretthlaupari væri frá ís- landi. Kjarkleysi körfudómarans Menn hafa látið ýmis orð falla í vetur í garð dóm- aranna í körfubolt- anum og víst er að oft hafa þeir gráklæddu átt ýmislegt skihð. í leik í úrvals- deildinni á dögunum keyrði um þverbak. Liðsstjóri einn lét mjög ófriðlega á bekknum og fékk tæknivíti er líða tók að leikslok- um. Eftir leikinn hélt hðsstjórinn áfram að skamma dómarann, sem er einn sá reynsluminnsti í deildinni, og hótaði dómarinn þá að gefa liðsstjóranum annað tæknivíti. „Þú þorir því aldrei, helvítis auminginn þinn,“ sagði þá hðsstjórinn og hann hafði á réttu að standa. Umsjón: Stefán Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.