Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. 25 LífsstOI Hækkun iðgjalda á lögboðnum ökutækjatryggingum: Umfram verðbólgu Nikkelofnæmi Tryggingafélögin hafa fengiö heim- ild hjá Tryggingaeftirliti ríkisins fyr- ir iðgjaldahækkun á lögboönum öku- tækjatryggingum sem fara nokkuð umfram verðlagsbreytingar í landinu. Hins vegar lækkuðu kaskó- tryggingar um 12%. Hækkunin hefur valdið mikilh óánægju meðal margra og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent frá sér harðorðar yfirlýs- ingar þar sem lýst er yfir furðu á þessum hækkunum. Alltmælirgegn hækkunum iðgjalda í fréttatilkynningu FÍB kemur fram að hækkanir tryggingafélag- anna séu á lögboðnum tryggingum sem gerir það að verkum að engir tryggingatakar komist hjá því að greiða þær. Hækkanirnar væru auk þess langt umfram verðlagsbreyting- ar á síðasta ári. Stjórn FÍB furðar sig á þessum tiækkunum tryggingafé- laganna og bendir á eftirfarandi at- riði sem ættu að mæla gegn hækkun- um. Fyrir það fyrsta eru tíndar til slysa- tölur frá Umferðarráði fyrir árin 1989 og 1990. Á árinu 1989 var fjöldi slas- aðra 314 manns. Miklu færri slösuð- ust á árinu 1990, aðeins 209. Árin 1983-1989 var meðalfjöldi slasaðra á ári 345 manns svo að augljóst er að slysum fer fækkandi í umferðinni og því engin ástæða til hækkana. Því til viðbótar kemur fram í frétta- riti FÍB að ökutækjum fækkaði á sið- asta ári um 2.913. Ökutæki í árs- byijun 1988 voru 154.620 en í árs- Iðqjöld framrúðutrygginga hjá tryggingafélögunum hækkuðu nýlega og hefur sú hækkun valdið óánægju margra. DV-mynd GVA byrjun 1991 voru þau orðin 151.702. Þessi fækkun ætti að mæla með því að tryggingariðgjöld lækkuðu. Tryggingafélögin hafa sameinast á síðustu árum og var markmiðið það að skapa hagræðingu í rekstri þeirra. Þessi hagræðing skilar sér greinilega ekki í lægri iðgjöldum. Rökstuðningur tryggingafélaganna Hreinn Bergsveinsson, deildar- - algengasta ofnæmið hjá konum Nikkel er algengasti ofnæmisvald- urinn hjá konum. Lætur nærri að ein af hverjum tíu konum þjáist af of- næmi fyrir málminum nikkel. Sam- kvæmt því eru yfir 12 þúsund konur á íslandi sem þjást af þessari tegund ofnæmis. Mun sjaldgæfara er að karlmenn þjáist af nikkelofnæmi og má eingöngu rekja það til þeirrar ástæðu að karlmenn bera síður skartgripi. Um einn af hveijum 100 körlum fær ofnæmiseinkenni af nik- keli. Finnst í mörgum málmblöndum Nikkel er segulmagnaður málmur sem finnst sjaldan óbundinn í náttúr- unni. Hann hefur verið notaður mik- ið í ýmiss konar málmblöndur. Þar má telja ryðfrítt stál, mynt og mjög algengt er að nikkel sé notað sem hlífðarhúð á aðra málma. Nikkel er mjög algeng málmblanda í skartgrip- um. Þeir sem hafa nikkelofnæmi ættu að forðast eftirfarandi málmblöndur í skartgripum: Hvítagull, sem sam- anstendur yfirleitt af þremur fjórðu hlutum gulls og afgangurinn er oft nikkel. Þó hefur það færst í vöxt að notað sé efnið palladium í stað nikk- els vegna ofnæmiseinkennanna af síðarnefnda efninu. Mjög algengt er að silfur sé blandað nikkeli. Það er þó ekki algilt, því efn- ið rhodium hefur oft verið notað í stað nikkels, en það er dýrara og því ekki eins mikið notað. Gullhúðað silfur er einnig varasamt því það inniheldur jafnan nikkel. Ryðfrítt stál er nær alltaf með nikkelblöndu og sömu sögu má segja um nýsilfur. Hins vegar inniheldur rauðagull yfirleitt ekki nikkel. Silfur, sem' framleitt var fyrir löngu, inniheldur yfirleitt ekki nikkel. Málmurinn títan var fyrir tveimur árum tísku- málmur í skartgripum en hann er alveg laus við nikkel. Hins vegar sést sá málmur æ sjaldnar í skartgripum nú vegna þess hve erfiður hann er í mótun. Nikkelofnæmi er ekki ein- ungis frá skartgripum, heldur fá menn þaö oft frá málmblöndum í rennilásum, fatahnöppum eða hvers kyns málmi sem fylgir fatnaöi. Flestar konur finna fyrir nikkelof- næmi eftir að þær hafa látið gera göt á eyrun fyrir eyrnalokka. Flestir þeir málmar, sem eru í eyrnalokkum, innihalda nikkel. Fjöldi kvenna, sem þjáist af ofnæmi fyrir nikkel, hefur náð bata með því einfaldlega að hætta að bera eyrnalokka eða aðra þá skartgripi eða fót sem innihalda málminn. Nikkelofnæmið getur lagst æði misjafnt á fólk. Einkennin eru allt frá smáertingu upp í mjög slæm húðút- brot. Vegna þess hve víðtækt vanda- málið er, hafa verið gerðar fjöldi ráð- stafana víða erlendis til að hjálpa fólki með vandamálið. Hannað hefur verið alþjóðlegt merki fyrir vörur sem er átthyrningur með stafnum „N“ í. Táknið merkir að efnið inni- haldi ekki nikkel. Auk þess hafa verið hannaðar sér- stakar tegundir af byssum til að gera göt í eyrun. Þær notast við rauða- gull eöa plast sem hvorugt veldur nikkelofnæmi. Þessar byssur hafa þó ekki sést á markaði hérlendis eft- ir því sem næst verður komist. Al- þjóðlega varnaöarmerkið „N“ hefur heldur ekki sést í skartgripabúðum. Hins vegar hafa margir gullsmiðir hér á landi verið á verði gegn málm- inum. Það færist æ í vöxt að notaðar séu málmblöndur sem innihalda ekki nikkel og væri óskandi að flest- ir skartgripir og málmar, sem kom- ast í snertingu við húð, verði nikk- elfríir í nánustu framtíð. í S stjóri bifreiðadeildar VÍS, varð fyrir svörum vegna þessa máls. „Slysatal- an, sem tínd er til í fréttabréfi FÍB, er aðeins tala slysa sem skráð eru samkvæmt lögregluskýrslum á ár- inu. Tjón í ökumanns- og eigenda- tryggingu á árinu 1990 eru 1.176 en voru 1.036 á árinu 1989. Meðaltjón slysa á árinu 1990 var 889.218 krónur Neytendur en miklu minna árið áður eða 636.725 krónur. Þessar tölur eru unnar út úr „statistik" sem fyrirtækið Talna- könnun vinnur fyrir tryggingafélög- in en fyrirtækið Talnakönnun er hlutlaus aðili. Tjón ábyrgðartrygginga, sem snúa að slysaþætti, voru 836 á síðasta ári en 688 á árinu 1989. Meðaltjón fyrir árið 1990 var 835.909 krónur en 637.691 króna 1989. Á þessum tölum eru hækkanirnar byggöar. Tryggingafélögin fengu einnig hækkun á framrúðutryggingum og þær hækkanir eru studdar á grund- velh eftirfarandi talna. T)ón á fram- rúðum á árinu 1990 voru 10.221 á móti 10.383 á árinu 1989. Meðaltjón á framrúðum árið 1990 var 20.393 krón- ur á móti 18.896 krónum á árinu á undan. Því er augljóst að trygginga- félögin þurftu að greiða meiri skaða vegna framrúðutrygginga á árinu 1990 heldur en 1989. Sumir halda að brot eða skemmdir á framrúðum séu mun sjaldgæfari nú en hér áöur fyrr. Það er ekki reyndin, eins og þessar tölur sýna,“ sagði Hreinn að lokum. ÍS Mjög algengt er að eyrnalokkar, sem innihalda málminn nikkel, valdi ofnæmiseinkennum. MUNKATILBOÐ! Þú kaupir eina steik og færð aðra fría IDéturö lilaastuf Laugavegi 73 - pantanasími 23433

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.