Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991. 31 Heildarskattheimta á ís- landi og í OECD-ríkjum Föstudaginn 22. febrúar sl. efndi fjármálaráðuneytiö til ráðstefnu um mælingu á svokaUaðri skatt- byrði á íslandi og í öörum aðildar- röijum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París (OECD), en skattbyrði er hlutfaU heUdarskatt- heimtu ríkis og sveitarfélaga og landsframleiðslu. Ráðstefnan var haldin til að reyna að lyfta umræðu um þetta efni af stigi misskUnings og útúrsnúninga. I þessu skyni bauð ráðuneytið John Norregárd, sem er annar aðalstjómandi ríkis- fjármáladeildar OECD, tU að halda erindi á ráðstefnunni og útskýra þær aðferðir sem OECD beitir tU að mæla skattbyrðina. Nýr staðall Ef dæma má af grein, sem birtist í þessu blaði miðvikudaginn 27. fe- brúar sL, eftir Hauk Helgason rit- stjóra, virðist sú viðleitni ráðu- neytisins að skapa grundvöU skyn- samlegrar umræðu ekki hafa borið árangur á öllum bæjum. Haukur virðist t.d. halda að á ráðstefnunni hafi verið kynntir uýir útreikning- ar á skattbyrði hér á landi sam- kvæmt nýjum staðli OECD og hafi skattbyrðin mælst 1,6% hærri en sl. haust. Hér er grundvallarmis- skUningur á ferðinni. OECD hefur alls ekki breytt staðU sínum. Hann er sá sami og notaður var sl. haust. Mæld skattbyrði hér á landi skv. staðU OECD hefur heldur ekki hækkað. Það sem gerðist hins veg- ar á ráðstefnunni var að BoUi Þór BoUason, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, skýrði frá því að skattbyrði mældist um 1,6% hærri samkvæmt staðU OECD heldur en samkvæmt hefðbundnum íslensk- um aðferðum. Það kom fram í máli John Nerre- gárd á ráðstefnunni að staðall OECD er afurð áralangrar umræðu meðal hagfræðinga í skattanefnd stofnunarinnar og umræðna á núlli OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Washington. Auðvitað eru ýmis álitamál sem koma upp við gerð sUks staöals. Það breytir ekki því að hann er sá besti sem til er í heiminum í dag tíl að tryggja sam- burðarhæfni í mælingu á skatt- byrði. Það er því ekki hægt að af- neita flokkunarkerfi OECD með léttvægum athugasemdum. Alþjóðlegur samanburður Það kom fram í máli nær aUra sem töluðu á ráðstefnu fjármála- ráðuneytisins að alþjóðlegur sam- anburður á skattbyrði væri vand- meðfarinn, en flestir sögðu einnig aö hann væri ekkert vandmeð- farnari en ýmiss konar annar al- þjóðlegur samanburður sem þó gjarnan er gerður án fyrirvara, m.a. í þessu blaði. Má þar nefna samanburð á þjóðartekjum á mann, sem líklega er vandmeð- farnari en samanburður á skatt- byrði. Það breytir því ekki að al- Kjallariiin Már Guðmundsson efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra þjóðlegur samanburður af þessu tagi getur verið gagnlegur, þar sem hann gefur ákveðna vísbendingu. Það að skattbyrði samkvæmt al- þjóðlega viðurkenndum staðli OECD mælist 33,8% á íslandi árið 1989, en mældist 38,4% í aðildar- löndum OECD 1988, 39,9% í Evr- ópulöndum OECD og 40,8% í aðild- arlöndum Efnahagsbandalagsins, þýðir ekki að þetta sé hin eina rétta skattbyrðarmæling upp á einn aukastaf. Þessi niðurstaða gefur hins vegar ótvíræða vísbendingu um að skattbyrði sé lægri á íslandi en í Evrópulöndum OECD, og þeirri niðurstöðu hefur ekki verið hnekkt og verður ekki hnekkt, þrátt fyrir ýmis áhtamál. Lesend- um til glöggvunar er hér birt súlu- rit sem sýnir skattbyrði samkvæmt staðh OECD innan Evrópubanda- lagsins, meðal Evrópulanda OECD, hjá OECD í heild og á íslandi. Álitamál Á ráðstefnu fjármálaráðuneytis- ins voru allir framsögumenn, sem tjáðu sig um það mál, sammála um að samanburður á skattbyrði að frádregnum iðgjöldum til al- mannatrygginga, eins og Haukur beitir í sinni grein, væri verulega villandi. Bæði John Norregárd og Bolli Þór Bollason lögðu sérstaka áherslu á þetta. Ástæðan er sú að mjög mismunandi er eftir löndum í hve miklum mæli almannatrygg- ingar eru fjármagnaðar beint með sköttum eða með skylduiðgjöldum. Skattbyrði myndi ekkert lækka á íslandi þótt stjórnvöld tækju sig til og legðu á eitthvað sem væri kallað „iðgjald til almannatrygginga" sem ákveðið hlutfall af öhum tekjum, en lækkuöu aðra skatta á móti. Þess vegna mæhr OECD með því að skattbyrðin sé mæld að með- töldum slíkum iðgjöldum. Öðru máli gegnir um iðgjöld til lífeyrissjóða af þvi tagi sem við höfum hér á landi. Þau teljast ekki til skatta samkvæmt staðli OECD, þótt lögbundin séu, þar sem ekki er um að ræða greiðslur til hins opinbera og áunnin réttindi tengj- ast iðgjöldum með ákveðnum hætti. Hins vegar koma slík iðgjöld fram í töflum OECD og kallast „skylduiðgjöld til einkarekinna al- mannatryggingarkerfa" og þekkj- ast í mun fleiri löndum en á ís- landi. Jafnvel þótt iðgjöldum tU Uf- eyrissjóða væri bætt við skatt- byrðina, sem er mikið álitamál hvort eigi að gera, myndi sú niður- staða að skattbyröi er lægri á ís- landi en í Evrópulöndum OECD ekki breytast, þar sem mæld skatt- byrði myndi hækka um 3,9% hér á landi en 1,3% þar. Haukur nefnir ýmislegt fleira í grein sinni, svo sem meðferð vaxta- og húsnæðisbóta, og þær stað- reyndir að þjóðin er ung og hefur engin hernaðarútgjöld. Ekki er pláss í þessari stuttu grein til aö taka á öllum þeim atriðum. Hern- aðarútgjöldin skýra hins vegar ekkert, en á ráðstefnunni kom fram að neikvætt tölfræðilegt samband er á milli hernaðarútgjalda og skattbyrði í aðildarlöndum NATO, þ.e. því hærri sem hemaðarút- gjöldin voru því lægri var skatt- byrðin aö öðru jöfnu. Skynsamleg umræða Það er ótvírætt að skattbyrði er lægri hér á landi en í Evrópulönd- um OECD. Ef skynsamleg umræða á að halda áfram um skattamál hér á landi hlýtur hún að snúast um eitthvað annað en þessa staðreynd. Hitt er svo allt annað mál hvaða skýringar kunna að vera á því að skattbyrði er lægri hér á landi en í Evrópu. Það er síðan enn annað mál hvaða ályktanir eigi að draga af þessu varðandi stefnuna í skatta- málum og ríkisfjármálum. Umræða ritstjóra DV um þessi mál bendir til þess að hann óttist að sú ályktun hljóti að vera dregin að það beri að hækka skatta um- svifalaust af því aö skattbyrði er lægri hér en í Evrópu. En ótti hans er ástæðulaus. Það hlýtur að vera markmið, hvaö sem öllúm saman- burði líður, að skattbyrði haldist áfram hófleg hér á landi. Skynsam- leg umræða um skattamál hlýtur hins vegar að snúast um aö hve miklu leyti verður hægt að ná því markmiöi í ljósi halla ríkissjóðs annars vegar og aölögunar að Evr- ópu hins vegar. Skynsamleg um- ræða hlýtur einnig að snúast um það hvernig megi í framtíðinni lækka skatthlutfóll en breikka og stækka skattstofna og hvernig er hægt er að dreifa skattbyrðinni jafnar og réttlátar. Már Guðmundsson „Þaö er ótvírætt að skattbyrði er lægri hér á landi en í Evrópulöndum OECD. Ef skynsamleg umræða á að halda áfram um skattamál hér á landi hlýtur hún að snúast um eitthvað annað en þessa staðreynd.“ Skattbyrði HeUdarskattheimta ríkis og sveitarfélaga í hlutfalli viS verga landsframleiöslu skv. staSli OECD % 45 - 40 - 35 - 30 - 25 - 20 - 15 - 10 - 5- 0 40,8 39,9 38,4 EB Evrópulönd OECD OECD 33,8 ísland Skattbyrði samkvæmt staðli OECD. Fjölmiðlar Risaeðlan á vinstri vængnum Það er fullyrt aö risaeðlurnar, sem eitt sinn réðu lofum og lögum í dýraríki jarðarinnar, hafi dáið út i einu vetfangi nánast á einu bretti. Þó held ég aö einhverjar sortir af þeim hljóti að hafa skrimt ögn leng- urenaðrar. Brontósaurusinn í íslenskum blaðaheimi, Þjóðviljinn, er vissu- lega kominn að fótum fram en þó verður vart við lífsmark með hon- um annað veiíið. En hvað er lif? Sú steinrunna, eld- foma blaðamennska sem stunduð er undir vængjum risaeðlunnar í Síðumúlanum getur varla talist lífs- mark. Flokkurinn hefur íjarað und- an þessu forsögulega málgagni þjóö- frelsis og sósialisma s vo þar fer eng- in lifandi umræða fram lengur. Gott dæmi eru bréfaskriftir Starra í Garði og Helga ritstjóra sem hálf síða á dag er lögð undir. Þær bréfa- skriftir, sem trúlega eiga að vera fy ndnar og skemmtilegar, væru bet- ur komnar í umsjón bréfbera Pósts og síma. Þó eru bréfin snöggtum skemmtilegri en ferðaminningar úr áróðursferðalagi um Vestfirði fyrir 50 árum sem plagaöi lesendur lengi í framhaldssöguformi. Skemmtilegastur verður Þjóövilj- inn þegar einhver skríbentinn gleymir sér og skrifar eins og ártal- ið væri 1971 enekki 1991 oglætur móðan mása um blómlegt flokks- starf, öflugar undirtektir við for- ystugreinum og fjölmenni í Kefla- víkurgöngum og í mótmælastöðum herstöðvaandstæðinga. Leiðinlegastur er Þjóðviljinn þeg- ar geirfuglinn Árni Bergmann fær eitt afsínum tiðu geðvonskuköstum og khppir og sker á báða bóga. Árni veit vel að blaöið er tímaskekkja en sú staðreynd fer óneitanlega tals- vert í taugarnar á honum. Ég legg til að Þjóðviljinn veröi geröur að Ijölrituðum tvíblöðungi sem fylgi flokksskírteini Alþýöu- bandalagsins árlega. Það ætti að duga. Páll Ásgeirsson Veður Austan- og síðar norðaustanátt, víöast kaldi. Rigning eða slydda víða austanlands og sums staðar á annesj - um norðanlands, en þurrt og jafnvel bjart veður á Vestur- og Suðvesturlandi. Hiti 1-6 stig, hlýjast sunnanlands. Akureyri Egilsstaðir Hjarðarnes Keflavíkurflugvöllur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavík Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Osló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Berlin Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal New York Nuuk Orlando Paris Róm Valencia Vin Winnipeg rigning 3 rign/súld 1 rigning 4 heiðskirt 0 alskýjað 4 þokumóða 2 léttskýjað -1 skýjað 4 alskýjað 3 þoka -1 þokumóða •2 snjókoma -1 slydda 1 alskýjað 6 rigning 9 þokumóða 10 rigning 3 þoka 8 rigning 6 þokumóða 2 þokumóöa 5 rigning 9 léttskýjað 14 rigning 8 alskýjað 10 rigning 14 þokumóða 12 skýjað -5 heiðskírt 7 snjókoma -10 léttskýjað 11 skýjað 10 þokumóða 14 þokuruðn. 10 þokumóða 1 léttskýjað -16 Gengið Gengisskráning nr. 45. - 6.. mars 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 56,190 56,350 55,520 Pund 106,005 106,307 106,571 Kan. dollar 48,513 48,651 48.234 Dönsk kr. 9.4660 9,4929 9,5174 Norsk kr. 9,3068 9,3333 9,3515 Sænskkr. 9,8123 9,8402 9,8370 Fi. mark 15,0785 15,1214 15,1301 Fra. franki 10,6805 10,7109 10,7399 Belg.franki 1,7652 1,7702 1,7744 Sviss. franki 41,7661 41,8850 42,2205 Holl. gyllini 32,2699 32,3618 32,4394 Þýskt mark 36,3630 36,4666 36,5636 It. líra 0,04871 0,04885 0,04887 Aust.sch. 5.1705 5,1852 5,1900 Port. escudo 0,4178 0,4190 0,4181 Spá. peseti 0,5843 0,5860 0,5860 Jap. yen 0,41172 0,41290 0,41948 Irskt pund 97,026 97,302 97,465 SDR 78,8582 79,0827 78,9050 ECU 74,6400 74,8525 75,2435 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 5. mars seldust alls 30,690 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Steinbítur 0,678 39,00 39,00 39,00 Lýsa, ósl. 0,407 40,00 40,00 40,00 Smáþorskur, ósl. 0,120 64,00 64,00 64,00 Blandað 0,015 10,00 10,00 10,00 Ýsa 0,032 86,00 86,00 86,00 Ufsi 0,202 38,00 38,00 38,00 Þorskur 6,351 91,74 80,00 102,00 Ufsi, ósl. 0,080 30,00 30,00 30.00 Lúða 0,014 400,00 400,00 400,00 Koli 0,128 35,93 35,00 52,00 Ýsa, ósl. 1,632 89,53 88,00 92,00 Þorskur, ósl. 13,260 86,89 82,00 91,00 Steinbítur, ósl. 7,768 33,20 32,00 35,00 Faxamarkaður 5. mars seldust alls 190,467 tonn. Blandað 0,202 52,96 10,00 103,00 Gellur 0,040 335,00 335,00 335,00 Hnýsa 0,171 30,00 30,00 30,00 Hrogn 0,392 240,68 130,00 295,00 Karfi 60,713 40,25 29,00 151,00 Keila 0,312 36,00 36,00 36,00 Langa 1,649 75,89 54,00 82,00 Lúða 0,235 343,55 270,00 430,00 Lýsa 0,189 42,00 42,00 42,00 Rauðmagi 0,015 16,00 16,00 16,00 Skarkoli 0,155 56,61 50,00 60,00 Skötuselur 0,019 180,00 180,00 180,00 Steinbítur 2,785 39,75 33,00 45,00 Þorskur, sl. 18,261 89,62 84,00 117,00 Þorskur, ósl. 26,421 86,22 64,00 99,00 Ufsi 57,344 40,91 37,00 44,00 Ufsi, ósl. 5,375 40,27 20,00 46,00 Undirmál. 5,770 74,25 20,00 78,00 Ýsa.sl. 6,995 106,98 87,00 121,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 5. mars seldust alls 173,693 tonn. Keila 0,762 27,89 27,00 29,00 Hlýri 0,090 28,00 28,00 28,00 Háfur 0,051 9,00 9,00 9,00 Undirmál 0,055 30,00 30,00 30,00 Langa 0,583 50,62 49,00 55,00 Ufsi 31,540 38,54 30,00 40,00 Blálanga 3,200 61,75 61,00 62,00 Kinnar 0,018 70,00 70,00 70,00 Gellur 0,011 210,00 210,00 210,00 Lúða 0,088 475,57 385,00 550,00 Ýsa 8,578 96,18 60,00 103,00 Hlýri/Steinb. 0,227 26,00 26,00 26,00 Rauðmagi 0,042 107,67 102,00 109,00 Karfi 13,381 49,83 41,00 50,00 Skarkoli 0,525 66,47 60,00 68,00 Hrognkelsi 0,015 15,00 15,00 15,00 Þorskur 74,572 100,31 56,00 117,00 Steinbítur 38.911 31,22 28,00 34,00 Blandað 1,039 26,85 14,00 29,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.