Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Blaðsíða 2
Fréttir
Starfsmannafélag ríkisstofnana:
Atök í f ulltrúakjöri
til þings BSRB í vor
- þegarhafaþrírnafhalistarveriölagöirfram
í fyrra kom til snarpra átaka í
Starfsmannafélagi ríkisstofnana
viö stjórnarkjör í félaginu. Nú virö-
ast þessi átök ætla aö halda áfram
viö kjör fulltrúa félagsins á þing
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja sem haldið veröur í maí.
Lagðir hafa verið fram þrír nafna-
Ustar í félaginu við fulltrúakjörið.
Listi uppstillinganefndar félags-
ins var samþykktur á trúnaðar-
mannafundi 20. febrúar síðastlið-
inn. Á fundinum kom fram uppá-
stunga um nokkur nöfn til viðbótar
en þær tillögur voru felldar.
Þessu vildi hópur fólks, sem kall-
ar sig Hópur lýðræðissinnaðra fé-
lagsmanna í SFR, ekki una. Hann
hefur nú lagt fram nafnalista með
22 nöfnum en alls á að kjósa 49
fulltrúa á þing BSRB. Jafnframt
hefur hópurinn sent félagsmönn-
um SFR bréf þar sem þessi ákvörð-
un er skýrð.
í gær kom svo þriðji listinn en á
honum eru 8 nöfn. í bréfi sem sá
hópur hefur sent frá sér segir að
þetta sé gert til að styrkja sitjandi
stjórn félagsins.
Hjörleifur Ólafsson rekstrarstjóri
er einn þeirra sem er á lista Hóps
lýðræðissinnaöra félagsmanna
SFR. Hann sagði í samtali við DV
að uppstillinganefnd félagsins
hefði strikað út öll nöfn þess fólks
sem ekki væri í öllu sammála sitj-
andi stjórn. Það væru ekki margir
sem heföu áhuga fyrir félagsmála-
störfum en margir sannir áhuga-
menn hefðu verið útilokaðir á trún-
aðarmannafundinum. Hjörleifur
tók fram að þessi hópur væri ekki
sérstakur stuðningsmannahópur
Einars Ólafssonar, eins og sumir
héldu fram. Hjörleifur sagðist vera
ósammála mörgu því sem stjóm
félagsins væri að gera. Nefndi hann
þar til þá hugmynd sem nú væri
uppi um að hækka félagsgjöld í fé-
laginu. Hann teldi slíkt vera út í
hött á þjóðarsáttartíma. Ekki síst
þar sem félagið hefði tekjuafgang.
Sigríöur Kristjánsdóttir, formað-
ur SFR, sagðist ekki kannast við
þá óánægju með störf stjórnarinn-
ar sem nú allt í einu væri sögö vera
til staðar. Enginn hefði kvartað um
það. Þá sagði hún ekkert ákveöið
með að hækka félagsgjöldin þótt
hugmyndin hefði verið nefnd.
Ami Már Bjarnason, sem lagði
fram lista með 8 nöfnum í gær,
sagðist gera það til að styrkja nú-
verandi stjóm. Hann sagði að þessi
hópur, sem lagt hefði fram lista
með 22 nöfnum, væri stuðnings-
hópur Einars Ólafssonar sem féll
viö formannskjör fyrir Sigríði
Kristjánsdóttur í fyrra. Árni sagð-
ist telja hsta uppstillinganefndar
félagsins hafa verið sanngjaman
hvað þessa tvo arma í félaginu
snerti.
-S.dór
Viöræöur EB og EFTA:
Undirritun frestast fram á haust
- síðustu forvöð, segir Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kynnti stöðuna í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins í gær.
DV-mynd Brynjar Gauti
Eftir að óformlegum vinnufundi
ráðherra EFTA lauk í síðustu viku
hggur fyrir að þau mál sem eftir á
að leysa varðandi viðræður EB og
EFTA um evrópska efnahagssvæðið,
EES, eru einkum tvö. Annars vegar
er tekist á um hvernig staðið skuli
að ákvarðanatökum og stjómun
svæðisins og hins vegar um aðgang
ríkja Evrópubandalagsins að fisk-
veiðilögsogu íslendinga og Norö-
manna en þeirri kröfu hafa fulltrúar
EFTA-ríkjanna alfarið hafnað.
Fram til þessa hafa fulltrúar Evr-
ópubandalagsins staðið fast á því að
þær reglur sem settar em af því
sjálfu skuli gilda á efnahagssvæðinu
og hafa verið ófáanlegir til að veita
EFTA-ríkjunum nokkurn meö-
ákvörðunarrétt. Þessu hafa fulltrúar
EFTA-ríkjanna hafnað og segja óeðli-
legt að þau verði aö lúta reglum sem
þau taki ekki þátt í að móta.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráöherra segir að eftir síðasta
vinnufund ráðherranna í desember
síðastliðnum hafi staða viöræðnanna
verið sú að EFTA-ríkin voru tilbúin
aö faha frá kröfum um varanlegar
undanþágur frá reglum EB, með
nokkrum fyrirvömm þó, gegn því aö
EB kæmi með ásættanlegar tillögur
um stjómun hins fyrirhugaða Evr-
ópska efnahagssvæðis og féhu frá
kröfunni um aðgang aö fiskveiðiauð-
hndum Noregs og íslands. Markmið-
ið meö þessu hafi verið að leysa
smærri ágreiningsatriði á gmndvelli
hehdarlausna.
„Eftir þessum nótum hefur síðan
verið unnið. Samkvæmt tímaplaninu
var gert ráð fyrir að í apríl ætti að
vera komin póhtísk lausn þannig að
samninganefndarmenn gætu sett
stafina sína undir samningstextann.
Samkvæmt því heföu utanríkisráð-
herrar landanna getað undirritað
samkomulagið í lok júlí með fyrir-
vara um samþykki þjóðþinganna.
Nú er það hins vegar ljóst að þetta
tímaplan stenst ekki. Menn gera sér
vonir um að textinn geti legið fyrir
þegar sumarleyfi EB hefst. Undirrit-
un ráðherra og samþykki þjóðþinga
getur hins vegar fyrst orðið í haust,“
segir Jón Baldvin.
Jón Baldvin segir að vegna þessar-
ar tafar megi ekkert bera út af ef
takast á að koma sameiginlegu Evr-
ópsku efnahagssvæði á fót fyrir árs-
lok 1992 en þá verður innri markaði
Evrópubandalagsins komið á. „Máhð
verður því ekki dregið lengur," segir
Jón Baldvin.
-kaa/ns
MiWir loönuflekkir út af Patreksfj arðarflóa:
Ný loðnuganga vestan úr haf i?
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
Mikhr loðnuflekkir em á miðunum
út af Patreksfjarðarflóa, að sögn línu-
skipstjóra sem DV ræddi við í gær.
Það var mat sumra þeirra að þessi
loöna væri ekki hluti göngunnar sem
nú er á Breiðafirði heldur kæmi hún
utan af hafi.
Láms Grímsson, skipstjóri á
loðnuskipinu Júpíter, sem var ný-
kominn á miðin, var búinn að taka
tvö 400 tonna köst á fjórum tímum.
Sagði Lárus í sambandi viö DV aö
sér virtist vera mikil loðna í umferð
á þessum slóðum. „Það era flestir
loðnuskipstjórar sammála um að þaö
hefur orðið ægilegt slys hvað varðar
mat fiskifræðinganna á stærð loðnu-
stofnsins. Fiskifræðingarnir vora
grimmir og settu þjóðfélagið nánast
á annan endann án þess að hafa rök
fyrir staðhæfingu sinni. Nú eru þeir
komnir í pattstöðu meö allt mghð.
Veðurfræðingar spá en fiskifræðing-
ar staðhæfa, þar liggur meinsemd-
in.“
Láms er ósáttur við þá mælingu
sem fiskifræðingarnir gerðu út af
Hornafirði og var lögð til grundvallar
loðnukvótanum. „Þeir fengu út úr
þeirri mæhngu að um væri að ræða
450 til 500 þúsund tonn. Á sama tíma
á sama stað árið áður gerðu þeir sam-
bærilega mælingu og fengu út 750
þúsund tonn. Þaö var mat margra
skipstjóra að um miklu meira magn
hefði verið að ræða í vetur en árið á
undan. Loðnuskipstjórar em meö
allt að 27 ára reynslu af þessum veið-
um en fiskifræöingarnir skreppa á
sjó tvisvar á ári í þrjár til fjórar vik-
ur í senn. Við viljum vinna með fiski-
fræðingum en þá verður aö taka til-
ht til þess sem við höfum fram að
færa,“ segir Lárus Grímsson.
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991.
70 þúsund
dollarar
óvænt inn á
reikninginn
Valgarður Briem, lögmaður
First National Bank of Boston hér
á landi, hefur stefnt íslenskum
manni fyrir bæjarþingi Reykja-
víkur fyrir hönd bankans. Mað-
urinn er samkvæmt upplýsing-
um frá þjóðskrá sagður með lög-
heimih í Suður-Afríku og er hon-
um gert að endurgreiða bankan-
um 70 þúsund dohara er voru
lagðir inn á reikning hans í Afr-
íku vegna mistaka. Maðurinn
hefur endurgreitt 4.500 dollara af
uppliæðinni,
„Upphafið má rekja til þess að
Landsbankinn sendi i nóvember
1988 telexskeyti til First National
Bank of Boston í Boston með
beiðni um að send yrðu skilaboð
til útibús bankans í Chatarine
Ave. í Jóhannesarborg í Suður-
Afríku," segir Valgarður Briem
lögmaður.
„Starfsmenn Bostonbankans
misskildu boðin og létu skuld-
færa 70 þúsund dollara af reikn-
ingi Landsbankans hjá bankan-
um í Boston. Upphæðin var síðan
greidd inn á reikning hjá banka
i New York. Sá banki lét greiða
70 þúsund dollarana inn á reiking
hjá fyrirtæki í Jóhannesarborg.
íslendingurinn átti reikning hjá
fyrirtækinu og lét það leggja upp-
hæðina inn á reikning hans.
Þegar mistökin uppgötvuðust í
Landsbankanum fór hannfram á
leiðréttingu og fékk féð endur-
greitt hjá First National Bank of
Boston. Hann ber því ekki fjár-
hagstjón af þessum mistökum.
Maðurinn er væntanlega stadd-
ur hérlendis núna. Hann hefur
haft samband við mig og hefur
ekki mótmælt þvi að þessir pen-
ingar hafi verið lagðir inn á
reikning hans í Suður-Afríku.“
í stefnunni á hendur íslend-
ingnum segir að hann hafi ekki
mótmælt endurgreiðsluskyldu
sinni en hins vegar borið við bág-
bomum fjárhag sínum og lítilli
greiðslugetu. -J.Mar
Fyrirsjáanlegt
öngþveiti
áAlþingi
Enn einu sinni eru alþingis-
menn komnir í bullandi tíma-
hrak. Ákveðiö hefur verið að
þingstörfum ljúki fóstudaginn 15.
mars, enda þá ekki nema 5 vikur
til kosninga. Forsetar þingdeilda,
þau Guðrún Helgadóttir, Árni
Gunnarsson og Jón Helgason,
vom sammála um, þegar DV
ræddi við þau í gær, að miklar
annir yrðu á Alþingi í næstu
viku, jafnvel meiri en oftast áður.
Vegna landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins verður ekkert þinghald
eftir hádegi á morgun, fimmtu-
dag, og engir þingfundir á fóstu-
dag og laugardag. Þá eru ekki
eftir nema fimm virkir dagar af
fyrirhuguðum þingtíma.
Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs þings, sagði að hægt
væri aö halda þingfundi laugar-
daginn 16. mars en eftir það yrði
þinghaldi ekki haldiö áfram. Al-
þingismenn vildu komast heim í
kjördæmin þar sem svo stutt
væri til kosninga sem fram fara
20. apríl.
Viö þetta allt bætist svo að inn-
an ríkisstjórnarinnar er ekkert
samkomulag um afgreiðslu
þeirra mála sem ráðherrar höfðu
sett á óskalista sína. í upphafi
vom yfxr 80 mál á þeim lista. Síð-
an fækkaði þeim um helming.
Þingmenn, sem DV ræddi viö í
gær, töldu að þessi listi myndi
enn styttast. Samt verður mjög
erfitt að afgreiða þennan mála-
fjölda, jafnvel þótt kvöld- og næt-
urfundir veröi einhveijir.
-S.dór